Morgunblaðið - 12.02.1983, Side 31

Morgunblaðið - 12.02.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 31 SU„framtíðarperan“ frá Philips: Endist 5 sinnum leng- ur en venjuleg pera og eyðir um 75% minni orku PHILIPS-verksmiðjurnar kynntu nýverið peru, sem fyrirUekið kallar „framtíðarperuna“. Peran, sem nota má í stað eldri gerða, eyðir aðeins 25% orku á við eldri gerðir og endist um fimm sinnum lengur, samkvæmt upplýsingum Philips. Peran, sem nefnd hefur verið Philips SL, er sögð sérstaklega hagkvæm, þar sem ljós eru log- andi stóran hluta sólarhringsins. Um er að ræða nokkurs konar „mini“-flúoresent-peru, sem gefur fyllilega sambærilegt ljós á við eldri perur. Boðið verður upp á heila línu í SL, sem er 9,13,18 og 25 Wött, en það er nokkuð sambærilegt við eldri gerðir, sem voru 40, 60, 75 og 100 Watta. Boðið verður upp á SL-perurnar tærar, prismatískar og í „optical" útfærslu. Spá 14% samdrætti í stálfram- leiðslu japanskra fyrirtækja JAPANIR gera ráð fyrir um 14% samdrætti í stálframleiðslunni á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og verði framleiðslan samtals um 24,8 milljón tonn, samkvæmt upplýsing- um japanska viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytisins. Fyrirtækin eru hins vegar ekki eins svartsýn og stjórnvöld og gera ráð fyrir 6-8% samdrætti á umræddu tímabili. Á síðasta ári varð um 7,5% samdráttur í stálframleiðslu jap- anskra fyrirtækja, vegna hins al- menna efnahagssamdráttar í heiminum. 1982: Um 2,3% útflutnings- aukning hjá Citroén Heildarframleiðsla dróst hins vegar saman um 2,2% Citroen-bílaverksmiðjurnar frönsku seldu á síðasta ári 522.317 bfla, sem er um 2,2% samdráttur frá árinu 1981, þegar fyrirtækið seldi 533.922 bfla, samkvæmt upplýsingum sem koma fram í fréttabréfi fyrirtækis- ins, sem nýlega kom út. Útflutningur fyrirtækisins jókst um 2,3% á síðasta ári, þegar fluttir voru út samtals 274.284 bíl- ar, borið saman við 268.118 bíla á árinu 1981. Salan á heimamarkaði dróst hins vegar saman um 6,4% á síðasta ári, þegar alls voru seldir 249.038 bílar, borið saman við 265.804 bíla á árinu 1981. í fréttabréfinu kemur ennfrem- ur fram, að verulega vel hefði gengið að selja Visa-bílinn, en alls varð um 19% söluaukning á hon- um á liðnu ári. Sérstaklega tók Evrópumarkaðurinn vel við sér. Þá segir, að alls séu framleiddir 400 BX-bílar daglega, en það er nýr bíll, sem Citroen kynnti sl. haust, þar af um tveir þriðju hlut- ar BX 16-bílar, í verksmiðju Citroén í Rennes-la-Janais. Síðan er gert ráð fyrir, að framleiðslan aukist í 500 bíla daglega í'þessum mánuði, 650 bíla á dag í marzmán- uði og verði framleiðslan komin í um 800 bíla á dag í júnímánuði. Svíþjóð: Framleiðslu- verð hækkaði um 1% í des- embermánuði Framleiðsluverð hækkaði um 1% í desembermánuði sl. í Sví- þjóð, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar, en milli ára hefur framleiðsluverð alls hækkað um 13,1%. Vísitalan stóð í 359 stigum, miðað við 100 árið 1968. Framleiðsluverð hækkaði um 1,8% í Svíþjóð í nóvem- bermánuði sl. og hafði þá hækkað um 12,3% frá sama mánuði árið á undan. Fram- leiðsluverð hækkaði um 11,5% allt árið 1981. Gengisfellingin verð- ur með í gengisálagi VERÐLAGSRÁÐ hefur ákveðið að heimilt sé að reikna áhrif gengisfell- ingarinnar 5. janúar sl. í útreikningi á gengisálagi í verði vöru, sem flutt er inn með erlendum gjaldfresti. Þessi heimild nær til vara, sem -i getur í auglýsingu viðskipta- .áðuneytisins frá 11. marz 1980. Samhliða þessu er óheimilt að endurmeta óseldar birgðir í vöru- geymslum þann 5. janúar sl., sem fluttar voru inn með erlendum gjaldfresti. Bridge Arnór Ragnarsson Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Reykjavíkurmótið í sveita- keppni hefst í dag á Hótel Loft- leiðum, Kristalssal. Fjórar efstu sveitirnar úr undankeppninni keppa um Reykjavíkurmeist- aratitilinn: sveitir Jóns Hjalta- sonar, Sævars Þorbjörnssonar, Ólafs Lárussonar og Egils Guð- johnsen. Spilaðir verða 40 spila leikir, allir við alla. í fyrstu um- ferð eigast við Jón Hjaltason og Egill Guðjohnsen. og Sævar Þorbjörnsson og ólafur Lárus- son. Spilamennska hefst kl. 13 og eru áhorfendur velkomnir. Að- gangur er ókéypis. í kvöld verða spiluð 20 spil úr næstu umferð, og umferðin síðan kláruð eftir hádegi á morgun. í þriðju og síðustu umferð, sem hefst væntanlega um fjögurleyt- ið á morgun, verður sýningar- tjaldið notað. í öllum umferðun- um verða spiluð sömu spil í báð- um leikjunum sem í gangi eru og verður spilum leiksins dreift fjölrituðum til spilara að móti loknu. Bridgefélag kvenna Nú er lokið 5 kvöldum af 8 í aðalsveitakeppni Bridgefélags kvenna og er staða efstu sveita þessi: Hrafnhildur Skúlasdóttir 2790 Aldís Schram 2710 Alda Hansen 2693 Gunnþórunn Erlingsdóttir 2651 Sigrún Pétursdóttir Anna Lúðvíksdóttir Þuríður Möller Meðalskor er 2520. Bridgedeild Skagfiröinga Síðastliðinn þriðjudag 8.3. var aðalsveitakeppni fram haldið. Efstu sveitir eru þessar: Sveit Guðrúnar Hinriksd. Sveit Lárusar Hermannss. 107 + frestaður leikur Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 84 Sveit Baldurs Ásgeirssonar 77 Síðasta umferð verður spiluð þriðjudaginn 15. feb. í Drangey. Keppnisstjóri er Kristján Blön- dal. 2535 2523 2520 Bridgefélag Hornafjarðar Nýlega er lokið tvímennings- keppni hjá félaginu og efstu para þessi: varð röð Ingvar — Skeggi 654 Árni — Ragnar Bj. 637 Gísli — Kolbeinn 626 Jón Gunnar — Guðbr. 610 Karl — Birgir 607 Ýmsir 575 Björn — Sigtryggur 572 Ragnar — Svava 569 Jóhann — Gísli G. 568 Ólafur — Jóhann 554 Nú hefst aðalsveitakeppni fé- lagsins, fimmtudagskvöldið 10. feb. nk. Spiluð verða 24 spil, spila- tími um 3 stundir. Hefst eigi síðar en 20.30 í Krossey. Mæta um 20.15. I fc I I I I I I * I I t Í I I , w VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingitmenn og borgarfulltrúar Sjálfataaöiaflokkaina veröa til viötala í Valhöll, Háaleitiabraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00. Er þar tekiö á móti hvera kyna fyrirapurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö að notfaara aár viötalatíma þeaaa. Laugardaginn 12. febrúar verða til viðtals þau Markús Örn Antonsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Við komum til íslands með góð tilboð í farangrinum á tímabilinu 12.—18. febrúar i framhaldi af því aö Grænlandsdeild Lindholm Træ- lasthandel hefur tekiö fyrir Fredricia Trælasthandel a.s. heimsækjum viö nú island. Vegna stöðugt aukinnar eftispurnar viöskíptavina á íslandi höfum viö afráöiö aö heimsækja eyjuna fögru til þess aö veita viöskiptavinum okkar enn betri þjón- ustu. Ég verö á íslandi frá 12.—18. febrúar 1983 þar sem óg og aamatarfsmaöur okkar: ... „ -ixjx......ssss-,sssw.1wj'sy.ssss.sv>sss-ar'-...As:sX.:*>.v..s+ýr:'~g':s:Æ: Ásgeir B. Guölaugsson, Urðarstekk 5, sími 91-74996, P.O. Box 1 — 121 Reykjavík, höfum allar upplýsingar fyrirliggjandi um TIMBUR OG BYGGINGARVÖRUR. Hringiö eða leggiö inn skilaboö og viö höfum sam- band viö yöur. Nýbyggingar, viöbyggingar, endurbætur, einangrun og fleira. Sýniö okkur teikningar eöa efnislista og viö gerum tilboö án skuldbindinga. Samstarfsmaöur okkar veit- ir nánari upplýsingar. MUNIÐ: Fastar feröir á milli Álaborgar og íslands. Auk þess höfum viö langa reynslu af vöruflutningum á Atlantshafi og viö sjáum um allt viövíkjandi flutn- ingum til íslands á lægsta (mögulega) veröi. Þér getiö einnig haft samband viö okkur beint. Kær kveöja, Ole Nielsen. Lindholm Trælasthandel's Granlandsafd. Sími 08-19 04 00, Telex 69855 LTWOOD DK. V______________________________________________________J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.