Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 13 Mikill háski framundan — eftir Birgi Isl. Giinnarsson, alþm. Um mánaðamótin sendi Seðla- banki íslands frá sér greinar- gerð um stöðu efnahagsmála í upphafi árs 1983. Efni skýrsl- unnar hefur ítarlega verið rakið í fréttum, en e.t.v. hefur það ekki komið nægilega fram, hversu dökka mynd hún dregur upp af ástandinu. Hér er um að ræða greinargerð hlutlauss aðila, enda engar athugasemdir komið fram um efni hennar. Gagnsleysi bráðabirgðalaganna Þegar ríkisstjórnin setti bráðabirgðalögin á síðastliðnu sumri, héldu forsvarsmenn hennar því fram, að lögin myndu hafa veruleg áhrif og verða árangursrík í baráttu við verð- bólgu, stöðva viðskiptahallann og aukningu eyðsluskulda er- lendis. Stjórnarandstaðan sýndi fram á það með glöggum rökum að að- gerðir þessar væru gagnslitlar, verðbólgan myndi halda áfram að æða upp á við, viðskiptahall- inn myndi ekki minnka og hætta væri á enn aukinni skuldasöfnun erlendis. Öllum þessum fullyrð- ingum sjálfstæðismanna má finna stað í ræðum, blaðagrein- um og viðtölum frá því í sumar. Ríkisstjórnin skellti við skollaeyrum. Hún tók þann kost- inn að byggja upp mikla spennu í kringum bráðabirgðalögin og láta fólk halda að þau myndu miklu breyta í íslenskum efna- hagsmálum. Seðlabankinn hefur nú afhjúpað þá miklu blekkingu, sem stjórnarliðið stóð fyrir. Skýrsla bankans sýnir haldleysi þessara laga og það ábyrgðar- leysi, sem ríkisstjórnin hefur sýnt með því að sitja aðgerðar- laus og þybbast við að viður- kenna getuleysi sitt. Nokkrar staðreyndir Rétt er að ítreka nokkrar stað- reyndir úr greinargerð Seðla- bankans: — Verðbólgan stefnir í yfir 70% á næstu mánuðum. — Viðskiptahallinn fór upp í um 11% af þjóðarframleiðslu á síðasta ári og stefnir að öllu óbreyttu í svipað horf á þessu ári. — Hlutfall erlendra skulda til langs tíma af þjóðarfram- leiðslu jókst úr rúmum 37% í nálægt 47% á árinu. Jafn- framt lækkaði nettó-gjald- eyriseign bankanna um helming. — Fjárhagsstaða bankakerfis- ins er mjög slæm. Skuldir Birgir ísl. Gunnarsson bankanna hjá Seðlabanka fara vaxandi, sem aftur hefur haft í för með sér minnkandi gjaldeyriseign hans erlendis. — Atvinnuleysi blasir við. Hörð gagnrýni Þetta eru nokkrar staðreyndir úr greinargerð Seðlabankans. Þó að orðalagið í skýrslu bankanna sé kurteislegt, kemur víða fram hörð gagnrýni á aðgerðarleysi stjórnarinnar. Lokaorðin í skýrslunni eru alvarleg aðvörun um það, sem framundan er í ís- lenskum efnahagsmálum. Þar segir: „Að lokum er rétt að benda á nokkur atriði, er varða samhengi þeirra þátta efnahagsmála, sem hér hafa verið gerðir að umtals- efni, og þess markmiðs að halda uppi nægilegri atvinnu við þjóð- nýt störf. Enginn vafi er á því, að háu atvinnustigi hefur verið haldið uppi nú um nokkurt skeið fyrst og fremst með miklum er- lendum lántökum til fram- kvæmda og rekstrar, en hins vegar með peningaþenslu, en hvort tveggja hefur stuðlað að verðbólgu og viðskiptahalla. Skuldasöfnun Islendinga gagn- vart umheiminum er nú hins vegar orðin svo mikil, að háska- legt væri að halda lengra áfram á þeirri braut. Háu atvinnustigi verður því ekki enn haldið uppi með þessum ráðum nema um skamman tíma. Eigi að tryggja sæmilegt öryggi í atvinnumálum framvegis, verður það að hvíla á traustari stoðum, svo sem sterkri_ samkeppnisaðstöðu og góðum rekstrarskilyrðum at- vinnuveganna og auknum inn- lendum sparnaði, en forsenda fyrir þessu hvoru tveggja er, að rofinn verði sá vítahringur verð- bólgu, sem þjóðin er fjötruð við.“ Fjárhagslegt sjálf- stæði í hættu Þetta eru alvarleg aðvörunar- orð og raunar látið að því liggja að fjárhagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar sé í hættu. Á meðan streitist ríkisstjórnin við að sitja. Frá henni koma engar til- lögur eða hugmyndir um neitt. Hún hefur algjörlega brugðist því forystuhlutverki, sem henni ber að hafa. Augu æ fleiri opnast fyrir því að taka verði á hinum háskalega vanda af ábyrgð og festu. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert undir forystu þeirra, sem aðild eiga að þessari ríkisstjórn. Heimsmeistara- keppnin í skák: Undanein- vígin fara ekki fram samtímis Amsterdam. 10. febrúar. AP. TILRAUNIR til þess að láta öll und- aneinvígi í heimsmeistarakeppninni í skák fara fram samtímiS og á sama stað hafa mistekizt. Var frá þessu skýrt í tilkynningu frá FIDE, Alþjóða skáksambandinu í gær. Á fvrsta und- aneiginvígið að byrja í Moskvu 26. febrúar nk., en þar teflir Gary Kasp- arov frá Sovétríkjunum við landa sinn, Alexander Beljavsky. Annað ein- vígi milli Vestur-Þjóðverjans Robert Hiibners og Rússans Vassily Smyslov á að byrja 15. marz nk. í austurísku borginni Welden. Enginn staður hefur hins vegar enn verið valinn fyrir önnur þau undaneinvígi, sem fram eiga að fara. Þar eiga þeir eftir að tefla saman Eugen Torre frá Filippseyj- um og Zoltan Ribli frá Ungverja- landi og landi þess síðarnefnda, Lajos Portisch við Viktor Korchnoi, sem er sovézkur útlagi. í tilkynn- ingu FIDE sagði, að ákvörðun um þessi einvígi, hvað snertir stað og tíma, yrði væntanlega tekin í næstu viku. Florencio Campomanes, forseti FIDE vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um mótmæli hollenzka skák- sambandsins þess efnis, að Sovét- menn hefðu þrátt fyrir loforð um þátttöku virt að vettugi hið árlega Hoogovens skákmót í Wijk aan Zee. Sovéska skáksambandið dró til baka þrjá stómeistara, sem áform- að hafði verið, að tækju þátt í mót- inu, vegna þess að Korchnoi var á meðal þátttakenda. UM HELGINA — 1983 ÁRGERÐIRNAR OPIÐ: LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 -17.00 Audi I AUD1100 - JETTA CL PASSAT CL - G0LF C G0LF CL - G0LF C sendibíll vw sendibíll (Rúgbrauð) meö vatnskældri bensínvél vw „Double Cab" vinnuflokkabíll, með vatnskældrí dieselvél audi 100 var valinn bíll ársins 1983 í Evrópu vestur - þýskt handbragð, hugvit og natni IhIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.