Morgunblaðið - 03.02.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
27
Ólafsvík:
Lftill afli,
lélegar gæftir
Olafsvík, 2. febrúar.
8KGJA verður að verið hafi lítill vertíð-
arbragur yfir sjósókninni hér frá ára-
mótum. I>ví veldur að gæftir hafa verið
afar erfiðar og afli lítill, enda jafnan
svo þegar ekki er hægt að leggjast á
fisk.
Þó hefur heldur ræst úr síðustu
daga. Sextán bátar eru byrjaðir
róðra, og eru 11 þeirra með línu.
Heildaraflinn er aðeins 865 tonn, í
194 sjóferðum. Aflahæstur línubáta
er Gunnar Bjarnason með 110,5 tonn
í 17 róðrum, og Steinunn með 95
tonn í 18 róðrum. Hæsti netabátur-
inn er Matthildur sem hefur fengið
38,5 tonn í 11 róðrum. Ms. Hvalvík er
hér í dag og skipar á land 900 til 1000
tonnum af salti.
- Helgi
„Dularfullur
fjársjóður“ í
Stjörnubíói
STJÖRNUBÍÓ hefur frumsýnt banda-
rísku kvikmyndina „Dularfullur fjár-
sjóður" með Terence Hill og Bud
Spencer í aðalhlutverkum.
Myndin fjallar um leit þeirra fé-.
laga að földum fjársjóði á Bongó
Bongó-eyju. Drífur margt á daga
þeirra félaga áður en tjaldið fellur.
Morgunblaðið/ RAX
Verðlaunahafarnir, frá vinstri, Dagný Hermannsdóttir, Kagnar Stein-
grímsson og Edda Aradóttir. Fyrir aftan þau standa, frá vinstri talið: Sr.
Sigurður 11. Guðmundsson, form. Öldrunarráðs, Kolbeinn Pálsson frá
Flugleiðum og William Gunnarsson frá Heimilistækjum.
C
• •
Ritgerðasamkeppni Oldr-
unarráðs til lykta leidd
HINN 31. janúar sl. voru afhent
verðlaun fyrir bestu ritgerðir í
samkeppni sem Öldrunarráð ís-
lands efndi til.
Ritgerðarefnið var: „Hvaða
breytingar vilt þú gera á kjörum
aldraðra á Islandi áður en þú
verður 67 ára“ og var öllum
mennta- og fjölbrautaskólanem-
um gefinn kostur á að taka þátt
í keppninni. Skólastjórnir völdu
svo þrjár bestu ritgerðirnar úr
hverjum skóla og sendu þær
dómnefnd. Nefndina skipuðu
prófessor Halldór Halldórsson,
Runólfur Þórarinsson og Sigurð-
ur Magnússon.
Niðurstöður urðu þær, að í
fyrsta sæti varð Ragnar Gautur
Steingrímsson, Flensborgar-
skóla, Hafnarfirði, og ■ hlaut
hann vikuferð með Flugleiðum
til Puerto Rico.
I öðru sæti varð Edda Guð-
björg Aradóttir, Menntaskólan-
um á Akureyri, og hlaut hún
ferðahljómflutningssamstæðu
frá Philips. I þriðja sæti varð
Dagný Hermannsdóttir,
Kvennaskólanum í Reykjavík, og
fékk hún Sinclair-tölvu í verð-
laun.
Ráðstefna í Ölfusborg-
um um fræðslustarf verka-
lýðshreyfingarinnar
DAGANA 4. og 5. febrúar nk. verður
haldin á vegum Menningar- og
fræðslusambands alþýðu ráðstefna í
Ölfusborgum um fræðslustarf verka-
lýðshreyfingarinnar.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
ýmsa þætti, sem snerta fræðslu-
starfið sem fram fer á vettvangi
verkalýðssamtakanna, bæði á
vettvangi MFA og einstakra félaga
og sambanda.
Fyrri daginn mun Tryggvi Þór
Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri
MFA, gera grein fyrir helstu þátt-
unum í starfi MFA og Lárus S.
Guðjónsson fræðslufulltrúi ræðir
um námsfrí launafólks, helstu leið-
ir og markmið. Síðari daginn verð-
ur fjallað um tvo meginþætti, ann-
ars vegar viðhorf til fræðslustarfs,
þar sem málshefjendur verða Grét-
ar Þorsteinsson, formaður Tré-
smiðafélags Reykjavíkur, Jón Agn-
ar Eggertsson, formaður Vlf. Borg-
arness, og Pétur A. Maack, starfs-
maður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur. Hins vegar verður
fjallað um helstu áhersluatriði í
fræðslustarfinu á næstu árum, en
málshefjendur um þann þátt verða
Karl Steinar Guðnason, formaður
VI. og sjómannafélags Keflavíkur
og nágrennis, Torfi Sigtryggsson,
trésmiður á Akureyri, Þóra Hjalta-
dóttir, formaður Alþýðusambands
Norðurlands, og Örn Friðriksson,
trúnaðarmaður í álverinu í
Straumsvík. Þátttakendur verða
um 35 talsins víða að af landinu.
Á liðnum árum hefur fræðslu-
starf verkalýðshreyfingarinnar
aukist að mun og má líta á ráð-
stefnuna í því ljósi, en þar er gert
ráð fyrir að menn skiptist á skoð-
unum um það hvernig til hefur tek-
ist á liðnum árum og hvað beri
einkum að leggja áherslu á í næstu
framtíð. Ráðstefnan getur því haft
mikil áhrif á það hvernig staðið
verður að fræðslustarfi verkalýðs-
samtakanna, því ekki hefur áður
verið efnt til ráðstefnu af þessu
tagi.
Ráðstefnustjóri verður Guð-
mundur Hilmarsson, formaður Fé-
lags bifvélavirkja og stjórnarmað-
ur í MFA, en ráðstefnan hefst á
föstudag, 4. febrúar, síðdegis með
setningarávarpi formanns MFA,
Helga Guðmundssonar.
(FréUatilkynning)
Kvikmyndahátíð
Listahátíðar:
Á níunda þúsund
sýningargestir
Á NIUNDA þúsund manns höfðu í
gærkveldi sótt kvikmyndasýningar
Kvikmyndahátíðar Listahátíðar í
Reykjavík, að því er Örnólfur Arna-
son, framkvæmdastjóri Listahátíðar,
sagði í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins í gærkveldi.
Örnólfur sagðist vera ánægður
með aðsóknina, sem væri svipuð
því sem verið hefði undanfarin ár.
Flestar myndanna sagði hann ekki
verða sýndar hér á landi aftur, og
öll þau filmueintök, sem Listahátíð
hefði fengið lánuð vegna hátíðar-
innar, yrðu send aftur utan þegar
að hátíðinni lokinni.
Að sögn Örnólfs er erfitt að
segja hver myndanna hefur fengið
besta aðsókn, þar sem þær eru
sýndar svo sjaldan og í mismun-
andi stórum sölum. „Yfirleitt er að-
sókn hins vegar góð,“ sagði Örnólf-
ur, „og á kvöldin er hér troðfullt út
úr dyrum.“
Útsölu-
markaður
í Kjörgarði (kjallara)
Geriö
svo vel
aö
líta
inn.
í kjallara Kjörgarös.
Góðar vörur á lágu verði
Skartgripir í miklu úrvali
Sendum í póstkröfu
m 28640
Fatnaður fyrir alla fjölskylduna
Barnaúlpur verö frá kr. 390.
Dömuúlpur verö frá kr. 490.
Herraúlpur verö frá kr. 490.
Flauelsbuxur, stæöir 2—12, verö frá kr. 195.
Flauelsbuxur, stæröir 26—40, kr. 295.
Barnapeysur frá kr. 90.
Fullorðinspeysur frá kr. 150.
Vynilstígvél verö frá kr. 295.
Sokkar, vettlingar, húfur og margt, margt fleira.
Útsölumarkaóurinn