Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 íslenskir flugmenn fljúga fyrir Air India: „Leiðakerfið allt frá Tókýó til New York“ Stór þáttur í rekstri íslensku Dugfélaganna er leiguflugsverkefni á erlendri grund. Arnarflug byggir ad verulegu leyti starfsemi sína á slíkum verkefnum og tekjur Flugleióa af þeim námu tæplega 16% af flugrekstrartekjum fyrirtækisins sl. ár. Hver kannast ekki við verkefni Arnarflugs í Líbýu og í Bretlandi eða hið umfangsmikla pílagrímaflug Flugleiða. Kftir það verkefni sem hefur staöið hvað lengst en jafnframt ekki fengiö mikla umfjöllun í fjölmiölum er áhafnaleiga til indverska flugfélagsins Air India. Áhafnir Flugleiða fljúga tveim Douglas DC-8 63CF vöruflutningavél- um allt frá Tókýó til New Vork. Flugsíðan ræddi við Jóhannes Markússon flugstjóra sem er nýkominn heim frá Tókýó og bað hann að segja frá „Air lndia-fluginu“. „Þetta er áætlunarflug með vörur fyrir indverska flugfélagið Air India og það má segja að leiðakerfið sé allt frá Tókýó til New York. Bandaríska flugfélagið Flying Tig- ers Line hefur samninginn við Indverja og útvegar flugvélarnar. Flying Tigers samdi síðan við Flugleiðir um að leggja til áhafnir á þessar vélar sem eru tvær og eru skráðar í Bandaríkjunum." — Hvað starfa margir Islend- ingar við þetta verkefni? „Að jafnaði eru um 10 áhafnir starfandi við þetta flug eða 30 flugmenn. Alls eru starfandi hjá Flugleiðum 26 áhafnir á DC-8 vél- unum svo þetta er rúmur þriðjung- ur. Aðrir eru svo hérna heima við Atlantshafsflugið." Rætt við Jóhannes Markússon flugstjóra þar fara vélarnar í skoðun. Aðrir viðkomustaðir í áætlunarfluginu fyrir utan þá sem ég hef nefnt eru: París, London, Róm og Zurich. Þá kemur það fyrir að farnar eru leiguferðir fyrir utan reglubundna áætlun og í þeim tilfellum er alltaf flogið frá Bombay til staða í Asíu og Afríku." — Hvaða varningur er það aðal- lega sem þið flytjið? „Frá Indlandi flytjum víð alls- konar varning, m.a. skinn og fatnað sem fer á markað í E'vópu og í Ameríku. Við höfum flogið með lúx- usbíla frá Evrópu ti'. Arabaland- anna. Stundum höfu'n við líka flog- ið með mjög dýrmæta málma, jafn- vel gull og demanca, frá Bombay til Evrópu og þegar það er flutt eru Jóhannes Markússon flugstjóri. Ljósm. CCT. Beðið eftir flugáætlun í Tókýó. Frá vinstri: Ingvar Þorgilsson flugstjóri, Omar Arason aðstoðarflugmaður og Ásmundur Daníelsson flugvélstjóri. Ljósm. Ómar Arason. ■V. / Starfsmenn á flugvellinum í Singapore sjást hér afferma gríð- arstór rör sem nota á í olíuleiðslur. Þurftu þeir m.a. að nota tvo Stóra krana VÍð verkið. Ljósm. Ómar Arason. — Er alltaf nóg að gera hjá ykk- ur þarna austurfrá? „Já, þetta er áætlunarflug og svo koma stundum upp einhverjar aukaferðir. Annars tryggir samn- ingurinn það að Flugleiðir fá greidda 270 lágmarksflugtíma fyrir hvora vél eða samtals 570 flugtima fyrir þær báðar á mánuði. Skiptir þá engu hvort þessir flugtímar eru flognir eða ekki, en yfirleitt fljúga áhafnir Flugleiða nokkuð nálægt þessum mörkum." — Hver var byrjunin á því að fs- iendingar fóru að vinna við þetta verkefni? „f upphafi þegar Flugleiðir gerðu þennan samning við Seaboard World Airways (síðar Flying Tig- ers) fólu þeir Air Bahama, dótturfé- lagi sínu, framkvæmd hans og út- vegun áhafna. Þetta var fyrir nokkrum árum og notaði Air Bahama bandarískar áhafnir en þegar rekstur þess fyrirtækis var lagður niður komum við Flugleiða- menn smátt og smátt inn í þetta. Síðasta sumar þurftu Flugleiðir að leigja áhafnir frá Cargolux til að fljúga fyrir okkur, enda þá háanna- tíminn hjá Flugleiðum og nóg að gera hér heima við áætlunarflugið." — Nú ert þú nýkominn heim frá Tókýó. Geturðu lýst ferðinni í stór- um dráttum frá því að þú fórst að heiman? „Mín áhöfn flaug áætlunarflugið frá Keflavík til Luxemborgar og svo héldum við samdægurs áfram til Brussel. — Daginn eftir byrjaði síð- an ferðin austur á bóginn. Við tók- um við flugvél sem kom til Brussel frá New York og flugum henni til Dubai við Persaflóann og áfram til Nýju Delhi og Bombay. Eftir eins dags dvöl í Bombay héldum við áfram til Madras, Bangkok og Tókýó. f Tókýó þurftum við að bíða í heila viku eftir næstu flugvél því samkvæmt áætlun er aðeins eitt vöruflug í viku þangað á vegum Air India. Stoppið þar er svona langt vegna þess að það er talið hag- kvæmara að láta okkur bíða í heila viku en að senda okkur á milli staða með öðrum flugfélögum. Fargjöldin eru svo dýr. Frá Tókýó flugum við síðan til Hong Kong, Kalkútta og Bombay. Þar stoppuðum við aftur I einn dag og fórum svo þaðan til Kalkútta og Madras og enduðum þann daginn í Bahrain við Persafló- ann. Síðasti áfanginn var svo frá Bahrain til Brussel." — Ferðin hefur þá tekið ykkur á þriðju viku, en hvað voru þetta margir flugtímar hjá ykkur? „Þetta voru um fimmtíu og fimm flugtímar." — Fljúgið þið eingöngu þessa leið sem þú varst að lýsa? „Nei, við fljúgum líka til Banda- ríkjanna, þ.e.a.s. til New York. Þá er flogið frá Brussel og yfir Atlantáhafið. Þessi leið er farin í hverri viku. f New York er Flying Tigers með stóra viðhaldsstöð og alltaf tveir öryggisverðir með í vél- inni. Ég veit líka dæmi þess að fluttir hafa verið frægir veðhlaupa- og kynbótahestar og einhverntíma um daginn var flogið með fulla vél af ópíum sem nota átti til lyfja- framleiðslu. Eins og sjá má af þess- um dæmum er þetta allskonar varningur. Hver vél er með átján vörupalla og svo fjórar vörulestir og getur vélin borið allt að fjörutíu og fimm tonn í ferð.“ — Hvernig hafa samskiptin við Indverjana gengið? „Við flugmennirnir þurfum aðal- lega að hafa samskipti við þá þegar verið er að afgreiða vélarnar á hin- um ýmsu flugvöllum og það sem ég hef af þeim að segja, þá hefur sam- vinnan gengið snurðulaust. Þeir vinna sums staðar við slæm skilyrði eins og á flugvellinum i Bombay en þar eru mikil þrengsli og vinnuað- staðan við losun og lestun vélanna er slæm. Yfirstjórn okkar fsiend- inganna er annars hér í Reykjavík. Hér eru settar upp áhafnaskrár og við getum haft samband við flug- umsjón Flugleiða á hvaða tíma sól- arhringsins sem er ef einhver rösk- un verður á fluginu." — Það kom fram í fréttum fyrr í vetur að samningurinn sé að renna út. Hvað er að frétta af þeim mál- um? „Samningurinn rann út í haust og var hann þá framlengdur í einn mánuð í senn. Þannig standa málin núna. Auðvitað vona ég að samn- ingur verði gerður til lengri tíma og ef sú verður raunin, þá hlýtur ákvörðun um það að verða tekin bráðlega. Vegna þess hvað álagið í áætlunarfluginu er árstíðabundið gefur leiguflugsverkefni eins og þetta auknar tekjur fyrir fyrirtæk- ið og betri nýtingu áhafna þegar minnst er að gera. Annars þyrfti líklega að segja mönnum upp vinnu á haustin og ráða þá aftur á vorin." — Að lokum. Hvernig líkar þér að fljúga á svona fjarlægum slóðum og vera í burtu langan tíma í einu? „Mér finnst þetta góð tilbreyting frá áætlunarfluginu sem við fljúg- um hér að heiman. Maður sér meira af heiminum og kynnist fleiri lönd- um og þjóðum. Eftir svona langa fjarveru að heiman fáum við svo lengra frí en eftir venjulegt áætlun- arflug.“ Skýring fundin á Malaga-slysinu? FYRSTU rannsóknir á „svarta kass- anum" úr DC-10 flugvél SPANTAX- flugfélagsins, sem fórst í flugtaki á Malaga 13. september sl„ hafa leitt í Ijós að orsakir slyssins verði ekki raktar til bilunar í hreyflum vélar- innar eins og f fyrstu var taliö. Einnig kom í ljós að öll stjórn- tæki vélarinnar virkuðu eðlilega og ekki er talið að orsakanna sé að leita í smíði vélarinnar. Við yfir- heyrslur sagðist áhöfnin hafa fundið mikinn titring þegar vélin var komin á þann hraða að ákveða varð hvort hætt skyldi við flugtak- ið eða ekki. Ákveðið var að hætta við það vegna titringsins með þeim afleiðingum að vélin rann út af flugbrautinni og varð alelda þegar hún loks stöðvaðist. Fimm- tíu og sex af þrjú hundruð og níu- tíu farþegum létust. Á flugbraut- inni fundust slitur úr ónýtum hjólbarða. Þykja líkur benda til þess að sprungið hafi á nefhjólinu og það orsakað titringinn sem áhöfnin fann. Rannsókn er enn haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.