Morgunblaðið - 12.02.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.02.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Þing Norðurlandaráðs: Konurnar á kostnað þingmanna sjálfra — segir Friðjón Sigurðsson „Sjálfsagt eru það hlutaðeigandi ráðuneyti sem greiða kostnað af for ráðherranna og ráðuneytisstjór- anna, hótelkostnað og dagpeninga, en ég geri ráð fyrir að menn kosti sjálfir undir konurnar. Sú regla hef- ur alla vega gilt hvað snertir þing- mennina, sem fara á þing Norður- landaráðs," sagði Friðjón Sigurðs- son, skrifstofustjóri Alþingis, er hann var inntur eftir því hver kost- aði for ráðherra, ráðuneytisstjóra, þingmanna, kvenna þeirra og ann- arra fulltrúa á þing Norðurlanda- ráðs , svo sem fulltrúa norrænu fé- laganna og ungpólitísku félaganna, og hver sá kostnaður væri. „Alþingi greiðir kostnað þing- manna sem fara á þing Norður- landaráðs, en taki þeir konur sín- ar með, verða þeir að bera þann kostnað sjálfir. Fulltrúar nor- rænu félaganna sjá um sig sjálf- ir. Síðan fá æskulýðsfylkingar flokkanna sérstakan styrk frá Norðurlandaráði sem þær skipta á milli sín og nota til að sækja þingið. Ég veit ekki hvort hann hrekkur til, ef svo er ekki verða flokkarnir að borga mismuninn sjálfir," sagði Friðjón. Fulltrúar Islands á þingi Norð- urlandaráðs eru þingmennirnir Eiður Guðnason, Halldór Ás- grímsson, Matthias Á. Mathie- sen, Páll Pétursson, Stefán Jóns- son og Sverrir Hermannsson. Ráðherrarnir og ráðuneytisstjór- arnir eru áheyrendafulltrúar. Magnús Torfí Qlafsson: Athugasemd við frétt um full trúa á Norðurlandaráðsþingi MAGNÚS Torfi Olafsson blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar hafði eftir- farandi athugasemd að gera við frétt Morgunblaðsins í gær um för ráð- herra og ráðuneytisstjóra og konur þeirra og fleiri á þing Norðurlanda- ráðs: „Fréttin af þessu ferðalagi er röng í veigamiklum atriðum. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra sækir ekki þetta þing, ekki heldur ráðuneytisstjóri iðn- aðarráðuneytisins, Páll Flygen- ring, og því síður hans kona. Það er líka rangt að konur ráðuneytis- stjóranna Hallgríms Dalberg og Brynjólfs Ingólfssonar verði þarna. Þær fara hvergi. Hvað snertir Ingva Ingvason ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu, þá er hann að fylgja utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur og Austur-Þýzkalands, og kemur að- eins við í Osló til þess að slást í för með ráðherra. Og í slíkri opinberri heimsókn er það skylt að kona ráðuneytisstjóra sé f för með hon- um vegna þess að ráðherrafrúin er með í förinni. Sama máli gegnir um konu Guð- mundar Benediktssonar ráðuneyt- isstjóra í forsætisráðuneytinu. Hún fer þarna vegna þess að for- sætisráðherra og frú hans eru að fara í opinbera heimsókn til Dan- merkur. Hvað snertir konu Birgis Thor- lacius, Sigríði Thorlacius, þá er hún á leið á fund kvenfélagasam- taka í Helsinki, og að ég bezt veit Osló líka, svo hún er ekki að fylgja bónda sínum í þessari för, heldur er hún að fara sem fulltrúi ís- lenzkra kvennasamtaka." NORÐURLANDARAÐ lSLANDSDEILD ALWNGI- REYKMVlk Deltagare frfln Island i Nordiska Reykjavik, 7 februari 1983 SÓ/ií rádets 31. session i Oslo. Statsrád. Gunnar Thoroddsen statsminister m. fru Tómas Arnason handelsminister m. fru Svavar Gestsson hálsovárdsminister m. fru Hjörleifur Guttormsson industriminister Friðjón Þóróarson justits- og kyrkominister m. fru Ingvar Gislason utbildningsminister m. fru ólafur Jóhannesson utrikesmir.ister m. fru Parlamentariker. Eiöur Guðnason m. fru Halldór Asgrimsson m. fru Matthias A. Mathiesen Páll Pétursson m. fru Stefán Jónsson Sverrir Hermannsson Ovriga. Friðjón Sigurðsson kontorchef Guðmundur Benediktsson departementschef m. fru Brynjólfur Ingólfsson departementschef m. fru Hallgrimur Dalberg departementschef m. fru Páll Flygenring departementschef m. fru Birgir Thorlacius departementschef m. fru Ingvi Ingvason departementschef m. fru Birgir Möller ministerrád Snjólaug ólafsdóttir delegationssekreterare Aslaug Skúladóttir sekreterare Björn Jóhannesson redaktör Hjálmar ólafsson ordf. i Föreningen Norden i Island Karl Jeppesen Föreningen Norden Anna Einarsdóttir Föreningen Norden Gunnar Kvaran journalist, Islands radio Sigtryggur Sigtryggsscnnyhetschef Morgunblaöið Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir Föreningen Nordens ungdcrerepresentantsk. Bjarni P. Magnússon " " H Hreinn Loftsson H H " Snorri Styrkársson H H " Erlendur Kristjánsson " H " Kristin Stefánsdóttir Athugasemd Morgunblaðsins VEGNA fullyrðinga blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar um að frétt Morg- unblaðsins hafi verið röng, vill blaðið taka það fram að heimildin af fréttinni er listi frá 7. febrúar sl. yfir íslenzka þátttakendur á 31. þingi Norðurlandaráðs í Osló, en listinn er gefinn út af íslandsdeild Norður- landaráðs og undirritaður af ritara hennar, Friðjóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis. Bíóhöllin: „Gauragangur á ströndinni“ SKÓLAFRÍIÐ er byrjad og fyrir krakkana í Kaliforníu þýöir þaö að tímanum veröur eytt á ströndinni, allt er fljótandi af bikini-klæddum stúlkum og hressum strákum, segir í fréttatilkynningu frá Bíóhöllinni um kvikrayndina „Gauragangur á ströndinni" sem þar er nú sýnd. Ennfremur segir: Kvöld eitt hittast krakkarnir í partýi niðri á strönd. Lögreglan kemur á staðinn og ein þeirra sér að krakkarnir eru að reykja hass. Það verður uppi fótur og fit, en alltaf má plata lögguna og það skeður einnig núna með undursamlegum hætti. Kynningarfund- ir Samhygðar í Kópavogi SAMHVGÐ í Kópavogi gengst fyrir fundum, þar sem fjallað veröur um það, hvernig félagið vinnur gegn hvers konar ofbeldi meö þátttöku fólks, sem ekki er hrætt við að koma út úr skel sinni. Samhygð vill afnema ofbeldið með einlægu sambandi milli fólks þar sem það mennska hjá okkur getur þróast og við umgöngumst hvert annað eins og menn en ekki eins og hlutir. Kynningarfundirnir verða haldnir í Hamraborg 1 (kjallara- sal) í dag, laugardaginn 12. febrú- ar, kl. 18.30 og á morgun, sunnu- daginn 13. febrúar, kl. 18.00. Fréttatilkynning. Tækjaútboð Tilboö óskast í eftirtalin tæki: Tæki nr: Gerð: Árgerö: Lyftigeta: 212 Hyster, rafmagnslyfatari 1968 3000 kg. 213 Hyster, rafmagnslyftari 1968 3000 kg. 214 Hyster, rafmagnslyftari 1968 3000 kg. 215 Hyster, rafmagnslyftari 1968 3000 kg. 406 060 Pettibone bílkrani 110 TK Zetor dráttarvél m/ámokstursskóflu Hleðslutæki fyrir rafmagnslyftara 60V/125A Tengist viö 3X380/220V Tvöfalt hleðslutæki fyrir rafmagnslyftara 60V/250A Tengist viö 3X380/220V 1969 50 tonn. Nýuppgerður Tækin veröa til sýnis viö Sundasmiöju í Sundahöfn mánudaginn 14. febrúar og þriöjudaginn 15. febrúar kl. 9—16. Tilboðum skal skilað til Innkaupadeildar Hf. Eimskipafélags íslands, Pósthússtræti 2, Reykjavík fyrir kl. 16.30, miövikudag- inn 23. febrúar 1983. Hf. Eimskípafélag íslands. Björn Eklund Fundur um hús- nædismál í Nor- ræna húsinu LAUGARDAGINN 12. febrúar kl. 14.00 verður almennur fundur í Norræna húsinu á vegum Leigjenda- samtakanna, þar sem til umræðu verður húsnæðisvandinn og hvernig megi bregðast við honum. Gestur fundarins er Björn Ek- lund frá Sviþjóð og mun hann svara fyrirspurnum og segja frá ástandi húsnæðismála í öðrum löndum. Björn Eklund er yfirmaður upp- lýsingadeildar sænsku leigjenda- samtakanna, auk þess að vera rit- ari Alþjóðasambands leigjenda. Regnboginn: „Étum Raoul“ „ETUM Raoul“ heitir banda- rísk kvikmynd, sem Regnboginn hóf sýningar á fyrir nokkrum dögum. Myndin er tekin í Eastman-litum og er sýnd á breiðtjaldi. Leikstjóri er Paul Bertel. Aðalhlutverk í myndinni leika Mary Woronov, Paul Bartel, Robert Beltran, Ed Begley jr., Buck Henry, Rich- ard Paul og Susan Saiger. Myndin er með íslenzkum texta. Skíðakennsla í Hveradölum Skíðafélag Reykjavíkur býður upp á kennslu í skíðagöngu og svigi við Skíðaskálann í Hveradölum í dag, laugardag, og á morgun, frá klukkan 1-3 báða dagana. Kennar- ar verða Ágúst Björnsson og fé- lagar. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu Skíðafélagsins í Skíða- skálanum í Hveradölum. Franskar kvikmyndir ÁÐUR en þær frönsku myndir sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni verða endanlega sendar aftur til Parísar mun menningardeild franska sendiráðsins standa fyrir nokkrum sérstökum aukasýningum í E-sal Kegnbogans (2. hæð), segir í fréttatilkynningu frá Alliance Francais. Við viljum beina athygli með- lima Alliance Francaise að því að þeir fá afslátt á miðaverði á þess- ar sýningar gegn framvísun skír- teina sinna þegar þeir kaupa miða. Frönskukennarar hafa einnig kost á afslætti ef þeir kaupa miða fyrir hóp þeirra nemenda sinna sem vilja sjá þessar myndir. Efnisskrá þessara sérstöku sýn- inga: Laugardaginn 12. febrúar kl. 19.00 og 21.00. Drepið Birgitt Haas. Sunnudaginn 13. febrúar kl. 19.00 og 21.00. Kona um óttubil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.