Morgunblaðið - 12.02.1983, Page 36

Morgunblaðið - 12.02.1983, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Hjónaminning: Gróa Andrésdóttir og Kjartan Magnús- son frá Hraðastöðum Kæddur Hraðastöðum, 4. júlí 1891 Dáinn 3. október 1980 Við kveðjum i dag næsta ná- granna okkar, Gróu á Hraðastöð- um hinstu kveðju. Síðast sá ég hana fyrir nokkrum mánuðum á Reykjalundi þar sem hún lá í rúmi sínu hvít og slétt með snjóhvítt hár. Hún var eins og engill. Sumir eldast svo fallega. Gróa Andrésdóttir var fædd að Dagverðarnesi í Klofningshreppi, Dalasýslu, 10. október 1891, en frá 9 ára aldri ólst hún upp í Hrapps- ey á Breiðafirði á margmennu heimili foreldra sinna og systkina. Hún fór að heiman til Reykjavík- ur og var um tíma á heimili Þor- steins Jónssonar járnsmiðs á Vesturgötunni. Eitt sumarið brá hún sér í kaupavinnu að Hraða- stöðum og kynntist Kjartani Magnússyni. Þau giftust að ég held 1926 og bjuggu á tvíbýlinu Hraðastöðum til ársins 1979 að þau brugðu búi. Kjartan fór til Jó- hönnu dóttur sinnar í Reykjavík en Gróa, sem þá var orðin heilsu- lítil, aðallega hreyfihömluð, fór á Reykjalund og dvaldist þar í góðu yfirlæti til hinstu stundar. Þau Gróa og Kjartan eignuðust tvær dætur, Jóhönnu forstöðu- konu Röntgendeildar Landspítal- ans og Herborgu sem líka starfar við Landspítalann. Báðar giftar konur í Reykjavík. Þau ólu líka upp skyld og óskyld börn, Gestur hét fóstursonur þeirra þegar við komum hingað fyrst; seinna dótt- ursonur þeirra Kjartan Jónsson sem var þeim eitt og allt síðustu árin. Ég man fyrst eftir Gróu vorið 1946 heima á hlaðinu hjá sér með hrífu í hendinni og barnahóp í kringum sig, björt yfirlitum og fyrirmannleg. Fljótt kannaðist ég við Breiðfirðinginn í henni þó við værum ekki skyldar. Hún var stórlát og hefði viljað hafa meiri umsvif, og henni fannst lítið til suðurlandsins koma borið saman við Breiðafjörðinn. (Svona tali var ég vön heimanað frá mér)! Þó út- sýni sé fagurt frá Hraðastöðum, saknaði hún sjávarins. En Gróa var samt afskaplega heimakær, breiddi lítið úr sér á mannamótum og fór sjaldan á aðra bæi. Hún var ekki allra, sem kallað er, en hlý í sínum hóp, kímin og hláturmild, smekklega klædd og höfðingleg. Hún starfaði lengi í Kvenfélagi Lágafellssóknar og var elskuð og virt af öllum enda gerð heiðursfé- lagi þar. Við höfðum mikið saman að sælda eins og títt var í sveitinni í gamla daga, ekki síst eftir að dætur okkar fóru að venja komur sínar að Hraðastöðum og sáust stundum ekki heima hjá sér allan daginn, en settust að hjá þeim bræðrum Bjarna og Kjartani á vfxl. Við upprifjun á vinskap okkar Gróu verður mér ljóst að ég er að kveðja tímabil sem nú er horfið langt aftur í tímann, miklu lengra en árin segja til um. Mér finnst ég vera að kveðja allar þær ná- grannakonur sem tóku á móti mér þegar ég kom hingað fyrst. Ég hafði aldrei verið í sveit og þekkti varla mun á tagli og faxi á hesti. Þá var ekkert rafmagnsljós í Mosfellsdal nema í okkar nýja húsi, útfrá mótor, og lýsti eitt yfir Dalinn fyrstu tvö árin. En þessar konur kenndu mér að aðlagast nýjum staðháttum og kannski þeirra vegna hef ég fest svo vel rætur. Fyrst kynntist ég Ástu Magnúsdóttur frá Mosfelli og SVAR MITT eftir Billy Graham Hjónaskilnaðir Ég er eins og fleiri kristnir menn, að ég hef áhyggjur af því, hve hjónaskilnuöum fer fjölgandi. Margir stjórnmálamenn eru fráskildir. Eiginkona sýslumannsins okkar hefur verið leidd fyrir rétt aftur og aftur vegna hórdóms, og sýslumaðurinn er sjálfur fráskilinn. Ráðamenn í Hollywood heimta, að leikarar og leikkonur skilji nokkrum sinnum, áður en þau geti krafizt hæstu launa. Og nú nýlega hefur einn kunnasti skemmtikraft- ur okkar látið uppi, að hann sé um það bil að fara frá konu sinni og ætli að ganga að eiga unglingsstúlku. Finnst yður þetta ekki óefnilegt? Jú. Ég styð hið kristna sjónarmið. En við getum ekki alltaf gert ráð fyrir, að heimurinn fari eftir kristnum mælikvarða. Kristur sagði að enginn mætti skilja við konu sína nema fyrir hórdómssök (Matt. 5,32). Ég held að þessir fjölmörgu skilnaðir séu meðal táknanna á hinum síðustu tímum. Biblían segir: „Á síðustu dögum munu menn verða sérgóðir (eigingirni er ein helzta orsök hjónaskilnaðar), kær- leikslausir, óhaldinorðir (rjúfa eiða, sáttmála), bind- indislausir, framhleypnir, elskandi munaðarlífið meira en Guð“ (2. Tím. 3,1—4). Kristinn maður á ekki að skilja nema alveg sér- stök ástæða sé til. í fyrsta lagi reynir skilnaður ákaflega á börnin. Þau eru oftast hin eiginlegu „fórnarlömb". Vegna skilnaðarins ríkir sektarkennd og eftirsjá í hugum hjónanna. Hann veldur fjár- hagserfiðleikum, maðurinn verður að sjá konunni fyrir framfærslulífeyri og oft neyðist hann til að sjá tveimur fjölskyldum farborða. Skilnaður gerir kristnum manni erfitt að vitna um trú sína. Biblían segir, að það, sem Guð hafi tengt saman, megi maður ekki skilja í sundur. Ég trúi á varanleika hjónabandsins. Ég trúi á helgi heimilisins. Ég trúi því, að nær alltaf sé rangt að skilja. Kristrúnu Eyvindsdóttur í Star- dal. Síðar þeim Bjarnveigu í Selj- abrekku, Gróu og Þorvaldínu á Hraðastöðum, Láru og Halldóru á Mosfelli. Eftir að ég gekk í Kven- félagið kynntist ég svo smám sam- an flestum eða öllum konunum í sveitinni, en vinkonur mínar í tímans rás voru flestar á aldur við móður mína og fann ég ekki fyrir neinu kynslóðabili svonefndu, enda ekki búið að finna það upp þá. Gróa var 91 árs þegar hún dó, svo mér finnst ekki óviðeigandi þó ég minnist á skemmtilegan at- burð. Einu sinni héldum við gesta- boð hér í Gljúfrasteini fyrir þá sveitunga okkar sem við umgeng- umst mest. Það var þá hjá mér þýsk stúlka, prófessorsdóttir og hótelfagmenntuð. Henni hafði þótt lítið til koma sveitabæjanna í nágrenninu og fannst nóg um til- standið kringum þetta boð. En svo kom fólkið og hún fór að hjálpa mér að taka á móti því. Og viti menn, þar stíga inn drottningar gulli prýddar, hver annarri glæsi- legri, Ingibjörg á Reykjum með gullband um sig miðja, Helga á Litla Landi, Helga á Blikastöðum, Kristín á Brúarlandi, auk þeirra fyrr nefndu sem allar klæddust ís- lenskum búningi, en líka margar fleiri vel klæddar konur á venju- legan hátt. Úrsúlu þýsku varð svo mikið um dýrðina að hún kallaði mig fram í eldhús til að fullvissa sig um að þetta væru áreiðanlega konur af sveitabæjum. Hún tók því miður ekki eftir bændunum, enda var þetta fyrir jafnréttistím- ann. Sem betur fer eru nokkrar af þessum fágætu konum enn á lífi og enn vinkonur mínar og þakka ég fyrir það um leið og ég bið að blessuð sé minning Gróu og hinna sem gengnar eru. Auður Sveinsdóttir Kjartan bóndi Magnússon á Hraðastöðum mun hafa verið maður ekki tiltakanlega auðugur; en hann var óháður hagsmunum. Hann reyndi aldrei að hagnast á atferli sem ljær bændum kot- úngsstimpil, og svo voru þeir hraðastaðamenn flestir: þeir tóku ekki mark á fátækt, vissu ekki hvað það var, og voru því ekki fá- tækir með þeim hætti sem ein- kennir marga ríka menn. „í stof- unni hjá okkur er þetta haft svona og þannig vil ég hafa það,“ var haft eftir hinni glæsilegu systur hans Valgerði þegar hún var í hús- inu hjá Einari Benediktssyni á velmektardögum hans í Houns- low, Lundúnum. En það var ekki fyren hún kom heim og var orðin kona vellríks einglendíngs að hún lét rífa gamla Hraðastaðabæinn og byggja hús, ekki stórt, en á þrem gólfum, og enn stendur. Kjartan á Hraðastöðum var ein- kennilega hagsmunalaus maður; hans fólki var nokkurnveginn sama þó það missti af happi, jafn- vel með raungu; og það rukkaði ekki þó það ætti hjá manni. Tila- munda vildi útlendur kvikmynda- stjóri fá íslensk sveitamanna- spariföt til að hafa í kvikmynd sem hér var gerð, og hann lét fala sparifötin af Kjartani. Það var auðfeingið. Þegar Kjartan var spurður árið eftir hvort kvik- myndafélagið hefði skilað fötun- um, lét Kjartan lítið yfir því, og voru honum flutt þau skilaboð frá réttum aðilja, að hann skyldi taka ný föt útúr búð á kostnað kvik- myndafélagsins. Ég vil ekki sjá það, mér er sama um fötin, sagði Kjartan. Þegar bæarhús geingu upp fyrir eldi í nálægri sveit, og brunnu til kola allar eigur fólksins, þará- meðal reiðtýgi þess, þá tók Kjart- an saman öll reiðtýgi í hraða- staðabúinu og sendi þessu fólki að gjöf. Þetta fólk var svo ríkt að það rakst ekki í því þó það missti hlut- ar. Þegar ég var að alast upp á næsta bæ var hraðastaðaheimilið fult af fátækramannabörnum í uppölslu, auk heimabarna. Barn- gæska ríkti þar alger. Einhverju sinni að vetri útlíðanda og hækk- andi sól var hlýtt í veðri; börn voru að leika sér að þíðu vatni sem braust uppúr freranum. Kjartan stóð nærri og lét börnin gera sem vildu, brosti við og sagði: þau finna að það er líf í vatninu. Guðjón Magnússon — Minningarorð Kveðja frá starfsfólki Grunnskóla Njarðvíkur Hinn 6. þ.m. lést í sjúkrahúsi í Reykjavík Guðjón Magnússon fyrrverandi húsvörður við Grunnskóla Njarðvíkur. Guðjón var fæddur að Hall- dórsstöðum á Vatnsleysuströnd 9. mars 1918. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Jónsson útvegs- bóndi þar og Erlendsína Helga- dóttir. Guðjón kvæntist 30. sept. 1944 Kristjönu Jónsdóttur ættaðri úr Breiðuvík á Snæfellsnesi. Þau hófu búskap í Vogum en fluttust til Njarðvíkur 1959 og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: Guð- laugur, Sigurður Jón og Sigrún Karítas. Þau eru öll búsett í Njarðvíkum. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörn 2. Guðjón hóf störf hér við skólann haustið 1964 og starfaði sem hús- vörður til haustsins 1980 en þá sagði hann starfi sínu lausu. Hann hóf aftur störf við skólann sl. haust og starfaði þá sem ganga- vörður þar til hann lagðist bana- leguna. Starfi húsvarðar fylgir oft á tíð- um talsverður erill og reynir þá mjög á samskipti hans við kenn- ara og nemendur skólans. Aldrei minnumst við þess að þar hafi nokkurn tímann falli skuggi á. Öll störf Guðjóns í þágu skólans mót- uðust af alúð og samviskusemi. Hann var mjög handlaginn og gerði oft sjálfur við tæki og áhöld skólans. Stundum vann hann að þeim viðgerðum sem iðnaðarmenn þurfti til. Framkoma Guðjóns mótaðist af prúðmennsku og hóg- værð. Þessi lyndiseinkenni komu best í ljós þegar nemendur voru annars vegar. Hin rólega og yfir- vegaða framkoma hans hafði sef- andi áhrif á þá. Þeir hlýddu hon- um allir. Orð hans voru lög. Guðjón var greindur vel, fróður og skemmtilegur. Hann var hag- mæltur og hafa sum ljóð hans birst í blöðum og tímaritum. Oft kom það fyrir á kennarastofum að hann kastaði fram stöku og orti Fáorðar heimspekigreinar af þessu tagi voru Kjartani nærtæk- ar; vanalega bætti hann þar aungri rökmálsútskýríngu við. Hann var hinsvegar fús að segja sögur af merkilegum mönnum og atburðum, með einfaldri orðgnótt, mjög persónulegri, og því miður er of sjaldgæf hjá rithöfundum. Þó hann væri manni nær virtist hann oft nokkuð fjarri, en þó hlýr. Ef vitna þurfti í samtali, kunni hann þjóðlegar skrýtlur af „einkenni- legum mönnum", sem oft voru blendíngar úr heimspekíngi og fáráðlíngi; oft líka eitthvað beint úr fornsögunum sem maður hafði ekki tekið eftir fyr, en birtist nú altíeinu í nýu ljósi. Hann var einn þeirra manna sem hafa sagnar- anda. Oft vakti furðu hve náin deili hann vissi á merkilegu fólki í fjarlægum stöðum; forvitni hans með glöggskygni var í meira lagi og minnið ótrúlega gott um fólk atburði og ævir manna; og ævinl- ega frá sagt mjög auðveldlega, í stíl sem svo var bókhæfur, en þó rennandi, að það hefði mátt prenta hann um leið. Persónutöfr- ar mannsins sjálfs prýddu hvert hans orð með rammíslenskri und- irvitaðri gamansemi, og næmi hans á smáatriði var oft skrýtin. Sljóir og fáfróðir menn glæptust oft á að hyggja fáheyrt orðafar hans ekki rétt, og fanst vitleysa það sem þeim var ókennilegt og framandlegt. Daglegt mál Kjart- ans, furðulega auðugt, var að vísu sama mál og ég hafði verið alinn upp við og síðar varð grundvöllur míns málfars. Amma mín var þre- menníngur við móður Kjartans. Eitt var það markvert um Kjart- an, að einu mátti gilda hve óbrotn- um fötum hann klæddist, hann var altaf „fínn“, einsog sagt var stundum um Kjarval, þó dular- klæðnaður hins síðarnefnda hefði kanski meiri blæ af vísvitandi leiklist. Kjartan var aldrei bældur maður, heldur óheftur í hreyfíngu og máli; og þó hann væri á köflum hlédrægur og hugsi var hann fljót- ur að taka við sér í ávarpi. Hann hefur sjálfsagt haft gáfnafar og skaplyndi ýmsra manna af þess- um ættboga móðurættar okkar, sem kom austan úr Öræfum í Móðuharðindunum, þar sem mart hefur verið merkra manna í bland, og ekki staður að ræða hér. Móðir Kjartans á Hraðastöðum, Herborg, og amma mín Guðný, voru þremenníngar sem áður sagði; og hin þriðja gömul kona í þessari skyldleikakeðju var Guð- rún Gísladóttir „í Kotinu" einsog Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal var kallað í mæltu máli; en sú kona var amma Jóns prófessors Jó- hannessonar, sem einn glögg- skygnastur lærifaðir íslenskra sagnfræðínga hefur verið í nútím- anum, og í nokkrum púnktum þáttaskiftamaður íslenskrar sagnfræði. Halldór Laxness jafnvel heilu ljóðabálkana um kennara, nemendur og ýmis skemmtileg atvik úr skólastarf- inu. Þessir bálkar voru síðan flutt- ir á samkomum kennara skólans. Þegar við nú kveðjum Guðjón vin okkar í hinsta sinn er okkur efst í huga minningin um góðan dreng og félaga. Sú minning mun verma okkur um ókomin ár. Við sendum eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barna- börnum þeirra hjóna samúðar- kveðjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.