Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Áfengismálin — litast um á nýju ári — eftir Skúla G. Johnsen, borgarlœkni Áfengismálin hafa löngum átt að fagna miklum áhuga þeirra, sem láta til sín heyra í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi. Þó er misjafnt frá ári til árs hve margir kveða sér hlóðs og miðað við þá líflegu umræðu sem fór fram á ár- unum 1977—'80 virðist sem þeim hafi farið faekkandi sem gera áfengisvandamálin að umræðu- efni. Vegna þess hve margir eiga um sárt að binda vegna áfengis- bölsins er ekkert verra en þögnin. Hún ber vott um sinnuleysi og stöðnun. Umræðan fyrir nokkrum árum fylgdi þeirri nýju bylgju, sem risið hefur með nýjum skiln- ingi á vanda einstaklingsins á þessu sviði, skilningi á sjúkdómi þeim sem áfenginu fylgir, áfeng- issýkinni. Þótt áfengismálin hafi haft nokkurn meðbyr að undanförnu þá er margt ógert á því sviði og enn sér hvergi til lands. Þess vegna má umræðan ekki hljóðna og þess vegna er enn þörf á að menn sameini krafta sfna til átaka við áfengisbölið. Þótt hinar margvíslegu afleiðingar áfengis- ofneyslu séu stöðugt kynntar öll- um landsmönnum, í skólum, í ókeypis fræðslubæklingum, á námskeiðum og í fjölmiðlum, þá virðist langt frá því að fræðslan hafi náð til allra, sem á henni þurfa að halda og jafnvel þótt fræðslan hafi náð til eyrnanna þá er það ekki nægjanlegt. Hún þarf einnig að ná til skynseminnar svo að menn breyti umgengni sinni við þennan hættulega eld, sem mörg- um þykir svo spennandi að leika sér að. Því verður ekki neitað, að fjöldi fólks, sérstaklega meðal hinna yngri hefur fulla vitneskju um það hvernig alkóhólismi þró- ast en skeytir því engu. Það yppir öxlum og segir „þetta getur ekki komið fyrir mig". Af þessu má læra, að alla almenna fræðslu um alkóhólisma verður að stórauka. Þar þarf sérstaklega að fjalla um uppruna og byrjunareinkenni sjúkdómsins og beina fræðslunni til þess aldurhóps, sem leikur sér að eldinum, að því er virðist oft í þeim tilgangi einum að storka sjálfum sér og umhverfinu. Á ráðstefnu um áfengismál, sem heilbrigðisráðuneytið stóð að, fyrir 10 árum, voru uppi tvær til- gátur um fjölda alkóhólista hér á landi. Annar aðilinn taldi alkóhól- ista um 2.000 en hinn 6.000 og man ég a sá fjöldi þótt með ólíkindum. Lægri talan hafði fengist fram með vísindalegum aðferðum. Eftir að framboð sjúkrarúma fyrir alkóhólista var aukið og þegar fræðsla um eðli áfengissýkinnar hafði brotið niður nokkra af þeim „Það er því staðreynd, að ekki dugir hér það eitt að fjölga meðferðarstofnunum eða stækka þær, heldur þarf líka að beina kröftunum að því að koma í veg fyrir sjúk- dóminn. A meðan við ekki rækjum hið síðarnefnda bet- ur en við gerum nú, þá stöndum við í sporum Bakka- bræðra og ausum og ausum." fordómum, sem svo lengi hafa hindrað alkóhólista í að leita sér hjálpar, hefur smám saman komið fram, að áfengissýkin er mun al- gengari heldur en áður var talið. Það hefur því komið í Ijos, að síð- ari tilgátan var nær sanni en sú fyrri. Þeir sem best þekktu hafa hins vegar ekki látið þetta koma sér á óvart. Innsæi þeirra í eðli sjúkdómsins byggðist á vitneskj- unni um það hve stór hluti tilfell- anna er rækilega falinn og vafinn inn í vef blekkinga og yfirhylm- inga maka og aðstandenda. Með þeirri miklu aukningu á framboði sjúkrarúma fyrir alkó- hólista sem að ofan er getið hefði mátt ætla að smátt og smátt tæk- ist að ná til meiri hluta þeirra sem óskuðu meðferðar og að eftir- spurnin eftir plássum færi að minnka. Það er hins vegar alls ekki raunin. Stofnanir áfengis- sjúklinga eru stöðugt yfirfullar og ekkert lát á aðsókn sjúklinga. Undanfarin 4—5 ár hafa u.þ.b. 2.000 sjúklingar komið á deild X á Kleppsspítala og sjúkrastöð, Sil- ungapolli, árlega, og sé reiknað með endurhæfingarstöðvum og göngudeildum má gera ráð fyrir að 4.000—5.000 manns njóti ár hvert meðferðar við alkóhólisma. Jafnvel þótt reiknað sé með, að batalíkur (þ.e. fjöldi án alkóhóls þegar 2 ár eru liðin frá meðferð) séu aðeins 50% og miðað við að alkóhólistar séu 6.000 þá ættu allir að komast til meðferðar á u.þ.b. 2 árum. Það eru því aðeins tvær ástæður fyrir því að aðsókn á áf- engisstofnanir hefur ekki minnk- að. í fyrsta lagi er mögulegt, að fjöldi alkóhólista virkra og óvirkra sé fleiri en 6.000 og í öðru lagi að tiltekinn fjöldi nýrra alkó- hólista bætist í hópinn á hverju ári. Sé hið síðarnefnda aðalorsök þess að lítið grynnkar á vandan- um, má búast við, að allt að 1.000 íslendingar verði alkóhólistar ár hvert. Það er því staðreynd, að ekki dugir hér það eitt að fjölga með- ferðarstofnunum eða stækka þær, heldur þarf líka að beina kröftun- um að því að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Á meðan við ekki rækjum hið síðarnefnda betur en við gerum nú, þá stöndum við í sporum Bakkabræðra og ausum og ausum. Hér sem annars staðar á sviði heilbrigðismála er auðvitað best að byrgja brunninn í tíma og sí- fellt verður manni meira undrun- arefni hvers vegna það virðist sí- fellt gleymast. Ætla mætti að hér skorti okkur skynið, svo augljós eru þau mistök að gleyma botnin- um. Um leið og við bætum aðstöðu til meðferðar þarf að stórbæta varnarmúrana svo óvininum verði bægt frá. Best væri að sú skylda væri lögð á, að fyrir hverjar 3 krónur sem við notum til að fást við afleiðingarnar, þá væri einni varið til að glíma við orsökina. Hvað sagði Bjarni Benediktsson um jaíhan kosningarétt? — eftir Þorvald Búason í Kastljósi sl. föstudag vitnaði Ólafur Þ. Þórðarson í svohljóðandi orð Bjarna Benediktssonar fyrr- um forsætisráðherra: „í Reykjavík eru nú þegar sam- an komnir kringum tveir fimmtu hlutar allra landsmanna. Reykvík- ingar vilja una því og sætta sig við það, að þingmannafjöldi héðan verði mun minni en tölurnar ættu að segja til um. Eftir þessu frum- varpi munu þingmenn kosnir í Reykjavík beint verða einn fimmti hluti þingmanna, en ættu eftir töl- unum að vera tveir fimmtu. Það má segja, að með þessu er fallizt á, að staðarlegt réttlæti eða jafnræði skuli ekki gilda." Varla í?eta þessi orð talist málstað Ólafs Þ. Þórðarsonar til tekna. Það er of augljóst, að oddviti Sjálfstæðisflokksins er að lýsa stuðningi við samkomulag þingflokka um kjördæmabreyt- ingar 1959. Meiri jöfnuður fékkst hreinlega ekki. Sennilega hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr strjálbýliskjördæmum þá eins og nú lagst á sveif með þingmönnum „Jafnrétti borgara og krafa þeirra um jafnt vægi at- kvæða er látið lönd og leið í þessum talnaleik. Misvægi atkvæða í mismunandi kjör- dæmum yrði samkvæmt síð- ustu drögum þingflokkanna mest einn á móti tveimur til tveimur og hálfum. Sé litið á mismun á fjölda atkvæða að baki þingmanna í dreifbýli og þéttbýli yrði misvægið mest einn á móti sex." Framsóknarflokksins gegn fullri jöfnun atkvæðisréttar til að tryggja eigin þingsetu til fram- búðar. Nokkur árangur hafði þó náðst. Enginn getur ætlast til þess, að formaður Sjálfstæðis- flokksins lýsti yfir ósigri fyrir hönd Reykvíkinga í því tilefni, þótt ekki ynnist fullnaðarsigur og það langt því frá. Hvort Bjarni Benediktsson tal- aði í samræmi við hug kjósenda í Reykjavík veit enginn. Þeir voru aldrei spurðir álits. f ræðu, sem Bjarni Benedikts- son flutti á fundi í Landsmálafé- laginu Verði 1953, hefði Ólafur Þ. Þórðarson fundið tilvitnun, sem hæfði málstað hans betur. Þá voru sumir þingmenn kosnir meiri- hlutakosningu í einmenniskjörd- æmum, aðrir hlutfallskosningu í tvímenniskjördæmum og í einu áttmenniskjördæmi (Reykjavík) og loks hlutu nokkrir þingmenn uppbótarsæti samkvæmt flóknum reglum. Bjarni Benediktsson benti á, að þetta skapaði þeim flokki sterkasta stöðu, sem ætti fylgi sitt í strjálbýli, þar sem einmennis- kjördæmin voru, en sá flokkur hefði veikasta stöðu, sem höfðaði til kjósenda í Reykjavík: „Til þess að auka á þetta misrétti verður það, að strjálbýlið hefur hlutfalls- lega miklu fleiri þingmenn en þéttbýlið. Að mínu viti er það raunar sanngjarnt, að strjálbýlið hafi hlutfallslega fleiri þingmenn en þéttbýlið ..., en þessu verður að stilla í hóf ... ... Ég játa, að vandkvæði er á að finna sííkan grundvöll ..." Hann gerði enga tilraun til að gera grein fyrir því, hvað gæti tal- Þorvaldur Búason ist hóf í þessu efni, eða hæfilegt misrétti. Þingflokkarnir hafa nú að undanförnu verið að reyna að koma sér saman um slíkan grundvöll. Þeir hafa vegið og met- ið, hvað misréttið eigi að vera mikið. En hvernig á að ákveða, hve mörg þéttbýlisatkvæði eigi að vega til jafns við atkvæði kjós- anda í dreifbýliskjördæmi? Reiknimeistarar hafa verið þing- mönnunum til ráðuneytis, þótt þetta sé ekki reikningsdæmi held- ur mannréttindamál. Þeir hafa haft að leiðarljósi óskir þing- mannanna. í hnotskurn virðast þær vera fólgnar í tvennu: 1) Eng- inn núverandi þingmanna má falla út við breytta skipan miðað við kosningaúrslit í síðustu kosn- ingum. 2) Nálgast ber jafnvægi milli þingmannafjölda og kjör- fylgis flokkanna, þegar litið er á landið í heild, en ekki mega þeir heyra minnst á að gera landið að einu kjördæmi. Jafnrétti borgara og krafa þeirra um jafnt vægi atkvæða er látið lönd og leið í þessum talna- leik. Misvægi atkvæða í mismun- andi kjördæmum yrði samkvæmt síðustu drögum þingflokkanna mest einn á móti tveimur til tveimur og hálfum. Sé litið á mis- mun á fjölda atkvæða að baki þingmanni í dreifbýli og þéttbýli yrði misvægið mest einn á móti sex. Rétt fyrir eldsvoðann á Þing- völlum 1970 hafði Bjarni Bene- diktsson lokið við greinina „Þættir úr fjörutíu ára stjórnmálasögu", sem birtist að honum látnum. Þar er einn kafli helgaður kjördæma- málinu. Enginn vafi leikur á því, hver var sannfæring hans eftir meira en þrjátíu ára þátttöku í stjórnmálum: „Alþingi og ríkisstjórn fara í umboði kjósenda með úrslitavald í stjórnmálum þjóðarinnar. Þess vegna verður að vera sem mest jafnrétti á milli kjósenda, ella skapast ranglæti, sem kann að eitra allt þjóðfélagið. Áður fyrr var kosningaréttur misjafn eftir stétt og stöðu; hinir fátækustu nutu hans löngum alls ekki. Það þykir fráleitt nú á dögum, en er þó engu líkara en misrétti eftir bú- setu. Þess vegna ríður á því, að kjördæmaskipanin geri sem minnst upp á milli manna eftir heimkynnum þeirra ..." „Hvað sem vera kann um kosti og lesti hverrar skipunar um sig, þá er það meginatriði, sem aldrei má víkja frá, að ná verdur sem allra mestu jafnrétti kjósenda, hvar sem þeir eru búsettir í landinu." (Leturbr. Þ.B.) Þessar tilvitnanir sýna svo ekki verður um villst, að Bjarni Bene- diktsson fyllti flokk mestu stjórn- málamanna þjóðarinnar, svo sem Jóns Sigurðssonar, Hannesar Haf- stein og Thor Thors, sem allir vildu gefa þjóðinni réttláta kosn- ingalöggjöf. Krafan var og er fullt jafnrétti, jafnt vægi atkvæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.