Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 30 ^SHT spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS SKATTAMÁL HÉR FARA á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. I>jónusta þessi er í því fólgin, að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, klukkan 10 til 12 virka daga nema laugardaga og borið upp spurningar sínar um skattamál. Mbl. leitar síðan svara hjá rfkisskattstjóra og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðnum. Um framtal fæðispeninga og bifreiðastyrks Grétar Indriðason, Klaustur- hvammi 28, spyr: 1. Fái maður uppgefna fæðis- daga á launaseðli, á maður þá að færa þá inn á skattskýrslu. Ef svo er, hvernig reiknast þeir þá. Færir maður sér þá bæði til tekna og hlunninda eins og sjómenn gera? 2. Fái maður bifreiðastyrk, hvar færir maður þá kostnað vegna ökutækis, þ.e.a.s. í hvaða dálk og hvað er hægt að reikna inn í þann kostnað? Svar: 1. Fæðisdaga eða fæðisstyrki, sem launþegar hafa fengið greidda fyrir sig og fjölskyldu sína, skal færa í reit 25. í reit 26 skulu launþegar telja til tekna fæði sem vinnuveitandi lét þeim í té endurgjaldslaust (frítt). Rita skal dagafjölda í lesmálsdálk og margfalda hann með: 90 kr. fyrir fullt fæði fullorðins. 72 kr. fyrir fullt fæði barns, yngra en 12 ára. 36 kr. fyrir hluta fæðis (ein máltíð). Frá greiddum fæðisstyrkjum (fæðispeningum) til launþega og frá hlunnindamati fæðis laun- þega leyfist sem frádráttur 36 kr. á dag miðað við sama fjölda fæðisdaga, þó ekki fyrir þá daga sem launþegi fékk greiddan fæð- isstyrk (fæðispeninga) meðan hann var í orlofi eða veikur. Frá- dráttarfjárhæðin færist í reit 34. 2. Bifreiðastyrk (ökutækja- styrk) skal færa í reit 22. Hver sá sem krefst frádráttar vegna greidds ökutækjastyrks skal leggja fram, á þar til gerðu eyðu- blaði „Ökutækjastyrkur og öku- tækjarekstur" (sem fæst hjá skattstjórum) eða á annan jafn- fullnægjandi hátt, nákvæma sundurliðun á heildarrekstrar- kostnaði ökutækisins, greinar- gerð um heildarnotkun ökutækis þar sem greint er á milli aksturs milli heimilis og vinnustaðar, aksturs í þágu vinnuveitanda og aksturs í eigin þágu. Svo og skal fylgja greinargerð frá vinnuveit- anda um ástæður fyrir greiðslu ökutækjastyrksins og hvernig greiðslan hefur verið ákvörðuð. Þann hluta rekstrarkostnaðar sem er vegna notkunar ökutækis í þágu vinnuveitanda skal færa í reit 32, þó aldrei hærri fjárhæð en talin er til tekna í reit 22. Sjá nánar í leiðbeiningum ríkis- skattstjóra um reit 32 (bls. 10). Þarf ekki að gefa upp laun vegna heimilishjálpar Andrés Finnbogason, Sólheimum 18, spyr: Ég fæ heimiiishjálp frá Reykjavíkurborg, sem ég borga til helminga á móti borginni. Þarf ég að gefa launamiða vegna þessa og ef ég hefði þurft þess hvernig á ég þá að bregðast við? Svar: Nei. Gengið er út frá því að viðkomandi aðili, sem annast heimilishjálpina, sé launþegi á vegum Reykjavíkurborgar, sem gefi upp launin að fullu, þ.m.t. þann hluta er fyrirspyrjandi greiðir Reykjavíkurborg. Er verðbótaþáttur lána frádráttarbær Magnús Kristjánsson, Borgarnesi, spyr: Er verðbótaþáttur lána frá- dráttarbær til skatts og ef svo er á það þá að færast undir liðnum önnur vaxtagjöld? Svar: Verðbótaþáttur vaxta á svonefndum vaxtaaukalánum og öðrum óverðtryggðum lánum telst til vaxta. Við ákvörðun á því hvort vext- ir eru frádráttarbærir þurfa m.a. eftirtalin skilyrði að vera uppfyllt: 1. Að lánið sé sannanlega notað til öflunar íbúðarhúsnæðis eða til endurbóta á því (a.m.k. 7% af fasteignamati þess). 2. íbúðarhúsnæðið þarf að vera til eigin nota framteljanda. 3. Sé um önnur lán að ræða en fasteignaveðlán til a.m.k. tveggja ára má einungis draga vexti frá í þrjú ár, sé um íbúðarkaup eða endurbæt- ur að ræða, en sex ár, sé um nýbyggingu að ræða (sem framlengist ef húsnæðið er tekið í notkun síðar). Sé þessum skilyrðum fullnægt færast vaxtagjöldin í dálkinn „Vaxtagjöld til frádráttar", ef ekki þá í dálkinn „Önnur vaxta- gjöld". Að konan er heima- vinnandi leiðir til hærri skattaálagn- ingar, ef aðstæður eru þær sömu að öðru leyti Svava Sigurjónsdóttir, Tómasar- haga, 25 spyr: Getur það verið rétt sem kom- ið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu, að hjón þar sem annar aðilinn er heimavinnandi fái hærri álagningu, en ef báðir aðilar eru útivinnandi, þó að tekjurnar séu þær sömu og að- stæður að öðru leyti. Svar: Já. Samkvæmt gildandi skattalögum eru hjón sjálfstæð- ir skattaðilar hvort um sig og skal þeim ákvarðaður tekju- skattur hvoru í sínu lagi. Hjón- um ber því að telja fram tekjur sínar hvoru um sig. Af tekju- skattsstofnum hjóna reiknast stighækkandi tekjuskattur og af því leiðir að svarið er jákvætt nema tekjuskattsstofn hvors hjónanna um sig falli allur inn- an lægsta skattþreps. Sala sumar- bústaðar telst til skattskyldra tekna Skarphéðinn Jóhannsson, Hlíðar- vegi 80, Ytri-Njarðvík, spyr: Er sumarbústaður ekki skattfrjáls í sölu eins og íbúð, þegar hann hefur verið taiinn fram í fasteignamati í fimm ár eða lengur? 1 leiðbeiningunum með skatta- framtalinu er talað um ófyrn- anlegar eignir og sagt að sumar- bústaður geti fallið undir það. Svar: Hagnaður af sölu sumarbú- staðar telst að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári og skipt- ir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt sumarbústaðinn. Seljandi getur valið um þrjár aðferðir við ákvörðun söluhagn- aðar á ófyrnanlegum fasteign- um, þ.m.t. á sumarbústað: 1. Söluhagnaður telst mismunur söluverðs að frádregnum beinum sölukostnaði og fram- reiknaðs stofnverðs eftir að áður fenginn söluhagnaður hefur verið dreginn frá því. 2. Söluhagnaður telst mismunur söluverðs að frádregnum beinum sölukostnaði og gild- andi fasteignamats í árslok 1979, framreiknaðs, enda hafi seljandi átt eignina í árslok 1978. 3. Seljanda er jafnan heimilt að telja til tekna helming sölu- verðs þegar frá heildarsölu- verði hefur verið dreginn beinn sölukostnaður. Sérreglur gilda um skattlagn- ingu söluhagnaðar af íbúðar- húsnæði í eigu manna. Söluhagnaður íbúðar er skatt- skyldur í fimm ár eftir að hún er keypt Guðmundur Kjartansson, Dalseli 35, spyr: Hafi maður keypt íbúð fyrir tveimur árum á 35 milljónir og selt hluta af henni á 600 þúsund, er maður þá skattlagður fyrir það og þá hvað mikið. Fær mað- ur ívilnanir, ef maður kaupir aðra eign í staðinn? Svar: Hagnaður af sölu íbúðarhús- næðis, sem hefur verið í eigu manns skemur en fimm ár, er skattskyldur á söluári. Skattskyldur hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis í eigu manns er mismunur söluverðs þegar sölu- kostnaður hefur verið dreginn frá og kostnaðarverðs eða kaup- verðs þess, framreiknaðs sam- kvæmt verðbreytingarstuðli. Selji maður með hagnaði íbúð- arhúsnæði, sem hann hefur átt skemur en fimm ár, getur hann farið fram á frestun á skattlagn- ingu söluhagnaðar um tvenn áramót ef hann kaupir íbúðar- húsnæði eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis innan þess tíma. Færist þá söluhagnaðurinn, framreiknaður samkvæmt verð- breytingarstuðli, til lækkunar á stofnverði þeirrar eignar. For- senda fyrir frestun söluhagnað- ar er að heildarrúmmál íbúðar- húsnæðis í eigu framteljanda á söludegi fari ekki yfir 600 m3 sé hann einhleypur, en 1.200 m3 ef um hjón er að ræða. radauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar sstan Sjálfistœðisflokksins\ óskast keypt Ljósritunarvél Óskum eftir aö kaupa notaöa vel meö farna Ijósritunarvél. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar, Iðavöllum 6, Keflavík, sími 92-3320. ýmislegt Verkfræðingar — tæknimenn Staðalnefnd ITÍ viðurkenndi töflur um varma- afköst fyrir Funaofna sem framleiddir eru af Ofnasmiöjunni Funaofnar hf. í Hveragerði, í mars 1981. Iðntæknistofnun íslands. Selfoss Sjálfstæðisfélagið Óðinn boðar til fundar sunnudaginn 6. febrúar kl. 15.00 i Sjálfstaeöishúsinu á Selfossi. Gestur fundarins veröur Sverrir Hermannsson alþingis- maður. Fólagar fjölmenniö. Stiórnin. Vestmannaeyjar Aöalfundur sjálfstæöiskvennafélagsins Eyglóar í Vestmannaeyjum veröur haldinn í samkomuhúsinu í Hallarlundi. fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Fundur veröur í kjörnefnd Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi laugardaginn 5. febrúar kl. 12 á hádegi í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1. 3. hæö, Kópavogi. Formaöur. Reykjaneskjördæmi Auglýsíng eftir framboöum til prófkjörs í Reykjaneskjördæmi Prófkjör um val frambjóöenda á lista Sjálfstæöisflokksins viö næstu alþíngiskosningar i Reýkjaneskjördæmi fer fram dagana 26 og 27. febrúar 1983. Val frambjóöenda fer fram meö tvennum hætti: 1. Framboö flokksbundins einstakllngs, er kjörgengur mun veröa viö næstu alþingiskosningar og sem minnst 20 og mest 30 fólags- menn Sjálfstæöisfélaganna í Reykjeneskjördæmi standa aö. Eng- inn flokksmaöur getur staöiö aö fleirum en tveim slikum framboöum. 2. Kjörnefnd getur aö auki bætt viö frambjóðendum þannig, aö þeir veröi allt aö 15. Kjörnefnd er þó heimilt aö bæta viö einu framboöi þó frambjóðendur veröi 15 eöa fleiri samkv. 1. tölulið Hér meö er auglýst eftir framboöum til prófkjörs samkvæmt fyrsta tölulið hér aö framan. Framboöum skal skilað til kjörnefndar laugar- j úaginn 5. febrúar 1983 milli kl. 10—12 fyrir hádegi i Sjálfstæöishús- j iö, Hamraborg 1, Kópavogi. Atkvæðisrétt i prófkjörinu hafa allir stuöningsmenn Sjálfstæöisflokks- ins, sem búsettir eru í Reykjaneskjördæmi og kosningarétt munu hafa þar i þeim kosningum til Alþingis, sem í hönd fara svo og þeir félagsmenn Sjálfstæöisfélaganna i Reykjaneskjördæmi, sem eru 16 til 19 ára prófkjörsdagana og þúsettir eru i kjördæminu Kjörnetnd Sjálfstæóisflokksins i Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.