Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 7 Heba heldur vióheilsunni Nýtt námskeið hefst 7. febrúar. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvfld - Kaííi - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53, Kópavogi. Aðalfundur Aðalfundur Félags íslenzkra stórkaup- manna verður haldinn þriðjudaginn 8. febrúar nk. að Hótel Sögu, Lækjar- hvammi, kl. 12.00. I. Formaður FÍS, Einar Birnir, setur fundinn. Aöalfundurinn hefst síö- an meö hádegisverði. Aö honum loknum flytur Björn Hermanns- son, tollstjóri erindi og svarar fyrirspurnum. II. Aöalfundarstörf veröa síðan á sama staö og hefjast kl. 14.00. Dagskrá samkv. 18. gr. laga fé- lagsins. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrslur um störf nefnda. 3. Lagöir veröa fram endurskoð- aöir reikningar félagsins og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 4. Greint frá starfsemi Lífeyris- sjóös verzlunarmanna og Fjár- festingarsjóös stórkaupmanna. 5. Ákvöröun árgjalda fyrir næsta starfsár. 6. Kjör formanns og meöstjórn- enda. 7. Kosning tveggja endurskoö- enda og tveggja til vara. 8. Kosiö í fastanefndir sbr. 19. gr. laga félagsins. 9. Ályktanir og önnur mál. Björn Hermannsson Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna og skrá þátttöku sína á skrifstofu FÍS í síma 10650 eöa 27066 fyrir kl. 12.00 mánudaginn 7. febr. nk. Félag íslenzkra stórkaupmanna. Afföll hjá framsókn Guðmundur G. I»órar- insson, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík í kosningunum 1979, hefur sem kunnugt er ákveðið að draga sig í hié. Ingólfur Guðnason, sem skipaði þriðja sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Noröur- landskjördæmi vestra í kosningunum 1979, hefur sem kunnugt er ákveðið að draga sig í hlé. Báðir hafa þeir Guðmundur og Ingólf- ur sctið sem kjördæma- kosnir þingmenn síðan í desemher 1979 og staðið vörð um setu forystu- manna flokksins í ríkis- stjórninni. En þeir hafa báðir fengiö nóg af stjórn- málavafstrinu og geta hvorugur unað því að setj- ast á lista með þeim mönnum, sem skipa efsta sætið í kjördæmum þeirra. Af viðtali við Guðmund G. l*órarinsson í Helgar- póstinum fyrir nokkru verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að honum þyki Olafur Jóhannesson, utanríkisráöherra og fyrr- um formaður Framsóknar- flokksins, fyrir sér á lista flokksins í Reykjavík. Ing- ólfur Guðnason hefur lýst því yfir opinherlega, að hann geti ekki boðið sig fram á lista, þar sem l’áll l’élursson, þingflokksfor- maður framsóknar, sé í fyrsta sæti. Nú er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hver verða viðbrögð sjálfs Tómasar Árnasonar, við- skiptaráðherra og ritara Framsóknarflokksins, viö því að tapa óskaplega fyrir Halldóri Ásgrímssyni, varaformanni framsóknar, í prófkjöri um skipan list- ans í Austurlandskjör- dæmi. Alls greiddu 1214 menn atkvæði í þessu prófkjöri, framsóknarmenn fengu 2963 atkvæði þar 1979. f fyrsta sæti hlaut Halldór 551 atkvæði (45%) HALLDÓR ÁSGRÍMSSON en Tómas 514 (42%). í fyrsta og annað sæti hlaut Halldór 1050 atkvæði (86%) en Tómas 864 at- kvæði (71%). í síðustu kosningum skipaði Tómas fyrsta sætið á lista fram- sóknar í Austurlandskjör- dæmi og cr fyrsti þingmað- ur þess kjördæmis. Nú tap- ar Tómas þessari „gloríu“ með eftirminnilegum hætti og sú spurning vaknar: Fer hann í fýlu eins og Guð- mundur G. l*órarinsson og Ingólfur Guönason? Margar ástæöur Fyrir því eru margar ástæður, að Halldór As- TÓMAS ÁRNASON grímsson fellir Tómas Arnason í þessu prófkjöri framsóknarmanna. Fleiri en þeir sem standa fyrir utan Framsóknarflokkinn átta sig á því, að orð Tóm- asar Ámasonar og yfirlýs- ingar eru na-sta lítils virði. Hann slær um sig með því að tala digurbarkalega en þcgar á reynir kemur á daginn, að hann meinar sjaldan nokkuð með stór- yrðunum. Til marks um þetta má tíunda ótal margt en í bili dugar að minna á yfirlýsingar Tómasar um kjördæmamálið nú fyrir prófkjörið á Austfjöröum. Fyrir þær kallaði Stein- grímur flokksformaður Tómas á tcppið og lýsti því yfir að rítari Framsóknar- flokksins skildi ekki þær hugmyndir sem nú væru efstar á haugi í kjördæma- málinu. Varla hafa þær ákúrur orðið Tómasi til framdráttar fyrir austan? Var það kannski a-tlun Steingríms að gera hlut Tómasar sem minnstan í prófkjörinu? I*»‘ir Halldór Ásgrímsson og Tómas Árnason hafa áður tekist á um vegtyllur á vettvangi Framsóknar- flokksins. Tómas var kom- inn á fremsta hlunn með að sækjast eftir varafor- mennsku í flokknum, þeg- ar ungir menn lýstu stuðn- ingi við Halldór. I*á gafst Tómas strax upp en sló síð- an um sig með yfirlýsing- um um það, að ritari flokksins hefði svo sem orðið formaður á undan varaformanninum. Hvað skyldi Tómas segja nú til að lítillækka llalldór sam- herja sinn? Eftirskrift Velunnarar Staksteina sem þekkja vel til innan dyra í Alþýöuhandalaginu hafa sýnt mikinn áhuga á skilgreiningunni á hinum ,,sterku öflum" sem völdu Olafl R. Grímssyni, þing- flokksformanni, Ijórða sætið á ILsta flokksins hér í Reykjavík. Finnst sumum þeirra sem of mikið hafi verið gert úr því að það hafi oltið á atkvæði Svav- ars Gcstssonar, flokksfor- manns, að Olafur lcnti í fjóröa sætinu. I*ar komi önnur atriði einnig til álita. f fyrsta lagi hefði Ólafur getað treyst stöðu sína og væntanlega náð því að halda þriðja satinu, ef hann heföi átt löghcimili í Reykjavík og þar með get- að grcitt atkvæði í forval- inu. í öðru lagi hefði lik- lega farið á annan veg fyrir Olafi ef Guömundur J. Guðmundsson hefði verið búinn að flytja lögheimili sitt til StykkLshólms en léti sér ekki nægja að eiga þar griöastaö sem pólitískur flóttamaöur. Tómas í öðru sæti Tómas Árnason, viöskiptaráöherra og ritari Framsóknarflokksins, tapaöi í prófkjöri gegn Halldóri Ásgrímssyni, varaformanni Framsóknarflokksins, um skipan fram- boöslista framsóknar á Austurlandi. Lenti Tómas í ööru sæti viö illan leik og hlaut þar bindandi kosningu. Er þess nú beðiö meö talsveröri eftirvæntingu hvaöa yfirlýsingar Tómas gefur af þessu tilefni. Þegar Halldór varö varaformaöur flokksins sagöi Tómas drýgindalega, aö formaöurinn heföi nú oft komiö úr ritarastólnum. Poppe- loftþjöppur Utvegum þessar heims- þekktu loftþjöppur í öll- um stærðum og styrk- leikum, meö eöa ðn raf-, Bensín- eöa Diesel- mötors. \ SíStoffflaKyigitur & CS(Q) Vesturgotu 1 6, Sími 14680.______________ SIEMENS Einvala liö: Siemens- heimilistækin Urval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér liö við heimilisstörfin. Öll tæki á heimilið frá sama aöila er trygging þín fyrir góöri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. Áskriftarsímmn er 83033 8S 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.