Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Brunabótafélag Islands: Fjórir hlutu heiðurslaun í JANÚAR í fyrra ákvað stjórn Brunabótafélags íslands að minnast 65 ára afmælis félagsins mcð því að stofna stöðugildi á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Megintilgangur þessa stöðugildis er sá, að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á eða atvinnulífs. Starfslaun þess sem bótafélags Islands. í fyrra skiptust heiðurslaunin á milli fjögurra ungra skákmanna, þeirra Helga Ólafssonar, Jóns L. Árnasonar, Margeirs Péturssonar og Hauks Angantýssonar. í ár eru það hins vegar fjórir menn hver úr sinni áttinni sem hljóta heiðurs- launin. Þeir eru Arnór Pétursson, Birgir Björnsson, Hafsteinn Haf- liðason og Þórir S. Guðbergsson. Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags íslands gerði grein fyrir því á fundi með blaða- mönnum í gær hver þau verkefni væru sem fjórmenningarnir hygð- ust nota heiðurslaunin til að vinna að. Arnór Pétursson fékk launin til að auðvelda honum að sinna und- irbúningi að þátttöku íslands á Ólympíuleikum fatlaðra sem haldnir verða í Bandaríkjunum í júní 1984. Eins og mönnum er kannski í fersku minni sendi íþróttasamband fatlaðra þátttak- endur á Ólympíumótið 1980, þar sem íslendingum tókst að næla sér í fjölda verðlauna, m.a. eina Ólympíugullið sem ísland á. sviði lista, vísinda, menningar, íþrotta ráðinn er nefnast heiðurslaun Bruna- Birgir Björnsson hyggst nota heiðurslaunin til að kynna sér eld- varnir og öryggismál í skipa- smíðastöðvum og á stórum vinnu- stöðum. Birgir mun ferðast til Þýskalands, Danmerkur og Júgó- slavíu þessara erinda. Birgir er þjálfari í handknattleik, og hann hefur hug á því að nota tækifærið í þessum ferðum til að kynna sér þau mál einnig. Hafsteinn Hafliðason ætlar að nota heiðurslaunin til að vinna að útbreiðslu- og fræðslustarfi í garðyrkju. Hafsteinn er mikill áhugamaður um garðyrkju og hef- ur á seinni árum fengist við að setja saman fræðslugreinar um þetta áhugamál sitt. Þórir S. Guðbergsson hefur unnið mikið að öldrunarþjónustu, hefur m.a. gefið út á eigin kostnað ritið Þegar ég eldist, sem er fræðslurit fyrir aldraða. Hann fékk heiðurslaunin til að auðvelda honum að vinna áfram að upplýs- inga- og þjónustustörfum fyrir aldraða. Hafnarfjarðarbær selur eignarhlut sinn í Lýsi og mjöl Þessi mynd var tekin á blaðamannafundi sem Brunabótafélag íslands boðaði til í gær. í fremri röð eru fjórmenn- ingarnir sem hlutu heiöursverðlaunjn að þessu sinni. Frá vinstri: Arnór Pétursson, Hafsteinn Hafliðason, Birgir Björnsson og Þórir S. Guðbergsson. í efri röð eru fulltrúar BÍ. Frá vinstri talið: Hilmar Pálsson aðstoðarforstjóri, Ingi R. Helgason forstjóri, Stefán Reykjalín stjórnarformaður, Björgvin Bjarnason stjórnarmeðlimur og Þórður Jónsson aðstoðarforstjóri. Mætti eins færa gengismun frá ÍSAL til Grundartanga - segir Eðvarð Júlíusson um millifærslu gengismunar „HÉR ER um eitthvert mesta sið- leysi, sem um getur, ef að verður að nokkrum Sambandsfyrirt'ækjum verði hyglaö og þá helzt þeim, sem reka togara. A meöan eru önnur fyrirtæki, sem ekki eru meö togara að berjast í bökkum. Það mætti þá alveg eins yfirfæra gengismun frá Álverinu til að greiða tapið á Grund- artangaverksmiðjunni, ef menn vilja endilega vera á kafi í millifærslum,“ sagði Eðvarð Júlíusson, forstjóri Hópsness í Grindavík, er Morgun- blaðið ræddi við hann um fyrirætlan- ir stjórnvalda um ráöstöfun geng- ismunar af skreið. „Við komumst aldrei hjá því að verka eitthvað í skreið, hjá því verður ekki komizt ef nýta á þann fisk, sem kemur upp úr sjó. Fisk- urinn getur aldrei gengið allur í þessar betri pakkningar. Saltfisk- ur og skreið hafa haldið þjóðinni uppi í fjölmörg ár, en ástandið er nú orðið anzi alvarlegt og verður ekki leyst með því að taka eilíflega frá þeim, sem reyna að standa í lappirnar, til þeirra, sem ekki geta staðið sig. Ef ætti að taka ein- hvern gengismun, ætti hann ekki aðeins að fara í nýju skipin eins og Kristján Ragnarsson reyndi að réttlæta þetta, gengismunur á að koma til allra, verði endilega að gera hann upptækan. Eina leiðin í þessum málum er sú, að hætta gengisfellingakeðjunni og milli- færslunni og láta þá fara á haus- inn, sem geta ekki staðið sig. Það er alltaf verið að hjálpa sömu fyrirtækjunum. Með þessu erum við að fara með þjóðfélagið al- gjörlega á hausinn. Við eru upp fyrir haus í erlendum skuldum og búnir að búa þannig um hnútana, að afkomendur okkar verða að greiða gamlar skuldir okkar. Það gengur ekki að stjórnvöld séu sí- fellt að reyna að halda uppi um þá buxunum, sem geta það ekki sjálf- ir,“ sagði Eðvarð. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á mánudag, samkomulag um að selja eignahlut bæjarins í fiskimjölsverksmiðjunni Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði. Samkomulagð gengur út á, að samþykkt er að selja skipafélaginu V'íkum og fieiri aðilum hlutabréf bæjarins að nafnvirði 63.700 krónur, sem er 51% eignahlutur í verksmiðjunni. Söluverðið er 955.500 krónur. Forsaga málsins er sú að sögn bæjarstjórans í Hafnarfirði Einars Inga Halldórssonar, að í nóvember síðastliðnum, kom fram ósk hjá stjórn félagsins, sem stofnað er um rekstur verk- smiðjunnar, að bæjarsjóður seldi hlutabréf sín í félaginu, svo að fá mætti nýja aðila inn í fyrirtækið. í framhaldi af því samþykkti bæjarráð að hluta- bréfin yrðu boðin til sölu og var leitað eftir tilboðum. Halldór Asgrímsson: Fengum báðir af- gerandi kosningu „ÉG ER að sjálfsögðu mjög ánægður með útkomu mína á Austurlandi. Eg tel að við, báðir þingmenn flokksins þar, höfum fengið afgerandi kosningu og traust. Einnig kemur inn mikið af nýju fólki sem fengið hefur ágæta kosningu“, sagði Halldór Ás- grímsson alþingismaður um niður- stöður skoðanakönnunar Fram- sóknarflokksins á Austurlandi, en Halldór vann þar fyrsta sætið af Tómasi Árnasyni viðskiptaráð- herra. Halldór var spurður hvort hann teldi útkomu Tómasar vera vegna óánægju kjósenda með ríkisstjórnina. Hann svar- aði: „Sjálfsagt blandast ýmis- legt inn í slíkar kosningar. Við Tómas Árnason höfum unnið mjög mikið og vel saman. Ég tel að munurinn á okkur í fyrsta sætið sé svo lítill, að hann sé á engan hátt afgerandi. Sannleik- urinn er sá, að okkar fólk á Austurlandi gerir tiltölulega lít- inn mun á fyrsta og öðru sæti listans". Einkaréttur Brunabótafélags íslands á Brunatryggingum: Eins og sveitarstjórnin ákveði bíltegund íbúanna - segir Hallgrímur Sigurðsson frkvstj. Samvinnutrygginga „Það er í sjálfu sér misskilningur að Brunabótafélagið hafi einkarétt á brunatryggingum fasteigna. Það er í valdi viðkomandi sveitarstjórna að ákveða hvar tryggt skuli, en ef þær nota ekki þann rétt, þá fær Brunabótafélagið sjálfkrafa bruna- tryggingar allra fasteigna í viðkom- andi sveitarfélagi," sagði Ólafur B. Thors forstjóri Almennra Trygginga er hann var inntur álits á frétt Morgunblaðsins í gær um frum- varpsflutning Guðmundar G. Þórar- inssonar alþingismanns. Frumvörp Guömundar gera ráð fyrir því að afnumin verði úr lögum „öll ákvæði er lúta að einkarétti Brunabótafé- lags íslands á brunatryggingum húsa,„ o.s.frv. .Ég er persónulega fylgjandi frelsi til orðs og athafna, og að menn fái að ráða því sjálfir hvert Svavar Gestsson: Kannast ekki við hin „sterku öfl“ „ÉG kannast ekki við það,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, aðspurður um hver hin „sterku öfl“ væru, sem Olafur Ragnar Grímsson sagði í viðtali við Mbl. eftir forval Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, að hefðu unnið markvisst gegn sér fyrir for- valið. Svavar var í framhaldi af því spurður hvort Ólafur Ragnar gæti hafa átt við hann sem hið „sterka afl“. Hann svaraði: „Ég held að málið liggi ekki svona, ég legg aðeins áherslu á að það verði sem bezt samstaða um list- ann og ég tel að svo verði. Málið er í höndum kjörnefndar." — Hvað viltu seöa um þessar miklu yfirlýsingar Olafs? „Þetta eru nú ekki miklar yfir- lýsingar. Hann hefur látið hafa eftir sér ákveðin urnmæli í blöð- um, en ég tel það ekki miklar yfirlýsingar í sjálfu sér.“ — Telur þú stöðu flokksins veikjast við að missa þing- flokksformann ykkar af Alþingi, eins og allt útlit virðist vera fyrir? „Við ætlum að fá fjóra menn kjörna í Reykjavík. Það er okkur mikið keppikefli og við stefnum að því.“ þeir beina sínum viðskiptum," sagði Ólafur. „Mér finnst alveg sjálfsagt að notandinn ákveði sjálfur hvar hann kaupir þjónustuna," sagði Hallgrímur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga. „Hugsum okkur að sveitarfé- lagi væri í lögum veittur réttur til að ákveða hvaða bíltegund íbú- arnir ættu að kaupa, t.d. að borg- arstjórnin gæti ákveðið að allir Reykvíkingar ættu að kaupa Ford-bíla, eða að sveitarstjórnin á Fáskrúðsfirði gæti ákveðið að allir Fáskrúðsfirðingar ættu að kaupa Chevrolet. Hvað segðu menn við því? Það væri alveg hliðstætt við ákvæðin um bruna- tryggingar. Eða að menn kæmu inn í kjör- búð og þar væri ákveðnar vörur sem á stæði „Bara fyrir Reykvík- inga“. í núverandi lögum um Brunabótafélag Islands hefur verið búin til milliliður sem á að velja fyrir neytendurna, og ég er hræddur að það teldist ekki til fyrirmyndar ef það fyrirkomulag væri á ýmsum fleiri sviðum þjóð- félagsins," sagði Hallgrímur. Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjóvá kvaðst ekki hafa kynnt sér tillöguflutning Guðmundar G. Þórarinssonar nógu rækilega til að geta tjáð sig um hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.