Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 HÚSGAGrKA SÝNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG ★ TIL KL. 5 SÝNUM M.A ★ ★ SÓFASETT margar tegundir ★ ★ HAPPY HÚSGÖGIM ★ ★ ★HELGARTILBQÐ. HJÓNARÚM nokkrar tegundir frá kr 8.590 m / dýnum+útvarpi flfayjwi húsíð Reykjavikurvegi 64. Hafnarfirói, simi 54499 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Tekst stjórn Begins að vinna úr nið- urstöðum rannsóknarnefndarinnar — eða stefnir í enn eitt þráteflið? NIÐURSTÖÐUR ísraelsku rannsóknarnefndarinnar, sem kannaði fjöldamorðin í Beirút, koma ekki á óvart. Ljóst hefur verið frá upphafi þessa hroðalega máls, að ísraelar gætu ekki fríað sig sök. Þó svo að nefndin hafi eindregið lagt til að Ariel Sharon varnarmálaráðherra segði af sér, er orðalagið á ásökunum í hans garð vægilegar orðað en margir bjuggust við. Og þó að nefndin sjái ástæðu til þess að minna á að framferði Begins forsætisráðherra og Shamirs utanríkisráðherra sé ámælisvert, mun hvorugur þeirra bíða hnekki vegna þeirra ummæla, alténd ekki innan ísraels, haldi þeir klókindalega á spilunum. Einn fréttamaður, sem er í ísrael, hefur orðað afstöðu ís- raela svo, að þeir geti ekki skilið, hvers vegna Israelar séu dregnir til ábyrgðar vegna þess að arab- ar hafi myrt araba. Auðvitað er málið ekki svona einfalt, en það verður að hafa í huga þá múg- sefjun, sem er innan ríkisins. „Það er kannski óviðfelldið að segja það“ var haft eftir einum fréttamanni sem hafði komið til ísraels í haust, þegar öldur risu hvað hæst á alþjóðavettvangi vegna fjöldamorðanna, „en það liggur við borð að ísraelum finn- ist arabar réttdræpir — og eink- um og sér í lagi vegna þess að í flóttamannabúðum er eindreg- inn stuðningur við PLO-samtök- in, hvort sem er í ísrael eða ann- ars staðar í Miðausturlöndum.“ Mál þetta — sekt eða sakleysi — hefur haft sérstæð áhrif á þróun í ísrael. Lengi hafði legið í loftinu óvild milli Ashkenazi- gyðinga, sem eru frá Evrópu og Vesturlöndum, og Sephardi- gyðinga sem eru úr öðrum heimshlutum. Ashkenazi-gyð- ingar hafa verið valdameiri og stéttaskipting milli þessa hópa vaxið. Þótt það hafi kannski ekki farið hátt út á við, vegna þess að ímyndinni — sameinað og ein- huga ísrael — varð að halda. En svo bágt var ástandið orðið, að hvað eftir annað sigu saman fylkingar og margir óttuðust að þessar greinar gætu orðið við- líka ógnun við tilveru Ísraelsrík- is og deilur við Arabaþjóðirnar. Það blandast engum hugur um að Sephardi-gyðingar eru settir skör lægra og langflestir áhrifa- menn og efnamenn í landinu síð- ustu 35 árin hafi talið sig Ashk- enazi-gyðinga. Innrásin í Líban- on sl. vor og atburðarásin síðan hefur hins vegar þjappað þess- um stríðandi hópum saman; ætla mætti að ísraelar þyrftu ófrið til að geta staðið einhuga andspænis heiminum. Sharon vildi sitja Ariel Sharon, varnarmála- ráðherra, hefur loks fengist til að segja af sér sem varnarmála- ráðherra , enda meirihluti ríkis- stjórnar Begins fylgjandi að hann gerði það, einkum og sér í lagi vegna þess að menn óttuðust að annað kynni að hafa vond áhrif á almenningsálitið í heim- inum og stuðning við málstað ísraela, einnig myndi það veikja starf ríkisstjórnar Begins inn- anlands. Á hinn bóginn hafa all- ir ráðherrarnir verið einkar orð- varir og forðast að tjá sig um sök Sharons. Vitað var að Sharon tilkynnti forsætisráðherranum, að hann myndi ekki segja af sér af fúsum og frjálsum vilja, en hann tæki því ef Begin ákvæði að víkja honum úr embætti. I fyrstu gaf Begin í skyn, að hann myndi ekki grípa til þess ráðs, þó að hann hafi dregist á það. Þó er komið upp eitt þráteflið enn og hvernig því lyktar veit auðvitað ekki nokkur maður. Kosningar í sjónmáli? Menn munu nú á næstu dögum og vikum hvarvetna velta fyrir sér niðurstöðum rannsóknarinn- ar og það er ógerningur að spá hvaða afleiðingar hún muni hafa. Það lægi náttúrulega bein- ast við að ætla að ríkisstjórn Begins væri ekki stætt á því að sitja. Hvernig getur stjórn í lýð- ræðisríki streist við að vera við völd, þegar þrír áhrifamestu menn hennar hafa fengið á sig þann blett að þeir hafi sýnt Menachem Begin Shimon Peres „vítavert skeytingarleysi", „und- arlegt skilningsleysi" og það er sagt berum orðum, að þeir beri „nokkra ábyrgð" á því sem gerð- ist í búðunum við Beirút? Verkamannflokkurinn geldur þess hve ágreiningurinn og ríg- urinn innan hans veikir alla hans stöðu og málflutning, enda hefur Verkamannaflokkurinn auðsæilega ekki treyst sér til að taka sérlega mikið upp í sig varðandi skýrsluna. Shimon Peres krafðist þess að vísu að Sharon færi, en Verkamanna- flokkurinn hefur ekki lagt fram vantraust á ríkisstjórnina og ekki gefið neinar yfirlýsingar, sem bendi til að hann ætli að gera það. Og þrátt fyrir þá stöðu sem er í ísraelskum stjórnmál- um nú, og hlýtur að vera nánast einsdæmi, nýtur Begin samt stuðnings allra ísraelskra stjórnmálamanna til að gegna embætti forsætisráðherra. Það kann að breytast ef Yitzak Na- von, forseti, ákveður að snúa sér að stjórnmálum, eftir að hann lætur af forsetaembætti með vorinu. Skoðanakannanir sýna, að hann er sá eini sem gæti ógnað veldi Begins og hann hef- ur dregið stöðugt á síðustu mán- uði. Peres er sagður íhtlga að víkja til hliðar, ef Navon sækist eftir formannsstöðu í Verka- mannaflokknum. En því er ekki að heilsa með hinn forna keppi- naut hans Yitzak Rabin. Hann hefur látið þau boð út ganga að Ariel Sharon hann muni berjast við Navon um forystu innan Verkamanna- flokksins, ef út í það fari. Þetta getur orðið til að magna enn úlf- úð innan flokksins og koma í veg fyrir sættir og einhug, sem margir vonuðust eftir ef Navon tæki við forystu. Allur slíkur ágreiningur vrði vatn á myllu Begins, og Israel naumast til vegsauka eða farsældar. Að minnsta kosti ekki sem stendur. (Ilt-imildir: NYT — Al\ Jt rusaU m l*ost o.fl.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.