Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Sálgreining hryðjuverkakonu Hryðjuverkakonan Gudrún Ensslin (Barbara Zukowa) í bakgrunni hlust- ar á eldri systur sína, Christiane (Jutta Lampe). Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Sálgreining hryðjuverkakonu Listahátíð í Reykjavík — Kvikmyndahátið 1983 Die Bleierne Zeit Leikstjóiri: Margarethe von Trotta Kvikmyndataka: Franz Rath Tónlist: Nikolas Ecounomou íslenskur skýringartexti Kvikmyndaskríbentinn „ég“ hefir af ásettu ráði hafið um- fjöllun um Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1983 á því að fjalla um þrjár kvikmyndir gerðar af konum: f fyrsta lagi Deutschland Bleiche Mutter sem Helma Sanders-Brahms leikstýrir og svo Avskedet þar sem leikstjórn- in er í höndum Tuija-Maija Niskanen, en handritið skrifast á reikning Elja-Elina Bergholm og Vivica Bandler. í þriðja lagi er sú grein sem hér birtist og fjallar um mynd Magarethe von Trotta, Die Bleierne Zeit. Ástæð- an fyrir því að ég hef umfjöllun mína á því að skoða þessar kvennamyndir er auðvitað sú að vekja athygli á þeirri staðreynd að konur sækja nú fram á kvikmyndasviðinu til jafns við karlmenn. Sannarlega merkur áfangi í kvikmyndasögunni, því með aukinni þátttöku kvenna í kvikmyndaframleiðslu fær sú lífsmynd sem kvikmyndin bregð- ur upp sannferðugra yfirbragð. Ég hef til dæmis tekið eftir einu atriði í framangreindum kvennamyndum sem gjarnan situr á hakanum í myndum karla. Þáttur barnsins er þar af- ar mikilsverður. Raunar það mikilsverður að áhorfandinn upplifir atburði og manneskjur gegnum börnin í kvennamynd- unum. Þannig er hryllingur stríðsir. séður með augum lítill- ar stúlku í mynd Helmu Sand- ers-Brahms, Deutschland Bleiche Mutter. Á sama hátt upplifir áhorfandinn gegnum sjónir stúlkubarns átakanlegan tví- skinnung borgaralegs yfirstétt- arhjónabands í mynd þeirra Elja-Elina Bergholm, Vivica Bandler og Tuija-Maija Niskan- en Avskedet. Og að síðustu má nefna að í mynd Margarethe von Trotta, Die Bleierne Zeit er gerð tilraun til að skýra feril hryðju- verkakonunnar Guðrúnar Enssl- in út frá heimilisaðstæðum hennar í bernsku. Að mínu mati tekst Helmu Sanders-Brahms og þeim Elja- Elina Bergholm, Vivica Bandler og Tuija-Maija Niskanen frá- bærlega að lýsa þeim átökum sem eiga sér stað innra með börnum og gjarnan eru látin liggja í þagnargildi. Hinsvegar mistekst Margarethe von Trotta að gera nægilega skýra grein fyrir barnæsku Guðrúnar Enssl- in, sem áður var minnst á, og systur hennar, Christiane Enssl- in. Markmið kvikmyndar von Trotta er nefnilega að bregða ljósi á æsku þeirra systra í þeirri von að upplýsa sérstæðan lífs- feril Guðrúnar. Ég get ekki sagt að svipmyndir úr æsku Guðrún- ar, sem sýna hana fyrst í kjöltu vinalegs föður, og síðan skjálf- andi fyrir framan altarið, en pabbinn vinalegi bölvandi og ragnandi í predikunarstólnum boðandi helvíti og eilífa útskúf- un, hafi virkað sannfærandi í þá veru að skýra þá staðreynd að Guðrún verður fulltíða stúlka einn helsti hugmyndafræðingur Baader-Meinhof-glæpasamtak- anna. Mér finnst einhvernveginn eins og Margarethe von Trotta hafi gefist upp í miðju kafi við að skilgreina og réttlæta gerðir Guðrúnar Ensslin. Hún velur af handahófi svipmyndir úr bernsku þeirra systra og byggir þar alfarið á samtölum við eldri systurina Christiane. Ég hef á tilfinningunni að ef Margarethe von Trotta vildi í raun og sann- leika byggja upp heillega mynd af æsku Guðrúnar Ensslin og þar með grafast fyrir þá meins- emd sem var þess valdandi að hún valdi dauðann sem sinn talsmann, þá hefði henni verið það leikur einn. En efinn sækir á og þegar áhorfandinn labbar út af Die Bleierne Zéit situr eftir í huga hans myndin af syni Guð- rúnar, sem hún kastaði frá sér af fullkomnu miskunnarleysi, því ekkert mátti hindra framgang málstaðarins. En hver er þá málstaður sá, sem Guðrún Ensslin og félagar berjast fyrir og krefst slíkra fórna? Skýring Margarethe von Trotta er sú að á einhvern und- arlegan hátt hafi runnið saman í huga Guðrúnar myndir af út- rýmingarbúðum nasista og þær myndir sem gjarnan berast okkur í dag frá þriðja heiminum. Guðrún Ensslin hafi þannig litið á þau öfl sem stjórna heiminum í dag í sama ljósi og hún leit nasistana. Þar með hafi kristall- ast í huga hennar sú hugmynd að ekki væri mögulegt að berjast gegn hernaðaryfirvöldum sam- tímans nema með byssu að vopni. Hún lítur þannig á Baad- er-Meinhof-skæruliðasamtökin sem hreyfingu í ætt við neðan- jarðarhreyfinguna frönsku og norsku á árum seinni heims- styrjaldarinnar eða samtök á borð við E1 Fanta. Ég verð að játa að myndirnar frá fjöldagröfunum í Auswitch minntu ónotalega á fréttamynd- irnar frá hungursvæðum Afríku. Hitt er svo aftur annað mál að það hlýtur að teljast dálítið ein- feldningslegt að ætla að berjast gegn hungri í heiminum í dag á sama hátt og neðanjarðarhreyf- ingar síðari heimsstyrjaldar börðust gegn nasismanum. Margarethe von Trotta kemur auga á þetta atriði og lætur eldri systurina, Christiane, benda Guðrúnu á þann möguleika að fara til Afríku og hefja þar hjálparstarf í stað þess að ráðast á venjulegt fólk í lykilstöðum. En slíkt er auðvitað eins og að skvetta vatni á gæs, Guðrún Ensslin er í heilögu stríði gegn heimskapitalismanum og blóð krefst blóðs. Þar sem Guðrún Ensslin beinir einkum spjótum sínum að efsta þrepi þjóðfélags- ins næst hún auðvitað mjög fljótlega og er sett í viðbjóðslega dýflissu, sem er gætt af vörðum í nasistabúningum. Þar hengir hún sig — eða er kyrkt — og áhorfandinn labbar út jafn nær um þessa undarlega prestsdótt- ur. 15 Kannsóknir á kindakjöti: Mikill gæða- munur á hangi- kjöti eftir verk- unaraðferðum MJÖG mikill gæóamunur hefur reynst á hangikjöti eftir því með hvaða aðferðum þaö er undirbúið fvrir reykingu, samkvæmt bráðabirgðanið- urstöðum úr umfangsmiklum tilraun- um á verkun og geymslu dilkakjöts, sem unnið er að hjá Kannsóknar- stofnun landbúnaðarins á Keldna- holti á vegum framleiðsluráðs land- búnaðarins. Gæði hangikjötsins fara eftir því hvort kjötið er látið liggja í salt- pækli fyrir reykingu eða saltinu sprautað í vöðva. Síðarnefnda að- ferðin hefur rutt sér mikið til rúms á seinni árum enda er hún mikið fljótvirkari, en kjötgæðin minnka aftur á móti. Vöðvarnir, sem sprautað er í, sprengjast sundur og holrúm myndast í þeim, mikið vatn gufar út úr kjötinu og það rýrnar þar með, og einnig minnkar geymsluþol þess til muna. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er tilraununum ekki lokið og verður haldið áfram þar til endanleg niðurstaða fæst. Tilraunir voru einnig gerðar á geymsluþoli nýs og ófrosins dilka- kjöts í og eftir sláturtíð í haust. Þar kom í ljós að hægt er að geyma nýtt kjöt í allt að 20 daga án þess að það skemmist hið minnsta. En aftur á móti náðust aukin kjötgæði með þessari geymslu, kjötið meyrnaði og varð bragðsterkara. Það kom á óvart við þessar tilraunir hversu kjötskrokkurinn var hreinn og laus við alla sýkla þegar hann kom úr sláturhúsi og að sýklamagnið jókst ekkert við 20 daga geymslu. Gunnar Guðbjartsson sagði að áfram yrði unnið að tilraununum og lyki þeim ekki fyrr en á næsta ári. Efnagreina á kjöt af fé sem gengið hefur á mismunandi haga. Athugað verður með bragðmismun á kjöti af fé sem rekið er á fjall, fé sem ræktað er á mýrlendi og fé á ræktuðu landi. Þá verður athugað geymsluþol og gæði kjöts eftir mis- munandi froststigi í frystihúsum og eftir mismunandi umbúðategund- um þ.e. grisjupokum eða pökkun í plastumbúðir. Þaö er engum ofsögum sagt af kæliskápaúrvalinu hjá okkurenda leitum viö fanga beggja vegna Atlantshafsins. Viö höfum á lager eöa útvegum meö stuttum fyrirvara 55 geröir af Philips og Phlico kæliskápum. Stærðir, litir og notkunarmöguleikar þeirra fullnægja kröfum flestra. Þú geturt.d. fengið lítinn byrjendakæliskáp meö inn - byggðu frystihólfi fyrir ismola og lærissneiðar, tvískiptan vísitöluskáp þar sem frystir og kælir eru álíka stórir, eða „ekta amerískan'' með ísmolavél ogöllutilheyrandi. Taktu nú mál af „gatinu" og hringdu eða komdu og kynntu þérúvarlið. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.