Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 mmm „Mmc&> áttu vi<5. Jar&aYberín ekki fersk^ Eg sem opnab'i dós'ma -fyrir c^e'ms fimm mínótumí" HÖGNI HREKKVÍSI »t>e.TTA E«? NÓ STOM'/AKPSSPIL A£> HANS SKT'P'. Þunnur hafragrautur Kolbeinn Guðmundsson á Auðn- um skrifar: „Það var einhver að þakka Svavari Gestssyni, félagsmála- ráðherra, hversu mikið hefði áunnist fyrir gamla fólkið fyrir hans tilhlutan. Það fengi nú laun, sem væru svo rífleg, að það væri alveg þokkalegt að lifa á þeim. Ekki vil ég lasta Svavar Gestsson, það er sómamaður og á kannski nokkurn þátt í því, að kjör gamla fólksins eru þó betri en þau voru. En svo kom hér gamall maður á síðasta hausti, og við vorum að ræða ellilaunin. Hann sagði: „Jú, það er nú svona, að ellilaunin og tekjutryggingin eru 10% af ráð- herralaunum." Það þýðir, að ef Svavar Gestson þarf 10 krónur til að forsorga sitt heimili, þá fáum við gamla fólkið 1 krónu. Það á að duga. Og gamli maðurinn var ekkert hrifinn af þessu. Það búa hér gömul hjón í stóru húsi. Það var að vísu ekki byggt upphaflega sem tveggja manna íbúð, en þegar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, þá er það of stórt. En hér verða gömlu hjónin að búa, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Húsið er gott, en stórt og dýrt í upphitun, um 6 þúsund krónur á mánuði. Raf- magnið er um hálft annað þúsund á mánuði. Að vísu kemur svokall- aður olíustyrkur, bölvað skítti, eftir fimm mánuði, og miðast við höfðatölu en ekki hússtærð, sem væri þó nokkuð nær sanni. Það er nú svo skrýtið með okkur íslendinga, að þó að olían stórlækki á heimsmarkaði, þá skal hún að sama skapi hækka hér á landi. Það er eins og við höfum engan áhuga á að kaupa ódýra olíu eða reyndar aðra vöru. Enda skiljanlegt: Því dýrari sem varan er því meiri tekjur fyrir umboðsaðila hennar og ríkið. Og þar er góð samstaða á milli. Því er ekki að neita að hagur gamla fólksins hefur batnað frá því sem áður var. Ekki vil ég nú þakka Svavari Gestssyni einum fyrir það. Þar hafa fleiri komið við sögu. Það segja sumir, að þessi svokölluðu ellilaun séu eng- in ölmusa; aldamótafólkið sé búið að leggja þetta inn í þjóðarbúið á langri stritandi ævi. En samt sýnast mér ellilaunin ekki vera ríflegri en það, að flestir, sem þau verða að þiggja, megi láta sér nægja þunnan hafragraut í flest mál.“ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. SVR svarar fyrirspurnum um nýja akstursleið Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, skrifar 10. febrúar: „Vegna fyrirspurnar Ingu Ein- arsdóttur í Morgunblaðinu í dag um það hvort ekki sé að vænta nýrrar leiðar úr Breiðholtunum um Elliðaárvog og Kleppsveg, skal frá því greint, að í tillögum þeirra sérfræðinga, sem hafa á hendi endurskoðun leiðakerfisins, er gert ráð fyrir ýmsum umbótum, ásamt þeim sem hér um ræðir. Hvenær leiðabreytingin lítur dagsins ljós er eigi unnt að svara að þessu sinni, a.m.k. ekki fyrr en viðunandi grundvöllur er fundinn undir rekstur þessa þjónustufyr- irtækis." Þessir hringdu . . . Fræðandi þættir 0165—8794 hringdi og hafði eft irfarandi að segja: — Mig langar til að bera upp þá ósk við Ríkis- útvarpið að endurteknir verði þættirnir „Við köllum hann róna“, sem hafa verið á dagskrá á þriðju- dagskvöldum kl. 23.15. Og gott væri að þá yrði valinn betri tími fyrir þættina, sem eru að mínu mati mjög fræðandi og gefa inn- sýn í það, hvernig farið getur í lífi einstaklinganna, þegar vímugjaf- ar ná yfirhöndinni. Á þakkir skilið Arndís Ásgeirsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri innilegu þakklæti til Margrétar Matthíasdóttur, bæði fyrir Morg- unblaðsgrein hennar og útvarps- Margrét Matthíasdóttir erindi. Hvert einasta orð hennar er mikill sannleikur. Mér fannst ég vera að lesa mína eigin sögu þarna, þar sem ég er sjálf fimm barna móðir og heimavinnandi að auki. Hún á svo sannarlega þakkir skilið fyrir framtakið og mér finnst að þætti að senda þing- mönnum eintak af hvoru tveggja, grein og erindi. Refsingin lætur ekki á sér standa Sigríður Sigurjónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — í þættinum Bræðingi, sem var á dagskrá útvarpsins í gær (fimmtud.), var m.a. talað um skattamál hjóna, þar sem annað vinnur heima en hitt úti á vinnu- markaðinum, og vakin athygli á því herfilega misrétti, sem þau eru beitt við álagningu opinberra gjalda. Af þættinum varð Ijóst, að hið opinbera lítur á það sem refsi- vert athæfi, þegar hjón skiptast þannig milli heimilis og vinnu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.