Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 23 FALLNIR SKÆRULIÐAR - Kúreki f El Salvador virðir fyrir sér Ifk tveggja vinstrisinnadra skæruliða, sem féllu f tfu klukkutfma orrustu við þjóðvarðliða í bænum San Miguel de Mercedes, um 75 km norður af höfuðborginni San Salvador. Sex skæruliðar og tveir þjóðvarðliðar féllu. U tanr íkisráðher r a Nígeríu neitar töl- um um brottvísaða Nairobi. 11. febnjar. AF*. UTANRÍKISRÁÐHERRA Nígeríu, Ishaya Audu neitaði í dag, í blaðaviðtali, að tveimur milljónum útlendinga, einkum frá Ghana hefði verið vísað úr landi. Ráðherrann sagði að þessi tala að þegar allir væru farnir sem væri stórkostlega ýkt og væri ákveðið hefði verið að vísa á brott málflutningur af þessu tagi runn- yrði það sennilega nær hálfri inn undan rótum áróðursseggja á milljón samanlagt. Vesturlöndum. Sagði ráðherrann, Ekki hund í höllina London, 11. febrúar. AP. BLIND kona sem átti heimboð f Buckinghamhöll vegna verðlauna- Uppsagnir í brezkum áliðnaði UM 1.200 manns verður sagt upp störfum sínum á næstu þremur mánuðum hjá British Alcan Aluminium, þar af um 700 í Skotiandi og 350 í Wales. Verksmiðja fyrirtækisins í Fal- kirk í Skotlandi verður harðast úti. Þetta fyrirtæki var stofnað eftir samruna fyrirtækjanna British Aluminium Company og Alcan Aluminium. Er því haldið fram nú, að eftirspurn sé of lítil eftir alúmíníum til þess að halda tveimur verk- smiðjum gangandi með full- um afköstum. Harry Ewing, sem er þing- maður verkamannaflokksins fyrir Falkirk, hefur tilkynnt, að hann muni fara fram á sérstaka umræðu í brezka þinginu í því skyni að reyna að koma í veg fyrir þessar uppsagnir, sem þýða það, að atvinnuleysi í Falkirk verður nær 20%. veitingar, sagði að bezti dagur lífs síns hefði verið lagður í rúst, af því að hún fékk ekki að hafa hundinn með sér inn f höllina. Konan Jill Allen skýrði frá þvf við komuna til hallarinnar, að hún þyrfti að hafa hundinn með sér inn vegna þess að hann leiddi hana áfram og sæi til þess að hún kæmist allra sinna ferða þrátt fyrir sjónleysið. En varðmaðurinn greindi kon- unni frá því að hundurinn Brandy, sem er stæðilegur labradorhund- ur, fengi ekki að koma inn í salinn, þar sem 135 manns voru og biðu þess að Bretadrottning kæmi og útdeildi verðlaununum. Jill Allen fékk viðurkenninguna fyrir mikið starf i þágu blindra og skelegga baráttu fyrir því að hjálparhund- ar, sem þjálfaðir hafa verið til að fylgja blindum, fengiu aðgang að opinberum stöðum. A meðan beið hundurinn Brandy í hliðarher- bergi og var sinnt þar vel. Jill All- en sagðist hafa orðið þrumu lostin að heyra að drottningin hefði ver- ið því sammála, að „óheppilegt" væri að láta hundinn koma inn í salinn. \f/ ERLENT . Biskupakirkjan vill ekki einhliða afvopnun Breta London. 11. febrúar. VI*. ^ LEIDTOtíAR ensku biskupakirkjunnar felldu í gær með 338 atkva'ðum gegn 100 (illögu Johns Baker, biskups í Salisbury, að kirkjan legði til að bresk stjórnvöld eyðilegðu öll kjarnorkuvopn sín og skipuðu Bandaríkjamönnum að hverfa á brott meö alla kafbáta sína og flugvélar. Nokkrum klukkustundum síðar sagði Michael Heseltine varnarmálaráðherra í ræðu að ríkisstjórnin myndi aldrei leggja sjálf- stæði Bretlands í hættu og aldrei láta beygjast af kenjum almenningsálitsins. Átti hann þar við friðarhreyfinguna sem hefur átt vaxandi velgengni að fagna í Bretlandi. Þessir atburðir eru taldir marka nokkur tímamót, en svo er að sjá sem stjórnin sé í þann mund að hefja gagnsókn gegn þeim öflum sem krefjast skilyrðislausrar og al- gerrar afvopnunar. Samþykkt kirkjuþingsins samþykkti þó að breska stjórnin ætti að beita sér fyrir að vera ekki upp á kjarnorku- vopn komin og að stuðla að gagn- kvæmri fækkun kjarnorkuvopna í heiminum. Eftir að tillagan hafði verið yfirfarin breytt og rædd fram og til baka, var aftur kosið um hana, en hún þá felld með enn meiri yfir- burðum en í fyrra skiptið, eða með 387 atkvæðum gegn 49.29 voru fjar- verandi eða greiddu ekki atkvæði. Þá samþykkti þingið að leggja til að breska stjórnin gæfi út yfirlýsingu þess eðlis að Bretland myndi aldrei verða fyrri til að beita kjarnorku- vopnum. Þessar niðurstöður guðsmann- anna hafa verið túlkaðar á mismun- andi hátt, t.d. var Margret Thatcher mjög ánægð með niðurstöðurnar, „þær voru frábærar og ræðurnar margar hreinustu gimsteinar,” sagði frú Thatcher. Flest bresku blaðanna litu á útkomuna sem sigur fyrir Thatcher og stjórn hennar ekki síður en NATO. Blöð vinstri sinna voru ekki eins ánægð og einbeittu sér fremur að samþykktinni um að hvetja til að nota ekki kjarnorku- vopn að f.vrra bragði. Blað kommún- istaflokksins, Morning Star, sagði til dæmis að sú samþykkt væri einhver merkilegasta hólmganga við stefnu NATO sem um gæti. Hugh Montifiore, biskup í Birm- ingham, var einn af duglegustu tals- mönnum þeirra sem voru gegn til- lögu Bakers. Eftir að tillagan hafði verið felld, sagði Montifiore að úr- slitin væru skilaboð til þeirra í austri að friðarhreyfingarnar væru ekki einráðar á vesturlöndum og þær ættu í kjölfarið á samþykktinni að endurskoða stefnur sínar. Talsmenn friðarhreyfinganna í Bretlandi létu ekkert hafa opinberlega eftir sér í gær, en úrslitin voru talin talsvert áfall fyrir þær. Fárviðri á Hawaii New Vork, 11. Tebrúar. Al*. FELLIBYLJIR og fárviðri gerðu íbúum Hawaii og Florida lífið leitt í gær og í Honolulu gekk 3—5 metra hár brotsjór langt á land upp. Sex manns slösuðust og talsvert eigna- tjón varð. „Þetta er versta veður sem ég man eftir síðan árið 1969, en þá voru hæstu bylgjurnar allt upp í 15 metra háar," sagði tals- maður veðurstofunnar á Hawaii. Yeðrinu á Hawaii fylgdi gífurleg úrkoma og rok, þök fuku af húsum og rúður brotnuðu. I Florida var veðrið lítið betra, þök fuku af húsum og símastaur- ar fuku um koll. Manntjón var þó ekkert á þeim slóðum. Veðurútlit víða annars staðar í Bandaríkj- unum var ekki gæfulegt í gær og í norðausturríkjunum var tals- vert um að fólk birgði sig upp af matvælum og öðrum vistum þar sem mikilli snjókomu var spáð. fttagtmlilfifeifeí A SKIÐUM 1983 1. JANUAR — 30. APRIL Skráningarspjald NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKÍÐUM 1983 Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á timabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Hérað Hve oft Skiliö skráningarspjaldinu til skíöafélags, á skíðastað eöa til annarra aöilja sem verða auglýstir síðar. SENDA MÁ SPJALDIÐ MERKT SKÍÐASAMBANDI ÍSLANDS, ÍÞRÓTTAMIÐSTÖDINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. Askriftarsíminn cr 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.