Morgunblaðið - 03.02.1983, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
Museumstekster
eftir Finn Carling
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
FINN Carling af afkastamikill
höfundur. Fyrstu bók sína sendi
hann frá sér árið 1949, þá ungur
að árum og síðan hefur hann
skrifað smásögur, skáldsögur,
leikrit og ljóð. Eg man ekki til að
hafa lesið aðra bók eftir Carling
en Brevene áður en ég tók til við
þessa. Það var ljóðræn og mis-
kunnarlaus bók, þótt það sé
kannski fáránlegt að stilla þessum
lýsingum upp saman.
Museumstekster er lítil bók. í
henni eru þættir eða smásögur og
nokkur ljóð. Smásagan virðist
vera að hressast mikið bæði hér og
á öðrum Norðurlöndum og vegur
hennar fer vaxandi, það eru
kannski eðlileg viðbrögð við löng-
um og ítarlegum vandamálabók-
um síðasta áratugar.
Þessir þættir — smásögur —
eru hugleiðingar höfundar um líf-
ið og tilveruna og dauðann og
ógnina. í fyrstu nokkuð torlesið —
þótt á skýru máli sé — vegna þess
að í fyrstu liggur ekki í augum
uppi, hvað höfundur sé að fara,
eða hvort hann er að fara eitthvað
sérstakt. En svo fellur þetta
púsluspil smám saman á rétta
staði. Líf nútímamannsins í
skugga kjarnorkustríðs ... það er
vont hlutskipti og verður í meðför-
um Carlings umfram allt nötur-
legt og sárt, því að hér er ekki
hrópað hátt, sönnu nær væri að
segja að höfundur talaði hljótt. En
þrátt fyrir hógværð og gætni og
Finn ('arling
ákaflega innhverfan texta á
stundum mætti það vera stjarfur
maður sem ekki yrði snortinn af
Museumstekster.
Norsk Gyldendal gefur bókina
út.
Frá veitingastaðnum Fell.
Veitingastaður í Breiðholti
NÝR veitingastaður hcfur verið
opnaður í Breiðholti í verslunar-
miðstöðinni Fellagörðum. Veitinga-
staðurinn er í því húsnæði sem Ask-
borgarinn var í áður, en sá staður
opnaði í maí 1980, þá eingöngu sem
skyndihitastaður og voru allar veit-
ingar scldar í umbúðum og ekki til
neyslu á staðnum.
Rekstur þess staðar gafst það
vel að sögn forráðamanna, að
ákveðið var að taka upp nýtt
rekstrarform og endurbyggja
staðinn, bjóða fjölbreyttari mat-
seðil og setja upp borð og stóla.
I veitingahúsinu Fell eru sæti
fyrir 22 gesti. Staðurinn er hann-
aður af teiknistofunni Arko undir
stjórn Jóns Róberts Karlssonar.
Á matseðlinum eru 11 réttir, en
auk þess býður staðurinn rétti
dagsins í hádegi og á kvöldin.
Veitingahúsið Fell yfirtók næt-
urþjónustu Askborgarans og er
næturþjónustan opin föstudag og
laugardag frá kl. 12.00 á miðnætti
til kl. 05 á morgnana.
Rekstrarstjóri er Kolbrún Sig-
urlaugsdóttir.
— eftir Hákon
Bjarnason
í fyrrasumar komu hingað tveir
Skotar til laxveiða og að því er
virðist til að miðla öðrum af þekk-
ingu sinni og reynslu við laxveið-
ar. Annar þeirra, Peter Anderson,
er talinn „heimsfrægur" í viðtali
sem blaðamaður Morgunblaðsins
birti hinn 26. ágúst 1982. Hinum
var hampað eitthvað í sjónvarpi,
en nafn hans er Derek Mills. Sá
kvað vera kennari við skógrækt-
ardeild Edinborgarháskóla, en
þess er að engu getið hvaða eða
hverskonar kennslu hann hafi
með höndum.
Um viðtalið við Peter Anderson
er fátt að segja. Það er ósköp lítið
á því að græða, jafnvel fyrir lax-
veiðimenn, en þar er ein svo fá-
ránleg staðhæfing að vert er að
gefa henni gaum. Hann segir full-
um fetum, að skógar ræni vatni
frá laxánum og að laxarnir gangi
þess vegna síður í þær, með þeim
afleiðingum að lítið sé handa
stangaveiðimönnum. Að vísu
kennir hann veiðiþjófum líka um
minni laxveiðigengd, svo að stað-
hæfing hans er vart ótvíræð.
En svo birtist Derek Mills okkur
aftur í málgagni laxveiðimanna,
Veiðimanninum, sem kom út í
fyrra mánuöi. Þar er löng grein
um íslandsferð hans í sumar er
leið. Þar segir m.a.:
„Sem betur fer er lítið um tré á
íslandi önnur en birki. Reynið
fyrir alla muni að láta svo vera
áfram. Við (Skotar) erum með
áætlanir um gífurlega skógrækt
og hundruð ferkílómetra lands eru
nú þaktir „jólatrjám" í þéttum
röðum. Þegar jörðin hefur verið
plægð fyrir gróðursetningu
trjánna, verður mikil jarðvegseyð-
ing í rigningum og moldin berst í
árnar, svo að mölin í árbotninum
verður þakin leðju. Og þegar trén
eru orðin hávaxin, skyggja þau á
sólina, svo að ár og lækir, sem
renna gegnum skóginn, verða
kaldir og snauðir af lífi. Ég sá
áætlanir um ræktun greniskóga á
íslandi. Ég vona að þær verði
árangurslausar. Landið ykkar er
fagurt eins og það er. Látið það
halda sérkennum sínum. Land-
nemarnir fluttu inn trjávið frá
Noregi. Það ættuð þið líka að
gera.“
Ég furða mig á því, að maður í
kennarastöðu við háskóla skuli
setja fram slíkar staðhæfingar og
hér eru. Og hvaða forsendur hefur
slíkur maður til að ráða okkur frá
skógrækt og vona að þær mistak-
ist? Slíkt er á okkar máli talinn
slettirekuskapur og þykir bera
vott um heimsku.
„Hvað segir náttúran
okkur sjálf? Vestur í Alaska
er einhver mesta laxagengd í
heimi. Ár og jafnvel smá-
sprænur eru fullar af laxi yfir
riðtímann. Ekki bara einni
tegund laxfiska heldur mörg-
um tegundum. Árnar renna
gegn um frumskóga milli
fjalls og fjöru.“
Fram að þessu hefur það al-
mennt verið talið til bóta að skóg-
ar vaxi í hlíðum, sem vita að ám
og vötnum þar sem veiði er stund-
uð. Þeir jafna vatnsrennslið,
draga út hlaupum en miðla vatni í
þurrkum. Ennfremur er það vatn,
sem úr skógarjarðvegi rennur, rík-
ara að næringarsöltum og lífræn-
um efnum ásamt smáverum en
vatn, sem kemur af berangri.
Skógar jafna líka miklar hita-
sveiflur, en kæla ekki eins og Mills
segir. Um allt þetta má lesa betur
í öllum kennslubókum í skógrækt
og handbókum, sem út hafa komið
til þessa, og enginn ber brigður á.
Hvað segir náttúran okkur
sjálf? Vestur í Alaska er einhver
mesta laxagengd í heimi. Ár og
jafnvel smásprænur eru fullar af
laxi yfir riðtímann. Ekki bara
einni tegund laxfiska, heldur
mörgum tegundum. Árnar renna
gegn um frumskóga milli fjalls og
fjöru. Greni, þallir eða aspir vaxa
fram á alla árbakka og greinar
þeirra slúta oft langt út yfir
vatnsflötinn þannig að árbakkarn-
ir eru ekki færir gangandi fólki.
Þræða menn grynningar í ánum,
þar sem laxar í tugatali víkja sér
undan við hvert spor, ef þeir þurfa
að komast upp með þeim. Þetta
skiptir oftast litlu máli, þar sem
stangaveiðar eru bannaðar með
öllu í ánum.
Víða annarsstaðar í veröldinni
má sjá eitthvað svipað, og sýnir
það bert hvílíkri reginfirru Derek
Mills heldur á lofti.
Ég nenni ekki að eltast við fleiri
staðhæfingar Mills, t.d. um leir-
burð eftir plægingar, m.a. sakir
þess, að hér á landi er enn að
mestu plantað í holur og frá þeim
er ekkert rensli. Hann segist einn-
ig hafa séð áætlanir um ræktun
greniskóga hér á landi. Gaman
væri að vita hvaða áætlanir hann
hafi séð og hvaðan þær kunni að
vera komnar. Mér er til efs, að
hann viti annað en eitthvað, sem
hvíslað hefur verið í eyru hans.
Fyrir allmörgum árum kom
hingað bandarískur efnafræðing-
ur, Mr. Pough að nafni. Hann var
framarlega í náttúruverndarsam-
tökum í sínu landi, að því er sagt
var. Hann henti það ólán að leggja
hlustir við slúðri svonefndra nátt-
úruverndarmanna og áliti þeirra á
möguleikum til skógræktar hér á
landi. Síðan var honum ýtt í viðtal
við blað, og þá tók hann svo mikið
upp í sig, að hann varð fyrir
hressilegum andmælum. Maður-
inn varð mjög miður sín þegar
hann fann, að hann var hafður að
ginningarfífli og hafði farið með
staðlausa stafi. Baðst hann síðar
afsökunar á þessu þótt hann vildi
ekki gefa upp heimildarmenn sína,
enda þurfti þess ekki. Allir vissu
hverjir þeir voru.
Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur
maður hafi beinlínis haft áhrif á
Mr. Derek Mills í þá átt að hampa
þessum skoðunum sínum. Honum
er frjálst að láta þær í ljósi hvar
og hvenær sem er, jafnvel þótt
þær kunni að stangast á við lög-
mál náttúrunnar. Hinsvegar kem-
ur það honum bókstaflega alls
ekkert við, hvað hér á landi er gert
til að klæða berangur og hrjóstur
landsins. Honum hefði verið
sæmra að láta minna út úr sér.
Að endingu vil ég mælast til
þess við vini Mr. Mills hér á landi,
að þeir þýði þessa grein og sendi
honum með tilhlýðilegri kveðju
frá höfundi hennar.
Brenna Tikkanens
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Hcnrik Tikkanen:
BRENNUVEGUR 8 BRENNU
SÍMI 35.
Ólafur Jónsson þýddi.
Iðunn 1982.
Brennuvegur 8 er sjálfsævisaga
Henrik Tikkanens sem meðal ann-
ars hefur getið sér frægð fyrir að
vera eiginmaður Mártu, en hún
samdi Ástarsögu aldarinnar og
fleiri bækur.
Henrik Tikkanen er sænsku-
mælandi Finni, afkvæmi yfirstétt-
ar. Hann segir um sögu sína:
„Þetta er hörmungasaga og segir
frá óláni og bráðum dauða, hór-
dómi og drykkjuskap, frá gæfu-
lausri fjölskyldu og frá baráttunni
gegn ógæfunni. Það er hún sem
gefur lífinu gildi og ógildir það um
leið.“
Brennuvegur 8 er óvenjuleg bók
í góðri þýðingu Ólafs Jónssonar.
Það er í senn af hatri og ást sem
Henrik Tikkanen lýsir foreldrum
sínum og skylduliði, en þó einkum
fyrirlitningu. Hann dregur ekkert
undan. Viðkvæm, en vinsæl efni í
sögum eins og kynlíf og drykkju-
skapur eru meðal þess sem Tikk-
anen lýsir sífelldlega. Hann skrif-
ar: „Auðvitað hef ég fólk fyrir
rangri sök í sögunni, ýki hana og
afbaka. Ég engist eins og maðkur
á öngli."
Auðvitað veit Henrik Tikkanen
að ekki þýðir að bjóða upp á tepru-
legar frásagnir af spilltu lífi,
gleðisnauðum dögum fólks sem
hefur ekki lengur gaman af neinu,
en reynir að niðurlægja hvert
annað eftir megni.
Ef menn eru ekki eingöngu að
leita að hneykslanlegu efni í
Brennuvegi 8 munu þeir lesa með
athygli frásagnir af vetrarstríðinu
1939—40 sem höfundurinn tók
sjálfur þátt í kornungur maður.
Það sambland af alvöru og kald-
hæðni sem birtist í köflunum um
vetrarstríðið segir kannski meira
um það en flest annað.
Annað vetrarstríð er Tikkanen
ekki síður hugleikið. Kuldi í
sumarbústað gerir árangurslausar
tilraunir hans til að öðlast kyn-
lífsreynslu með óspjallaðri stúlku.
Sú lýsing er fyndin eins og svo
margar aðrar slíkar hjá Tikkanen
þótt sumar séu heldur dapurlegar.
Ein slíkra fjallar um það þegar
faðir hans hélt móður hans „í
skrúfstykki á meðan hann lagðist
á hóru sem hann hafði tekið heim
með sér úr bænum". Siðferðileg
ályktun Tikkanens hljóðar svo:
„Kannski hann hafi verið að launa
henni lambið gráa. Sjálfum þykir
mér sómi að því að pabbi skuli
hafa verið forgangsmaður í stóð-
lífi. Og hef eftir megni reynt að
feta í fótspor hans.“
Tikkanen komst snemma að því
að þeir feðgar voru líkir. Dauða-
stríði föður síns lýsir hann af
nokkurri samúð þrátt fyrir hve
óvæginn hann er. Þegar glittir í
samkennd Tikkanens með öðrum
sprettur fram dálítil hlýja. Tikk-
anen er ekki ljúft að beygja af, en
það kemur fyrir í sögu hans.
Brennuvegi 8 lýkur á því að þeir
bræður eru staddir í leigubíl með
ösku föðurins í keri. Tikkanen
reykir sígarettu. Askan lengist á
sígarettunni. Hann tekur lokið af
kerinu og slær öskuna af sígarett-
unni ofan í það.
Þannig sýndi sonur föður sínum
hinstu virðingu.
„Furdufuglara