Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Hvalveiðimálið í Bandaríkjunum Skref Bandaríkja- stjórnar gegn hyalveidiþjódum Frá (•unnari Pálssyni frúllarilara Mbl. í >Va.shinj;l«n. í VITNALEIÐSLUM í bandaríska þingínu st-m áttu sér staA eftir fund AlþjúAa hvalvciúiráAsins í Brighton í sumar, lýsti Don Bonker fulltrúa- deildarþingmaAur þcim skrefum sem Bandaríkjastjórn myndi taka ef ein- staka þjóAir neituAu aA virAa úrskurA AlþjóAa hvalveiAiráAsins. Hann sagði að fyrsta skrefið yrði að bandarísk stjórnvöld lýstu yfir áhytítíjum sínum við viðkomandi lands. Að athæfi þess virtist stang- ast á við handarísk lög og fara fram á frekari upplýsingar. Annað skrefið væri það að stjórnvöld rannsökuðu staðreyndir að fengn- um upplýsingum og mætu áhrif hvalveiða viðkomandi lands í ljósi samþykkta Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Þriðja þrepið er það að stjórn- völd tilkynna því landi sem hlut á að máli að athæfi þess varði Telly- Packwood-Magnusson, viðbótarlög- in. Ef ástandið helzt óbreytt fram- fylgir viðskiptaráðherra umboði sínu til að refsa viðkomandi landi. Fjórða þrepið er það að bannbrjót- urinn tapar að minnsta kosti 50% af fiskveiðiheimild innan fiskveiði- Blæðandi steypi- reyður stungin fán- um hvalveiðiþjóða Krá (■unnari l’álss> ni frcUaritara Mbl. í W ashini'ton. I»au dýraverndunarsamtök í Banda- ríkjunum sem mest hafa sig í frammi varAandi verndun hvalastofnsins hafa gefiA út vcggspjald sem sýnir blæAandi steypireyAi, stungna fánum íslands, Noregs, Japans og Sovétríkjanna. Þar er mælt með því að almenn- ingur kaupi ekki vörur frá þessum löndum. Einnig var heilsíðuauglýs- ing nýlega í amerísku tímariti þar sem mælzt er til þess að veitingahús og skólar beri ekki fram fisk frá hvalveiðiþjóðum. Einnig er hvatt til þess að fólk láti hjá líða að setja frosinn eða niðursoðinn fisk frá hvalveiðiþjóðum í innkaupakörfuna þegar keypt er í matinn. landhelgi Bandaríkjanna. Fimmta og síðasta þrepið er það að forseti Bandaríkjanna ákveður hvort setja beri innflutningsbann á fiskafurðir samkvæmt Telly-viðbótarlögunum. Hefur forsetinn 60 daga til að taka þá ákvörðun. Packwood-Magnusson lögin eru þannig úr garði gerð að þau taka gildi sjálfkrafa og framkvæmda- valdið getur ekki breytt þeim, en Telly-lögin eru þannig að þau út- heimta pólitíska ákvörðun sem á lokastigi er í höndum forsetans þótt viðskiptaráðuneytið fjalli um þau áður. Frá hvalamiðunum sumarið 1978, er Grænfriðungar gerðu atlögu að einu af skipum Hvals hf. og reyndu að koma í veg fyrir veiðar skipsins. „Það eru mistök að líta Éandaríkjastjórnar með segir talsmaöur öldungadeildarþingmannsins Packwoods Washini'ton, 2. fchrúar. Krá (iunnari 1'áls.syni frúUarilara Mhl. „ÞAD væru mikil mistök íslenzkra stjórnvalda að líta svo á að taka mætti vilja Bandaríkjanna í þessu máli með léttúð," sagði Dennis Phclan aðstoAarmaður Bob Pack- woods öldungadeildarþingmanns frá Oregon-fylki, en eins og fram hefur komið er Packwood annar tveggja höfunda Packwood-Magnusson- viðbótarlaganna í fiskverndarmálum frá 1978. í viðtali við Morgunblaðið á Capitol Hill var Phelan spurður að hugsanlegum viðbrögðum banda- ríska þingsins ef íslendingar ákvæðu að mótmæla. Hann svar- aði að hann efaðist um að nokkuð yrði gert í skyndingu ef íslend- ingar tækju þá afstöðu. Hann sagði að að sjálfsögðu væri ástæða til að fagna því ef íslendingar mótmæltu ekki, en á hinn bóginn væri á það að líta að mótmæli við ákvörðun Hvalveiðiráðsins ein sér væru ekki tilefni til refsiaðgerða þar eð ákvörðun ráðsins gæfi hvalveiðiþjóðum frest til ársins 1985. Færi svo að einstaka þjóðir héldu veiðum áfram eftir að bann- ið tæki gildi, kæmu viðkomandi lög til framkvæmda. Gerðust Jap- anir til dæmis sekir um áfram- haldandi veiðar, létu Packwood- MagnUsson-lögin strax til sín taka, þ.e. Japönum yrði vísað úr bandarískri fiskveiðilandhelgi. Hvað íslandi viðkæmi, sagði Dennis, að sér væri ekki kunnugt um að rætt hefði verið um sér- stakar aðgerðir á þessu stigi. „Við höfum einbeitt okkur að Japön- um,“ sagði hann, „því eins og þú veizt félli útflutningur hvalafurða íslendinga til Japan um sjálfan sig ef Japanir sæju sig um hönd.“ Morgunblaðið spurði hvort ekki væri töluverður munur á þessum tveimur hvalveiðiþjóðum, fslend- ingum og Japönum, hvað varðaði refsiákvæði bandarískra laga. Phelan kvað það rétt vera. Sagði hann að P-Magnusson-lögin ættu aðeins við um þjóðir sem veiddu innan bandarískrar landhelgi og ættu þau þar af leiðandi ekki við um ísland. Benti hann á að önnur lög, eins og til dæmis Telly-viðbót- arlögin, gætu þó átt sérstaklega við um ísland, en samkvæmt þeim væri forsetaheimild fyrir að stöðva allan innflutning á fiski frá þjóðum sem hefðu að engu reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins. Morgunblaðið benti á að í milli- ríkjadeilum eins og til dæmis landhelgisdeilu íslendinga og Breta, hefðu íslendingar séð sér pólitískan ávinning í því að vera mikilvægur hlekkur í varnarkerfi vestrænna þjóða. Var Phelan að því spurður hvort hann teldi að íslendingar gætu enn skákað í því skjólinu nú. Phelan taldi það ósennilegt og sagði að ef íslendingar beittu varnarstöðvarmálinu of oft til að ná pólitískum markmiðum kæmi 66 bandarískir öldungadeildarþingmenn: Vildu refsiaðgerðir gegn þjóðum sem mótmæltu hvalveiðibanninu STEINGRÍMI Ilermannssyni sjávarúlvegsráöherra var á fuhdi meA stjórn SölumiAslöAvar hraAfrystihúsanna í desember gerö grein fyrir bréfi, sem 66 bandarískir öldungadeildarmenn undir forystu Charles Percy, formanns utanríkismálanefndarinnar, og Bob Packwood, for- manns viöskiptanefndarinnar, sendu Malcolm Baldridgc viöskiptaráö- herra 31. ágúst í fyrra meö yfirlýsingu um stuöning viö haröar refsiaA- gerAir Bandaríkjamanna gegn hverri þeirri þjóö, sem bæri fram mótmæli gegn ákvöröun AlþjóAahvalveiAiráAsins um hvalveiAistöövun eins og Mbl. skýröi frá á sínum tíma. I bréfi þingnefndarinnar til Baldridge viðskiptaráöherra segir aö nefndin telji mestu máli skipta að hvalveiðiþjóðir virði tímamóta ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bandaríkjamenn verði, á þeim tíma sem í hönd fari, að beita öll- um tiltækum, diplómatískum ráð- um til þess að koma í veg fyrir að hvalveiðiþjóðir beri fram mótmæli gegn ákvörðuninni um hvalveiði- stöðvun. Síðan segir: „Bezta og trúverðugasta vopnið, sem tiltækt er til að koma í veg fyrir að þjóðir grafi undan IWC (Alþjóðahvalveiðiráðinu) með mót- ma>lum eða úrsögn úr nefndinni, er Pellv-breytingin á Verndunarlög- um fiskimanna og Packwood- Magnuson-bre.vtingin á Fiski- verndunar- og stjórnunarlögunum. Til þess að bægja frá allri hugsun um að hægt sé að „beygja" Banda- ríkin í hvalveiðimálinu ættum við að gera fullkomlega ljóst strax að Bandaríkjastjórn muni grípa til þessara lagabreytinga gegn hverri þeirri þjóð, sem brýtur í bága við ákvarðanir IWC.“ í bréfinu segir að auk ótvíræðrar yfirlýsingar um Pelly- og Packwood-lagabreytingarnar ættu Bandaríkjamenn að sýna hval- veiðiþjóðum fram á að önnur til- tæk ráð til að knýja fram vilja Al- þjóðahvalveiðiráðsins verði ekki sniðgengin. Til dæmis sé auðvelt samkvæmt Verndunarlögum fiski- manna að hagræða fjárveitingum (annað hvort upp á við eða niður) til andsvara á öllu því víðáttu- mikla sviði, sem spanni stefnumið Bandaríkjamanna og þau mál sem þeir beri fyrir brjósti. Vissulega beri að íhuga þessi úrræði til að gæða hvalveiðistefnu Bandaríkja- manna alvöruþunga. Að lokum segir í bréfinu að ef takast megi að koma í veg fyrir að mótmæli verði borin fram gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um stöðvun hvalveiðanna verði komizt hjá tímabili spennu og óvissu i samskiptunum við hval- veiðiþjóðirnar með tilliti til fisk- veiða. Verði engin mótmæli borin fram þurfi ekki að óttast hugsan- lega beitingu refsiaðgerða í fram- tíðinni til að knýja fram ákvarðan- ir Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta muni gera bandarískum fiski- mönnum og framleiðendum kleift að gera fiskveiðisamninga, sem muni efla hagsmuni meirihluta borgaranna, þar á meðal fiskveiði- manna, bæði í löndum þar sem hvalveiðar séu stundaðar og í lönd- um þar sem þær séu ekki stundað- ar. Ef ákvarðanir Hvalveiðiráðsins verði samþykktar verði þær öllum til góðs. Meðal öldungadeildarmannanna sem undirrituðu bréfið auk Percy og Packwood voru Henry M. Jack- son, Mark 0. Hatfield, Robert Dole, John C. Stennis, Edward Kennedy, Howard Baker, Barry Goldwater, Alan Cranston, Willi- am Proxmire og Daniel P. Moyni- han. í upphafi bréfsins er Baldridge viðskiptaráðherra, dr. Byrne og bandarísku sendinefndinni árnað heilla fyrir að fá því framgengt að stöðvun hvalveiða frá og með 1986 var samþykkt með \ atkvæða í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Minnt er á að 11 ár séu síðan Öldungadeildin og Fulltrúadeildin samþykktu ályktanir með áskorun- um um að Bandaríkjamenn semji um tíu ára hvalveiðibann og 10 ár síðan svipuð ályktunartillaga Bandaríkjanna var samþykkt á Umhverfismálaráðstefnu SÞ. Síð- an hafi tilraunin til að vernda stórhveli orðið raunveruleg kross- ferð. Sigurinn á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins sé fagnaðarefni mörgum milljónum borgara, sem hafi tekið virkan þátt í krossferð- inni, bæði í Bandaríkjunum og um allan heim. Japanir sitja fast við sinn keip Frá (iunnari l'álssyni, frcttarilara Mbl. í Washington. BANDARÍKIN flytja inn fisk frá Japan fyrir 321 milljón Bandaríkja- dollara, en ef fiskveiöar Japana inn- an fiskveiAilögsögu Bandaríkjanna eru taldar meö er um að ræöa 425 milljónir Bandaríkjadala alls og af því leiöir að Japanir standa mjög höllum fæti gagnvart Packwood- Magnusson-lögunum. Þrátt fyrir þaö sitja Japanir fastvið sinn keip og neita að aöskilja hvalveiðimálið frá öðrum viðskiptamálum Bandaríkj- anna og Japan. Japanir telja mikið í húfi um framgang þessara mála og hótuðu m.a. að ógilda samning um sykur- kaup frá Panama að jafnvirði 10 milljóna Bandaríkjadollara ef þeir styddu hvalveiðibannið. Einnig hótuðu þeir að hætta kaupum á landbúnaðarvörum frá Jamaica af sömu ástæðum. á vilja léttúð" að því að hætt yrði að taka mark á þeim. Gat hann þess að Japanir, ekki síður en íslendingar, væru mikilvægir bandamenn Banda- ríkjanna í sínum heimshluta og hefði það ekki komið í veg fyrir að Bandaríkin syndu þeim fulla ein- urð í hvalveiðimálum. Sagði hann að síðustu þrír Bandaríkjaforset- ar, Nixon, Carter og Reagan, hefðu allir beitt sér eindregið gegn áframhaldandi hvaladrápi. „Það væru mikil mistök íslenzkra stjórnvalda að líta svo á að taka mætti vilja Bandaríkjanna í þessu efni með léttúð," sagði Phelan. Hann var að því spurður hvort ís- lendingar yrðu látnir sæta ákvæð- um Telly-viðbótarlaganna ef þeir mótmæltu. Hann sagðist í fljótu bragði ekki sjá ástæðu til þess að ganga svo langt. „Okkur eru aðrar hófsamari leiðir opnar," sagði hann, „við gætum til dæmis stung- ið upp á óbeinum hömlum við ís- lenzka fiskinnflutninginn, svo sem sérstökum reglugerðum um um- búðir, flutning, vöruvöndun og þess háttar." Að lokum var Phelan að því spurður hvort hugsanleg mótmæli íslendinga gætu skaðað samskipti íslands og Bandaríkjanna. „Tví- mælalaust," svaraði Phelan, „þótt ég telji ólíklegt að ráðizt yrði í beinar refsiaðgerðir í bráðina, lít ég svo á að mótmæli íslendinga við hvalveiðibanninu, mundu á ýmsan hátt geta íþyngt samskipt- um landanna." Grænfriöungar hóta Flugleiðum vegna hvalamála HINN 25. janúar sl. barst Bigurði Helgasyni, forstjóra FluglciAa, bréf frá Greenpeace International, þar sem hótaö var aö ef ísland mótmælti banni viö hvalveiöum, myndu Græn- friöungar stofna til mótmæla viö skrifstofur FluglciAa í Ameríku og Evrópu. Þeir heföu ákveöiö aA láta fyrirtækiA Hval hf. í friAi en snúa sér þess í staö aö ríkisstjórn íslands í þessu efni. Forstjóri Flugleiða sendi sam- dægurs skeyti til formanns sam- taka Grænfriðunga, þar sem færð voru rök að því að aðgerðir við skrifstofur Flugleiða væru út í hött. Hér væri um einkafyrirtæki að ræða, sem væri óháð ríkis- stjórn landsins að öðru leyti en því að ríkissjóður væri hluthafi. Enn barst orðsending frá Græn- friðungum 27. janúar sl. þar sem þeir staðfestu þann ásetning sinn, að hrella starfsfólk Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.