Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 + Eiginmaður minn, COL. HARRY E. EATON, andaöist í Bethesta Hospital, Washington, þriðjudaginn 1. febrúar. Ásta Þórðardóttir Eaton, 16 Thompson Str., Annapolis. Md. 21401. t Jarðarför stjúpu okkar og systur, ÓLAFÍU ÁGUSTU EINARSDÓTTUR, er andaðist 16. janúar hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar lá,nu Sigríður Hansdóttir, Þórdís J. Hansdóttír, Guömundur Hansson, María Einarsdóttir, Ásta Einarsdóttir. + Elskulegur sonur, bróöir og dóttursonur, BIRGIR HELGI BLÖNDAL, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Arendal, Noregi, þriðjudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram föstudaginn 4. febrúar. María Blöndal, Björn Blöndal, Kristjón Blöndal, Björn Blöndal, Katrín og Helgi Kristjónsson, Lambastööum. Eiginmaður minn, faðir og afi, GUOMUNDUR SIGURJÓNSSON, fyrrv. húsvöröur Borgarspítalans, Reynimel 96, lést 1. febrúar. Sigríður ögmundsdóttir, Ragnar Guömundsson, barnabörn. + Maðurinn minn, faöir, afi og fósturfaöir, MAGNÚSANDRÉSSON, Hvolsvegi 17, Hvolsvelli, sem andaðist 24. janúar 1983, verður jarösettur frá Skaröskirkju i Landssveit, laugardaginn 5. febrúar kl. 2.00 e.h. Ferð veröur frá Umferðarmiöstöðinni kl. 11.00 f.h. sama dag. Fyrir hönd vandamanna. Hafliöína Guörún Hafliöadóttir, Guörún Ingunn Magnúsdóttir, Magnús Benedíktsson og fósturdætur. + Eiginmaður minn og fósturfaðir, BJARNI H. GUÐMUNDSSON, fyrrv. hafnarvörður, Bárugötu 19, Akranesi, lést 1. febrúar. Jósefína Guömundsdóttir, Örn Hjörleifsson. + Móðir okkar, ÁSTA GUOJÓNSDÓTTIR, Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 4. febrúar kl. 3.00. Blóm afbeöin. Þeim sem vildu minnast hennar látiö góögeröar- stofnanir njóta þess. Margrét Hallgrímsdóttir, Ingigeröur Hallgrímsdóttir, Halla Hallgrímsdóttir, Gestur Hallgrímsson. + Astkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og lanaamma, ÞORBJORG ELÍSABET JÓHANNESDOTTIR, Brekkustíg 14, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarövíkurkirkju, laugardaginn 5. febrú- ar kl. 14.00. Arnoddur Tyrfingsson, Krístín Magnúsdóttir, Jóhanna Tyrfíngsdóttir, Jón Jóhannsson, Árný Tyrfingsdóttir, Georg Valintínusson, Garðar Tyrfingsson, Erla Jónsdóttir, Þorsteinn Tyrfingsson, Ingibjörg Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Björn Guðmundsson verkstjóri - Minning Fæddur 27. desember 1910 Iláinn 21. janúar 1983 í dag verður kvaddur hinstu kveðju Björn Guðmundsson, verk- stjóri, sem lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 21. janúar sl. Björn hafði ég þekkt frá barnæsku og vil í ferðalok minnast þessa trausta og ötula samferðamanns með nokkrum kveðjuorðum. Björn Guðmundsson var fæddur 27. desember árið 1910 í Haukadal í Dýrafirði, og var því rúmlega 72 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, sjómaður, og eiginkona hans, Guð- rún Björnsdóttir, ljósmóðir. Þau hjón fluttu til Þingeyrar árið 1921 og bjuggu þar til ársins 1933, er þau fluttu búferlum til Reykjavík- ur ásamt börnum sínum. Guð- mundur stundaði lengst af starfsævi sinnar sjómennsku, var lengi á skútum og síðar á togur- um, bæði frá Reykjavík og Þing- eyri. Hafa í þessari fjölskyldu ver- ið margir dugmiklir sjómenn. Guðrún og Guðmundur áttu 6 börn. Var Björn næstelstur systk- inanna, sem öll lifa bróður sinn. Þau eru Ingibjörg, Bergljót og Gissur, sem búa í Reykjavík, ólöf, sem býr á Akureyri og Guðmunda, sem á heimili í Kaupmannahöfn. Þá ólu þau hjón upp Jóhannes Jónsson, búsettan í Reykjavík, og var hann sem einn af fjölskyld- unni. Björn Guðmundsson var alla sína ævi nátengdur sjómennsku og siglingum. Beygðist krókurinn snemma til þess, er verða vildi. Fyrstu kynni hans af sjómennsk- unni voru, er hann á unglingsár- um sínum stundaði sjóróðra á sumrin frá Keldudal með afa sín- um, Guðmundi. Veturinn 1928—1929 stundaði hann nám við Héraðsskólann að Núpi. Árið 1934 lauk hann far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík. Árið 1928 hóf hann störf á skip- um Eimskipafélags íslands og starfaði hann síðan alla tíð hjá félaginu, að undanteknu tímabil- inu 1941 til 1945. í upphafi far- mennsku sinnar réðist hann á ms. Lagarfoss, en skipstjóri á ms. Lag- arfossi var þá Pétur Björnsson, móðurbróðir hans. Sigldi hann á ms. Lagarfossi árin 1928—1936, en ms. Lagarfoss var á þessum árum í föstum áætlunarferðum á milli Austurlands og Norðurlands til Kaupmannahafnar. Árið 1936 fluttist hann yfir á ms. Dettifoss, og er á því skipi þar til árið 1941. Var ms. Dettifoss á þessum árum í ferðum á milli Reykjavíkur og Hamborgar, oft með viðkomu í Englandi, en framangreindar sigl- ingar voru helstu viðskiptasigl- ingar íslendinga á þessum árum. Starfaði hann fyrst á skipunum sem háseti, en síðar sem stýrimað- ur. Á stríðsárunum jukust umsvif mjög í Reykjavíkurhöfn. Fjöldi skipakoma jókst gífurlega og margan vanda var að leysa í höfn- inni. Réðst Björn til Reykjavík- urhafnar, og var hann skipstjóri á dráttarbátnum Magna árin 1941—1945. Þá þekktist ekki sá búnaður og aðstaða á skipum og í höfnum sem við njótum í dag. Sér- staklega var oft djarft teflt á van- búnum skipum í stríðssiglingum í vondum veðrum. í ofviðri árið 1944 var það gæfa Björns Guð- mundssonar og áhafnar hans á Magna að bjarga bresku skipi og áhöfn þess við Reykjavíkurhöfn. Fyrir þessa björgun var hann, ásamt fleirum, er þar áttu hlut að máli, sæmdur síðar þetta sama ár orðu breska heimsveldisins MBE, í viðurkenningar- og þakklætis- skyni. Að styrjöldinni lokinni urðu kaflaskipti í starfsævi hans. Réðst hann þá aftur til Eimskipafélags- ins og nú sem verkstjóri í vöru- afgreiðslu þess í Reykjavík. Starf- aði hann þar samfellt síðan eða þar til í ágút sl. Hafði hann þá starfað samtals í um 46 ár hjá fé- laginu, og var á meðal elstu starfsmanna þess. Var hann heiðraður með gullmerki Eim- skipafélagsins fyrir störf sín í þágu þess. Björn Guðmundsson kvæntist árið 1937 móðursystur minni, Sig- ríði Hansdóttur, Sigurbjörnssonar sjómanns, og konu hans Sesselju Helgadóttur úr Hafnarfirði. Bjuggu Björn og Sigríður alla tíð í Reykjavík og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu, sem er fædd árið 1940, gift Jóni G. Bergssyni, vélvirkja, búsett í Reykjavík og eiga þau fjögur börn; Þorvarð, sem er fæddur árið 1947, áður kvæntur í Reykjavík, og á hann einn son frá því hjónabandi, nú kvæntur Margarete Björnson, sænskri konu, og eru þau búsett í Gautaborg. Björn Guðmundsson var þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var harðduglegur, þrekmaður og sí- starfandi. Það kom meðal annars fram í því, að tengslum sínum við sjóinn hélt hann um langt skeið á síðari hluta starfsævi sinnar, með því að gera út á hrognkelsi í frí- stundum sínum frá Lambhól við Skerjafjörð ásamt félaga sínum. Hann hafði ekki mörg orð um ein- falda hluti. Hann átti auðvelt með að gleðjast með vinum og félögum á gleðistund, og var góður heim að sækja. Á námsárum mínum naut ég þess nokkur sumur að fá að starfa undir stjórn hans. Það var lær- dómsríkt og til eftirbreytni. Meðal þeirra, sem lutu stjórn hans og störfuðu með honum, var hann mikils metinn. í núverandi starfi mínu var ég þess var, að hann naut trausts viðskiptamanna Eimskipafélags- ins. Ákveðið hafði verið, að hann léti af störfum í ágústlok sl. Viku áður en að því kom lagðist hann á sjúkrahús og átti þaðan ekki aft- urkvæmt, nema til skammrar dva'ar heima. Daginn, sem hann lést, viðhafði einn gamall samstarfsmaður hans til sjós og lands þessi ummæli: „Björn var mikill verkmaður, traustur og góður félagi og manngildi hans var ótvírætt." Ég hefi ekki tækifæri til að vera viðstaddur, er hann verður kvadd- ur, en fylgi honum í huganum síð- asta spölinn. Ég þakka honum samfylgdina og störf hans, sendi fjölskyldu hans og vandamönnum einlægar samúðarkveðjur. Hörður Sigurgestsson Genginn er á guðs síns fund Björn í Borgarskála. Menn sem lengi hafa verið í forsvari fyrir sama vinnustað, verða oft kenndir við vinnustaðinn. Björn var enginn málskrafs- maður, heldur alvörugefinn og grandvar afkastamaður, sem ófeiminn var að grípa til hendi. Björn hóf ungur siglingar á ms. Lagarfossi hjá frænda sínum Móöir okkar, GUONÝ SIGURBORG DANÍELSDÓTTIR, Kársnesbraut 81, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu, föstudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent é Sunnuhlíö, hjúkrunar- heimili aldraöra í Kópavogi. Þorbjörg Jónatansdóttir, Karl Jónatansson. Pétri Björnssyni, þeim kunna skipstjóra. Leiðir okkar Björns lágu fyrst saman er við settumst í Stýri- mannaskólann í Reykjavík haust- ið 1932. Síðan höfum við Björn verið góðir kunningjar. Far- mannaárgangurinn frá 1932 lauk prófi vorið 1934. Leiðir okkar Björns hafa legið samhliða í nokk- ur skipti um lengri eða skemmri tíma. Björn var skipstjóri á dráttar- bátnum Magna (gamla) í stríðinu, frá því í desember 1941 til loka nóvember 1945. Undirritaður var þá hafnsögu- maður í Reykjavík. Samstarf okkar Björns á þeim árum var mikið og undir misjöfnum kring- umstæðum. Björn var ávallt hinn trausti maður, sem stóla mátti á að gerði rétt á réttum tíma. Slíkra er gott að minnast. Margt kemur í hugann þegar hugsað er til lönguliðinna tíma. Ég minnist kvöldsins er ms. Lax- foss (Borgarnes/Akranes-ferjan) strandaði í norðurtagli Örfiriseyj- ar 11. jan. 1944. Norðanstormur var á með kolsvörtum éljum. Forseti Slysavarnafélagsins hringdi heim til mín um kvöld- matarleytið og bað mig fara út í Örfirisey og athuga aðstæður það- an. Eftir ferðina út í Örfirisey fór ég um borð í Magna til Björns og sagði honum að ég teldi að hægt væri að komast að skut Laxfoss á Magna. Við Björn fengum leyfi til að gera tilraun til að komast að Laxfossi. Tilraunin tókst og fjöldi fólks var fluttur til lands á Magna. Síðar þessa sömu nótt voru Björn og skipverjar hans kvaddir út til leitar að breskum togara, sem strandað hafði í ná- munda við Reykjavík. Björn og áhöfn hans á Magna fundu togar- ann strandaðann inni við Þerney á Kollafirði. Áhöfn togarans var bjargað og flutti Björn áhöfnina til lands. Fyrir þessa björgun var Björn, ásamt tveim öðrum íslend- ingum, sæmdur breska heiðurs- merkinu M.B.E. Eftir að Björn tók við heiðursmerkinu mun hann aldrei hafa þegið boð í breska sendiráðið í tilefni af heiðurs- merkinu. Prjál var honum ekki að skapi. Björn átti oft erilsamar stundir þegar hann var með Magna. Björn var þannig maður að hann var ekkert að fjasa um það sem gera þurfti. Ég veit að farsæl ferðalok veittu honum hugarró og ánægju. Björn gerðist verkstjóri hjá Eimskipafélaginu 1946. Frá árinu 1967 var hann verkstjóri í Borg- arskála, umsvifamiklum vinnu- stað. Verkstjóri var hann á þeim vinnustað til síðsumars 1982. Lauk þar farsælu nærfelt 50 ára starfi hjá sama vinnuveitanda, þá eru árin hjá Reykjavíkurhöfn frátalin. Björn varð 72ja ára 27. des. síð- astliðinn. Síðustu árin mun Björn hafa kennt þess meins, sem varð hon- um að aldurtila. Störfin voru þó ávallt í fyrirrúmi og fjarvistir nær engar. Skylduræknin réði á „bæn- um“ þeim. Eftir að leiðir okkar Björns skildu við Reykjavíkurhöfn 1946, þá leið 21 ár þar til leiðir lágu samn að nýju. Ég var þá starfsmaður hjá Fosskraft (verktökum að Búr- fellsvirkjun). Svo hafði samist við Eimskipafélagið, að allir flutn- ingar fyrir virkjunina sem um Reykjavík færu, skyldu fara um Borgarskála. Nú hitti ég Björn i gervi þjónustumanns. Öll voru þau kynni með ágætum og stóðu í full 2 ár. Næst liðu rúm 2 ár, kom þá upp ný staða. Ég varð vöruafgreiðslu- stjóri hjá Eimskipafélaginu. Björn var allt í einu orðinn undirmaður minn. Löng og góð kynni spilltu vissulega ekki fyrir góðu sam- starfi. Samstarfstími okkar á þessum vettvangi varð full 10 ár og aldrei bar skugga á. Þeir sögðu stundum við mig samstarfsmenn Björns, eitthvað á þessa leið, þetta gæti aldrei gengið, ef ekki nyti við hamhleypunnar Björns. Síðustu árin sögðu þessir sömu menn stundum við mig: „Maðurinn er fárveikur." Við Björn ræddum aldrei um sjúkleika, en um starfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.