Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 45 lftk?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI , TIL FÖSTUDAGS r\y r/JATnfö.~iUnf'u ir Þessir hringdu ^ J vLC'Z Ber að uppfræða sóknarbörn sín Oddný Jóhannsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka Erni Bárði Jónssyni djákna fyrir grein hans um skírn og nafngift, sem birtist hér í þessum dálkum fyrir skömmu. Það var tími til kominn að taka þetta mál til umfjöllunar. Mér finnst ekki undarlegt þótt fólk skíri hluti og dýr jafnt sem börn, vegna þess að það stendur m.a. skýrum stöfum í íslenskri orðabók, að skírn sé nafngift. Og hvað á þá fólk að halda? í öðru lagi finnst mér prestar þjóðkirkj- unnar ýta undir þennan rugling hjá fólki með því að segja við skírnarathöfnina: Hvað á barnið að heita? Fyrst þorri þjóðarinnar veður í þessari villu, skora ég á prestana að feta í fótspor Arnar og standa sig í stöðu sinni sem andlegir leiðtogar. Þeim ber að uppfræða sóknarbörn sín um sannleikann í þessum efnum, því að það er greinilegt, að mínu mati, að þeim hefur láðst að gera það. Þeir hafa brugðist skyldu sinni í þeim efnum, annars væri þetta ekki svona. Skaraklofi Elsa Guðjónsson á Þjóðminja- safni hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var spurt í dálk- unum hjá þér um heiti áhalds til að kæfa ljós með. Gamla orðið yf- ir þetta mun vera skaraklofi og er bæði að finna í Dansk-íslenskri orðabók Freysteins Gunnarssonar og Sigfúsar Blöndals sem þýðing á danska orðinu „lyseslukker". Skaraklofi er tilsvarandi við „skarbítur", sem notað er um ljósasax. Ljósagleypir Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá að þið voruð að spyrja um heiti áhaldsins sem maður slekkur á ljósum með. Ég er nú eiginlega alveg hissa á að menn skuli vera búnir að týna nafninu á þessu. Það heitir ljósa- gleypir, sbr. ljósasax, sem einnig var til í hverri kirkju, a.m.k. þar sem ég þekkti til. Ljósabani Aðalheiður Konráðsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég á þetta áhald sem notað er til að slökkva á kertum með. Sonur minn smíðaði það handa mér fyrir mörgum árum. Við höfum alltaf kallað það ljósa- bana og könnumst ekki við annað nafn yfir þetta áhald. Strætisvagna- og verslanarekstur 3164-4917 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég er afar hrifin af borgarstjóranum okkar, Davíð Oddssyni, og því hvað hann hefur verið skeleggur í strætis- vagnamálinu. Ég tel að fyrirtæki eins og SVR þurfi að komast sem næst því að standa undir sér sjálf. Ég vildi að Davíð tæki nú eins kröftuglega undir með þeim versl- unareigendum sem eru að reyna að reka verslanir sínar, sem sé, að þeir fái að gera það í friði og þurfi ekki að hafa yfir sér reglugerð frá borgaryfirvöldum um það, hve- nær þeir megi hafa verslanir opnar og hvenær eigi að loka þeim. Ég vildi óska að borgar- stjóri beitti sér fyrir því, að versl- unareigendur mættu reka fyrir- tæki sín með hag viðskiptavina sinna einan fyrir augum og það sem hagkvæmt þætti á hverjum stað. Uggvænleg þróun sem stefn- ir mannlegri reisn í voða O.S. skrifar: „Velvakandi! Oftlega læðist að mér sá grunur þegar ég hlusta á fréttirnar í útvarpinu og les dagblöðin, að í raun sé svo lítið í fréttum að allt sé tínt til og blásið út til að fylla upp tíma þann, dálka eða síðufjölda í útvarpi og blöðum sem fyrir þennan dagskrárlið er ætlaður. Hvert smáskref í samningatilraunum stórveldanna, áfram eða afturábak, er tíundað, og höfð eru eftir ummæli þessara og hinna lítilsigldra nefndarmanna og annarra. Sprengjutilræði, svo merk sem þau nú annars eru, og önnur hryðjuverk vítt og breitt um heimsbyggðina eru tínd til. Við fáum uppgefna tölu fallinna og særðra og hve margir voru fluttir í sjúkrahús, og svo mætti lengi telja. Þessi sparðatíningur er að mínu mati til þess eins fallinn að rugla fólk og hræra í tilfinningalífi þess. Það skortir alla yfirsýn í heimsmál- um. Atburðirnir eru raktir sam- stundis og þeir verða, eða því sem næst, fyrir tilstilli tölvutækninnar að hafa í sig og á ef þessu heldur áfram. Mig langar til að beina þeirri spurningu til borgarstjórnar Reykjavíkur, hvort ekki kæmi til greina, að hún útvegaði eldra fólki garðlönd undir matjurtarækt ein- hvers staðar nær en í Skammadal eða á Korpúlfsstöðum. Það er enginn leikur fyrir þetta fólk að sækja þangað. Ég vil líka benda á, að það eru ansi snögg viðbrigði fyrir vel hraust fólk, sem treystir sér til að vinna, að hætta allt í einu störfum. Það hafa margir farið illa á því. Það væri gaman fyrir margan gamlingj- ann að dunda við kartöflugarð að sumrinu. Það mundi stytta stundirn- ar og veita ánægju. Ég vil sérstaklega benda borgar- stjórn á gamalt garðland sem lagt var niður fyrir nokkrum árum. Það er í Vatnsmýrinni, sitt hvorum meg- in við Njarðargötu. Það er ljótt að sjá það land eins fallegt og það var þegar það var þakið matjurtagörð- um. Nú er það allt í órækt og jafnvel komin dýjahætta í það, eftir að fyllt var upp í skurðina sem þar voru. Þetta land hefði mátt vera garðland til þessa dags, því að það er ekkert farið að gera með það, og hefði betur farið að garðarnir hefðu fengið að vera áfram í ræktun." sem tröllríður öllu. Síðan er allt margendurtekið og hamrað á þvi vel og vendilega þar til fólki liggur við gráti af einskærri svartsýni og miss- ir við það tiltrú á það sem gott er og jákvætt. í stuttu máli: Fjölmiðlar gefa brenglaða m.vnd af raunverulegu ástandi í heimsmálum með hinum nákvæma smáatriða-fréttaflutningi. Fólk týnir sér í aukaatriðum og skynjar ekki samhengið. Þetta kalla ég fréttamengun, og er hún síst betri en önnur mengun. Rannsóknarfréttamennska og hin „heilögu vé“ upplýsingarinnar ásamt öðrum fréttaflutningi hefur m.a. komið því til leiðar að þingmenn og ráðherrar hafa vart vinnufrið og svigrúm til athafna fyrir frétta- mönnum sem oft með frekju og ófyr- irleitni krefja þá svara og uppgjörs þegar síst skyldi. Þó stjórn þjóðmála sé ekki einkamál stjórnmálamanna, eiga þeir kröfu á að hafa vinnufrið eins og aðrir þegnar þessa lands. Af- köst landsfeðranna og stjórnmála- afrek sýnast mér standa í öfugu hlutfalli við fréttaflutning og upp- lýsingastreymi af þeim vettvangi. Að öllu samanlögðu má ljóst vera, að fréttamennska í þeirri mynd sem hún nú er orðin og stefnir í að verða, er neikvæð fyrir land og lýð og frem- ur til þess fallin að sundra og flækja mál, heldur en að sameina og upp- lýsa þegna þessa lands; upplýsa í þess orðs víðustu merkingu. Vélar og tölvur. Tæknin hefur tek- ið völdin. Öllu sem berst með tölvu- tækni frá fréttastofum víðsvegar um heim inn á ritstjórnir blaðanna og í ríkisfjölmiðlana er snarað yfir á ástkæra ylhýra málið, oft með ærið misjöfnum árangri, og þrýst inn í vitund landsmanna án tillits til fréttagildis þeirra upplýsinga. Flest virðist vera látið flakka. Dómgreind og heilbrigð skynsemi virðist hvergi nærri koma, ef dæma má eftir þeim „fréttum“ sem boðið er upp á. Slíkar fornar dyggðir hopa fyrir gagnrýn- islausu upplýsingaflóði, sem steypt er yfir landsmenn, að því er virðist vegna þess eins að það er tæknilega mögulegt. Maðurinn er að missa sjálfstraust sitt frammi fyrir tölvutækninni; trú- in á mannlega skynsemi er á hröðu undanhaldi. í stað þess að handar- og hugarverk mannsins, tæknin, þjóni hagsmunum hans, er maðurinn farinn að hringsnúast kringum tæknina. Þetta er uggvænleg þróun sem stefnir mannlegri reisn í voða.“ SIGGA V/öGA t iiLVtVAH Hafiði fundió kjötlærin okkar 3 í blaðinu í dag. Finnið þau og komið með þau í Borgarkjör og fáið 5 % afslátt af okkar frábæru kjötvörum. Sérverslun með kjötvörur Borgar kjör gildir s,mnafS263632o f!ram ad háLgi Alltaf á fóstudögum AUSTURLENSK MATARGERÐ Aö læra aö elda Chop-Suey og boröa meö prjónum. Litiö við hjá þeim Baldvini Björnssyni og Ning De Jesus. SALVAXTARRÆKT „Kemur í framhaldi af aukinni líkams- og vaxtarækt", segir Guömundur S. Jónas- son í Miögarði. JANE FONDA LEIKFIMI — Þaö nýjasta í líkamsræktinni. Föstuclagsblaðid er gott forskot á helgina AUGLVSINGASTOFA KRISTlNAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.