Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Tengsl áfengis- neyslu og heilsufars — eftir Ólaf Ólafsson, landlœkni Á síðasta áratug var selt meira áfengi hér á landi, mælt í lftrum á hvern íbúa, en skráð er í sölu- skýrslur síðustu 100 ára (sjá mynd 1). Samfara aukinni sölu hafa áfengisneysluvenjur breyst, einkum meðal unglinga. Sam- kvæmt niðurstöðum kannana á áfengisneyslu unglinga, neyta til- tölulega fleiri þeirra áfenigs en áður var, einnig oftar og meira hverju sinni. Einungis 20—30% 15 ára og 6—7% 17 ára unglinga á Reykjavíkursvæðinu segjast ekki hafa neytt áfengis. Aðrar niðurstöður eru þær að áfengis- neytendum meðal stúlkna hefur fjölgað og virðist nú vera lítill munur á áfengisneyslu pilta og stúlkna, og að unglingarnir eru nú yngri en áður þegar þeir neyta áfengis í fyrsta skipti. Þá hafa áfengisvenjur fullorðins fólks einnig breyst, einkum meðal kvenna, sem nú drekka oftar og meira en áður. Norrænar kann- anir sýna svipaða þróun. Margt bendir þó til að minna sé um stórdrykkjumenn en áður var. Síðustu árin hefur orðið breyting á viðhorfi manna til áfengis sem vandamáls. Nú er meira rætt um vandann og minna ber á fordóm- um gagnvart þeim sem þurfa meðferðar við. Líklegt erað starf SÁÁ hafi haft mikil áhrif á af- stöðu almennings til þessa þjóð- félagsvandamáls. Of mikil áfengisneysla er talin vera veigamikil orsök skorpulifr- ar, magabólgu, magasárs og heilarýrnunar o.fl. sjúkdóma. Talið er að 10—20% innlagna á almenn sjúkrahús hér á landi eigi rót sína að rekja til áfengisnotk- unar. Vistrými fyrir áfengissjúka hefur aukist, og talið er að 4—5% af heildarfjölda innlagðra sjúkl- inga dvelji á slíkum stofnunum. Þá má tengja mörg sjálfsmorð, slys og líkamsmeiðingar áfeng- isneyslu. Þegar áfengismál eru til um- ræðu eiga flestir erfitt með að taka afstöðu til áfengis á hlut- lægan og ópersónulegan hátt. Telja sumir að núverandi ástand í áfengismálum sé viðunandi, og jafnvel komi til greina að lækka aldursmörk við kaup á áfengi og heimila eigi sölu á sterkum bjór. Aðrir telja að fækka eigi útsölu- stöðum áfengis og freista þess að draga sem mest úr sölunni. Rök þeirra fyrrnefndu eru að flestir neyti áfengis án þess að vera fyrir sálar-, líkams- eða fé- lagslegum áföllum. Ennfremur má benda á að ástand áfengis- mála á íslandi, borið saman við ástand f þessum málum meðal annarra þjóða, er að mörgu leyti betra. Af mynd 2 má sjá að náið sam- band er á milli tíðni skorpulifrar, sem er einn hættulegasti fylgi- kvilli ofneyslu áfengis, og heildarneyslu hreins vínanda meðal þeirra þjóða sem getið er um á myndinni. ísland er neðst í flokki bæði hvað snertir tíðni skorpulifrar og neyslu vínanda. En myndin felur einnig í sér rök gegn aukningu á heildarneyslu áfengis þvf að ljóst er, að með vaxandi heildarneyslu margfald- Ólafur Olafsson Áfengissala á fslandi 1881—1980. Lítrar af hreinum vínanda, árlegt meðaftal á hvern íbúa. Neðri hluti hverrar súlu táknar sterka drvkki en efri hlutinn létt vfn. B &//WA v/sUi &Z7/Z/////A L VM///M W////ÆW////A r77x V////////Æ//ZW/A i WZL1 W//////Æa W/MW///7////Æ1 V//////Æ/MA wmzzm ym>//////77///////////A r/?s///////z//!?/r//m \m?jt/?//s/?///?//<7m W//S////////////ÍX \^/ÆS?///////////Æ/tm r/wœ/z/zwm W///Z?///////////////J'///7//A v/////////////////M//m ŒM///?//////////y//////////A X 17/////////////////////7///////////S//A w/M////?m?////s/Mmm V////S///. ir////Z/M/S///r/s//M/M/Æ^^ « - *■ ‘ 1 « Wfflfr/zr??//?//#MJW/?////M/JfáMM* á — I * 1 Dánartíðni vegna skorpulifrar (á 100.000 íbúa) og heildarneysla hreins vínanda í lítrum á íbúa (um 1975). Áskorun til — eftir Halldór Jóns- son, verkfrœöing Við íslendingar höfum hátíð- lega undirritað Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1948, sem segir að „Vilji þjóðar- innar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann lát- inn í ljós með reglubundnum óháðum kosningum, enda sé kosn- ingaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafn- gildi hennar að frjálsræði." Svipað ákvæði er að finna í Mannrétt- indasáttmála Evrópu frá 1950, sem við höfum líka undirritað. En til hvers gerðum við þetta? Ný stjórnarskrá og jafnrétti í stjórnarskrárfrumvarpi dr. Gunnar Thoroddsen standa þessi orð: „Allir skulu njóta frelsis, mannhelgi og jafnréttis að lög- um.“ Ennfremur: „Mannréttinda skulu menn njóta án manngrein- arálits vegna kynferðis, trúar- „Hvers vegna geta ísra- elsmenn haft allt sitt land eitt kjördæmi meö 120 þingmönnum, en viö ekki? Hvers vegna þarf vitavöröurinn á Hornbjargi aö hafa fimm atkvæði meðan vitavöröurinn á Reykja- nesi hefur aðeins eitt?“ bragða, skoðana, þjóðernis, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags eða stöðu sinnar í öðru tilliti." Það sorglega við þessar tilteknu tilvitnanir er, að þær hafa ekkert gildi í augum íslenzkra stjórn- málamanna upp til hópa og þeir telja sig ekki hið minnsta bundna að svona orðagjálfri. Sérstaða dreifbýlisins og líklega veldi SÍS er þar á undan og ofan við, það er bláköld staðreynd málsins. Og þeir sem hafa völd ranglega láta þau treglega af hendi nema hægt sé að sannfæra þá um óhollustu þess fyrir þá sjálfa. Þetta sést núna greinilega í tilfæringum þingmannanna við að úthluta kosningarétti sem náðarbrauði úr þeirra vasa. í dag er það staðreynd á íslandi að 41% kjósenda ræður 65% af Alþingi. Öðru hvoru er krukkað í misrétti kjósenda með tíma- bundnum aðgerðum. En algert jafnrétti ma ékki nefna, hvað þá að það verði gert að skyldu. Setjum svo, að dr. Thoroddsen og ritari nefndar hans dr. Schram ætli að vera þingmenn í næstu kosningum á borð við Þorvald Garðar og Sverri Hermannsson. Þrátt fyrir tilvitnaðar greinar í frumvarpi þess fyrstnefnda, skráð af þeim næstnefnda, virðast þeir með íslenzku nöfnin þurfa um það bil þrisvar til fimm sinnum færri atkvæði til jafngildrar þing- mennsku en hinir fyrrnefndu, hvað sem ákvæðunum um „þjóð- erni, kynþáttar, litarháttar, efna- hags og stöðu" líður. Hversvegna má kosningaréttur ekki vera jafn fyrir alla? Hvers- vegna má ekki. flytja til mörk kjördæma jafnharðan eftir íbúa- fjölda eins og gert er í Bandaríkj- unum? Hvers vegna geta ísraelsmenn haft allt sitt land eitt kjördæmi með 120 þingmönnum, en við ekki? Hvers vegna þarf vitavörðurinn á Hornbjargi að hafa fimm atkvæði meðan vitavörðurinn á Reykjanesi hefur aðeins eitt? Ég skora á réttsýnt fólk um allt ast tíðni skorpulifrar. Yfirleitt eru læknar sammála um að í kjölfar mikillar áfengisneyslu fjölgi þeim er bíða tjón á sál og líkama. Samkvæmt íslenskri rannsókn er dánartíðni meðal áfengis- sjúkra tvöfalt hærri en almennt gerist í landinu (Alma Þórarins- son). Menn geta síðan gert sér í hugarlund hvernig ástandið er meðal þeirra þjóða er neyta mun meira áfengis en Islendingar. Áfengisneysla fer vaxandi á Is- landi. Sterk tengsl eru á milli heildarneyslu áfengis og tjóns af völdum neyslunnar. Með því að draga úr heildarneyslu má minnka heilsutjón og félagsleg vandamál sem áfengið veldur. Enda þótt allir viðurkenni að mikið og óhamlað framboð á ólöglegum vímuefnum leiði til aukinnar neyslu, virðist samt gleymast að nákvæmlega sama gildir um áfengi. Fjöldi útsölu- staða, sölutíðni og verðlagning hafa áhrif á heildarneysluna. Þess má geta, að hér á landi hefur útsöluverð áfengis fylgt kaupmætti sl. tvo áratugi. Nauð- synlegt er að stjórnvöld nýti sér þessar staðreyndir í baráttunni fyrir minni notkun áfengis. Jafnframt þarf að stórauka fræðslu um áfengismál. Sam- kvæmt niðurstöðum tveggja kannana meðal unglinga í skólum Reykjavíkur, sagðist aðeins um helmingur nemenda hafa fengið fræðslu um afleiðingar áfengis- neyslu. StuÖst viö upplýsingar um neyslu áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávanalyfja á íslandi. Fylgirit viö heilbrigðisskýrslu landlækn- isembættisins nr. 3 1982. Dökkklæddir trimmarar á skokki „HINGAÐ kemur fólk og kvartar yfir því að dökk- klæddir trimmarar séu að skokka á götum í Árbæ og Breiðholtshverfum á kvöld- in, þannig klæddir, að erfitt getur verið fyrir ökumenn að sjá þá í tæka tíð,“ sagði lögreglumaður í Árbæj- arstöð Reykjavíkurlögregl- unnar í samtali við blaðam- ann Morgunblaðsins í gær- kveldi. Vildi hann beina því til skokkara, að þeir gættu þess að vera klæddir í áber- andi föt eða bæru endur- skinsmerki, til að heilsu- bótartrimmið fengi ekki óheilsusamlegan endi. land að láta vilja sinn í ljós í þessu efni og hvet þá sem geta að taka þátt í skoðanakönnun, sem nú fer fram um þessi mál. Jafnframt skora ég á þann vaska hóp, sem að henni stendur, að gangast fyrir allsherjar undirskriftarsöfnun fyrir jöfnun kosningaréttar, þar eð einsýnt virðist af skoðanakönn- un þeirra að yfirgnæfandi meiri- hluti sé fyrir algerri jöfnun hans. Allt annað leiðir til landshlutarígs og óeiningar, sem okkur íslend- inga vanhagar sízt um. Ekkert nema skýlaus þjóðarvilji hróflar við valdakaupmönnunum við Austurvöll, sbr. „Várið land“ gerði á sínum tíma. Allt kjördæmahugtakið er í rauninni orðið brenglað hvort eð er. Sunnlenzkir bændur kjósa til dæmis forystumann úr hópi at- vinnurekenda til þings fyrir sig. Ríkisstarfsmaður úr Reykjavík þykir efnilegur þingkandídat á vegum flokks einkaframtaks- manna í Reykjaneskjördæmi. Gáfumenn úr Reykjavík bjóða sig fram til forystu fyrir verkalýðinn úti á landi, og lögfræðingar úr Reykjavík ríða húsum um land allt í atkvæðaleit. Til hvers þarf þessi kjördæmi til Alþingiskosn- inga ef tilgangur þess er að setja sömu lög fyrir alla þegna lands- ins? Eða er höfuðmarkmiðið kannske barátta landsfjórðunga um peninga og völd?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.