Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Leysa milli- færslur vandann? Við Laxá í Asum. Var Laxá í Ásum og Laxárvatn áður fyrr í Langadal? — eftir Pál S. Pálsson hrl. í jólabókaflóðinu 1982 birtist skrautbúin bók samin af Haraldi Matthíassyni undir heitinu „Land- ið og Landnáma". Landsmenn kynntust þá fyrst þeirri kenningu að landfræðilega og sögulega séð ætti hálft Laxárvatn og Ásarnir þar fyrir ofan að tilheyra Langa- dal. Þegar norðurenda Laxárvatns sleppi, taki Laxá á Ásum við sem markalína, allt vestur að Húna- vatni. Samkvæmt þessum nýja skilningi ættu þá bújarðirnar Kagaðarhóll, Smyrlaberg (Grænu- hlíð), Köldukinn, Sauðanes að hluta, Hnjúkar og Hjaltabakki að vera hluti af landi landnáms- mannsins Holta, sem bjó í Langa- dal og nam þar land. Engin fram- bærileg rök hníga að þessari túlk- un enda viðurkennir bókar- höfundur að Blanda hafi sennilega ráðið landnámsmerkjum um ofan- verðan Langadal, þannig að svonefndar Bakásajarðir í Svína- vatnshreppi, Gunnfríðarstaðir, Hamar, Ásar, Kárastaðir og Tungunes hafi þá verið í landnámi Þorgils gjallanda bónda á Svína- vatni. Laxárvatn og Laxá hafa alla tíð verið talin staðsett í Torfalækj- arhreppi, sem nær yfir landssvæði Ása og í munnmælum og sögu- geymd er hið sama og Kolkumýr- ar, sem Landnáma greinir frá sem landnámi Þorbjarnar kolku. Mörk þess svæðis eru að austan og norð- an stórfljótið Blanda. Sveitin austan Blöndu og norðan Svartár- óss er nefnd svo langt sem fjall er að baki Langidalur, en þegar nær dregur sjó Refasveit. Sveitarfélag- ið gegnt Ásum heitir Engihlíð- arhreppur. Hann hefur aldrei náð vestur fyrir Blöndu. Vangaveltur Haraldar Matthíassonar um að klípa austan af Kolkumýrum og leggja undir Langadal eru bábilja. Landnáma segir berum orðum að þegar Ævar gamli Ketilsson lagði skipi sínu í Blönduós og fór upp með Blöndu (að austan) hafi lönd verið numin vestan Blöndu. Blanda var óumdeilanleg land- námsmörk. Hún skipti hreppum frá fyrstu tíð og afréttum ofan byggðar (Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði) allt til jökla. Land- nám vestan Blöndu verður sam- kvæmt frásögn Landnámu kennt við Þorbjörn kolku (Torfalækj- arhreppur), Þorgils gjallanda á Svínavatni og Eyvind auðkúlu á Auðkúlustöðum (Svínavatns- hreppur), en austan Blöndu Holta á Holtastöðum, Ævar í Ævars- skarði og Eyvind sörkvi á Eyvind- arstöðum í Blöndudal (Engihlíð- arhreppur og Bólstaðarhlíðar- hreppur). Bæir vestan Blöndu voru ekki taldir vera í Langadal eða Blöndudal. Það er seinni tíma uppfinning að telja bæi á vestur- bakka Blöndu vera í Blöndudal. T.d. voru bæirnir Þröm, Eld- járnsstaðir og Eiðsstaðir taldir vera á Bug, en ekki í Blöndudal. Þáttur af Þorvaldi víðförla greinir frá atburðum aðeins rúm- um 100 árum eftir að landnám hófst. Þar er svo frá skýrt að Máni hinn kristni hafi búið að Holti á Kolkumýrum. Holt hefur þá að líkindum verið landnámsjörðin, þar sem Þorbjörn kolka reisti bú fyrstur manna. Máni veiddi í Laxá og hafði nóga veiði í hylnum undir Mánafossi. Þessa laxveiði gaf hann undir kirkjuna í Holti, svo að ekki var um að ræða að Holta- staðabóndi eða einhver annar ætti austurbakka Laxár, sem vitaskuld hefur aldrei verið á mörkum Langadals. Fróðlegt væri að frétta hvaða innanhéraðsmenn hafi leiðbeint Haraldi Matthíassyni og konu hans á ferð þeirra um Húnaþing. — eftir Ólaf B. Hall- dórsson, ísafirði Nokkur umræða hefur orðið undanfarið um þann þátt bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar, sem Iúta að „ráðstöfunum geng- ishagnaðar“. Undirrituðum hefur þó þótt nokkuð á skorta, að mál þetta sé nægilega upplýst og vildi því óska birtingar á eftirfarandi atriðum, sem vonandi varpa nokkru ljósi á málið. Hvað er gengishagnaður? Þegar gengi íslenzku krónunnar hefur verið fellt, þá hafa oft verið gerðar „sérstakar ráðstafanir" með andvirði þeirra afurða, sem fiskvinnslufyrirtæki í landinu hafa átt í birgðum við gengisfell- inguna. Við sölu þessara afurða hefur fiskvinnslan fengið greitt samkvæmt gamla genginu en mis- muninum á því og raunverulegu söluandvirði afurðanna hefur ver- ið ráðstafað samkvæmt ýmsum reglum, sem sjávarútvegsráðherr- ar hafa lagt fyrir Alþingi og feng- ið samþykktar. í raun er hér um að ræða opin- bera eignaupptöku hjá fisk- vinnslufyrirtækjum, sem ekki fá til ráðstöfunar það fé, sem fæst fyrir afurðir þeirra í erlendri mynt, heldur er hluta þess ráð- stafað til annarra aðila. Dæmi um slíka eignaupptöku er reglugerð, sem sett var með bráðabirgðalög- umn nr. 79 frá 21. ágúst 1982. Þar segir m.a. að gengishagnaður af óseldum birgðum sé áætlaður 180—200 milljónir og skuli honum ráðstafað á eftirfarandi hátt: 1. Til greiðslu til togara vegna aflabrests 80 milljónir. Afla- tryggingasjóður annast greiðslu. 2. Til loðnuskipa og loðnu- bræðslustöðva 15 milljónir. Byggðasjóður annast greiðslu. 3. Til orkusparandi aðgerða 10 milljónir. Fiskimálasjóður annast greiðslu. 4. Til lífeyrissjóðs sjómanna 5 milljónir. Greiðsla í samráði við samtök sjómanna. Gengismunarsjóður hefur þegar greitt út ofangreinda fjóra liði. 5. Eftirstöðvar renni í stofn- fjársjóð fiskiskipa til lækk- unar skulda eða fjármagns- kostnaðar samkvæmt regl- um, sem sjávarútvegsráð- herra setur að höfðu samráði við fiskveiðisjóð og LÍÚ. Áætluð greiðsla á lið 5 er 120 milljónir. Eftirstöðvar í gengis- munarsjóði eru um 30 milljónir til greiðslu á lið 5. Vantar því um 90 milljónir til að inna fullnaðar- greiðslu af hendi. Heita má, að all- ur „gengishagnaður" vegna freð- fisks og saltfisks hafi þegar skilað sér og hefur hann að mestu staðið undir greiðslu á liðum 1—4. Því reiknað með, að það sem á vantar til greiðslu á lið 5, komi að mestu frá óseldum skreiðarbirgðum. Horfur í sölumálum skreiðar Því miður er ekki hægt að segja, að bjart sé framundan í sölu á þeim afurðum, sem samkvæmt áð- urnefndri reglugerð er ætlað að hjálpa til að leysa rekstrarvanda útgerðar. Eftirfarandi ber að hafa í huga, þegar rætt er um að skerða væntanlegt afurðaandvirði skreið- arframleiðenda. 1. Ekkert er vitað um hversu stór hlutur íslendinga verður í innflutningi Nígeríumanna á skreið í ár, en ljóst er að . hann verður miklum mun minni en árið 1981. 2. Til eru í landinu um 300 þús. pakkar af skreið og má ljóst vera, að talsverður hluti þeirra birgða verður óseldur um næstkomandi áramót. 3. Vestrænir bankar hafa und- anfarna mánuði neitað að ábyrgjast greiðslur fyrir níg- eríska banka, sem þýðir að enginn veit með vissu hvenær greiðsla berst fyrir vörusend- ingar til Nígeríu, sé varan einungis seld gegn ábygð níg- ersks banka, 4. Nígeríumenn (viðskiptabank- ar eða skreiðarkaupendur) skulda íslendingum nokkrar milljónir bandaríkjadala fyrir skreiðarafurðir frá ár- inu 1982 og jafnvel frá árinu 1981. Öll ofangreind atriði hafa og munu valda skreiðarframleiðend- um miklum erfiðleikum. Fordæmi til eftirbreytni Við höfum fordæmi fyrir hvern- ig tekið var á viðlíka vanda fyrr á Ólafur B. Halldórsson „Vandi útgerðar er mikill í dag, en hann á ekki að leysa með því að veðsetja rekstr- arvanda skreiðarframleið- enda.“ árum, og tel ég nauðsynlegt að rifja það upp nú, þegar miklir hagsmunir skreiðarframleiðenda eru í húfi. Tveir fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherrar, þeir Lúðvík Jósepsson og Matthías Bjarnason samþykktu á sínum tíma erindi frá skreiðarútflytjendum (sölu- samtökum framleiðenda) um, að gjaldeyrisskilaverð skreiðar að frá- dregnum útflutningsgjöldum og sölukostnaði væri skilað óskertu til skreiðarframleiðenda þ.e. framleið- endur fengu það verð, sem ’endan- lega fékkst fyrir afurðir þeirra. Lokaorö Ég vil að lokum beina þeim til- mælum til háttvirtra alþing- ismanna, að skynsamlega verði tekið á þeim hluta þessa vanda- máls, sem er í þeirra höndum. Vandi útgerðar er mikill í dag, en hann á ekki að leysa með því að veðsetja rekstrarvanda skreiðar- framleiðenda. Það sem eftir er af lið 5 í ráðstöfun gengishagnaðar þarf að falla niður og leita ann- arra og traustari leiða til lausnar á rekstrarvanda útgerðar. Skreið- arframleiðendur eiga því miður engann „gengishagnað" til ráð- stöfunar. ísafirði, 2. febrúar 1983, Á að löghelga misréttið án þess — eftir Baldut; Guó- laugsson, hœstaréttar- lögmann Frá því er greint í fréttum að stjórnmálaflokkarnir séu á góðri leið með að ná samkomulagi í kjördæma- og kosningaréttarmál- um. Virðist stefna í niðurstöðu sem felur í sér fjölgun þingmanna úr 60 í 63 og nokkra leiðréttingu á því hróplega misvægi atkvæða sem nú ríkir, en eins og alkunna er vegur atkvæði sumra kjósenda í alþingiskosningum margfalt á við atkvæði annarra. Samkomulagsdrögin sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir nokk- urri leiðréttingu á þessu misrétti, en mikið vantar á að í þeim felist algjör jöfnun atkvæðisréttar. Þingmenn þeirra kjördæma sem búa í dag við mest misrétti full- yrða að lengra verði ekki komist að sinni í leiðréttingum. Og þá vaknar spurningin: Eru kjósendur í Reykjavík, Reykjanes- kjördæmi og Noróurlandskjördæini Baldur Guðlaugsson eystra reiðubúnir að sætta sig við „málamiðlun“ af þessu tagi, þegar það er þá um leið deginum Ijósara, að málið verður þar með tekið af dagskrá og ójafnréttið innsiglað til frambúðar? Eða vill meirihluti þjóðarinnar e.t.v. afþakka slíka dúsu og halda frekar áfram bar- áttu fyrir fullum jöfnuði atkvæð- isréttar, þótt menn viti hvorki hvort né hvenær tekst að ná því „Og þá vaknar spurningin: Eru kjósendur í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra reiðubúnir að sætta sig við „málamiðlun“ af þessu tagi, þegar það er þá um leið deg- inum Ijósara, að málið verður þar með tekið af dagskrá og ójafnréttið innsiglað til fram- búðar?“ markmiði? Það má líkja þessu við afstöðu einstaklings sem 10 þús- und krónum hefur verið stolið frá. Honum eru síðan gerð boð um að þjófurinn sé tilbúinn að skila hon- um 6 þúsund krónum ef hann kær- ir ekki og lætur málið niður falla. hvort er betra að samþykkja þetta og verða þar með endanlega af 4 þúsund krónum eða hafna slíkri „málamiðlun" og freista þess að endurheimta allt þýfið, þó hann á því stigi viti hvorki hver stal fénu né hvort þjófurinn reynist gjald- fær, ef hann finnst? Þessu verður hver að svara fyrir sig. Á það má hins vegar minna að árið 1908 hafnaði íslenzka þjóðin svonefndu „uppkasti", þótt í því fælust þýðingarmiklar réttarbæt- ur að því er snerti stöðu þjóðar- innar gagnvart Danmörku. En sú skoðun varð ofan á, að með þessu samningsuppkasti væri um leið löghelgað ástand sem þjóðin vildi ekki búa við til frambúðar. Ég álít skylt að spyrja þjóðina í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu sarahliða næstu alþingiskosningum hvort hún samþykkir þá niðurstöðu í kjördæma- og kosningaréttarmálinu sem þingflokkarnir eru að koma sér saman um. Alþingismönnum hefur ekki verið veitt neitt umboð til að verzla með atkvæðisrétt íbúa hinna einstöku kjördæma landsins. Úrslit almennra þingkosninga segja ekk- ert til um afstöðu kjósenda til fyrirhugaðra breytinga á kjör- dæma- og kosningaréttarmálum, sízt þegar þingmenn og þar með frambjóðendur allra eða flestra flokka eiga aðild að þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.