Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 B-keppnin í Hollandi: Sýnt beint frá leik íslendinga og Spánverja? B-KEPPNIN í handknattleik nálg- ast nú óðfluga, en fyrsti leikur is- lands verður gegn spánverjum 25. þessa mánaðar. Verður það að öllum líkindum úrslitaleikur riðilsíns, en Sviss og Belgía leika einnig í riðlinum. Leikur íslands við Spán verður vafalítiö mjög spennandi, enda mikið í húfi, og Mbl. bárust þær gleðifregnir til eyrna í gær, að til stæði að sýna leikinn beint í ís- lenska sjónvarpinu. „Þaö er von mín og ósk að ég geti sýnt beint frá Hollandi — og það yrði þá leik- ur ísiendinga og spánverja," sagði Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarps, í spjalli við Mbl. í gær. Fyrsta tap Fylkis FYLKIR tapaði sínum fyrsta leik í 3. deildínni í handbolta í vetur er liðið lék við Tý í Eyjum í fyrrakvöld. Týr sigraði 24:23 eft- ir að hafa haft yfir 13:11 í hálf- leik. Týsarar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn, og Sigurlás Þor- leifsson, sem nú var að byrja í handboltanum á ný, var marka- hæstur hjá þeim með 13 mörk. Benedikt Guöbjartsson skoraöi 4. Magnús Sigurösson geröi 10 mörk fyrir Fylki og Einar Einars- son og Gunnar Baldursson 4 hvor. — SH/hkj. Molar frá Englandí Clarke til Scunthorpe Alan Clarke, fyrrvarandi leik- maöur Leeds og enska landsliös- ins, var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri 4. deildar liöslns Scunthorpe. John Duncan, fyrr- um Tottenham-leikmaöur, var rekinn úr framkvæmdastjórastóli Scunthorpe án allra útskýringa í gær, og kemur það mjög á óvart, þar sem liöið hefur veriö á toþpi deildarinnar í vetur, og er nú í fimmta sæti. Cochrane til Hong Kong Terry Cochrane, norður-írski landsliðsmaðurinn hjá Middles- bro fer á næstunni til Eastern Soccer Club í Hong Kong. For- ráðamenn Boro tilkynntu þetta í gær. Liverpool kaupir Ensku meistararnir Liverpool keyptu í gær ungan framherja frá Skotlandi. Heitir sá Darren McLean og er 17 ára skólastrák- ur. Hann lék með liðinu Inverness Thistle í skosku hálandadeildinni, en Liverpool greiddi 25.000 pund fyrir hann í gær. Skýrt var frá því í gær að hann myndi hætta í skóla á morgun og héldi til Liv- erpool í næstu viku. Meistaramót hjá TBR MEISTARAMÓT TBR í öðlinga- og æðsta flokki verður haldið á sunnudaginn, og þurfa þátttöku- tílkynningar að berast TBR í síö- asta lagi í dag. „Einhverra hluta vegna mun hollenska sjónvarpiö gera leikjun- um í þessum riðli best skil, og við getum fengiö alla leiki Islands á bandi. Það er öruggt,“ sagði Bjarni. „Hollendingarnir hafa verið okkur mjög hliðhollir í þessu máli, og nú er verið að kanna möguleik- ana á beinni útsendingu. Þaö skýr- ist áöur en langt um líður hvort af því verður eða ekki,“ sagöi Bjarni. — SH. Borg hættir: W Bjöm Borg hefur, eins og við höfum sagt frá, ákveðið að hætta að keppa í tennis, en fyrstu fréttir hermdu aö hann hygöist leika áfram í sýningar- og góðgerðar- leikjum. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn, og Borg lýsti því yfir í samtali við banda- rískt dagblað sl. þriðjudag að hann myndi aldrei „snúa aftur“. Hann sagöist ætla að enda feril sinn á móti í Tókýó helgina níunda og tíunda april. „Margir halda að ég muni halda áfram aö taka þátt í sýningarleikjum og þess háttar, en þaö er ekki á rökum reist. Ég ætla ekki að leika framar. Ekkert." Svíinn frægi sagöi aö vísu aö á næsta ári léki hann kannski einu sinni eða tvisvar í gamni, „en ég mun aldrei snúa aftur". Á ferli sinum vann Borg Opna franska meistaramótiö sex sinn- um, og Wimbledon-keppnina fimm ár í röð, en fram kom í blaðinu aö mestu vonbrigöi hans hafi verið að sigra aldrei í Opna bandaríska meistaramótinu. Að sögn AP-fréttastofunnar sagði Borg í viðtalinu er hann var spurður um framtíðina, aö hann myndi reyna ýmislegt á næstunni, og vonaöist til að hann fyndi starf viö sitt hæfi. „Mig langar að gera eitthvað sem ég hef virkilega gam- an af.“ Borg og kona hans, Marí- anna hin rúmenska, sem einnig er þekkt tennisstjarna, þurfa varla aö hafa áhyggjur af því aö hafa ekki í sig og á í framtíðinni, þar sem hann hefur undanfarin ár veriö einn tekjuhæsti, ef ekki sá tekju- hæsti, íþróttamaður í henni veröld. —SH. • Þessi mynd var tekin af Borg er hann var á ferö í Bangkok í Thailandi á dögunum. Þar gaf hann út þá yfirlýsingu að hann væri hættur að leika tennis. Einar kærði sjálfan sig fyrir hönd Harðar! Nokkur kærumál hafa verið í gangi í körfuboltanum undan- farið eins og greint hefur verið frá, og nú hefur verið dæmt í flestum þeirra. f leik Þórs og Hauka í 1. deildinni fyrir noröan fyrir skömmu hitnaði heldur betur í kolunum, og kæröu þeir þá hvor annan, Hörður Túliníus dómari og Einar Bollason, þjálf- ari Haukanna. Einar kæröi Hörð til stjórnar KKÍ og er það mál ekki enn til lykta leitt. Stjórnin vísaði því til dómaranefndar sambandsins til umsagnar áöur en hún tæki þaö fyrir, og hefur nefndin enn ekki skilaö áliti sínu. Aftur á móti hefur verið dæmt í kæru Haröar á hendur Einari, og fékk Einar áminningu frá aga- nefnd fyrlr óprúömannlega fram- komu. En svo spaugilega vildi til aö Einar kæröi sjálfan sig til aga- nefndar fyrir hönd Haröar. Þannig er mál meö vexti að Hörður tilkynnti viðkomandi aðil- um um kæru sína, en gleymdi að skrifa kæruna aftan á skýrslu Haukanna eins og vera ber. Hringdi hann því i Einar, sem kominn var suöur og bað hann að skrifa kæruna fyrir sig á skýrsluna. Einar varð auðvitað við þeirra bón, þrátt fyrir að um kæru á hann væri að ræöa, til aö allt yröi löglegt í málinu. Kæröi Einar því sjálfan sig fyrir hönd Harðar! KR-ingar kærðu á dögunum Viöar Vignisson, sem lék með Keflvíkingum þar sem þeir töldu hann ólöglegan. Þeirrí kæru var vísað frá þar sem hún barst of seint, en Njarðvíkingar kæröu Viðar einnig. Héraðsdómstóll ÍBK hefur dæmt í kæru Njarðvík- inga og varö úrskuröurinn sá að Viðar væri löglegur með liöi sínu. Munnlegur málflutningur fór fram og kom þar fram að hann væri enn félagi í ÍBK — hefði aldrei haft félagaskipti — og heföi hann einungis leikið tvo æfingaleiki með liði háskólans sem hann stundar tölvunám við í Banda- ríkjunum — Luther College. Sættust Njarövíkingar á úrskurð- inn og er málið þar með úr sög- unni. — SH. „Trúi ekki öðru en Island nái langt í B-keppninni" - segir Bertil Anderssen, fyrrum landsliðsþjálfari Svía og núverandi umsjónarmaður norska landsliðsins Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaösins, í Noregi. „íslenska landsliðið leikur mjög vel nú og leikmenn eru mun yfirvegaöir en áður. Sóknirnar eru lengri hjá liðinu og sjaldan er skotið of fljótt. Liöiö er greinilega mjög agað í leik sínum,“ sagði Bertil Anderssen, annar stjórn- anda norska landsliösins í hand- knattleík, í samtali við Morgun- blaðið. Anderssen er íslenskum hand- knattleik vel kunnugur og þjálfaði hann m.a. Heim er liðið sló Víking út úr Evrópukeppninni. Nú þjálfar hann Karlskrona sem sló Helsingör út úr Evrópukeppninni á dögunum og er liðið svo gott sem komiö í úrslit og leikur þar líklega gegn rússnesku liöi. Anderssen sagði að mjög góðir einstaklingar væru í íslenska liöinu — en þeir léku ekki fyrir sjálfa sig, heldur liðið, og það væri ætíö gæfumerki. Alfred mjög góður Hann hreifst mjög af Alfreð Gíslasyni, sagöi aö ekki einungis væri hann góður í sókn heldur mjög sterkur varnarmaöur aö auki. Þá var hann hrifinn af hornamönn- unum Bjarna og Guömundi Guð- mundssonum: „Þeir eru litlir og mjög snöggir, og hafa góða knatt- tækni. Þeir hafa gott vald á boltan- um er þeir rekja hann á undan sér í hraðaupphlaupum og þeir minna mig á rússnesku hornamennina." Þá sagði hann að Páll Ólafsson væri í mikilli framför, og hefði þaö komiö sér á óvart hve vel hann hefði leikiö sem stjórnandi liðsins. Páll hefur leikið á miöjunni í sókn- arleiknum í ferðinni og stjórnaö leikkerfunum, og farist það hlut- verk mjög vel úr hendi. „íslendingar eiga meiri möguleika en Svíar“ Anderssen sagði að íslenska liö- ið ætti aö sínum dómi góöa mögu- leika á aö komast í úrslitakeppni sex bestu liðanna í B-keppninni í Hollandi. „Spánverjar eru meö mjög sterkt og gott lið, en sjö leikmenn liösins eru frá Barce- lona.“ Barcelona sló sænska liðiö Heim út úr Evrópukeppninni fyrir stuttu og sagöist Anderssen þekkja vel til spánska liösins. Hann sagði eins og menn raunar vissu að Spánverjar kæmu til með að veröa aðal keppninautar íslands í riðlinum, og að ísland ætti að geta staöiö í þeim á góðum degi og jafnvel unniö. Hann sagöi enn- fremur að Svisslendingum heföi fariö aftur og hann tryöi ekki ööru en island ynni bæöi þá og Belga. „íslenski hópurinn er mjög sam- stilltur og ég trúi ekki öðru en liðiö nái langt að þessu sinni," sagöi Bertil Anderssen. — SH/ÞR. Getspakir bikartipparar í 22. leikviku Getrauna komu fram 15 raðir með 12 rétta í 1. vinning og upphæðin kr. 19.585,- á hvern. í 2. vinning komu fram 319 raðir með 11 rétta, kr. 394,- fyrir hverja röð. Þátttakan er stígandi í hverri viku og var aukningin milli 21. og 22. viku um 25.000 raðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.