Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 23 Matargjafir í Philadelphiu Philadelphiu, 2. fehrúar. AP. BANDARÍSKI hjálpræöisherinn hef- ur í fyrsta skipti í 50 ár opnað hjálpar- stöðvar í Philadelphiu, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna. Fátæklingum eru þar gefnar fábreyttar máltíöir. I*ykir þetta sýna betur en flest annað hversu slæmt ástandið er víða í Bandaríkjunum. Fjórar hjálparstöðvar voru opnaðar samtímis í borginni og var í öndverðu gert ráð fyrir, að um 100 manns þægju mat hjá hverri stöð daglega. „Við teljum, að atvinnuleysið og minnkandi aðstoð hins opinbera við þá bágstöddu eigi sinn þátt í því, að nú er fjöldi fólks í eigin húsnæði og á ekki ofan í sig að éta,“ sagði maj- ór Alice Stehley í viðtali við AP- fréttastofuna. Ghana-menn stórgjafar aðnjótandi: Norðmenn gefa 65 tonn af vítamínbættri skreið <)sló, 2. febrúar. AP. NORÐMENN hafa ákveðið að senda 65 tonn af vítamínbættri skreið til Ghana, eins fljótt og auð- ið er, til þess að hjálpa til við að brauðfæða Ghanamenn, sem snúa til heimalandsins eftir að hafa ver- ið vísað frá Nígeríu. Norska utanríkisráðuneytið segist hafa farið þess á leit við Rauða krossinn í Noregi, að hann komi skreiðinni áleiðis og í réttar hendur. Verður henni skipað út frá Bergen og flutt til Accra með viðkomu í Bremen. Hefur ráðuneytið farið þess á leit við norsku ríkisstjórnina, að hún leggi fram 2—3 milljónir norskra króna til þess að borga fyrir skreiðina og flutninginn undir hana. Hefur jafnframt verið látið að því liggja, að frek- ari birgðir af skreið kunni að verða sendar til Ghana síðar. Norski Rauði krossinn hefur þegar sent 5.000 ábreiður til Ghana, svo og 250.000 króna pen- ingagjöf. Frani til ársins 1981 var Ghana einn stærsti kaupandi norskrar skreiðar, en stjórnvöld þarlendis hættu innflutningi á síðasta ári. Sú ákvörðun á sinn þátt í því, að Norðmenn sitja nú uppi með 19.000 tonn óseldrar skreiðar. Setið við Niagara-fossana Hosni Mubarak, Egvptalandsforseti, virðir hér fyrir sér Niagara-fossana í Ontario-ríki í Kanada. Mubarak er nú staddur í Bretlandi. Horfðu á fjögur börn sín deyja Krenu'n, Y-Pvsltalandi, 2. febrúar. AP. FJ()GUR börn á aldrinum eins til átta ára létu lífið er eldur kom upp í svefnherbergi þeirra í risi á fjölbýl- ishúsi í v-þýsku borginni Bremen í nótt. Foreldrar barnanna reyndu að bjarga börnum sínum þegar eldsins varð vart skömmu eftir miðnætti, en urðu að hverfa frá vegna hitans og reyksins, sem lagði á móti þeim. Slökkviliðsmenn reyndu einnig án árangurs að ná til barnanna. Upptök eldsins voru á hæðinni beint fyrir neðan svefnherbergi barnanna, en hvað olli honum er ekki vitað. Rannsókn stendur nú yfir. Lögreglan taldi þó fráleitt, að um íkveikju hefði verið að ræða. Greenpeace-sam- tökin leggja nú til at- lögu við Norðmenn Osló, 2. febrúar. Krá Jan Krik Laurc, frcUaritara Mbl. I»AÐ stefnir í spennu við Noregs- strendur þegar líða tekur á vorið því umhverfisverndarsamtökin Green- peace hafa þá ákveöið að senda skip sitt „Sirius" í fyrsta sinn á mið norsku hvalveiðiskipanna. Tilgang- urinn er tvfþættur; annars vegar að mótmæla veiðunum og hins vegar að hindra skipin við veiðarnar. Norðmenn hafa lýst því skorin- ort yfir, að þeir muni ekki virða hvalveiðibann Alþjóðahvalveiði- ráðsins, en það eru mótmælin gegn selveiðum, sem vekja ekki minni undrun norskra yfirvalda. Með Edward Kennedy í broddi fylkingar hafa margir bandarískir þingmenn lagt til, að bann verði sett á innflutning á norskum fisk- afurðum til Bandaríkjanna sitji Norðmenn fastir við sinn keip. Michael Gylling hjá skrifstoíu Greenpeace-samtakanna í Kaup- mannahöfn segir, að samtökin muni leggja alla áherslu á, að stöðva hvalveiðar Norðmanna, sem hefjast eiga í maí. Sagði Gyll- ing, að meðlimir samtakanna myndu sigla á gúmbátum á milli hvalanna og bátanna þannig, að ógjörningur yrði að koma skoti á þá, án þess að stofna lífi Greenpeace-mannanna í hættu. Sagði Gylling, að þessi aðferð hefði áður gefist vel, m.a. við strendur íslands og Spánar. Helsta vopn Greenpeace-sam- takanna er umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim, sem kemur sér illa fyrir viðeigandi þjóð hverju sinni. Takmarkið er að fá stjórnvöld í viðkomandi landi til að grípa til einhverra aðgerða, sem fyrirfram er vitað, að verða fordæmdar á al- þjóðavettvangi. Samtökin leyfa ljósmyndurum og blaðamönnum að dvelja um borð í skipi sínu til þess að fylgjast með því sem fram fer. Norska stjórnin hefur nú í hyggju að leita til bandarísks stjórnmálamanns og fara þess á leit við hann, að hann kynni af- stöðu og sjónarmið Norðmanna til þessara veiða. Stjórnin telur eng- an vafa leika á, að ríkjandi skoð- anir almennings í Bandaríkjunum á hval- og selveiðum Norðmanna séu mótaðar af ýmsum friðunar- samtökum, sem hreinlega falsi staðreyndir til þess að styðja málflutning sinn, sér í lagi hvað selveiðarnar snertir. Norskir selveiðimenn uggandi: Síðasta vertíð- in að hefjast? Osló, 2. fcbrúar. Frá Jan Krik Laurc, frcllaritara Mbl. ,,I»AI) BER ekki á öðru en áróð- urinn í okkar garð hafi borið til- ætlaðan árangur," sagði for- stjóri stærsta selskinnsútflytj- anda Noregs, Christian Rieber & Co. í Bergen, bitur í bragði í samtali við eitt norsku dagblað- anna. Um 80 manns hjá fyrir- tækinu missa á næstu dögum at- vinnu sína. Fyrirtækið situr uppi með allt of miklar birgðir sel- skinna til þess að hægt sé að halda eðlilegum rekstri áfram. Margir norskir selveiðimenn óttast, að vertiðin í ár verði sú síðasta. Norðmenn ætla einvörð- ungu að veiða fullorðinn sel í ár, en láta kópana vera. Það eru ein- mitt veiðarnar á kópunum, sem vakið hafa hvað mesta andúð um heim allan. Þá er sú skoðun einnig mjög ríkjandi í Noregi, að selveiðar leggist með öllu af á næstu árum, þar sem enginn markaður sé lengur fyrir skinn- in. BINGÓ BINGÓ BINGÓ BINGÓ BINGÓ BINGÓ BINGÓ BINGÓ STÓRGLÆSILEGT BINGÓ í Sigtúni í kvöld fimmtud. 3. febr. kl. 20.30. Húsiö opnaö kl. 19.30. Spilaöar veröa tuttugu umferðir. Aöalvinningur er Sanyo myndsegulband, auk þess mikill fjöldi verömætra og eigulegra vinninga. Svavar Gests stjórnar. Öllum ágóöa variö til líknarmála, m.a. heimilis þroskaheftra aö Sólheimum. LIONSKLÚBBURINN ÆGIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.