Morgunblaðið - 12.02.1983, Page 17

Morgunblaðið - 12.02.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 17 nú framkvæmdar án sjúkrarúma- vistunar, eða með verulegri stytt- ingu legutíma. Sérhæfing lækna og annarra heilbrigðisstétta fer vaxandi, en krefst jafnframt að- stöðu til viðhalds þekkingar. Auk þess verður að hafa í huga þá þróun, sem orðið hefur í helztu samskiptalöndum okkar, að fyrir- greiðsla við íslenzka lækna og aðr- ar heilbrigðisstéttir í framhalds- námi hefur dregizt mjög saman, en af þeim sökum verðum við að leggja enn vaxandi áherzlu á sérmenntun og símenntun heil- brigðisstarfsfólks okkar. Slík starfsemi verður ekki nema að litlu leyti rekin utan þess um- hverfis, sem „stóru" sjúkrahúsin og læknadeild Háskólans eru. Lokaorð Því hefur verið haldið fram, að útgjöld þjóðfélagsins til heilbrigð- isþjónustunnar séu nú búin að ná þeim efri mörkum sem almennur pólitískur vilji leyfi. Jafnframt hefur, m.a. með sérkennilegu línu- riti, er birtist í þessu blaði fyrir nokkru, verið sýnt, hve gífurlega rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna í Reykjavík er talinn hafa hækkað miðað við nokkra aðra liði heil- brigðisþjónustunnar. Báðar þess- ar fullyrðingar eru afstæðar, og sannleiksgildi þeirra útaf fyrir sig takmarkað og einhæft. Það má benda á, að hinn hái vistunar- kostnaður sjúkrahúsanna hér á sér siðfræðilegar forsendur, m.a. þær, að oss er skylt að nota til hins ýtrasta og af alúð mjög rekstrardýrar gjörgæzlu- og vöku- deildir, auk kostnaðarsamra endurhæfingarstofnana, svo lítið eitt sé talið, enda eru, held ég, ekki skiptar skoðanir um árangur og þörf þessara deilda. Við skulum hins vegar ekki fara í neinar grafgötur með það, að framboð opinbers fjármagns jafnt til heil- brigðisþjónustu sem annarra sam- neyzluþátta verður í bezta tilviki óbreytt að raungildi næstu árin, og ber því öllum að sameinast um að leita allra hugsanlegra leiða til hagsýni og sparnaðar. Engu að síður, og einmitt þess vegna, er það tilgangur minn að vekja at- hygli á þörfum sérhæfðu heil- brigðisþjónustunnar, svo og að vara við því, að frekara fjársvelti á þeim vettvangi mun hefna sín stórlega á öllum sviðum. Reykjavík, 6. febrúar 1983. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! senn sern argr° rasVAun rn'ö nýtt°g oV&ur seeK\a tóðínowvi Öúe'vn öast ,v\ðte' stbest- Sái6ph«es' í sérf lokki Fiat 132 1800 árg. ’74. All sæmileg eftirlíking af Alfa Romeo, sem sagt nokkuð sprækur og skemmtilegur bíll. (HHYSI.KR Chrysler Lebaron Medallion árg. ’79 kom á götuna í júlí ’80. Ekinn aðeins 31.000 km og að sjálfsögðu með öllu sem hug- urinn girnist. Wartburg Station árg. 79. Ekinn 43.000 km og hann fæst fyrir hlægilegt verð á góðum kjörum. Skoda 120 GLS árg. ’81. Þetta er líka toppbíll að sjálfsögðu, aðeins meira keyrður en samt gullfallegur. Skoda 105 S árg. ’81. Toppbíll enda ekinn aðeins 11.000 km. Útvarp fylgir og snjódekkin líka. cmctr Opið í dag 1—5 JÖFUR HF. Nybýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.