Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 14
14
Varmaland í Borgarfirði
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
Námskeið
fyrir
„ferðamanna-
bændur“
DAGANA 8. til II. febrúar næ.stkom-
andi gengst Ferðaþjónusta bænda fyrir
námskeiói í Húsmæðraskólanum á
Varmalandi í Borgarfirði. í frétt frá
upplysingaþjónustu landbúnaðarins
segir, að Steinunn Ingimundardóttir
skólastjóri á Varmalandi og Oddnj
Björgvinsdóttir forstöðumaður Ferða-
þjónustu bænda hafi skipulagt nám-
skeiðið og verði Oddný námskeiðs-
stjóri.
Á námskeiðinu verða fluttir um 15
fyrirlestrar og ennfremur verður
hópvinna. Á námskeiðinu verður
sýnikennsla og farið verður í heim-
sóknir til Borgarness og Hvanneyr-
ar. Þess er vænst að verulegur áhugi
verði fyrir þátttöku í námskeiðinu
og það verði sótt af bændafólki, sem
hefur tekið á móti ferðamönnum til
gistingar eða hyggst gera það. Þátt-
taka tilkynnist Ferðaþjónustu
bænda í Bændahöllinni Reykjavík.
Á fremsta bekk við ganginn voni þær Anna Long og Kristbjörg Ingi-
mundar. „Myndin er mjög góð,“ sögðu þær, „alveg hreint frábær og
tónlistin er reglulega skemmtileg og höfðar til okkar þótt við séum þetta
gamlar.“ Myndir Mbl./KÖE
Guðrún og Ólafur sögðu að myndin og tónlistin væri alveg með ágætum.
Guðrún, sem hefur séð allar íslensku myndirnar, taldi þessa nú ekki vera
þá bestu, sem hefði verið sýnd, en hún væri ólík hinum og ólíkt léttari.
Með allt á hreinu:
Metaðsókn um helgina að mynd Stuðmanna
KJÖRTÍU og þrjú þúsund áhorfendur hafa nú séð Stuðmannamyndina „Með allt á hreinu“. Blaðamaður Mbl.
spjallaði viö nokkra sýningargesti um síðustu helgi.
Handritin
koma við sögu
í dómsmáli
í Danmörku
Afhending handritanna til íslands
hefur komið við sögu í dómsmáli, sem
vakið hefur mikla athygli í Danmörku.
Um er að ræða mál danska ríkisins
gegn fjölskyldusjóAi A.P. Möller.
Málavextir eru þeir, að sjóðurinn var
fluttur frá Danmörku til smárfkisins
Uichtcnstein; frá skattaáþjáninni í
Danmörku til skattleysisins í Lichten-
stein.
Danski seðlabankinn vildi ekki
fallast á hið nýja fyrirkomulag og
innistæður sjóðsins í Den Dansk
Bank voru „frystar”. A.P. Möller
taldi bankann ekki hafa heimild til
slíks og hófust málaferli.
Fyrir Eystri-Landsrétti kom fram
í máli lögmanns A.P. Möller, Kristi-
an Mogensen, að fordæmi væru fyrir
því að verðmæti væru flutt úr landi
og meira að segja tveir hæstarétt-
ardómar væru því til staðfestingar.
Hann átti þá við íslenzku handritin
og málaferlin vegna ákvörðunar um
afhendingu þeirra til íslands.
Þórir, Stefán og Addi voru allir á sama máli. „Þetta er þrælgóð mynd og ber af öðrum íslenskum myndum, eða
hún er allavega skemmtilegust. Svo er það líka tónlistin, sem beinlínis heldur myndinni uppi, en leikurinn er
líka glettilega góður.“
Jenný Rósa hafði ekki mörg orð
um myndina en sagði stuttlega:
„Já, það er gaman að sjá hana,
hún er skemmtileg.“
-
J T.} Íií líí-íl+t+Ii i-- í'Hl
14-þHtrt
íiTiTiiti:
:*.?*?*:
46