Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI ~ EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Dollaraverð hækkaði DOLLARAVERÐ hækkaAi um 1,17% í síðustu viku, en við upphaf vikunnar var sölugcngi Bandaríkjadollars 18,860 krónur, en sl. fostudag var það skráð 19,080 krónur. Frá áramótum hefur Bandaríkja- dollar hækkað um 14,6% í verði, en í upphafi árs var sölugengi Banda- ríkjadollars 16,650 krónur. Frá gengisfellingunni 5. janúar sl. hefur dollaraverð hækkað um 5%, en í kjölfar gengisfellingarinnar var sölugengið skráð 18,170 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 0,21% í verði í liðinni viku, en við upphaf hennar var sölugengi pundsins skráð 28,960 krónur, en sl. föstudag var það skráð 29,021 króna. Frá áramótum hefur brezka pundið hins vegar hækkað um 8,16%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 26,831 króna. Frá gengisfellingunni hefur brezka pundið lækkað um 1,7% í verði, en í kjölfar gengisfell- ingarinnar var sölugengi þess skráð 29,526 krónur. DANSKA KRÓNAN Danska króna lækkaði um 0,3% í verði í liðinni viku, en við upphaf hennar var sölugengi dönsku krón- unnar skráð 2,1957 krónur, en sl. föstudag hins vegar 2,1893 krónur. Frá áramótum hefur danska króna hækkað um 10,3% í verði, en í upp- hafi árs var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. Frá gengisfellingunni hefur danska króna lækkað um 0,07% í verði, en í kjölfar hennar var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,1908 krónur. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið lækkaði um 0,38% í verði í liðinni viku, en við upphaf hennar var sölugengi þess skráð 7,7184 krónur, en sl. föstudag var það hins vegar skráð 7,6889 krónur. Frá áramótum hefur vest- ur-þýzka markið hækkað um 9,77% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. Frá geng- isfellingunni hefur vestur-þýzka markið lækkað um 0,45% í verði, en í kjölfar gengisfellingarinnar var sölugengið skráð 7,7237 krónur. Dísilbílum mun fjölga verulega í framtíöinni — segir aðalforstjóri BP Oil International MJÖG áþreifanleg breyting, í þá átt að bílar verði knúnir dísilvélum í stað benzínvéla, mun eiga sér stað á næstu 20 árum, sagði David Simon, aðalforstjóri BP Oil Internationa! nýlega. I ræðu sem David Simon flutti í Melbourne í Ástralíu nýlega, sagði hann það skoðun sína, að hlutfall benzinbíla annars vegar og dísil- bíla hins vegar myndi væntanlega fara úr 4 á móti 1 í 3 á móti 1. „Það eru aðallega tvær ástæður, sem liggja þessari skoðun til grundvallar. Fyrir það fyrsta eru dísilvélar mun eyðslugrennri en benzínbílar og í annan stað, þá hefur framleiðendum dísilvéla orðið ótrúlega vel ágengt í því að framleiða lágværari vélar en áður þekktust. Vöru- og vöruflutningabílar, sem hafa verið knúnir benzínvél- um munu á næstu árum í mjög auknum mæli fara yfir í dísil. Sér- staklega verður þessi þróun mikil í Bandaríkjunum, þar sem benzín- bílar hafa verið í verulegum meirihluta," sagði David Simon. David Simon sagði það enn- fremur sína skoðun, að þessi þróun ætti eftir að verða veruleg í fólksbílum. Hann sagði að vænt- anlega yrðu um 15% þeirra fólks- bíla, sem seldir verða á Evrópu- markaði árið 1990 með dísilvélum, samanborið við 6% t dag. David Simon sagði ennfremur, að ákveðin efnahagsleg atriði í rekstri hreinsistöðva kæmu í veg fyrir, að framleiðsla dísilbíla gæti náð yfirhöndinni yfir benzínbíl- ana. „Allar hreinsistöðvar framleiða ákveðið magn af svokölluðu „straight run“ benzíni, sem verður með einhverjum ráðum að selja. Ef það tekst ekki mun sá kostnað- ur óumflýjanlega lenda á olíu- framleiðslunni," sagði David Sim- on. „Ég á því fyllilega von á því að sjá stóran markað fyrir benzínbíla í heiminum um aldamótin. Fyrir kaupandann hafa þessi bílar óneitanlega ákveðna yfirburði yfir dísilbílana. Þar á ég við upptak vélarinnar og þá staðreynd, að benzínbílarnir eru hávaðaminni, auk þess sem þeir verða ódýrari 1 framleiðslu um ókomin ár,“ sagði David Simon. Almennt talað sagði David Sim- on, að stærri og stærri hluti svart- olíuframleiðslu heimsins myndi á næstu árum fara til samgangna. Metár hjá BMW 1982: Um 21,7% söluaukning og 7,7% framleiðsluaukning BAYERISCHE Motoren Werke AG, BMW, tilkynnti í vikunni, að síðasta ár hefði verið það bezta, bæði hvað varðar framleiðslu og sölu, og von væri á jafnvel enn betri tíð í ár, ef marka megi eftirspurn. Eberhard Von Kuenheim, aðal- forstjóri BMW, sagði á blaða- mannafundi, að rekstrarhagnaður fyrirtækisins á síðasta ári væri liðlega 145 milljónir vestur-þýzkra marka, en sagði jafnframt, að endanlegar rekstrarniðurstöður myndu ekki liggja fyrir fyrr en á aðalfundi fyrirtækisins í apríl- mánuði nk. „Það er hins vegar al- veg ljóst, að útkoman er mjög góð.“ Heildarsala BMW jókst um lið- lega 21,7% á síðasta ári, í mörkum talið, en heildarsalan nam alls um 11,6 milljörðum marka. Fram- leiðsla fyrirtækisins jókst hins vegar um liðlega 7,7% og voru framleiddir alls 378.769 bílar á ár- inu. Von Kuenheim sagði að afhentir hefðu verið 377.684 bílar, sem væri um 8,2% aukning frá árinu á und- an. Hins vegar hefði orðið um 5,5% samdráttur á heimamarkaði, sem skýrðist af því, að heildar- samdrátturinn í sölu bíla í Vest- ur-Þýzkalandi á síðasta ári hefði verið liðlega 8%. Útflutningur BMW jókst um liðlega 17,3% á síðasta ári, en alls var skipað út um 247.000 bílum. Heildarhlutur útflutnings fyrir- tækisins á síðasta ári var um 65% og sagði Von Kuenheim, að reikn- að væri með enn frekari aukningu á þeim vígstöðvum. Stærstu útflutningsmarkaðir BMW eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Til Bandaríkjanna voru nú í fyrsta sinn seldir yfir 50.000 bílar. Til Bretlands voru seldir liðlega 20.000 bílar og til Frakklands voru seldir um 33.000 bílar, sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Á íslandi voru seldir samtals 454 nýir fólksbílar af BMW-gerð á síðasta ári, sem er um 5,30% markaðshlutdeild. Harris lávarður gestur á Viðskiptaþingi Verzlunarráðs íslands: Þekktur sem einn helzti baráttumaður hinnar nýju markaðshyggju heima fyrir llarris lávarður, framkvamda.stjóri Institute of Economic Affairs í London verður gestur Verzlunarráðs íslands á Viðskiptaþingi þess 16. febrúar nk. Ilann flytur þar erindi um samkeppni í atvinnulífi og stjórnmálum. Morgunblaðið innti Kjartan Stef- ánsson, blaðafulltrúa Verzlunar- ráðs fslands nánar eftir störfum og ferli Harris lávarðar. Harris lávarður er vel þekktur í heimalandi sínu sem einn helsti baráttumaður hinnar nýju mark- aðshyggju. Hann og stofnun hans áttu veigamikinn þátt I þeirri við- horfsbreytingu í Bretlandi, sem leiddi til kosningasigurs Margaret Thátchers. Institute of Economic Affair, IEA, hefur starfað í 25 ár og var llarris einn aðalstofnandi hennar. Á fyrstu árunum var á brattann að sækja, hagfræðikenningar Keynes voru ríkjandi og menn höfðu oftrú á svonefndum félagslegum lausnum. IEA fékk til liðs við sig færustu sér- fræðinga til rannsókna á efna- hagsmálum og brátt hófst öflugt út- gáfustarf og fyrirlestra- og nám- skeiðahald. Forsvarsmenn IEA þakka sér endurreisn frjálsrar verðmyndunar í smásölu 1964, en meðal annarra baráttumála þeirra sem náðu fram að ganga voru fljótandi gengi breska pundsins og aðhaldsstefna í peningamálum. Harris hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um efnahags- og stjórn- mál. Eitt meginviðfangssefni hans er verksvið ríkisvaldsins. Þar hefur hann lagt sitt af mörkum til að hnekkja goðsögn aldarinnar um að öflugt ríkisvald geti læknað hvaða efnahagsvanda sem er. Þvert á móti sé ríkisvaldið aðeins ill nauðsyn og hugmyndin um fullkomna ríkis- stjórn blekking ein. Hann telur, að mikilvægasta verkefni í efnahagsmálum á þessum áratug, sé, hvernig minnka megi umsvif rikisins og miða hlut þess einvörðungu við þá þjónustu, sem óumflýjanlegt er að veita og ekki hægt að fjármagna öðruvísi en með skattheimtu, t.d. löggæsla og land- varnir. Það eru mistök ríkisvaldsins fremur en mistök markaðarins, sem hrjáð hafa mannkynið, að dómi Harris. Ríkisvaldið hefur brugðist einstaklingunum. Valdafíkn hindr- ar ríkisvaldið í því að hætta rekstri eða eftirliti með því, sem markaðs- öflin, framboð og eftirspurn, hafa dæmt úr leik, og þannig er um tvo þriðju af starfsemi ríkisvaldsins. Loks hefur ríkisvaldið veikt siðferð- ið sem annars vegar kemur fram í þeirri spillingu, sem fær þrifist í opinberri starfsemi, og hinsvegar í undanbrögðum einstaklinga frá skattheimtu. Harris lávarður fæddist árið 1924 og lauk hagfræðinámi frá háskólan- um í Cambridge. Á árunum 1949—56 var hann háskóiafyrirles- ari í þjóðhagfræði í St. Andrews Harris lávarður. University. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri IEA frá stofnun og er nú formaður Mont Pelerin samtak- anna. Harris var aðlaður árið 1979 og á því sæti í bresku lávarðadeild- inni, þar sem hann hefur látið mikið að sér kveða í umræðum um efna- hagsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.