Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 33 Athafnasvæði Skipalyftunnar. Morgunbladid/SÍKurgeir. Vestmannaeyjar: 32 skip tekin á land hjá Skipalyftunni Vestmannaeyjum, I. febrúar. MIKIL og góð umsvif hafa verið hjá Skipalyftunni f Vestmannaeyj- um en nú er rúmt ár frá því fyrir- tækið tók til starfa þegar tvö gam- algróin málmiðnaðarfyrirtæki, Magni og Völundur, sameinuðust og stofnuðu Skipalyftuna hf. Mannvirki sjálfrar skipalyftunnar eru eign Hafnarsjóðs Vestmanna- eyja sem leigir síðan Skipalyftunni hf. aðstöðuna. Fyrsta skipið var tekið á land 27. júní í sumar og síðan hafa verið stöðug verkefni. Fram til dagsins í dag hafa alls 32 skip af ýmsum stærðum verið tekin á land í lyftunni. Fyrirtækið tók að sér að smíða og koma fyrir skutrennulokum og hækka lunn- ingar á 7 japönskum skuttogur- um auk annarra tilfallandi við- haldsverka við skipin. í síðustu viku var Ljósafoss Eimskipafélagsins tekinn upp, botnhreinsaður, málaður og ýmsar smálagfæringar fram- kvæmdar. Var svo umsamið að ljúka þessu verki á þremur sól- arhringum og tókst það þrátt fyrir slæmt veður þessa daga. Nú er unnið við tvo af vertíðar- bátum Eyjaflotans. Andvari VE var skorinn í tvennt og lengdur um rúma 3 metra og ný brú var sett á skipið. Þá er verið að út- búa Danska Pétur VE til skut- togs. Að sögn Kristjáns ólafs- sonar, annars framkvæmda- stjóra Skipalyftunnar, eru horf- ur á verkefnum á næstunni góð- ar en ekki tímabært að skýra frá því nánar. Sagði Kristján að ekki væri ástæða til annars en horfa með bjartsýni til framtíð- arinnar. Nú starfa 65 manns hjá fyrirtækinu flestir voru starfs- mennirnir 85 þegar mest var að gera í sumar. — hkj. Vetrar- orlofsvikur bænda í Reykjavík í VETUR verða þrjár orlofsvikur bænda á Hótel Sögu í Reykjavík. Fyrsta vikan stendur nú yfir, næsta orlofsvika verður 7.—13. mars og sú síðasta í vetur verðut 11.—17. apríl. Dagskrá á orlofsviku verður með hliðstæðum hætti og und- anfarna vetur. Farið verður í heimsóknir í afurðasölufélögin og skipulagðar verða leikhús- ferðir. Einnig verður ýmislegt til skemmtunar á Hótel Sögu. Flugleiðir veita afslátt á flug- fargjöldum fyrir þátttakendur í orlofsvikum. Ferðaþjónusta bænda og upplýsingaþjónusta landbúnaðarins veita nánari upplýsingar um tilhögun á orlofsvikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.