Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Veður víöa um heim Akureyri 9 skýjaó Amsterdam 2 skýjaó Barcelona 4 heiðskírt Berlin -2 skýjaó Brússel +1 skýjað Chicago -1 skýjað Dublin 4 rigning Feneyjar 3 alskýjaó Frankfurt +1 snjókoma Færeyjar 7 alskýjaó Genf -1 skýjaó Hetsinki +3 skýjaó Hong Kong 15 rigning Jerúsalem 16 heiðskírt Jóhannesarborg 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Kairó 19 heióskírt Las Palmas 16 skýjaó Lissabon 10 heiðskírt London 3 snjókoma Los Angeles 26 heiðskírt Madrid 5 heiðskírt Mallorca 0 snjókoma Malaga 11 lóttskýjað Mexíkóborg 23 heiðskírt Miami 24 skýjað Moskva -8 skýjað Nýja Delhi 21 heiðskírt New York +2 snjókoma Ósló -10 skýjað París 0 snjókoma Peking 2 heiðskirt Perth 27 heiðskírt Reykjavik 3 þoka Rio de Janeiro 31 skýjað Rómaborg 7 rígning San Francisco 17 skýjað Stokkhólmur -2 snjókoma Sydney 29 rigning Tel Aviv 16 heiðskírt Tókýó 8 heiðskírt Vancouver 9 rigning Vínarborg 2 skýjað Njósnamálið í Danmörku: Danskur tæknifræðingur fletti ofan af Modorov Mallur Mallsson blm. Mbl. skrifar frá Danmörku. MÁL sovéska KGB-njósnarans Yevenith Leonidovizh Modorovs hefur vakið mikla athygli hér á landi og enn á ný varpað Ijósi á víðtækar njósnir Sovét- manna á Vesturlöndum, ekki síst Norðurlöndum, en Modorov var vísað úr landi á fimmtudag. Modorov kom til Danmerkur árið 1979 og var gerður sendiráðsritari og yfirmaður þeirrar deildar í sendiráðinu í Kaupmannahöfn sem hefur með vísinda- og tæknimál að gera. Hann er hinn dæmigerði sovéski njósnari í dag, heimsmaður í þess orðs fyllstu merkingu. Kemur vel fyrir, þykir „sjarraer- andi“ og er vel að sér um hin margvíslegustu málefni. Hann bjó í glæsilegri íbúð í Lyngby, í úthverfi Kaupmannahafnar, ásamt konu sinni og ók um á dýrustu gerð af Volvo. Að baki fáguðu yfirborðinu var kaldrifjaður njósnari. Hann bland- aði geði við vísindamenn og tækni- fræðinga, sótti margvíslegar ráð- stefnur, var alltaf við höndina er vísindi og tæknimál bar á góma. Þá var Modorov þekktur meðal stúdenta við tækniháskólann í Lyngby. Markmiðið augljóst, að leita að hugsanlegum njósnurum meðal vísindamanna framtiðar- innar. Að baki fágaðri framkomunni, brosinu, var maður sem sífellt var að leita að njósnara — reyna að finna út hverjir voru líklegir til að vilja að njósna, hverjir áttu í fjár- hagserfiðleikum og þar fram eftir götum. Fimmti Sovétmaðurinn sem vísað er frá Norðurlöndum á stuttum tíma Modorov er fimmti sovéski njósnarinn sem rekinn er úr landi á Norðurlöndunum á skömmum tíma og Ijóst er að Sovétmenn hafa stóraukið njósnastarfsemi sfna. þann sjötta febrúar fyrir rúmu ári komst upp um víðtækar njósnir Sovétmanna í Noregi og tveimur sendiráðsmönnum var vísað úr landi, Oleg Dokudovski og Eugenij Votiloski og fyrir rúmum sex vik- um var tveimur Sovétmönnum vís- að úr landi í Svíþjóð, Pjorskirokij, hernaðarráðgjafi við sendiráðið I Stokkhólmi og Juri Averin, sov- éska konsúlnum í Gautaborg. Fyrir nokkrum árum komst upp um víðtækar njósnir danska tæknifræðingsins Bent Weidil. Sovétmenn lögðu snörur sína fyrir hann og olli hann miklum skaða áður en hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Danskur tæknifræðingur afhjúpaði Modorov Strax og Modorov var gerður að fyrsta sendiráðsritara sovéska sendiráðsins beindust augu dönsku öryggisþjónustunnar, PET skammstafað, að honum, en það var aðeins hefðbundið eftirlit. Danskur tæknifræðingur kom upp um Modorov að því er blöð herma. Modorov setti sig í samband við Danann fyrir rétt rúmu ári. Mod- orov vildi komast yfir upplýsingar um elektrónískan stýribúnað. í stað þess að gangast Rússum á hönd, sneri Daninn sér til PET og þá byrjuðu hjólin að snúast fyrir alvöru. Daninn féllst á að starfa sem gagnnjósnari og láta Sovét- mönnum í té upplýsingar sem ekki voru mikils virði, en gerðu þá „heita“. PET fylgdist með Modorov nótt sem nýtan dag og þegar Dan- inn hélt til fundar við Rússann hafði hann hljóðnema innan klæða og myndir voru teknar af fundi þeirra. Þannig fengu Danir óyggj- andi sannanir fyrir njósnum Mod- orovs. Spilin lögð á borðið á mánudag Ljóst varð að njósnir Modorovs voru víðtækari. Undir það síðasta virtist hann vera farinn að gera sér ljóst að farið var að hitna í kolunum og fyrir skömmu fóru tveir af samstarfsmönnum hans úr sendiráðinu úr landi. Modorov hafði komið upp neti danskra njósnara sem seldu honum upplýs- ingar, en hversu víðtækt það er, er og verður líklega á huldu. „Við höf- um óyggjandi sannanir gegn Mod- orov,“ sagði Erik Nina-Hansen dómsmálaráðherra Dana við blaðamenn, en Ninn-Hansen utan- ríkisráðherra og Hans Fengel varnarmálaráðherra. Ráðið kom saman til fundar á mánudag og lagði PET þá fram sannanir sínar gegn Modorov. Þá var ákveðið að vísa Modorov úr landi. Ástæðan fyrir töfinni er talin sú að ráðherr- arnir vildu bíða með að vísa honum úr landi þar til umræðum um með- aldrægar eldflaugar í Þjóðþinginu væru afstaðnar. Þeir óttuðust að vinstri flokkarnir myndu reyna að þyrla upp pólitísku moldviðri og þannig reyna að hafa áhrif á þing- menn þannig að Modorov-málið yrði hápólitískt þrætuepli í Kaup- mannahöfn. Raunar hefur Ib Nor- lund, hugmyndafræðingur danska kommúnistaflokksins lýst þvf yfir að hann efist um gildi sannana á hendur Modorov. Áhugi Modorovs beindist m.a. aö tæknibúnaði F-16 orrustuþota Erik Ninn-Hansen dómsmála- ráðherra vildi lftið tjá sig um að hverju áhugi Modorovs hefði beinst að öðru leyti en því að hann hefði sóst eftir upplýsingum um háþróaðan stýribúnað. Danir hafa keypt 58 F-16 þotur frá Bandaríkj- unum, en í samningum eru ákvæði sem gera ráð fyrir að dönsk fyrir- tæki framleiði ýmsan tæknibúnað í þoturnar. í Danmörku hafa tíu slík fyrirtæki verið nefnd sem lík- leg eru talin hafa vakið áhuga Modorovs. Ljóst er að Sovétmönnum hefur orðið vel ágengt í njósnum á Vest- urlöndum og benda menn á stýri- búnað SS-13 eldflauga Sovét- manna sem er sláandi líkur þeim sem er í hinum bandarfsku. Andropov heilinn á bak við njósnir Modorovs Erik Ninn-Hansen sagði að ljóst væri að Sovétmenn hefðu stórauk- ið njósnir sínar á Vesturlöndum á síðustu árum, annars vegar á sviði hernaðar, en hins vegar iðnnjósnir. í sendiráði Sovétmanna í Kaup- mannahöfn er nú 120 manna starfslið og er talið að 40 þeirra séu í þjónustu KGB. Það er ljóst, það er núverandi leiðtogi Sovét- ríkjanna, Juri Andropov, sem er heilinn á bak við stóraukna njósnastarfsemi Sovétmanna á Vesturlöndum. Áhrif og völd KGB hafa mjög vaxið og þaö sést best á skipun Juri Andropovs sem ritara sovéska kommúnistaflokksins. Hann aftur hefur verið iðinn að koma „sinum mönnurn" að f sov- éska kerfinu. Talið er að nú stafi 700.000 manns hjá KGB. Lang stærstur hluti þeirra hefur það verkefni að fylgjast með samborg- urum sínum, en utan Sovétríkj- anna er talið að um 6000 njósnarar séu á vegum KGB, þeim er stjórn- að frá höfuðstöðvum KGB í Moskvu. Fréttir í stuttu máli: Aldrei fleiri gjaldþrot í Noregi Osló, 11. febrúar. AP. TILKYNNT var í Noregi í gær, að fleiri fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota árið 1982 en nokkru sinni fyrr. Það ár voru auk þess fleiri samsteypuumræður í gangi en nokkru sinni fyrr. 1982 fóru 955 aðilar eða fyrirtæki á höfuðið, 69 samsteypuviðræður voru í gangi. Árið á undan, 1981, var það hæsta fram að því, þá voru samsvarandi tölur 810 og 55. Höfuðborgin, Osló, var vettvangur 192 gjaldþrota. 29 prósent tilfell- anna voru í verslun, 16 prósent í byggingariðnaði og 15 prósent í iðn- aði. 55 prósent þeirra sem misstu vinnu sína vegna þessa komu þó úr þriðja hópnum, iðnaði. Frægasta glæpa- kvendi Indlands gefur sig fram NýjaDehlf, II. febrúar. AP. EINHVER frægasti afbrotamaður Indlands, hin 27 ára gamla Poolan Devis, mun leggja niður vopn sín á laugardaginn og gefa sig á vald yfir- völdum. L'ppgjöfin, sem átti að fara fram með viðhöfn í gær, var frestað til dagsins í dag af ókunnum ástæðum. Árum saman hefur indverska lögreglan reynt að hafa hendur í hári glæpadrottningarinnar Poolan, en hún og bófaflokkur hennar hafa farið með morðum og ránum í hinum hrjóstrugu landamærahéruðum milli Uttar Pradesh og Madhaya Pradesh. Poolan og sveit hennar hafa á samviskunni 70 morð, vopnuð rán og mannrán og er ekki gert ráð fyrir að hún fái vægan dóm. Það kom lögreglunni og yfirvöld- um talsvert I opna skjöldu fyrir skömmu, er ungfrú Devis hafði sam- band við yfirvöld og bauðst til að gefa sig fram. Talið er að minnst fimm karlmenn úr glæpaklíku henn- ar muni fylgja henni inn fyrir múr- ana. Mið-ítalfa á kaf í snjó Róm, II. tebriíir. AP. MJÖG óvænt stórhríð skall á miðhluta Ítalíu f gær og var sums staðar allt aö tveggja metra djúpur jafnfallinn snjór eftir að lægðin var haldin á vit annarra landa og héraða. Mörg fjailaþorp og skfðahótel ein- angruðust gersamlega og I Róm tepptist umferð alvarlega um nokk- urra klukkustunda skeið. Ekki var vitað um manntjón vegna þessa, en varað var við alvarlegri snjóflóða- hættu í Appeníafjöllum. Aldrei þessu vant þurfti fjöldi ítala að setja keðjur á hjólbarða sína. 15 fórust f bflslysi Aþena, Grikklandi, II. febrúar. AP. VÖRUBIFREIÐ og rúta skullu saman á mikilli ferð á hraðbraut í Grikklandi í gær og létu 15 manns lífið, sænskur bflstjóri vörubflsins, bflstjóri rútunnar og 13 farþegar hennar. Sjö aðrir slösuðust alvarlega. Slysið bar þannig að, að rútan náði illa aflíðandi brekku, rann f veg fyrir umferðina á móti og lenti þá framan á vörubílnum. PRQFKJÖR SJÁLFSTÆDISFLQKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI 26,—27. FEBRÚAR 1983 STUÐNINGSMENN ÓLAFS G. EINARSSONAR Q Íík hafa opnaö skrifstofu aö Skeiöarási 3, Garöabæ (húsi Rafboöa hf.). Skrifstofan veröur opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Sími54555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.