Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983
37
og gamla daga áttum við margt
spjallið. Eins var það eftir að
Björn fór á sjúkrahús í vetur. Ég
sagði honum fréttir úr Borgar-
skála og um annað frá Eimskip.
Björn minntist aldrei á sjúkdóm-
inn.
Þegar við prófsveinarnir frá
Stýrimannaskólanum vorið 1934
fögnuðum 25 ára prófafmæli 9.
maí 1959, þá færðum við Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík að
gjöf „Frumdrög að stýrimanna-
tali“, mikla bók og vandaða. í
þessa bók átti að setja myndir af
öllum prófsveinum og „jubilönt-
um“ ásamt undirskrift. A titilblað
bókarinnar samþykktu allir gef-
endurnir að láta skrá eitthvað á
þessa leið. Við kunnum ekki betri
ósk væntanlegum prófsveinum til
handa en að þeir mættu tileinka
sér heilræði séra Hallgríms:
„Víst ávallt þeim vana halt,
vinna, lesa, idja,
en umfram allt
þó ætíó skalt
elska gud og hiðja.“
Ég er þess fullviss að Björn til-
einkaði sér þetta heilræði. Þegar
ég nú kveð þennan gamla skóla-
bróður, góðkunningja og sam-
starfsmann, ber ég honum jafn-
framt kveðju samstarfsmannanna
hjá Eimskipafélaginu. Fararheilla
óska ég honum með erindi séra
Matthíasar:
„Stýr mínu fari heilu heim,
í höfn á frióarlandi.
I*ar mig í þinni gæslu geym.
Ó, gud minn alls valdandi.“
Frú Sigríði, börnunum og öðrum
ástvinum eru fluttar samúðar-
kveðjur.
Ingólfur Möller
Björn fæddist 27. desember í
Haukadal í Dýrafirði 1910. For-
eldrar hans voru Guðrún Björns-
dóttir, ljósmóðir og Guðmundur
Guðmundsson, skipstjóri. Björn
var næst elstur af 6 systkinum,
auk uppeldisbróður. Ólst hann upp
hjá foreldrum sínum og naut mik-
ils ástríkis þeirra. Það er oftast að
sjómannskonur þurfa oft að sjá
um uppeldi barnanna, þannig var
það, að heimilisfaðirinn var oft á
tíðum langdvölum að heiman svo
að móðirin var aðaluppalandinn.
Þau hjónin voru samtaka í
búskapnum og voru sammála um
að börn þeirra nytu nokkurrar
menntunar eftir því, sem efni
stóðu til, enda fór Björn til náms
að Núpi, en Núpsskóli naut mikils
álits sem menntasetur. Eftir
skólavist að Núpi lá leið hans á
sjóinn og 1928 réðist hann á skip
Eimskipafélags íslands, ms. Lag-
arfoss, en þar var skipstjóri Pétur
Björnsson, móðurbróðir hans.
Árið 1934 útskrifaðist Björn úr
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
úr farmannadeild. Eftir að hann
lauk námi fór hann aftur til starfa
hjá Eimskip og var ýmist báts-
maður eða 3. stýrimaður á skipum
fyrirtækisins fram til 1941, að
hann réðist til Reykjavíkurhafnar
sem skipstjóri á dráttarbátinn
Magna, en hann hafði ærinn
starfa á stríðsárunum.
Kynni okkar Björns hófust árið
1937 er ég hóf nám í Styrímanna-
skólanum, en þá kynntist ég konu
minni, Ingibjörgu, systur Björns.
Samskipti okkar Björns urðu
nokkuð náin, þar sem hann skaut
skjólshúsi yfir okkur ungu hjónin
um tíma, er við vorum að koma
Minning - Gustav
Adolf Andersen
Fæddur 23. október 1905
okkur fyrir í eigin húsnæði. Síðan
byggðum við svo sumarbústað hér
innan við bæinn og þótti mér oft
gaman af rösklegum handtökum
hans er við unnum við bygging-
una.
Ekki vissi ég til þess að hann
skipti skapi, og var áreiðanlega
seinþreyttur til átaka um utanað-
komandi málefni. Þó var það svo,
að erfiðlega mun hafa gengið að fá
hann til að gera það, sem var hon-
um þvert um geð.
Þrátt fyrir hrjúf tilsvör sló við-
kæmt og traust hjárta í brjósti
hans. Hann var vinur vina sinna,
hjálpsamur við þá sem halloka
fóru í lífinu. Björn gladdist í vina-
hópi þó afskiptalítill væri hann
daglega.
Eftir stríð breyttist verksvið
dráttarbátsins Magna, og réðist
hann þá aftur til starfa hjá Eim-
skip, ekki til sjós heldur sem verk-
stjóri í einni af vöruskemmum
fyrirtækisins. Björn starfaði hjá
fyrirtækinu allt til 1982 síðsumars
að hann lét af störfum þá sjúkur
orðinn og þreyttur eftir langan
vinnudag.
Árið 1937 giftist hann eftirlif-
andi konu sinni, Sigríði Hansdótt-
ur. Eignuðust þau tvö börn, Guð-
rúnu og Þorvarð.
Með söknuði og þakklæti í huga
kveð ég góðan vin og votta eftirlif-
andi eiginkonu, börnum þeirra og
öðrum ættingjum samúð mína og
fjölskyldu minnar.
Ingólfur Stefánsson
Það kom mér ekki á óvart er ég
heyrði andlát Björns Guðmunds-
sonar, verkstjóra, míns góða vinar
og starfsfélaga í 40 ár. Hann hafði
kennt vanheilsu síðustu árin, svo
ótrúlegt sem það er, því engan
mann hefi ég þekkt fremur ímynd
karlmennsku og hreysti en hann.
Björn var fæddur 27. desember
1910 í Haukadal í Dýrafirði. Faðir
hans var Guðmundur Guðmunds-
son, skipstjori á fiskiskipum og
skonnortum þeirra ára. Guðmund-
ur vann um árabil á seglaverk-
stæði Eimskipafélags íslands og
kunni þar vel til verka. Móðir
Björns var Guðrún Björnsdóttir,
ljósmóðir í Dýrafirði. Hún var
systir Þorvarðar Björnssonar,
yfirhafnsögumanns hjá Reykja-
víkurhöfn. Björn stundaði nám við
Núpsskóla í Dýrafirði veturinn
1928. Eftir það réðist hann sem
háseti á skip Eimskipafélags Is-
lands. Eiginkona Björns er Sigríð-
ur Hansdóttir sem lifir mann sinn
ásamt 2 börnum þeirra. Þau eru
Guðrún, húsmóðir fædd 28. maí
1940 og Þorvarður fæddur 16.
apríl 1947, hann er giftur sænskri
konu og búsettur í Svíþjóð. Þau
hjónin Björn og Sigríður byggðu
sér hús og gerðu sér fallegt heimili
á Lynghaga 9, hér í Reykjavík, þar
sem þau bjuggu lengst af, eða þar
til sl. sumar að þau breyttu um og
fluttu á Boðagranda 7. Björn hafði
verið á Lagarfossi og Goðafossi er
hann kom á Dettifoss 1936, þar
sem kynni okkar hófust. Skip-
stjóri var þar Einar Stefánsson
með afar samhenta og félagslynda
skipshöfn sem Björn féll strax
einkar vel að. Hann hafði þá lokið
námi við Stýrimannaskólann það-
an sem hann útskrifaðist 1934 með
stýrimanns og skipstjórapróf. Á
þeim árum var fjölgun skipafé-
lagsins mjög lítil og stöðuhækkan-
ir þar af leiðandi að sama skapi.
Liðu árin án þess að menn fengju
tækifæri til afleysinga sem yfir-
menn. Mátti jafnvel þakka fyrir
að menn ekki væru búnir að
gleyma fræðum sínum, þegar
þeim loks gafst tækifæri að koma
þeim í not. Við vorum saman á
Dettifossi fram á haustið 1937, en
þá hafði ég einnig lokið mínu
stýrimannsprófi. Var þá Björn
byrjaður að leysa af í sumarfríum
og forföllum stýrimanna. Leiðir
okkar skildu þá um sinn, því ég fór
í siglingar með erlendum skipum
en Björn hélt áfram á Dettifossi
fram á árið 1941. Tók hann þá við
skipsstjórn á dráttarbátnum
Magna og gengdi því starfi til
1946, að hann kom í land og réðst
á ný til Eimskipafélags íslands og
þá sem verkstjóri. Árið 1944 var
Björn sæmdur brezku orðunni
MBE fyrir vasklega framgöngu
við björgun mannslífa af breskum
togara, ásamt þeim Einari Jónas-
syni og Jóni Axel Péturssyni,
hafnsögumönnum. Enn á ý lágu
leiðir okkar saman. Ég var einnig
kominn í land við verkstjórn hjá
félaginu. Önnuðumst við hvor sína
deild með ákveðinni verkaskipt-
ingu, en þurftum og höfðum náið
samstarf. Eins og við áður höfðum
haft samhug í leik og starfi lærð-
ist okkur nú að taka eftir hvor
öðrum með mannaforráð og þeirri
ábyrgð sem því fylgir.
Vinnuhættir voru þá með allt
öðrum hætti en nú tíðkast. Lík-
amsburðir og kraftar var það sem
þá gilti, enda voru menn þá oft
valdir til starfa eftir því. Títt var
þá að ungir skólapiltar voru teknir
í vinnu á sumrin. Mun Björn sem
og aðrir hafa notið þess með sjálf-
um sér að fylgjast með lífsferli og
afkomu þessara pilta, en margir
þeirra eru nú þjóðkunnir menn.
Björn var virtur og farsæll verk-
stjóri, persónuleiki og mannkostir
hans voru slíkir að eftir var tekið.
Hann var karlmannlega vaxin,
nokkuð stórskorin og svipmikill,
en svipurinn hlýr. Hann var orð-
var og lét lítt í ljósi skapbrigði.
Hann var alvörumaður, ábyrgð-
arríkur við störf sín og með af-
briðgum ósérhlífin. I hópi vina var
hann þó hinn glaðist og undi sér
þá vel. Hann var ekki sá sem skip-
aði fyrir né rak á eftir. Hann gekk
fyrir og hreif menn sína með sér,
hafði frumkvæðið og sýndi for-
dæmi. Hann var drenglundaður og
hjartahlýr, sem reyndist mönnum
sínum vel í hvívetna enda virtur af
þeim. Björn var sæmdur gull-
merki Eimskipafélagsins fyrir
trausta og dygga þjónustu. Hann
hætti störfum hjá félaginu sl.
haust þá orðin fársjúkur. Að
leiðarlokum vil ég nú þakka hon-
um vináttu og samstarf í 40 ár. Ég
sakna vinar. Sigríði eiginkonu
hans og börnum votta ég mína
innilegustu samúð og veit að ljúf-
ar minningar og með Guðs blessun
verður þeim harmurinn léttari.
Þórarinn G. Sigurjónsson.
Dáinn 25. desember 1982
Aðfaranótt jóladags kvaddi
Gústav A. Andersen þennan heim.
Ekki hvarflaði það að okkur, að
samræður okkar væru þær síð-
ustu, er við sátum yfir kaffi sam-
an á aðfangadagsmorgni á heimili
þeirra hjóna, Kirkjuvegi 18, Kefla-
vík. Hann var hress og virtist
ánægður. Hann var reyndar búinn
að kenna sér meins en engum datt
í hug, að það væri þetta aívarlegt.
Gústav var mjög unglegur og
hraustur þrátt fyrir 77 æviár.
Aldrei vantaði hann á vinnustað
þessi 7 síðustu ár, en þá kynnt-
umst við hjónin honum fyrst og
áttum við margar vinnustundir
saman. Ég ætla mér ekki að lýsa
Gústav heitnum á einn eða annan
hátt, það gerir hver fyrir sig, sem
þekktu hann. Þetta verður því
meira æviágrip.
Gústav var fæddur og uppalinn
á Akureyri. Móðir hans, Guðrún
Kristjánsdóttir, var af norðlensk-
um ættum. Hún fór ung til Nor-
egs. Þar kynntist hún föður
Gústavs, sem var af sænskum ætt-
um. En þau slitu samvistum eftir
tveggja ára sambúð. Guðrún móð-
ir Gústavs veiktist af berklum og
dvaldi í 3 ár á Kristneshæli, og var
Gústa þá komið í fóstur hjá Olafi
Þórðarsyni og Guðbjörgu í Lundi.
En það hús stóð út á Eyri. Þar var
hann til 14 ára aldurs, en þá fór
hann til Þórunnar 'og Hallgríms,
móðursystkina sinna. En eftir að
Hallgrímur kvæntist hélt Gústi til
hjá þeim hjónum. Hjá Hallgrími
frænda sínum í Akureyrarbíói,
síðar Nýjabíói á Akureyri, fór
Gústi snemma að taka til hend-
inni, fyrst sem sætavísir, síðan
dyravörður og þegar hann hafði
aldur til, lærði hann til sýn-
ingarmanns. Einnig lærði hann
málaraiðn hjá Hallgrími, sem var
málarameistari. í þá daga þurftu
menn að fara til Danmerkur og
fullnuma sig í iðninni og dvaldi
Gústi þar í eitt ár.
Hann var sýningarmaður í
Nýjabíói á Akureyri til ársins
1953. En þá varð samdráttur í
málaraiðninni á Akureyri og fór
hann til Keflavíkur í atvinnuleit,
og fluttust þá hjónin ásamt börn-
unum til Keflavíkur 1954. Þar
stundaði hann málaraiðn meira og
minna þar til fyrir rúmu ári síðan,
og á sama tíma var hann sýn-
ingarmaður hjá Félagsbíói Kefla-
vík, eða frá 1954 til vorsins 1982.
Eins og fyrr segir, áttum við
ótaldar vinnustundir saman þessi
7 ár og sagði hann mér þá ýmis-
legt frá sínum uppvaxtarárum.
Hæst fannst mér bera minn-
ingarnar frá skátahreyfingunni,
en hann var með elstu skátum á
Akureyri og hefur verið skáti af
lífi og sál. Hugur hans virtist .mik-
ið vera bundinn minningum að
norðan, þar sem hann hafði
kynnst fólkinu almennt í leik og
starfi. Flestum sumarleyfum
eyddi hann þar.
Eitt af skyldustörfum hans á
Akureyri var í slökkviliði Akur-
eyrar, en í það var hann skipaður
árið eftir, að hann kom frá Dan-
mörku.
Hinn 10. október 1931 kvæntist
hann Sveinlaugu Halldórsdóttur.
Er hún af austfirskum ættum, frá
Sandvík við Norðfjörð. Ég er mjög
ánægð með að hafa fengið að
kynnast þessari hæglátu og ein-
lægu konu, en því miður fékk ég
ekki tækifæri til að kynnast henni
fyrr en fyrir fáum árum.
Heimili þeirra ber þess vott, að
þar er að verki sérstök húsmóðir
og kona sem ann hannyrðum.
Stundirnar sem ég átti á heimili
þeirra hjóna verða mér ljúf minn-
ing.
Sveinlaug og Gústa eignuðust 3
börn, einn son Gunnar að nafni, og
tvær dætur, Rósu og Ástu. Gunnar
var elstur, fæddur 1937. En hann
varð bráðkvaddur á heimili sínu í
Brooklyn við New York 15. apríl
1968. Hann var nýkvæntur banda-
rískri stúlku og hefur hún alla tíð
haldið sambandi við tengdafor-
eldra sína og reynst þeim tryggur
vinur. Gunnar heitinn var við nám
í Bandaríkjunum, búinn að læra
skjalamyndatöku, og var að læra
ti! prests hjá KFUM í Bandaríkj-
unum. Var stofnaður um hann
minningarsjóður til styrktar fá-
tækum piltum í prestsnámi og
gefur söfnuðurinn í Brooklyn upp-
hæð í sjóðinn á ári hverju.
Rósa býr á Akureyri, gift Reyni
Jónssyni, hárskera og eiga þau 4
börn.
Ásta er búsett í Chester í Mary-
land í Bandaríkjunum, og á þrjú
börn, hún er gift Frank Spafford.
Gústav A. Andersen var kvadd-
ur í Keflavíkurkirkju þann 6.
janúar, en greftrun fór fram á Ak-
ureyri 11. janúar sl.
Við sem störfuðum með honum í
Félagsbíói þessi ár, sendum inni-
legar samúðarkveðjur til Svein-
laugar, dætra hennar og fjöl-
skyldna þeirra.
Sigurveig Þorleifsdóttir
t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför bróður okkar. GUÐJÓNS KRISTJÁNSSONAR. Oktavía Ólafsdóttir, Leifur Ólafsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö oa vinarhug viö andlát og útför, SIGRUNAR HALLDORSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra á Elliheimilinu Grund, sem önnuðust hana og léttu henni sporin síöustu æviárin. Halldór Snorrason og Anna Olsen. börn og barnabörn.
t Hjartans þakkir sendum viö öllum vinum okkar naer og fjær er sýndu okkur samúö og hluttekningu viö andlát, SIGURLÍNU ÁSBERGSDÓTTUR, fréttamanns. Ólafur Hjaltason, Solveig Ólafsdóttir, Hjalti Ólafsson, María Karen Ólafsdóttir, Solveig Jónsdóttir, Ásberg Sigurósson, Sigurlína Björnsdóttir fró Hofi, Karen Gestsson, Hjalti Gestsson og aörir aöstandendur. I Blessuö sé minning hennar. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, RÓSU ANDRÉSDÓTTUR, Hólmum, Austur-Landeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar, Hellu, fyrir góöa umönnun. Jón Guðnason, Ragnhildur Guömundsdóttir, Andrés Guðnason, Guðfinna G. Guðmundsdóttir, Kristrún Guðnadóttir, Hörður Guömundsson, Magnea G. Edvardsson, Bengt Edvardsson, Gerður Elimarsdóttir, Krístjáns Ágústsson og barnabörn.