Morgunblaðið - 03.02.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
31
Lesendaþjónusta Morgunblaðsins:
Spurt og svarað um áfeng-
ismál og önnur vímuefni
Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næst-
unni birta spurningar og svör um áfengisvaldamálið og önnur
vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að
hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni
og mun SÁÁ hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila til
þessum spurningum. I»eir, sem hafa áhuga, eru beðnir að
hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags
og vcrða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast
síðan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir
spurningar og svör:
Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags
Þrjú atriöi af
fjórum sýna að
um alkóhól-
isma er að ræða
Karlmaður spyr:
Hvenær þarf maður að ugga að
sér gagnvart áfengi? Hvaða vís-
bendingar getur maður haft um
það að maður sé kominn út á hála
braut? iH'gar maður lítur í kring-
um sig, hefur maður tekið eftir því
að viðkomandi er oft sá síðasti til
að taka eftir því að hann á við
áfcngisvandamál að stríöa.
Inirarinn Tyrfingsson læknir svar-
ar:
Ég get tekið undir það, að sá
sem á við áfengisvandamál að
stríða, er oft sá síðasti til að
taka eftir því. Auk þessa eru
menn tregir til að leita ráða hjá
sérfróðum um þessi mál, þó að
það liggi beint við. Ýmsir spurn-
ingalistar eða einkennaupptaln-
ingar hafa því orðið til, svo að
menn gætu pukrast við að gera
sjúkdómsgreiningu sjálfir.
Það er kannske að bera í
bakkafullan lækinn að bæta
einni við. En hér kemur þó ein,
lesendum til gagns og gamans:
Ef áfengisdrykkja þín hefur
valdið þremur af eftirfarandi
fjórum númeruðum atriðum,
ertu orðinn alkóhólisti:
1. Skaðað líkamlega heilsu: Ef
erfiðleikar eru á að átta sig á
þessu er rétt að benda á eftir-
farandi merki: Ef eftirköst eru
svæsnari en venjulegir timb-
urmenn, svo sem skjálfti,
ofskynjanir og deleríum trem-
ens, eða menn hafi orðið varir
við líkamlega fylgikvilla eins og
lifrarbólgu, magabólgu, bris-
kirtilsbólgu eða úttaugabólgu.
Minnistap hefir gert vart við sig
í drykkju eða menn hafa ekki
mætt til vinnu eða trassað aðrar
skyldur sínar vegna eftirkasta
eða ölvunar oftar en einu sinni.
2. Skaðað fjölskyidulíf: Merki
um slikt eru til dæmis ef þér
finnst þú drekka of mikið, fjöl-
skyldan lætur í ljós óánægju
með drykkju þína, þú hefir sekt-
arkennd vegna drykkju eða öð-
rum en vandamönnum finst þú
drekka of mikið, heimsóknum
vina þinna fer að fækka til
dæmis.
3. Skaðlcg áhrif á mannorð og
traust út á við: Maður á að láta
sér detta þetta í hug, ef maður
er handtekinn vegna ölvunar,
lendir í umferðaróhappi eða erf-
iðleikum á vinnustað vegna
drykkju, slæst drukkinn.
4. Stjórnleysi í meðferð áfengis:
Að setja sér ákveðnar drykkju-
reglur gæti verið merki um
slíkt, t.d. að drekka aðeins um
helgar, drekka aðeins með öðru
fólki eða drekka aðeins létt vín.
Einnig gæti það komið manni á
sporið ef maður drekkur að
morgni, við vinnu eða dreypir á
brennsluspritti eða hárolíu.
Kannist þú við að eitt atriði í
þremur af þessum fjórum ein-
kennahópum eigi við þig, ætt-
irðu að ráðfæra þig við sérfræð-
ing, en gættu þess áður, að sá,
sem þú talar við, drekki að
minnsta kosti til muna minna
en þú.
Fræðsla um áfengis-
vandann í fyrirtækjum
Fram hefur komið í fjölmiðlum
að SÁÁ veiti fræðslu um áfengis-
vandamál í fyrirtækjum. í hverju
er hún fólgin?
Jóhann Örn Héðinsson starfsmað-
ur hjá SÁÁ svarar.
SÁÁ hefur frá upphafi haft
það að markmiði, ásamt því að
reka meðferðarstofnanir, að
koma upplýsingum um áhrif
áfengis á líf og heilsu manna á
framfæri. í þessu skyni hefur
verið farið í grunnskóla landsins
með fræðslu og haldnir fundir
með foreldrafélögum, líknarfé-
lögum og ýmsum áhugamanna-
samtökum. Starfsmannaþjón-
usta SÁÁ er nýr þáttur af svip-
uðum toga og er í því fólginn í
fyrsta lagi, að veita stjórnend-
um fyrirtækja upplýsingar um
eðli áfengissýkinnar og í öðru
lagi að kynna hinum almenna
starfsmanni sjúkdóminn, þróun
hans og áhrif á fjölskyldulíf,
vinnu o.fl. Fræðsla þessi fer
fram með þeim hætti að fyrst er
fyrirlestur og síðan er sýnd
kvikmynd og að lokum er fyrir-
spurnum svarað.
Það er von okkar hjá SÁÁ að
með þessu skrefi höfum við enn
bætt við okkur í baráttunni við
áfengisvandann. Þau fyrirtæki
og félagaamtök, sem hafa áhuga
á að kynna sér þessa þjónustu
nánar, eru hér með hvött til þess
að hafa samband við okkur í
Síðumúla 3—5 í síma 82399.
•j§ JHH
-1-...J
Hentunú
pamla burstauum
og láttu Hiilips
leysa þig af!
Það eru ófáir klukkutímarnir, sem eytt er í uppvask
á meðalheimili í viku hverri.
Þar að auki eru jafnt rauðsokkur sem húslegustu heimilisfeður
sammála um að uppvask sé með leiðinlegri
húsverkum til lengdar.
Uppþvottavélar eru svo sem engin nýjung, en fram til þessa
hafa þær af flestum verið taldar „lúxustæki”,
ef ekki hreinn og beinn óþarfi og bruðl.
Nýja Philips uppþvottavélin veldur þáttaskilum í þessu efni.
Hún er ekki bara tæknilega fullkomin, hljóðlát og vandvirk
heldur líka ódýr!
Verð frá kr. 11950,-
Hafðu samband, við erum sveigjanlegir í samningum.
PHILIPS
fullkomin og ódýr
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Stórglæsileg
rýmingarsala stendur yfir
M M Ármúla 38