Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 47 Fimmti landsliðssigurinn á viku - góður árangur handboltalandsliðsins í Norðurlandaförinni Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaósins, í Noregi. íslendingar unnu sinn fimmta sigur í sex landsleikjum í Nordurlandaferöinni í gærkvöldi er Norðmenn voru lagöir að velli öðru sinni á tveimur dögum. ísland vann meö einu marki — 21:20 — í hörkuspennandi leik. Leikurinn í gær var lengst af mjög jafn, og einkenndist af mikilli baráttu, og vart mátti á milli sjá hvort liðið gengi með sigur af hólmi. Landsliösmennirnir mega vel við una að hafa unnið fimm leiki af sex í þessari erfiðu keppnisferð sem hefur staðið yfir í viku. Þess ber að gæta að liðið hefur ekki einungis leikið sex landsleiki, heldur hefur verið æft á hverjum einasta morgni, þannig aö sjá mátti nokkra þreytu á leikmönnum í leiknum í kvöld, og vera má að sú sé ástæðan fyrir því aö liöið lék ekki eins og það getur best. Norðmenn náðu forystunni i leiknum — skoruöu fyrsta markiö — og islendingar fengu tækifæri til að jafna en varið var vítakast frá Sigurði Sveinssyni. ísland náöi þó að jafna er Þorgils Óttar skoraöi fallegt mark af línunni eftir send- ingu Bjarna Guðmundssonar úr horninu. Þorgils skoraði einnig annað mark íslands, en það kom ekki strax, þar sem Norðmenn skoruðu næstu þrjú mörk — stað- an oröin 4:1. íslendingar ósann- færandi í upphafi íslensku langskyttunum gekk illa að koma boltanum í gegnum norsku vörnina framan af — sér- staklega þeim Siguröi Sveinssyni og Alfreð — og varði vörnin flest skot þeirra. Þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður skoraði Þorgils annað markið af línunni, og þriöja markiö skoraði Ólafur fyrirliði Jónsson. Norðmenn skoruöu næstu tvö mörk og breyttu stöðunni í 6:3. Er 20 mín. voru liðnar var staðan 6:4 og þessar fyrstu 20 mín. var leikur íslenska liðsins mjög ósannfær- andi, bæði var vörnin frekar slök og mikið um einstaklingsframtak í sóknarleiknum. Mjög góð mark- varsla Kristjáns Sigmundssonar kom í veg fyrir að munurinn yrði meiri en hann varöi mjög vel. Er fimm mín. voru eftir af hálfleiknum hafði Noregur enn tvö mörk yfir — 8:6 — en á síöustu fimm mín. tóku íslendingar góðan sprett. Steindór skoraöi tvö mörk og Sigurður Sveinsson eitt úr víti og staðan þá 9:9. Á síðustu sek. fékk ísland svo annað vítakast og Sigurður skor- aði aftur. Staðan 10:9 í hálfieik fyrir island. Er tuttugu mín. voru liðnar af leiknum breytti íslenska liðið um varnarleik, Steindór var látinn leika framar til að trufla leik Norðmanna og gafst það nokkuð vel. Seinni hálfleikur hnífjafn Síöari hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. íslend- ingar fengu dauðafæri strax í upp- hafi — Sigurður Sveinsson fór inn af línunni en markmaöurinn varði. Norðmenn jöfnuðu fljótlega 10:10 og síðan var jafnt á öllum tölum upp í 16:16, og var hálfleikurinn þá hálfnaöur. Leikur íslenska liðsins lagaöist nokkuð í síöari hálfleikn- Óvænt endalok á Elland Road Norwich sigraði Coventry 2:1 í gærkvöldi í 4. umferð ensku bik- arkeppninnar og komst því áfram í 5. umferð. Þar mætir Norwich hinu Suffolk-liðinu, Ipswich, á heimavelli sínum. Annar leikur fór fram í bikarn- um, Leeds og Arsenal skildu jöfn á Elland Road 1:1, einnig eftir fram- lengingu. Lokamínútur leiksins, voru að sögn Alan Green í BBC, engu líkar, en Leeds náði foryst- unni er 15 sek. voru eftir af fram- lengingunni. „Ég hélt að ekkert gæti komið í veg fyrir sigur Leeds þá,“ sagöi Green. En Arsenal jafn- aði er þrjár mín. voru komnar fram yfir leiktímann. Rix tók aukaspyrnu af 25 m færi og skoraði beint úr henni. — SH. um, Norðmenn pressuðu (slensku sóknarleikmennina nokkuö út á völlinn og íslendingar gerðu það einnig um tíma. Gerðu tvo bestu menn Noregs óvirka — þá Thor Edvin Helland og Lars Hanneborg. Um miðjan hálfleikinn náði is- land forystu 17:16, og Alfreð kom liðinu svo tvö mörk yfir, 18:16. Norðmenn minnkuðu muninn nið- ur í eitt mark en Guömundur Guö- mundsson svaraði strax með glæsilegu marki úr horninu. Norð- menn skoruðu næstu tvö mörk og staðan enn jöfn, 19:19, og þá voru sex mín. eftir. Er tvær mín. voru eftir skoraði Páll Ólafsson fyrir ís- land — staðan þá 21:20 — og var það síöasta markið í leiknum. Síöustu tvær mín. var svo gífur- legur darraðardans á vellinum. Norðmenn fengu færi á að jafna, en Brynjar Kvaran, sem kom í markið í stað Kristjáns er fimm mín. voru eftir, varði mjög vel. ís- lendingum mistókst sending í næstu sókn og Norðmenn brun- uðu aftur fram, en missa einnig boltann. ísland fékk hann því aftur en þá voru dæmd skref á Pál Ólafsson. Hamagangurinn í al- gleymingi, og Brynjar varði mjög vel skot eins norska leikmannsins. island hélt boltanum til leiksloka og vann því mjög nauman sigur. Það verður að segjast eins og er að greinilega var þreyta í íslensku leikmönnunum og þeir fundu sig ekki vel í leiknum, en spiluðu þó það vel að þeir unnu sigur á Norð- mönnum sem voru mun baráttu- glaðari en í fyrri leiknum. Kristján bestur Besti maður íslenska liðsins var Kristján Sigmundsson, sem varöi 11 skot, sum hver mjög vel. Sig- urður Sveinsson var óheppinn með skot sín framan af og skoraði aðeins tvö mörk úr vítaköstum í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fór hann í gang og skoraði þá fjögur mörk í röð með miklum þrumu- skotum utan af velli — „Sigurðar Sveinssonar special1' sem allir kannast við — og komu þau mörk á mjög þýöingarmiklum augnablik- um. Tveimur Norðmönnum var vikið út af i tvær min. hvorum og einum islendingi, Páli Ólafssyni. Það var einkennandi fyrir þennan leik eins og áður í ferðinni, að íslenska liðið náði sér ekki eins vel á strik í síðari leiknum gegn þjóðunum og í þeim fyrri. Það er eins og meiri einbeit- ingu skorti, leikmenn eru ákveðnir í að standa sig, en einhvern veginn gengur þeim ekki eins vel að vinna saman. Engu að síður verður að teljast mjög góður árangur að leika hér sex landsleiki og tapa aðeins ein- um, því andstæðingarnir leika á heimavöllum með fullar hallir áhorfenda sér til stuðnings. Norð- menn eru í framför. Ef leikirnir sex eru skoðaðir í heild er það sem helst skortir meiri stööugleiki. Lið- ið getur leikið afskaplega vel; þá ganga leikkerfin upp og vörnin er góð, en síðan koma slakir kaflar á milli. Til dæmis um það eru slakur kafli í síðari leiknum gegn Dönum, annar í fyrri hálfleik í síðari leiknum gegn Finnum og svo frekar slakur fyrri hálfleikur í kvöld. En þrátt fyrir þetta er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn, þvi þetta er ungt lið og hefur sýnt það og sann- að í þessari ferð að það getur staðið sig mjög vel er það nær sér á strik. Mörk íslands: Sigurður Sveins- son 6 (2v), Alfreð Gíslason 4, Steindór Gunnarsson 3, Guö- mundur Guðmundsson 2, Páll Ólafsson 2, Þorgils Óttar Mathie- „Að öllu óbreyttu fær landsliöið engar æfingar er það kemur heim, og getur þá ekkert æft saman fyrir B-keppnina í Hol- landi,“ sagöi Friðrik Guðmunds- son, stjórnarmaður í HSÍ í spjalli við Mbl. í gær. Sagöi Friðrik aö allar dyr væru lokaðar; félög slepptu ekki æfingum og keppnir væru í húsunum þannig að lands- liðið fengi hvergi inni. sen 2, Ólafur Jónsson 1, Bjarni Guðmundsson 1. Bestu menn Norðmanna voru eins og í fyrri leiknum Thor Edvin Helland (með þrjú mörk) og Lars Hanneborg, sem skoraöi fimm mörk. Þetta voru aðalskytturnar, en í gær átti Viðar Bauer einnig góöan leik og skoraði fimm mörk og Bjarne Liðið hefur sem kunnugt er verið á ferðalagi um Norðurlönd undan- fariö og leikiö þar við frændþjóöir okkar og óhætt er að segja að árangur liðsins gefi bjartar vonir um árangur í B-keppninni. Fái liðiö hins vegar ekki aðstöðu til æfinga fyrir keppnina er heim kemur, eins og Friðrik télur því miður líklegt, er varla hægt að búast við miklu af Jörgensen var með þrjú. Henning Petersen og Henrik Mortensen, norskir dómarar, dæmdu báða leikina, og gerðu það mjög vel. Þeir dæmdu stift eftir nýju reglun- um og er gott fyrir íslendingana að venjast þeim þar sem örugglega verður dæmt stíft eftir þeim í Hol- landi. — SH/ÞR. • Sigurður Sveinsson var markahæstur í gær. Hann skoraði sex mörk — fjögur þeirra meö gullfallegum þrumuskotum utan af velli. „Greinileg þreyta í síöasta leiknum“ Frá Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaösins, í Noregi. Er blm. Morgunblaösins ræddi við nokkra leikmenn íslenska landsliðsins sögðu þeir aö greini- lega hefði komið fram í þessum síöasta landsleik aö leikmenn væru orðnir þreyttir. Þetta hafi verið mjög mikiö álag á mönnum og þeir væru fegnir að þessari keppnisferð væri lokið. Þeir sögðust vera ánægðir með árangurinn því ekki hefði síður ver- ið lagt upp úr því að æfa vel heldur en að standa sig í leikjunum. Þeir voru auðvitað allir sammála um að gott væri að koma meö fimm sigra heim .úr þessum sex leikjum, og þar bæri sigurinn gegn Dönum hæst, annan sigurinn sem ísland hefur unnið gegn Dönum á útivelli. strákunum er í hina erfiðu keppni ( Hollandi kemur. Eftir alla þá vinnu sem liðsmenn og umsjónarmenn liðsins hafa lagt á sig viö undirbuning fyrir Hol- landsferðina, yrði það hálf nötur- leg staðreynd að liðið fengi hvergi æfingaaðstöðu á lokasprettinum, en hér er aðeins um að ræða þriggja vikna tímabil. — SH. „Kemur í Ijós í Hollandi hvort þessi ferö ber árangur“ - sagöi Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari Frá Þórarni Ragnarssym, blaðamanni Morgunblaðsins, í Noregi. „Ég er sæmilega ánægður með útkomuna úr þessari Norö- urlandaferð okkar. Við unnum fimm af sex leikjum okkar og auðvitað er það mjög gott, en það má ekki líta á leikina ein- göngu. Viö æfðum líka af fullum krafti á hverjum morgni og jafn- framt voru fundir um eftirmið- daginn þar sem rædd voru leik- kerfi og farið yfir mótherjana á myndsegulbandi,“ sagöi Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari, eft- ir leikinn í gærkvöldi. Hilmar sagði að leikmenn ís- lenska liösins hefðu kynnt sér leik spanverjana mjög vel, en þeir heföu fengið lánaöan leik Dana og Spánverja frá heims- meistarakeppninni og skoöaö hann gaumgæfilega og þekktu því orðið spánsku leikmennina nokkuð. „Það kemur í rauninni ekki í Ijós fyrr en í B-keppninni í Hol- landi hvort þessi ferð ber þann árangur sem skyldi. Það eru nokkur smáatriði sem þarf að laga í leik okkar fyrir B-keppnina og við stefnum að því að gera þaö á næstu tuttugu dögum heima á íslandi,“ sagði Hilmar. Hilmar sagöi aö landsliöiö hefði misst niður nokkuö þol og þrek í þessari ferð og byrjaö yröi á því fyrstu vikuna er heim kæmi að æfa þrekið meö ýmsum bolta- æfingum og fleiru, síöan yröi tek- ið til viö hraöaupphlaupin, leik- kerfin og æfingaleiki. „Ég reikna með því liöiö dveljist í æfinga- búðum í heila viku áöur en haldið verður til Hollands — síöustu vikuna áður en við förum," sagöi hann. „Þetta er ungt og frekar reynslulítiö landslið að því leyti til að þaö hefur enn ekki leikiö í stórkeppni eins og B-keppnin er, og í henni er leikið undir mikið meiri sálrænni spennu og streytu en í svona keppnisferðum og þegar menn eru að spá liðinu velgengni í Hollandi, og jafnvel fjórða sæti, eru það oft getgátur sem standast ekki er út í raun- veruleikann kemur, því þaö hefur sýnt sig aö það þarf að spila leik- ina og sigra í þeim. Það er erfitt að sjá hvernig þetta unga lands- lið, sem ég er með í höndunum núna, kemur út í slíkri pressu og það leikur undir í B-keppninni.“ Hilmar sagði að erfiðustu mót- herjarnir í riðlinum yrðu Spán- verjarnir en Svisslendingar yröu einnig mjög erfiðir, íslenska liöið stæði þeim kannski ekki á sporði handknattleikslega séð, en reynslulega séð gætu Svisslend- ingar haft yfirhöndina. Hann sagðist vera mjög ánægður með hópinn, hann heföi staðið sig vel í ferðinni og í honum væri mjög góður andi. „Strákarnir hafa ver- iö okkur til sóma, jafnt innan vall- ar sem utan,“ sagði Hilmar. —SH/ÞR. Getur landsliðið ekki æft meira fyrir B-keppnina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.