Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 22 Ghanamenn á flótta deyja hungurdauða Lagos, Nígeríu, 2. febrúar. AP. FULLTRÚAR hjálparstofnana sögöu í dag, aö enn væri fólk aA iátast úr hungri meAai þeirra hundruA þúsunda Ghana- manna, sem nú fara landveg tii síns heima eftir aA Nígeríu- menn ráku þá úr landi. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja, að a.m.k. tíu manns hafi dáið úr hungri en haft er eftir frönskum læknum, að 20 aðrir hafi dáið úr hungri, þorsta og sjúkdómum og að einnig hafi verið ráðist á fólkið á leið þess um Benin og Togo. Margir hafa verið grafnir í ómerktum gröf- um og er talið, að nokkur tími kunni að líða áður en ljóst verður hve margt fólk hefur farist. Upphaflega var áætlað, að útlend- ingar í Nígeríu væru um tvær millj- ónir en nú er haft eftir heimildum, að Ghanamennirnir einir hafi verið um tvær milljónir og auk þess ein milljón annars staðar frá. Vestrænn sendiráðsstarfsmaður í Benin segir raunar, að embættismenn í Ghana hvísli um það, að þrjár milljónir landa þeirra hafi verið í Nígeríu. í upphafi sjötta áratugarins flykktust Nigeríumenn til Ghana, sem þá var mesti kakóframleiðandi í heimi, en þaðan voru þeir allir reknir árið 1968. Um miðjan síðasta áratug hrakaði mjög efnahag Ghana-manna vegna verðlækkunar á kakó og gífurlegrar spillingar í landinu og þá tóku Ghanamenn að setjast að í Nígeríu tugþúsundum saman. Olíuævintýrið var þá í upp- siglingu og næg atvinna en nú hefur heldur betur slegið í bakseglin fyrir Nígeríumönnum sem öðrum olíu- þjóðum. Tugþúsundum saman bíða Ghana-menn þess að komast á brott frá Nígeríu og þykir flestum sem þeir eigi fótum fjör að launa. Mvndin er tekin í höfninni í Lagos þar sem mikill mannfjöldi bíður þess að komast sjóveg til heimalands- ins. AP. Óveðrið á Bretlandi að mestu gengið niður: Bátar hentust á land og þök fuku víða af húsum l.undunum, 2. febrúar. AP. „VEÐRIÐ er nú aA mestu gengiA niAur, en var mjög slæmt þegar verst var og geröi mikinn usla viö sjávar- síöuna, sérstaklega viö suö- urströndina,“ sagöi Jóhann SigurAsson, forstööumaöur skrifstofu Flugleiöa í Lund- únum, er Morgunblaöiö ræddi viö hann í gær. „Bátar hentust upp á land, þök fuku af húsum og tré rifnuðu upp með rótum. Þetta er versta veður sem hér hefur komið í langan tíma, en hversu langt er síðan svipað veður geisaði hér skal ég ekki segja um,“ sagði Jóhann ennfremur. Hinar nýju flóðavarnir Lund- únaborgar fengu eldskírn sína á þriðjudag þegar vetrarstormar fóru um suðurhluta Englands. Voru 10 geysistórir hlerar settir upp við bakka árinnar Thames skömmu fyrir miðnætti. Ekki var það að ástæðulausu því vatnsborð árinnar fór rúman metra uppfyrir venjulegt hámark. Ekki fór þó verulega illa að þessu sinni því fjara tók út þegar svo ieit út fyrir, að hækkandi vatnsborð árinnar kynni að valda tjóni. Sögðu talsmenn almanna- varna í Lundúnum, að ekki hefði illa farið þótt hlerunum hefði ekki verið komið upp að þessu sinni. Sex manns létu lífið fyrr í gær. Þrír dóu er þeir urðu fyrir trjám, sem rifnað höfðu upp með rótum eða brotnað í storminum, einn lést þegar hlaðinn steinveggur hrundi yfir hann, sá fimmti þegar bifreið hans fauk í veg fyrir vörubifreið og ennfremur lést eldri maður þegar gróðurhús hans hrundi yfir hann. Þyrlur hollenska sjóhersins héldu leit sinni að líkum sjö af átta manna áhöfn danskrar skútu, sem forst við strendur landsins, áfram í dag. Lík eins úr áhöfninni fannst í gær og í dag fannst bjargbelti úr skútunni. í gær sögðum við hér í blaðinu frá andláti Eric Ericksons, Svíans, sem gerðist einn helsti njósnari Bandamanna í síðasta stríði. Kvikmynd um ævintýralegan feril hans var sýnd í fslenska sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu og fór William Holden þar með aðalhlutverkið. Hér sjást þeir saman, Holden og Erickson. Veður víða um heim Akureyrj +15 léttskýjað Amaterdam 3 rigning Aþena 15 heiðskírt Berlín 5 rigning Brussel 2 heiðskírt Chicago 0 snjór Dublin 6 rigníng Feneyjar 13 heiðskírt Frankfurt 11 snjór Færeyjar +4 skýjað Genf 12 skýjað Helsinki +7 snjór Hong Kong 17 skýjaö Jerúsalem 11 skýjað Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhi New York Ósló París Peking Perth Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vinarborg 29 heiöskírt 6 skýjað 16 skýjað 21 heiðskírt 14 heiðskirt 7 heiöskírt 16 rigning 17 heiðskírt 13 skýjað 24 heiðskírt 24 rigning 1 snjór 17 heiðskírt 8 rigning +5 snjór 11 skýjaö 3 heiöskírt 23 heiöskírt +6 skýjað 35 skýjað 16 heiöskírt 13 skýjað 0 snjór 27 skýjaö 15 skýjað 8 rigning 9 skýjaö 7 skýjað Thailand: Víetnam- ar búast til nýrr- ar atlögu Kangkok, 2. febrúar. AP. ÁTÖK voru enn í dag á landamærum Thailands og Kambódíu og er haft fyrir satt, aö Víetnamar hafi iíutt stórskotaliösvopn í námunda viö aörar flóttamannabúöir, sem kambódískir skæruliöar ráöa. Fyrr höföu þeir lagt í rústir flóttamannabúöirnar í Nong Chan. Það voru skæruliðar úr tveimur fylkingum kambód- ískra andkommúnista, sem fyrir búðunum réðu, en þeir eru nú sagðir hafa hörfað norður með landamærunum. Eru þeir í mörgum smáum hópum og gera skyndiárásir á Víetnamana að næturlagi. Langflestir íbúanna í Nong Chan, 30.000 talsins, eru nú í umsjá alþjóðlegra hjálpar- stofnana. Andkommúnísku skæruliða- hreyfingarnar tvær hafa sam- starf við Rauða khmera, sem játa kommúnisma, í barátt- unni gegn innrásarliði Víet- nama. ERLENT Ungir menn og öldungar neydd- ir í stjórnarherinn í Afganistan Islamabad, I. febrúar. Al*. AÐEINS stúlkur munu gangast undir inntökupróf í háskólann í Kabúl nú á næstu dögum og er ástæóan sú aó sögn vestrænna sendiráðsstarfsmanna, aö allir ungir menn eru teknir í herinn nauöugir viljugir hvar sem til þeirra næst. Stjórnarhermenn fara nú hús úr húsi í Kabúl og nágrannabæjum í leit að liöhiaup- um og líklegum liösmönnum og gildir þá einu hvort um er að ræöa unglinga eöa menn á sextugsaldri. Afganski stjórnarherinn, sem áður haföi á að skipa 90.000 manns, telur nú innan við 30.000 og er ekkert lát á liðhlaupinu. Síð- an í júlí á síðasta ári hafa stjórn- völd farið hamförum í herskrán- ingunni og er algengt að mönnum sé rænt á götum úti og þeir neydd- ir í herinn. Menn, sem fara til matarkaupa fyrir heimili sín, mega kallast heppnir ef þeir kom- ast heim aftur og er sagt, að nú gangi ekki lengur að kaupa sér frið fyrir útsendurum stjórnarinn- ar, jafnvel ekki þótt menn séu komnir á efri ár. Haft er eftir hershöfðingja í afganska hernum, sem' nýlega flýði til Pakistan, að ein af aðferð- unum við að halda mönnum í hernum væri að gera sem flesta að hershöfðingjum. Nefndi hann sem dæmi, að í sinni sveit hefðu verið 20 aðrir hershöfðingjar eða einn fyrir hverja fjóra óbreytta. Laun hershöföingja eru 230 dollarar á mánuði, óbreyttra 55 en flótta- maðurinn sagði, að þetta skipti ekki máli því að menn fengju laun sín hvort eð er ekki greidd. I síð- asta mánuði kom það a.m.k. tvisv- ar fyrir, að óánægðir hermenn drápu yfirmenn sína áður en þeir flúðu til liðs við andspyrnuhreyf- inguna. Háskólinn í Kabúl er nú að mestu setinn kvenfólki og aðeins karlmenn, sem hafa verið tvö ár í hernum, fá nú að taka þar próf. Sendiráðsmenn segja, að mennta- skólanemar séu teknir á götunum og fluttir í herbúðir og það þótt þeir hafi skilríki, sem undanskilji þá herþjónustu. Oftar en ekki eru skilríkin rifin í tætlur á staðnum. Sem dæmi um hve bágborið ástandið er orðið í stjórnarhern- um er nefnt, að farþegar, sem fara um Kabúl-flugvöll, verða nú sjálf- ir að sjá um föggur sínar. Burðar- mennirnir eru orðnir að hershöfð- ingjum í hernum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.