Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Tfu sækja um stöðu flugmálastjóra TÍU MANNS sóttu um embætti flugmálastjóra, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út í gær. Flugráði hefur verið gefinn frestur til næstkomandi fóstudags að fjalla um umsóknirnar. Þeir sem sóttu um eru: Birgir Þorgilsson markaðsstjóri hjá Ferðamálaráði, Erna Hjalta- lín yfirflugfreyja, Grétar óskars- son framkvæmdastjóri Loftferða- eftirlitsins, Gunnar Finnsson hag- fræðingur hjá Alþjóðaflugmála- stofnuninni, Gunnar Helgason hæstaréttarlögmaður, Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Flugöryggisþjónustunnar, Leifur Magnússon framkvæmdastjóri flugdeildar Flugleiða, Pétur Ein- arsson varaflugmálastjóri, dr. Þorgeir Pálsson verkfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson flugvéla- verkfræðingur Landhelgisgæzl- unnar. Vinnuveitendasamband Islands: Fjögurra sæta einshreyfils sjó- og vatnaflugvél hóf sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli í gær. Hér var um að ræða reynsluflug flugvélarinnar TF-GRS, sem er af gerðinni Lake Buccaneer og er í eigu Arngríms Jóhannssonar yfirflugstjóra hjá Arnarflugi. Arngrímur reynsluflaug vél sinni sjálfur. Flugvélin hefur undanfarin ár verið í viðgerð hjá Arnarflugi, en á sínum tíma nauðlenti þessi flugvél út af Reykjanesi er eldsneytisbirgðir hennar þrutu vegna mótvinds í ferjuflugi til landsins. Finnsk flugkona flaug vélinni. A innfelldu myndinni er Arngrímur Jóhannsson í stjórnklefa flugvélar sinnar. Morgunblaði*/ Kristján Einarsson. Magnús Gunnarsson ráð- inn framkvæmdastjóri Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambands íslands hefur ráðið Magnús Gunnarsson, viðskipta- fræðing, framkvæmdastjóra sam- bandsins frá 18. marz nk., segir í frétt frá VSÍ. Prófkjör Sjálfstæðis- flokks á Reykjanesi: Utankjör- staðakosning hefst í dag PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga fer fram 26.-27. febrúar n k. Kjörstaðir verða auglýsir síðar. Utankjörstaðakosning hefst laug- ardaginn 12. febrúar og verða kjör- staðir sem hér segir. Hafnarfjörður: Sjálfstæðishúsið, Strandgötu 29. Keflavík: Sjálfstæð- ishúsið, Hafnargötu 46. Kópavogur: Hamraborg 1, 3. hæð. Ofangreindir kjörstaðir verða opnir laugardaga og sunnudaga kl. 14—18 og virka daga kl. 16—19. Auk þess verður hægt að kjósa utan kjörstaðar í Valhöll, Háaleitis- braut 1, Reykjavík, laugardaginn 12. febrúar kl. 14—18 og virka daga kl. 9-17. Vegaáætlun 1983—1986: Þúsund milljónir til vegamála 1983 Borgarráð hækkar fargjöld SVR um 25% Reynum að tryggja rekstur vagnanna — segir Davíð Oddsson borgarstjóri FARGJÖLD Strætisrvagna Reykjavíkur, SVR, hækka um 25% frá og með deginum í dag að telja, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 8 krónum í 10 krónur og staðgreiðslukort með 10 miðum kosta eftir hækkunina 100 krónur. Staðgreiðslukort með 20 miðum fyrir aldraða og öryrkja kosta eft- ir hækkunina 100 krónur. Fargjöld barna hækka úr 2 krónum í 2,50 krónur, einstök far- gjöld og farmiðaspjöld með 20 miðum kosta eftir hækkunina 50 krónur. „Borgarráð ákvað að hækka far- gjöld SVR um 25% og ætlum við að reyna að tryggja rekstur vagn- anna. Við höfum samhliða þessu undirbúið miklar sparnaðarráð- stafanir, eins og niðurskurð á leið- um og fleira þess háttar," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Mbl. „Við ætlum að sjá hvort enn verður reynt að bregða fyrir okkur fæti af verðlagsyfirvöldum," sagði Davíð ennfremur. Þá kom það fram hjá Davíð, að hækkunin hefði verið samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum, 3 atkvæðum sjálfstæðismanna og atkvæði Sig- urjóns Péturssonar, Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi kvennafram- boðsins, sat hjá. „Annars vona ég bara, að verðlagsyfirvöld reyni ekki að fjarstýra borginni með lög- bönnurn," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri ennfremur. Magnús Gunnarsson. í frétt VSÍ segir ennfremur, að Magnús Gunnarsson sé 36 ára að aldri og hafi undanfarið rúmt ár gegnt stöðu aðstoðarfram- kvæmdastjóra Olíufélagsins hf., en áður gegndi Magnús Gunnars- son stöðu framkvæmdastjóra hjá Arnarflugi hf. Magnús Gunnarsson er kvæntur Gunnhildi Gunnarsdóttir og eiga þau tvö börn. JNNLENT — þar af er ríkissjóðsframlag aðeins 20 m.kr. í gær vóru lagðar fram tvær tillögur til þingsályktunar um vegaáætlun: 1) Vegaáætlun 1983—1986, 2) Langtíma- áætlun í vegagerð. Samkvæmt fjögurra ára áætluninni á að verja rúmlega eitt þúsund milljónum króna til vegamála 1983, 1.500 m.kr. 1984, 1.600 m.kr. 1985, og 1.630 m.kr. 1986. Á yfirstand- andi ári skiptist fjárhæöin svo: 1) Stjórn og undirbúningur 52,2 m.kr., 2) viðhald þjóðvega 382,6 m.kr., 3) til nýrra þjóðvega 384 m.kr. (þar af til bundins slitlags á stofnbrautir 97 m.kr. og á þjóðvegi í kaupstöðum og kaup- túnum 5 m.kr.), 4) til brúargerða 35 m.kr., 5) til fjallvega 12,2 m.kr., 6) til sýsluvega 27.8 m.kr., 7) til vega í kaup- stöðum og kauptúnum 68 m.kr., 8) til vélakaupa og áhaldahúss 7,2 m.kr. og 9) til tilrauna 3 m.kr. Auk þessa er gert ráð fyrir 51 m.kr. lántöku til óvega. Fjármögnun þessara fram- kvæmda 1983 er þann veg upp sett: • Markaðir tekjustofnar 758 m.kr. (af benzíngjaldi 453 m.kr., þungaskattur 180 m.kr. og veggjald 125 m.kr.). • Ríkisframlag 20,4 m.kr. • Lánsfjáröflun 193,6 m.kr. 25 konur hér á landi frjóvgaðar með sæði úr dönskum sæðisbanka TUTTUGU OG FIMM konur hafa orðið þungaðar hér á landi eftir svonefnda tæknifrjóvgun frá árinu 1980. Sautján þeirra hafa fætt, ein missti fóstur og sjö eru þungaðar. Þessar upplýsingar koma fram í viðtali við Jón llilmar Alfreðsson, kvensjúkdómalækni, um barnleysi og hvað er til ráða við því, í tímaritinu Heilbrigðismál 3. tbl. 1982. Tölurnar eru ekki nýjar, en þegar haft var samband við Jón Hilmar Alfreðsson, kvaðst hann ekki vera í aðstöðu til að láta í té nýjar tölur. 1 viðtalinu kemur einnig fram að aðgerðinni er beitt þegar sæði eiginmanns er af einhverjum ástæðum ekki nógu virkt. Að- gerðin er fólgin í því að sæði er sprautað upp í legháls konunnar, tvisvar sinnum við hvert egglos og það gert í allt að sex mánuði. Sæðið er fengið frá sæðisbanka í Danmörku, hinum eina á Norð- urlöndunum og einum stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Áður en aðgerð fer fram verð- ur eiginmaður að gangast undir kvaðir um að gangast við og framfæra væntanlegt barn og gera það að lögerfingja sínum. I viðtalinu segir Jón Hilmar, að eiginmaður, sem gefi samþykki sitt, sýni með því vissan sálar- legan styrk og gefi konu sinni mikla gjöf. Sæðisgjafi er valinn með tilliti til þess að líkamleg einkenni hans og væntanlegs föðurs séu sem líkust, t.d. hvað varðar líkamsbyggingu, háralit og augnalit. Aðgerðin ber árang- ur í 70—75% tilfella. Eftirspurn eftir þessum aðgerðum hefur aukist á undanförnum árum, að því er talið er vegna aukinnar tíðni fóstureyðinga og aukins ör- yggis getnaðarvarna, sem hvort tveggja minnkar framboð á börnum til ættleiðingar. Einnig vegur þungt, að viðhorf almenn- ings og lækna er orðið mun frjálslegra í þessum efnum en áður var. Um reynsluna af þessum að- gerðum segir Jón Hilmar í við- talinu í Heilbrigðismálum, að fyrstu konurnar hafi þá nýlega komið í skoðun með börn sín. Þær hafi þá nokkrar spurt hve- nær þær geti aftur orðið þungað- ar á þennan hátt og segi það sína sögu, en hins vegar séu afköstin ekki næg, því þá hafi 30—40 kon- ur verið á biðlista. í viðtalinu kemur fram að tal- ið sé að hjá 10—20% af pörum takist getnaður ekki, þótt reynt hafi verið í meira en eitt ár og að hægt ætti að vera með nútíma- aðferðum að hjálpa helmingnum af þessu fólki. Þá kemur þar einnig fram, að miðað við frjó- semi áranna 1976—80 hafi 18% islenskra kvenna ekki eignast börn og megi hluta þeirrar tölu rekja til ófrjósemi. • Sérstök lánsfjáröflun til óvega 51 m.kr. Tillagan um langtímaáætlun í vegagerð hljóðar svo: „Alþingi ályktar að á árinu 1983 skuli 2,2% af vergri þjóðarfram- leiðslu varið til vegagerðar sam- kvæmt vegaáætlun. Arið 1984 verði þetta hlutfall 2.3% eða 2.4% árin 1985—1994. Fjármagni þssu skal varið til framkvæmda í vegamálum samkvæmt eftirgreindri langtíma- áætlun. Langatímaáætlun þessi skal endurskoðuð fjórða hvert ár, og þá bætt við nýju fjögurra ára tímabili í stað þess er lauk. Áætluð fjárþörf vegamála á tímabilinu 1983—1986 er 4.411,5 m.kr. og tímabilið 1987—1990 kr. 5.390 m.kr. Mættu smyglara með varning- inn í fanginu TUTTUGU og sjö flöskur af vodka fundust í Skaftá á fimmtudag, sam- kvæmt upplýsingum fulitrúa tollgæslu- stjóra. Skipið var að koma frá Ipswich, og var gerð sérstök leit í því. Einn skipverjanna hefur viðurkennt að eiga meginhluta áfengisins, en hann var gripinn í skipinu með varning- inn. Atvik voru þau, að starfsmenn tollgæslunnar voru á leið í skipið til leitar, þegar þeir mættu manninum með fangið fullt af áfengi á leið upp úr vélarrúmi skipsins. Þar fannst síðan lítilræði til viðbótar, sam- kvæmt upplýsingum fulltrúa toll- gæslustjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.