Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 3 Ljósm.: Kristján E. Einarsson. Salome og Ágústa á hinum nýju vinnutækjum sínum, vörulyfturunum hjá Hafskip við Reykjavíkurhöfn. „Þetta er ekkert mál, því skyldum við ekki vinna við þetta alveg eins og karlmenn," sögðu þær hinar hress- ustu, er blaðamaður hitti þær í gær á kajanum við Faxaskála. Skemmtilegra en að vinna á skrifstofu - segja Ágústa Jónsdóttir og Salome Birgis- dóttir, sem vinna á vörulyftara hjá Hafskip hf. „ÉG VANN áður hjá Hafskip, og kom þangað aftur fyrir nokkru til að kanna hvort þar væri eitthvert laust starf, og þá kom Björgólfur Guð- mundsson framkvæmdastjóri að, og spurði hvort ég vildi vinna á lyft- ara, hann var víst nýbúinn að heyra lagið hennar Ragnhildar Gísladótt- ur, „Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður", eða svo sagði hann!“ — Það er Ágústa Jónsdóttir sem þetta segir, en hún hóf fyrir hálfum mánuði að vinna á vörulyftara hjá Hafskip hf. við Reykjavíkur- höfn, en það er starf sem karlmenn hafa verið einir um til þessa. I fyrradag byrjaði svo vinkona hennar, Salome Birgisdóttir einnig aö vinna á lyftara hjá fyrirtækinu. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgun- blaðsins ræddu við þær í gær. „Mér líkar starfið ágætlega," sagði Ágústa, „þetta er að minnsta kosti skemmtilegra en að vinna á skrifstofu. — Jú, það getur verið talsvert kaldrana- legt, en þá er bara að klæða sig veÍ!“ — Salome tók í sama streng, sagðist að vísu vera ný- byrjuð, en lítast bara vel á starf- ið. „Ég þekkti Ágústu áður, því ég og systir hennar erum vin- konur, og ég bað hana að kanna hvort ekki vantaði aðra á lyftara hérna. Nú, svo reyndist vera, og ég er byrjuð! — Nei, við erum hvorki trúlofaðar né giftar, svo það hefur ekki reynt á hvað eig- inmennirnir segja um þetta, en þeir strákar sem ég þekki og vita af þessu eru á einu máli um að þetta sé frábært!" Ágústa tók í sama streng, og sagðist ekki hafa fengið nema góð viðbrögð, hjá vinum og kunningjum, starfsfélögum og öðrum. „Þetta er ágætis vinna, og því skyldum við ekki vinna við hana eins og karlmenn, er það nokkuð mál?“ Guðmundur Eyjólfsson yfir- verkstjóri hjá Hafskip átti leið um þegar blaðamenn ræddu við Ágústu og Salome, og bar þeim vel söguna. „Salome lofar góðu, og Ágústa er þegar orðin frábær lyftaramaður, þær gefa körlun- um síst eftir og við erum mjög ánægðir með störf þeirra," sagði hann. Bezt að senda skreiðina ópakkaða til bágstaddra - segir Eiríkur Tómasson Grindavík, um fyrir- hugaðar ráðstafanir gengishagnaðar af skreið „MANNI finnst það nú heldur hlægilegt að ætla að taka peninga af því, sem ekki er til, það er gengishagnaði af skreið, sem ekki selst, til þess að gefa einhverjum Sambandsfyrirtækjum. Það væri líklega einfaldast að senda bara okkar hluta skreiðarinnar ópakk- aðan frá okkur í þessi vandræða- hús. Það væri miklu auðveldara fyrir okkur fengjum við fullar verðbætur á það, sem eftir væri,“ sagði Eiríkur Tómasson, útgerðar- stjóri Þorbjörns hf. í Grindavík, meðal annars í samtali við Morg- unblaðið. „Það er alveg út í hött að vera að taka af þessu einhvern ímyndaðan hagnað. Ég held að ekki finnist nokkur maður hér, sem ekki er á móti þessu. Við erum nú með um 160 lestir af skreið eða skattfiski eins og við köllum það. Ef við reiknum að- eins með 6,5% af gengismun Flóðin f Borgarfirði: Tjónid nemur 1,2 milljónum kr. Borgarnesi, 2. febrúar. BÚIÐ er að meta það tjón sem varð á vegum í Borgarfirði í janúarflóðunum. Að sögn Elísar Jónssonar, rekstrar- stjóra Vegagerðarinnar í Borgarnesi, kostar um 1 milljón og 200 þúsund krónur að gera við skemmdirnar og koma vegunum í samt lag. Mest tjón varð á veginum yfir Ferjubakkasíki, og kostar liðlega 200 þúsund krónur að gera við hann. Vegurinn er akfær orðinn á ný, en nú er unnið að ofaníburði og að verja hann með grjóti. Búið er að gera við flesta vegi, að minnsta kosti til bráðabirgða, en frágangur er víða eftir. Að sögn Elísar mun tjónið ekki bitna á öðru viðhaldi veganna, hér í héraðinu, nema að litlu leyti. Kostnaðurinn við tjón af þessu tagi er tekið af óskiptu viðhaldsfé vega- kerfis alls landsins. — H.Bj. væri okkar hlutur til annarra fyrirtækja um 10 lestir af skreið og mættum við senda það til þeirra „bágstöddu" værum við lausir við geymslukostnað og rýrnun. Þeir vildu kannski taka afurðalánin í leiðinni? Auk Á FUNDI í Framleiðsluráði land- búnaðarins nýlega var ákveðið að endurgreiða bændum úr svoköll- uðum kjarnfóðurssjóði um 30 milljónir króna. Endurgreiðslan fer fram með þeim hætti að greiddar verða 2 krónur í uppbót á hvert innlagt kíló af dilkakjöti í 1., 2. og stjörnuflokki, 4 krónur á hvert innlagt kfló af nautakjöti í sömu verðflokkum og 7 aurar á hvern innlagðan mjólkurlítra á ár- inu 1981. Þá verður uppbót sú sem er greidd á hvern mjólkurlítra yfir vetrarmánuðina hækkuð úr 35 aurum í 50 aura á hvern inn- lagðan mjólkurlítra. Uppbótin verður greidd til marsloka. Þá voru á fundinum samþykktar þessa verður tekið af okkur í út- flutningsgjald og verðjöfnun- arsjóð fari sem fram hörfir. Vandi hinna bágstöddu stafar hugsanlega einnig af óseldum skreiðarbirgðum, en liklegast er að þeir hafi hreinlega fjárfest umfram getu í togurum. Með þessu virðist okkur vera refsað fyrir það að aðrir hafa keypt sér togara um of,“ sagði Eiríkur. samræmdar útborgunarreglur mjólkursamlaganna. Yfir fimm vetrarmánuði, október til febrú- ar, verður greitt út 90% af verð- lagsgrundvallarverðinu, í sept- ember og í mars verður 80% greitt út og mánuðina apríl til ágúst verður útborgunin 75% af verðlagsgrundvallarverði. Þess- ar mismunandi útborgunarregl- ur eftir árstímum eiga, að sögn Gunnars Guðbjartssonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs- ins, að verða til þess að beina mjólkurframleiðslunni meira inn á vetrarmánuðina þegar sal- an á mjólkurvörunum er mest. Batnar þá markaðsstaðan og þar með fjárhagsstaða bænd- anna. Álag á símakerfið í Reykjavík: 14 til 18 númer af hverjum 100 geta hringt út samtímis Mjög kostnaöarsamt aö hækka hlutfallið 30 milljóna kr. end- urgreiðsla úr kjarn- foðursjoði akveðm Framsókn á Austurlandi: Halldór Ásgrímsson ofar Tómasi Árnasyni í prófkjöri HALLDÓR Ásgrímsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, varð efstur í prófkjöri framsóknar- manna í Austurlandskjördæmi og Tómas Árnason, ritari flokksins, „NIDURSTAÐAN kom mér frekar á óvart. Við Halldór Ásgrímsson skip- um þýðingarmiklar trúnaöarstöður fyrir Framsóknarflokkinn, hann sem varaformaður flokksins og ég sem ritari. Mér sýnist stuöningsmenn okkar á Austurlandi hafi skipt bróð- urlega á milli okkar atkvæðunum í þessu prófkjöri," sagði Tómas Árna- son viðskiptaráðherra, en hann tap- aði fyrsta sætinu á lista Framsóknar- flokksins í Austurlandskjördæmi til Ilalldórs Ásgrímssonar í skoðana- annar, en Tómas skipaði efsta sæti listans við síðustu Alþingis- kosningar og er fyrsti þingmaður Austurlandskjördæmis. Halldór var í öðru sæti listans könnun uni helgina. — Auk trúnaðarstarfa innan Framsóknarflokksins ert, þú ráð- herra í núverandi ríkisstjórn. Má túlka þessa niðurstöðu sem óánægju flokksbræðra ykkar með ríkisstjórnina og störf þín sem ráðherra? „Nei, það held ég ekki. Ég held að úrslitin í prófkjörinu hafi í sjálfu sér ekkert pólitískt gildi. Ég álít ekki að þarna séu neinar póli- tískar ástæður á ferðinni." og er þriðji þingmaður kjör- dæmisins. Halldór fékk 551 at- kvæði í fyrsta sætið, en Tómas 514. í annað sætið fékk Halldór 499 atkvæði og Tómas 350, þannig að samtals fékk Tómas í 1. og 2. sæti 864 atkvæði, en Halldór fékk 1050 atkvæði í þau sæti. Samtals fékk Halldór 1136 atkvæði i prófkjörinu og Tómas 1106. í þriðja sæti í prófkjörinu varð Jón Kristjánsson, Egils- stöðum, með 313 atkvæði í 1.—3. sæti, en hann fékk alls 788 at- kvæði. Guðrún Tryggvadóttir, Egilsstöðum, fékk 426 atkvæði í 1.—4. sæti og 758 atkvæði alls. Þórdís Bergsdóttir, Seyðisfirði, fékk 520 atkvæði í 1.—5. sæti og 709 atkvæði alls. í prófkjörinu greiddu 1214 at- kvæði, þar af voru 23 ógild. Við síðustu kosningar fékk Fram- sóknarflokkurinn 2963 atkvæði í Austurlandskjördæmi. Kjör- dæmisþing framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi verður haldið á Fáskrúðsfirði á laug- ardaginn og verður þar gengið frá skipan framboðslistans. UNNIÐ er að rannsókn á álagi á símakerflð hjá Pósti og síma þessa dagana, að því er Jón A. Skúlason póst- og símamálastjóri sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Jón sagði unnt að fylgjast með því hvenær álagið væri mest, og væri meðal annars verið að kanna hve mikill hluti símtalanna á kvöldin væru innan Reykjavíkur, og hve mikill hluti út í önnur svæðisnúmer. Jón sagði að álagið kæmi fyrst og fremst fram í því að fólk fengi ekki són er það vildi hringja. Ef hins vegar tækist að velja númer ætti samband að fást, svo fremi sem viðkomandi númer væri ekki upptekið, éarla væri um það að ræða að línur milli símstöðva innanbæjar væru allar uppteknar, en 3.500 línur þjónuðu milli stöðva í borginni. Að sögn Jóns eiga 14 til 18 af hverjum 100 númerum að geta hringt samtímis, en ef Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði hefur handtekið 11 ára dreng, sem viöurkennt hefur að hafa skemmt dekk 8 bifreiða þar í bæ 26. nóvember sl„ alls 30 dekk. Drengurinn hafði tekið traustataki síl í handavinnu í skóla sínum og notaði hann verkfærið við skemmdarverkin. álagið yrði meira ylli það erfið- leikum. Jón kvaðst telja að þetta hlutfall ætti undir öllum venju- legum kringumstæðum að duga, en mjög kostnaðarsamt væri að auka það með breytingum á stöðvunum. „En þessi mál eru í athugun núna,“ sagði póst- og símamála- stjóri, „og kannað verður hvern- ig má bregðast við vandanum, og hve stór hann í rauninni er. Það hefur komið í ljós að álagið er meira á kvöldin en á daginn, þegar eftir klukkan 19 fer það að aukast, en dettur svo niður á fréttatíma sjónvarpsins, og þeg- ar Dallas eða annað vinsælt sjónvarpsefni er á dagskrá. Álagið er jafnara á daginn, á kvöldin koma stærri álagskafl- ar. — Hitt er svo rétt að hafa í huga, að svona mikið álag er ekki allt til komið eftir að nú- verandi skrefatalning kom til, þetta var til staðar áður-,“ sagði Jón að lokum. Fleiri sílum var stolið og vill rannsóknarlögreglan vekja sér- staka athygli á því að sílar geta verið stórhættuleg verkfæri í höndum barna og unglinga. Sams konar verknaður var svo framinn í Hafnarfirði um og eftir áramótin. Þar voru stungin göt á dekk undir 8 bifreiðum. Það mál er enn óupplýst. Hafa ekkert pólitískt gildi - segir Tómas Arnason um niðurstöður skoð- anakönnunar Framsóknar á Austurlandi Skemmdi 30 dekk með síl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.