Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 5 Fagna lausn Keldnamálsins segir Albert Guðmundsson í bókun í borgarráði Á FIJNDI borgarráðs þann 28. janúar síúastliðinn óskaði Albert Guðmundsson eftir því að eftirfar- Reykjavík: Aukning atvinnu- leysis frá sama tíma á síðasta ári ATVINNULAUSIR í Reykjavík voru á þriðjudagskvöld 492, 382 karlar og 110 konur. Síðastliðinn föstudag voru 482 atvinnulausir, en hæst komst atvinnuleysið í Reykjavík 21. janúar síðastliðinn, en þá voru atvinnulausir 524. Um mánaðamótin janúar/- febrúar í fyrra voru 356 at- vinnulausir, sem skiptist jafnt á milli kynjanna, 178 konur og 178 karlar. Er það yfir 100% aukn- ing atvinnuleysis meðal karla. Kjarvalsstaðir: 100 þúsund gestir 1982 UIÍI 100 þúsund gestir komu á hinar ýmsu listsýningar á Kjarvalsstöðum á síðastliðnu ári, að því er I»óra Kristjáns- dóttir listráðunautur sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær. Að sögn Þóru hefur aðsókn farið vaxandi undanfarin ár, og yrði að teljast gott að fá hundrað þúsund manns í að- eins eitt hús á landinu, það gæfi nokkra vísbendingu um aðsókn að málverka- og list- sýningum á landinu öllu. Að sögn Þóru komu um 70 þúsund gestir á Kjarvals- staði árið 1979, en það ár var varla marktækt, vegna deilna sem þá voru uppi við myndlistarmenn. Árið 1980 voru gestir síðan um 90 þús- und talsins, og um 100 þús- und árið 1981, og svipað í fyrra sem fyrr segir. andi yrði bókað eftir sér varðandi samninginn um Keldnamálið: Ég fagna þeirri lausn, sem nú er fundin á svonefndu Keldna- máli með því samkomulagi, sem undirritað hefur verið af borg- arstjóra með fyrirvara um stað- festingu borgarstjórnar og menntamálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs. Jafnframt lýsi ég ánægju minni með velunnin störf nefnd- ar þeirrar, sem borgarstjóri skipaði til samninga i máli þessu. I nefndinni voru borgar- fulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Markús Örn Ant- onsson ásamt borgarverkfræð- ingi, Þórði Þ. Þorbjarnarsyni. kvæmdastjóri SlF, er þulur í myndinni. Myndin sem fjallar um saltfisk, hefur alls staðar fengið góða dóma og hefur efni hennar verið til umræðu á fund- um SIF-manna og saltfiskverk- enda. Þá eru sýningar á kvikmynd- inni hafnar á vinnustöðum og lögð áhersla á að allir sem vinna við saltfiskverkun fái tækifæri til að sjá myndina, en hún tekur tæplega 30 mínútur í sýningu. Myndirnar sem hér fylgja tók Sigurgeir af fundi SÍF-manna og saltfiskverkenda í Vestmanna- Góða veizlu gjöra skal“ sýnd víða 99 Yestmannaeyjum, I. febrúar. STJÖRNENDUR Sölusambands ísl. fiskframleiðenda og starfs- menn hafa að undanförnu verið á ferð í ýmsum sjávarplássum á suð- ur- og vesturlandi. Hafa þeir hald- ið fundi með saltfiskverkendum, matsmönnum, verkstjórum o.fl. og rætt um ástand óg horfur á salt- fiskmörkuðum okkar, í upphafi vetrarvertíðar. Á næstunni munu þeir fara á Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Á fundunum hafa þeir sýnt kvikmyndina „Góða veislu gjöra skal“, sem SÍF lét gera í lok síð- asta árs. Myndin er gerð af Sig- urði Sverri Pálssyni og Erlendi Sveinssyni kvikmyndagerðar- mönnum. Þá hafa starfsmenn SÍF lagt sitt af mörkum, og má nefna að Friðrik Pálsson, fram- eyjum sem haldinn var í síðustu viku. Auk þeirra voru mættir á fundinum matsmenn og fleiri aðilar sem vinna í beinum tengslum við saltfiskverkun í Eyjum. Voru fundarmenn um 40 talsjns. KviKmynd SÍF mun verða sýnd starfsfólki fiskvinnslu- stöðvanna í Eyjum í næstu viku. — hkj. 4027 taka samræmdu prófin SAMRÆMDU prófin í grunn- skólum landsins standa yfir um þessar mundir og var fyrsta prófið í fyrradag. 4027 taka prófin í ár, en voru 4303 í fyrra. Samræmdu prófin eru tekin í fjórum greinum, ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði. Hafnarfjörður: Drengur slasaðist mikið AD KVÖLDI þriðjudagsins varð alvarlegt umferðarslys á Hafnar- fjarðarvcgi við Löngufit. Átta ára drengur hljóp fyrir bifreið og dróst með henni all- langan spöl og skall síðan í göt- una. Drengurinn meiddist mikið á höfði og lærbrotnaði. Hann er ekki í lífshættu. HAIALARAR 04^' Hefur þú kynnst sígildum hljómburði Scala óperunnar í Mílanó, Boston Symphony Hall, Planetarium eða Royal Albert Hall í London? Vissir þú að á slíka staði eru EUI hátalarar valdir, auðvitað vegna hljómgæðanna? Það er því engin tilviljun, að heimsfrægt kunnáttufólk á borð við Herbert von Karajan, Miles Davis og strákana í hljómsveitinni Electric Light Orchestra (ELO) kjósa □ hátalara til eigin nota, auðvitað vegna hljómgæðanna. LJ hátalarar hafa einstakt tónsvið. Það sem skiptir þó öllu máli í reynd er hinn hárnákvæmi tónblær þeirra, hvernig þeir endurhljóma nákvæmlega hin ólíkustu hljóð- færi, einmitt þannig sem kunnáttufólk kýs og kann að meta. Suðurlandsbraut 8, sími 85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.