Morgunblaðið - 12.02.1983, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983
• Björn Víkingsson, Akureyri, er efstur í karlaflokki í Bikarkeppni SKÍ
í alpagreinum. Hér má sjá Björn í stórsvigi.
Bikarkeppni SKÍ:
Björn og Nanna
eru efst
29.000. stig Jabbars:
Annar stigahæsti leik-
maöur í sögu NBA
Staðan í
blakinu
NÚ UM helgina veröa leiknir
nokkrir leikir í blakinu sem
hefur veriö frestað vegna
ófærðar noröur í land. í
kvöld leika aö Ýdölum
Bjarmi og Þróttur kl. 20.30.
Þróttur heldur síðan til Akur-
eyrar og leikur þar á morgun
gegn UMSE í Glerárskóla og
hefst sá leikur kl. 15.00, strax
að þeim loknum leika KA og
UBK í 1. deild kvenna. Stúlk-
urnar leika síðan á sama
stað á sunnudeginum og
hefst sú viðureign kl. 14.00.
Staðan í blakinu fyrir
þessa leiki er nú þessi:
I. DEILD KAKLA:
I'róttur 12 ll — 1 35:10 22
ÍS ll 9— 2 29: 9 18
Bjarmi 9 4— 5 12:18 8
I MSE 9 2— 7 8:24 4
Víkingur ll 0— 11 10:33 0
I. DEILD KVE.VNA: l»róttur I2 12— 0 36:10 24
ÍS I2 J0— 3 35:10 20
I BK 10 4— 6 16:19 8
KA 8 1- 7 3:21 2
Víkingur 11 0- II 3:33 0
2. DEILI) KAKLA. IIK 7 5-2 16: 7 10
Samhygð 7 4—3 16:14 8
Fram 5 3-2 12:10 6
I BK 6 2—4 10:14 4
l»róttur Nes. 5 1—4 5:14 2
Adidas-mót í
handknattleik
DAGANA 14. og 15. febrúar
næstkomandi verður Adi-
dasmótið í handknattleik
haldið í Laugardalshöll.
Þessa dagana er landsliö
okkar að hefja sinn lokaund-
irbúning fyrir B-Heimsmeist-
arakeppnina, sem verður í
Hollandi síöar í þessum
mánuði. Því fannst forráða-
mönnum Adidas á íslandi til-
valiö aö halda mótiö nú og
gefa landsliöinu tækifæri til
að taka þátt í sterku æfinga-
móti.
Auk landsliðsins, sem
mun leika með tvö lið, veröa
1. deildarlið KR, Víkings og
Vals með í mótinu. Fyrir-
komulag mótsins verður
þannig, aö aliir leika við alla.
Hvert lið leikur tvo leiki sitt
hvort kvöldið. Leikið veröur í
2x20 mínútur.
Sigurvegari í mótinu fær
að launum veglegan far-
andbikar og bikar til eignar.
Einnig fær sigurliö verð-
launapeninga. Verölaunin
eru gefin af Adidasumboð-
inu.
Dregið hefur verið um
niðurröðun leikja. Þeir veröa
sem hér segir:
Mánudagur 14. febrúar:
19:00 Víkingur — Landsliö 2
19:45 KR — Valur
20:30 Víkingur — Landsliö 1
21:15 Landsliö 2 — Valur
22:00 KR — Landslið 1
Þriðjudagur 15. febrúar:
19:00 Víkingur — Valur
19:45 Landslið 2 — KR
20:30 Valur — Landsliö 1
21:15 Víkingur — KR
22:00 Landsliö 2 — Landsliö
1
Af þessu má sjá, aö hér er
um afar sterkt mot aö ræða.
Nú gefst fólki færi á að sjá
alla af okkar sterkustu hand-
knattleiksmönnum í sínu
besta formi.
• Mario Zagao, heimsmeistari
með brasilíska landsliðinu 1958
og 1962, hefur skrifað undir þjálf-
arasamning við Al Nasser í
Saudi-Arabíu. Fær hann nærri
þrjár mílljónir viö undirskrift, auk
fastra mánaðarlauna og sigur-
launa.
BIKARKEPPNI SKÍ 1983 heldur
áfram með þorramótinu á ísafirði
um helgina, sem er bikarmót í
alpagreinum og göngu. Keppt
verður á Seljalandsdal og er Haf-
steinn Sigurðsson leikstjóri í
alpagreinum en Sigurður Gunn-
arsson í göngu. Þeir keppendur
sem verið hafa við keppni erlend-
is eru nú mættir til leiks og má
því búast viö harðri keppni.
Staðan í Bikarkeppni SKÍ er nú
þessi:
ÍS VANN sanngjarnan sigur á
UMFG á fimmtudagskvöldið í 1.
deild karla í körfubolta. Mikil
spenna er nú komin í deildina og
framundan er mikil barátta á milli
Hauka, ÍS og Þórs um úrvals-
deildarsætíð næsta ár. Ómögu-
legt er að spá hvaða lið ber sigur
úr býtum, tíminn verður aö skera
úr um þaö.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn
af miklum krafti og komust í 6—0
og héldu þeir síöan forystunni
framan af. En á 13. mínútu er
staðan var 28—28, small allt í
baklás hjá UMFG. Leikmenn ÍS
fóru bókstaflega hamförum á
vellinum og náðu upp góðri for-
ystu fyrir leikhlé, 53—40.
I seinni hálfleik haföi iS ávallt
forystu en gekk þó hálf illa aö
hemja ungu strákana frá Grindavík
framan af. En á 13. mínútu s.h. er
staöan var 77—72 skeöi það sama
og í f.h., ÍS skildi Grindavík alger-
lega eftir og lokatölur urðu
107—88.
Alpagreinar:
Karlar: stig
1. Björn Vikingsson, A 35
2. Árni G. Árnason, H 33
Siguröur H. Jónsson, I 25
Elías Bjarnason. A 23
Ganga: stíg
1. Einar Ólafsson, l’ 25
2. Gottlieb Konráðsson, Ó 20
3. Ingólfur Jónsson, R 15
4. Haukur Sigurösson, Ó 15
Konur. •tig
1. Nanna Leifsdóttir, A 50
2. Guörún H. Kristjánsd., A 40
3—4. Tinna Traustadóttir, A 15
3—4. Hrefna Magnúsdóttir, A 15
Kintzinger var langbestur hjá
UMFG, stjórnaöi hann liði sínu eins
og herforingi í leiknum. Hjá iS voru
allir frekar jafnir en Gísli, Bock og
Árni stóöu þó vel fyrir sínu.
Stigin skoruöu:
ÍS: Gísli Gíslason 30, Pat Bock
28, Árni Guömundsson 27, Bene-
dikt Ingþórsson 8, Karl Ólafsson 8,
Ágúst 4 og Eiríkur Jóhannesson 2.
UMFG: Douglas Kintzinger 49,
Ingvar Jóhannsson 20, Hjálmar
Hallgrímsson 7 og Pétur Ingólfs-
son 6.
Staðan í 1. deild:
Haukar 11 9—2 1000—783 18
ÍS 12 9—3 1081—865 18
Þór 9 7—2 758—668 14
UMFG 12 2—10 883—1077 4
UMFS 10 0—10 693—1022 0
Kareem Abdul-Jabbar, sem ís-
lenskir körfuknattleiksunnendur
kannast vel við af skjánum, skor-
aði sitt 29.000. stig í NBA í fyrra-
kvöld er Lakers sigruöu Utah
Jazz 113:99.
Hann skoraöi 16 stig í leiknum,
en fyrir leikinn vantaði hann aöeins
fjögur stig í þennan stórkostlega
áfanga, og er hann nú annar stiga-
hæsti leikmaöur í sögu NBA. Þeg-
LAUGARDAGINN 5. febrúar sl.
var vígt nýtt félagsheimili íþrótta-
félagsins Þórs í Vestmannaeyj-
um. Húsiö er innflutt timburhús
og var áöur notað sem skóla-
húsnæði í nýja vesturbænum og
keypti Þór húsið af Vestmanna-
eyjabæ. Einn af elstu Þórsurum
bæjaríns, Páll Eyjólfsson, gaf
húsinu nafn og kallast þaö nú
Þórshamar.
íþróttafélaginu Þór bárust
margar góöar gjafir í tilefni þessa
merka áfanga í sögu félagsins en
þess má geta aö Þór var stofnaö
árið 1913 og heldur því i ár hátíö-
legt 70 ára afmæli félagsins. M.a.
ar hann skoraði sitt fjóröa stig
snemma í leiknum, var leikurinn
stöövaöur um tíma og honum af-
hentur knötturinn aö gjöf.
13.656 áhorfendur í Forum risu
úr sætum og klöppuðu Jabbar lof í
lófa. Auk stiganna 16 sem hann
skoraði tók hann 13 fráköst og
blokkaöi 8 skot. Þetta var fjórði
sigur liðsins í röö og 13. heimasig-
urinn í röö.
færöi vel virkt stuöningsmannafé-
lag Þórs félaginu að gjöf nýjan
glæsilegan félagsfána og drengir í
3. flokki Þórs gáfu félagi sínu and-
viröi 1/3 af kaupveröi hússins. Vakti
þessi framtakssemi og höföingssk-
apur drengjanna í garö félagins
mikla athygli en hér er um aö ræöa
fjárhæð sem nemur um 100 þús.
kr.
íþróttafélagiö Þór mun nota
Þórshamar til alhliöa félagsstarfs.
Formaöur Þórs er Friörik Karlsson
og formaöur hússtjórnar Jónas
Bergsteinsson.
— hkj.
1. deildin í körfu:
ÍS vann öruggan
sigur á UIVIFG
— mikil barátta í 1. deild
Ljótm. Sigurgeir J.
• 3. flokkur Þórs sem færði félagi sínu rausnarlaga gjöf. Með strákun-
um á myndinni eru Sveinn Sveinsson þjálfari og Ragnar Sigurjónsson
primus mótor liösins.
• Nýr félagsfáni, gefinn af stuöningsmannafélaginu.
• Þórshamar, hið nýja félagsheimili Þórs í Vestmannaeyjum.
Þór vfgir nýtt
félagsheimili
Vestmannaeyjum, 10. febrúar.