Morgunblaðið - 03.02.1983, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
VIÐSKIPTI - EFNAHAtíSMÁL - ATHAFNALÍF
Tímabilið 4. ársfjórðungur 1978 til 2. ársfjórðungs 1982:
Um 12% rýrnun kaupmátt-
ar elli- og örorkulífeyrls
GENGISÞROUNIN VIKURNAR 17-21 OG 24 28 JANÚAR 1983
1$
8,9.
88.
8J-
8,8.
85.
i84_. I
mi. þr (imtoal |k mii<t tira tíx
1C
30,8.
294.
29,0.
285.
21,0.
*», * v , •
mi. Qt mm. fim lim m
|». miW fim.fftsl
Dollarinn hækkaði um 0,37% í síðustu viku:
Pundið lækkaði
um tæplega 1%
MISMIKLAR breytingar urðu á gengi gjaldmiðla í liðinni viku, en breytingin
á Bandaríkjadollar varð þó minnst. liann hækkaði um 0,37% í verði. Solu-
gengi hans var í upphafi vikunnar skráð 18,720 krónur, en sl. Tóstudag var
það skráð 18,790 krónur.
Frá áramótum hefur Banda-
ríkjadollar hækkað um 12,85%, en
í upphafi ársins var sölugengi
hans skráð 16,650 krónur. Frá
gengisfellingunni 5. janúar sl. hef-
ur hann hins vegar hækkað um
3,41% í verði, en í kjölfar gengis-
fellingarinnar var sölugengi
Bandaríkjadollars skráð 18,170
krónur.
Brezka pundið
í liðinni viku lækkaði brezka
pundið um 0,92% í verði, en í upp-
hafi hennar var sölugengi punds-
ins skráð 29,166 krónur, en sl.
föstudag var það skráð 28,899
krónur.
Pundið hefur frá áramótum
hækkað um 7,71%, en í upphafi
ársins var sölugengi þess skráð
26,831 króna. Frá gengisfelling-
unni 5. janúar sl. hefur pundið
hins vegar lækkað um 2,12%, en í
kjölfar gengisfellingarinnar var
sölugengi pundsins skráð 29,526
krónur.
Danska krónan
Danska krónan hækkaði um
2,13% í verði í síðustu viku, en
sölugengi hennar var skráð 2,1498
í upphafi viku, en 2,1955 krónur sl.
föstudag.
Frá áramótum hefur danska
krónan hækkað um 10,6% í verði,
en í upphafi ársins var sölugengi
hennar skráð 1,9851 króna. Frá
gengisfellingunni 5. janúar sl. hef-
ur danska krónan hins vegar
hækkað um 0,21%, en í kjölfar
gengisfellingarinnar var sölugengi
hennar skráð 2,1908 krónur.
Vestur-þýzka markið
Vestur-þýzka markið hækkaði
um 2,11% í síðustu viku, en í upp-
hafi hennar var sölugengi marks-
ins skráð 7,5636 krónur, en sl.
föstudag hins vegar 7,7230 krónur.
Frá áramótum hefur vestur-
þýzka markið hins vegar hækkað
um 10,26%, en í upphafi árs var
það skráð 7,0046 krónur. Það hefur
hins vegar nokkurn veginn staðið í
stað frá gengisfellingunni 5. janú-
ar sl., en í kjölfar hennar var sölu-
gengi marksins skráð 7,7237 krón-
ur.
„Frá orðum
til athafna“
Yfirskrift 5. viðskiptaþings Verzlunarráðs íslands
FIMMTA viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands, sem haldið verður að Hótel
Loftleiðum 16. febrúar nk., mun fjalla um áætlun um endurreisn íslenzks
efnahagslífs undir yfirskriftinni: „Frá orðum til athafna“.
Efni þingsins verður tvíþætt.
Annars vegar verður gerð ítarleg
grein fyrir þeim ógöngum, sem
efnahagslífið er komið í, og hins
vegar settar fram ákveðnar tillög-
ur um leiðir til lausnar. Þessi
áætlun er nú í vinnslu hjá félögum
og starfsmönnum Verzlunarráðs-
ins.
Gestur þingsins verður Harris
lávarður, framkvæmdastjóri
Institute of Economic Affair í
London. Nánar verður gerð grein
fyrir dagskrá þingsins síðar.
Sömu sögu er að segja af barnalífeyri og mæðralaunum
KAUPMÁTTUR elli- og örorkulíf-
eyris hefur á tímabilinu 4. árs-
fjórðungur 1978 til 2. ársfjórðungs
1982, miðað við vísitölu fram-
færslukostnaðar, rýrnað um 12%,
samkvæmt upplýsingum í frétta-
bréfi Kjararannsóknarnefndar,
en þar segir, að vísitala kaupmátt-
ar elli- og örorkulífeyris hafi verið
115,5 á 4. arsfjórðungi 1978, en
101,7 á 2. ársfjórðungi í fyrra.
Miðað er við vísitölu framfærslu-
kostnaðar 100 árið 1971.
í fréttabréfinu kemur enn-
fremur fram, að kaupmáttur
elli- og örorkulífeyris, að við-
bættri tekjutryggingu, hefur á
umræddu tímabili rýrnað um
4,4%, en vísitalan var á 2. árs-
fjórðungi 1982 193,1, en var á 4.
ársfjórðungi 1978 202,0.
Barnalífeyrir hefur á um-
ræddu tímabili rýrnað um 12%,
en vísitala barnalífeyris var
110,2 á 2. ársfjórðungi síðasta
árs, en var 125,2 á 4. ársfjórð-
ungi 1978.
Þá kemur fram í fréttabréfi
Kjararannsóknarnefndar, að
mæðralaun, miðað við 3 börn og
fleiri, hafa rýrnað um 12%.
Vísitala mæðralauna var 101,7
á 2. ársfjórðungi 1982, en 115,5 á
4. ársfjórðungi 1978.
Verðbólga í Bandaríkj-
unum aðeins 3,9% 1982
Minnsta verðbólga í liðleg 12 ár
VERÐBÓLGA í Bandaríkjunum var sú minnsta á síðasta ári í yfir áratug, eða
aðeins um 3,9%, samkvæmt upplýsingum þarlendra stjórnvalda, sem jafn-
framt tilkynntu, að framfærslukostnaður hefði lækkað um 0,3% í desember
sl.
Þetta er í annað sinn síðan 1965,
að framfærslukostnaður lækkar í
Bandaríkjunum, en í fyrra skiptið
var það í marzmánuði sl., en verð-
bólga hefur ekki verið lægri í
Bandaríkjunum síðan árið 1972,
þegar hún var 3,4%. Það árið
fyrirskiptaði Nixon, þáverandi
forseti Bandaríkjanna mjög
strangt eftirlit með launahækkun-
um.
Þess má geta, að verðbólga var
liðlega helmingi meiri á árinu
1981 í Bandaríkjunum, eða nærri
8,9%. Larry M. Speaks, talsmaður
Reagans, Bandaríkjaforseta, sagði
þessa niðurstöðu auðvitað
ánægjulega. „Hún sannar að við
höfum komizt verulega langt í
baráttu okkar gegn verðbólgunni."
Benzínverð hélt áfram að lækka
á síðasta ári, en í desembermánuði
sl. var lækkunin um 0,6%. Allt ár-
ið 1982 lækkaði benzínverð í
Bandaríkjunum um nærri 6,6%.
Benzínverð hefur í raun verið á
undanhaldi allt frá því í marz-
mánuði 1981.
Hins vegar hefur verð á jarðgasi
stöðugt farið hækkandi, en heild-
arhækkun þess á síðasta ári var í
námunda við 25%.
Almennt framleiðsluverð í
Bandaríkjunum hækkaði minna á
síðasta ári, en það hefur gert í
liðlega ellefu ár, eða aðeins um
3,5%
Bretland
Frá Bretlandi berast þær frétt-
ir, að verðbólga hafi komizt niður
í 5,4% í lok ársins, sem er lægsta
verðbólga þar í landi í yfir 12 ár,
en árið 1970 var hún 5,1%.
Ef litið er á síðustu tólf mánuð-
ina, frá nóvember, var verðbólga
um 6,3% og á árinu 1980 var verð-
bólga í Bretlandi hvorki meiri né
minni en 21,9%. Á árinu 1981 var
verðbólga í Bretlandi um 12%.
Alls 10.480 bflar tollafgreiddir á síðasta ári:
Mazda er í fyrsta
sæti með 1081 bíl
Mest seldi einstaki bfllinn er Volvo 244
Tollafgreiddir bílar árið 1982, samtals, og bílar nýir fólks-
1. Mazda 1.081/994 10,31%
2. Volvo 1.013/813 9,67%
3. Toyota 923/662 8,81%
4. Lada 765/729 7,30%
5. Mitsubishi 658/546 6,28
6. SAAB 587/569 5,60%
7. Daihatsu 502/499 4,79%
8. BMW 475/454 4,53
9. Suzuki 469/341 4,48%
10. Subaru 459/428 4,38%
ALLS VORU tollafgreiddir 10.480
bflar á síðasta ári, borið saman við
10.366 bfla á árinu 1981. Aukning-
in milli ára er því liðlega 1%. Bflar
með benzínvélum voru 9.534, en
bílar með dísilvélum hins vegar
946. Nýir fólksbflar voru 8.574,
borið sarnan við 8.509 á árinu
1981.
Mazda í fyrsta sæti
Mazda var í fyrsta sæti með
1.081 bíl tollafgreiddan, en það
er um 10,31% af heildinni. Þar
af voru tollafgreiddir 994 nýir
fólksbílar. í öðru sæti var Volvo,
en alis voru tollafgreiddir 1.013
Volvo-bílar á síðasta ári, sem er
um 9,67% af heildinni. Nýir
fólksbílar voru 813 talsins. í
þriðja sæti er síðan Toyota með
923 bíla tollafgreidda, sem er um
8,81% af heildinni. Nýir fólksbíl-
ar af Toyota-gerð voru 662.
Fjórðu í röðinni komu Lada-
bílar, en 765 slíkir voru tollaf-
greiddir á síðasta ári, sem er um
7,30% af heildinni. Nýir fólksbíl-
ar voru 729 talsins. í fimmta
sæti var Mitsubishi með 658 bíla,
sem er um 6,28% af heildinni, en
nýir bílar af þeirri gerð voru 546
talsins. í sjötta sæti er SAAB
með 587 bíla, sem er um 5,60% af
heildinni. Nýir fólksbílar af
þeirri gerð voru 569.
í sjöunda sæti er Daihatsu
með 502 bíla, sem er um 4,79% af
heildinni, en slíkir bílar nýir
voru 499 talsins. Áttundu í röð-
inni voru BMW-bílar, en 475
slíkir voru tollafgreiddir á síð-
asta ári, sem er um 4,53% af
heildinni. Nýir fólksbílar voru
454 talsins. í níunda sæti er Suz-
uki með 469 bíla tollafgreidda,
sem er um 4,48% af heildinni, en
nýir fólksbílar voru 341 talsins.
Loks var Subaru í tíunda sæti
með 459 bíla tollafgreidda, sem
■
)