Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 48
^Anglýsinga- síminn er 2 24 80 ^^^skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Báðu um 6 gáma af síldarflökum Skipverjar á Vetti SU frá Eskifirði gera ailt klárt áður en netin eru tekin um borð, en vetrarvertíð er nú að komast í fullan gang. Morgunblaði«/Æv»r. FYRIR nokkru var gengið frá samningum við annan stærsta stór-verslanahring í Bandaríkjun- um um að verslanakeðja þessi taki til sölu „Kippers“ eða léttreykt sfldarflök frá íslandi. Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, sagði í gær, að þessi samningur þýddi, að kanadísku sfldarflökin hyrfu úr verslunum þessa fyrirtækis, en þær er að finna í flestum fylkjum Bandaríkjanna. Fyrir skömmu barst síðan fyrsta pöntunin frá fyrirtæki þessu og hljóðaði hún upp á 6 gáma af „kippers" eða 500—600 þúsund dósir af vörunni. Verð- mæti þessarar pöntunar er á fimmtu milljón króna. Það er Norðurstjarnan í Hafnarfirði, sem framleiðir upp í þennan samning, og er búist við að af- Einstæður atburður á Alþingi: Álexander Stefánsson neitar um umræður utan dagskrár Gunnar Thoroddsen krafðist þess að Hjörleifur talaði ekki Sá fátíði, ef ekki einstæði atburð- ur gerðist á Alþingi í gær, að starf- andi forseti neðri deildar, Alexander Stefánsson, synjaði, að kröfu for- sætisráðherra, formlegri beiðni frá þingflokki sjálfstæðismanna, sem formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins studdi, um stutta utandagskrár- umræðu vegna endurákvörðunar framleiðslugjalds ÍSAL, sem tveir ráðherrar höfðu haldið fjölmiðla- fund um í hádeginu í gær. Þingmenn höfðu enga vitneskju um þessa ákvörðun, hvorki stjórnarliðar né stjórnarandstæðingar. Það kom þingmönnum Alþýðubandalags, þeim er Mbl. spurði álits á ákvörðun ráðherra þeirra laust eftir hádegi, jafnmikið í opna skjöldu og þing- mönnum annarra flokka og sam- ráðherrum. „Vissi ekkert, veit ekk- ert, og get því ekkert sagt“, var t.d. svar Steingríms Hermannssonar, ráðherra. Alexander Stefánsson, starf- andi deildarforseti, synjaði þess- ari þinglegu beiðni, á þeirri for- sendu, að Hjörleifur Guttormsson, orkuráðherra, vildi ekki taka þátt í slíkri umræðu, og að sögn forset- ans ekki fyrr en að lokinni um- ræðu um bráðabirgðalögin, en í þeirri umræðu voru fjölmargir þingmenn á mælendaskrá. Stjórn- arandstæðingar töldu synjun for- seta valdníðslu, sem ekki væri for- dæmi fyrir. Framkoma Hjörleifs Guttormssonar með því að neita umræðunni væri og lítilsvirðing við Alþingi. Mikill órói var í neðri deild á meðan menn tjáðu sig um af- greiðslu forseta á beiðni sjálf- stæðismanna, en þeir báðu um orðið um þingsköp. Ráðherrar og þingflokksformaður Alþýðubanda- lags voru í stöðugum ferðum milli forseta deildarinnar og forsætis- ráðherra, og urðu hvöss orðaskipti milli þingflokksformannsins og forsætisráðherra í þingsalnum. Ólafur Ragnar Grímsson, þing- flokksformaður, sagði við blaða- mann Mbl., að Hjörleifur Gutt- ormsson hefði verið tilbúinn til utandagskrárumræðna, en orðið að láta undan kröfu forsætisráð- herra um að neita henni. Hann sagði orðaskipti sín og forsætis- ráðherra hafa orðið vegna þessa. Þrátt fyrir margar og ítrekaðar tilraunir hafði forsætisráðherra ekki tíma til að ræða við blaða- mann Mbl. um málið. Þá var hörð og á köflum illvíg barátta í þinginu í gær milli for- sætisráðherra og nokkurra forvíg- ismanna Framsóknarflokks ann- ars vegar, og þingflokksformanna stjórnarandstöðu og Alþýðubanda- lags hins vegar. Forsætisráðherra og Páll Pétursson, þingflokksfor- maður Framsóknar, skipuðu Alex- ander Stefánssyni, varaforseta, að halda þingstörfum áfram í gær- kvöldi, en Sverrir Hermannsson, forseti, fór út á land árdegis í gær. Taldi hann þá fullt samkomulag vera um að þingstörfum yrði lokið kl. 19. Alþýðubandalagið hafði boðað til miðstjórnarfundar í gærkvöldi og stjórnarandstæð- ingar vilja bíða með afgreiðslu bráðabirgðalaganna þar til ijóst verður um framvindu kjördæma- málsins. Þeir telja, að Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra rjúfi þing og boði til nýrra kosn- inga, er bráðabirgðalögin verða felld, þannig að til Alþingiskosn- inga komi án þess að lagfæringar hafi náðst í kjördæmamálinu. Forsætisráðherra var auðsjáan- lega brugðið, þegar Sverrir Her- mannsson birtist i þingsalnum laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi og kallaði ráðherrann til fundar við sig. Að afloknum fundinum tók Sverrir við fundarstjórn. Kl. 19 sleit hann fundi og boðaði til framhaldsumræðna um bráða- birgðalögin n.k. mánudag. Forsæt- isráðherra sat drjúga stund í ráð- herrastól sínum eftir að þing- heimur hafði yfirgefið salinn. Sjá nánar sagt frá þessum þing- átökum á miðopnu Mbl. í dag. skipanir verði örar. Heimir Hannesson sagði, að reynslan ætti eftir að skera úr um hvert framhaldið yrði, en byrjunin lofaði góðu og menn hefðu ástæðu til að vera bjartsýnir. Handtekinn meö fíkniefni: Var með jafn- virði 240—296 þúsund króna í iðrum sér MAÐUR á þrítugsaldri var handtek- inn á Keflavíkurliugvelli á þriðjudag- inn í síöustu viku, vegna gruns um fíkniefnasmygl. Maðurinn var úr- skurðaður í sjö daga gæsluvarðhald og kom þá í Ijós að hann Iftfði gleypt verjur sem hann hafði fyllt með ffkni- efnum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í gær. í iðrum mannsins voru 280 grömm af hassolíu, 5 grömm af kókaíni og 2—3 grömm af hassi, auk 0,3ja gramma af óþekktu efni, sem er í efnagreiningu hjá lögreglunni. Maðurinn var sem fyrr sagði úr- skurðaður í 7 daga gæsluvarðhald og gengu fyrrgreind fíkniefni niður af honum í varðhaldinu, en í fram- haldi af því var hann úrskurðaður í 15 daga gæslu til viðbótar. Maður- inn var gripinn við komu frá Amst- erdam, en hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkni- efnamisferlis. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar er söluverð hassolíu á mark- aði hérlendis 800—1.000 krónur grammið, þannig að verðmæti hass- olíunnar er frá 224.000 til 280.000 krónur. Markaðsverð kókaíns er hér á landi um 3.000 krónur grammið, þannig að andvirði þess er um 15.000 krónur. Síðan er verð á grammi af hassi um 250 krónur, þannig að verðmæti þess er um 750 krónur. Heildarverðmæti fíkniefn- anna er því frá tæpum 240.000 krón- um til tæpra 296.000 króna. Fjármálaráðuneytið skuld- færir ÍSAL um 127 milljónir Viðbrögð í samræmi við lagalegan rétt, segir forstjóri ÍSAL FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skuldfært íslenska álfélagið h.f. (ÍSAL) um samtals 6.660.030 Bandaríkjadali eða 127 milljónir ís- lenskra króna vegna endurákvörðunar á framleiðslugjaldi félagsins 1976 til 1980. Var ÍSAL skýrt frá þessari ákvörðun í gær en hún byggist á niðurstöðum breska endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand um verðlagningu súráls og rafskauta. Alusuisse hefur mót- mælt þessum niðurstöðum sem röngum. „Við erum í réttarríki og munum bregðast við reikningi fjármálaráðuneytisins í samræmi við lagalegan rétt okkar,“ sagði Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL í gær. Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, kölluðu blaða- menn til fundar við sig í gærmorg- un og skýrðu þeim frá kröfugerð- inni á hendur ÍSAL. Á fundinum skýrði fjármálaráðherra frá því, að ekki lægi fyrir samþykkt ríkis- stjórnarinnar um að til þessa úr- ræðis skyldi gripið. Ráðherrann sagði að enginn innlendur aðili hefði mótmælt slíkri kröfugerð, en til hennar hefði verið gripið tvisv- ar áður og þá hefði ÍSAL ekki heldur kært hana fyrir alþjóðleg- um gerðardómi eins og það hefur rétt til samkvæmt samningi við íslenska ríkið. Taldi fjármálaráð- herra það nú vera „stóru spurn- inguna" hvort ÍSAL kærði þetta til hins alþjóðlega gerðardóms. Hjörleifur Guttormsson sagði að síðar yrði skýrt frá aðgerðum hans varðandi raforkuverðið til ÍSAL, ýmsar leiðir væru til athug- unar. „Við skulum ræða það á síð- ara stigi, nú er skattamálið á dagskrá," sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra. „Við höfum margsinnis mót- mælt þessari kröfugerð og það breytir engu um okkar afstöðu, þótt hún sé sett fram sem reikn- ingur frá fjármálaráðuneytinu," sagði Ragnar S. Halldórsson, for- stjóri ÍSÁL, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á þessu máli. Og hann bætti við: „I samskiptum Alusuisse og iðnaðarráðherra hef- ur deilan um verð á súráli og raf- skautum verið aðalatriðið eins og kunnugt er og því höfum við viljað vísa til athugunar hjá hlutlausum aðilum enda höfum við undir höndum greinargerðir frá viður- kenndum endurskoðendum sem stangast á við niðurstöður Coop- ers & Lybrand. Það hefur vakið athygli að Hjörleifur Guttormsson hefur síð- ustu daga látið sem orkuverðið til álversins í Straumsvík sé aðal- atriðið án þess þó að þar hafi hon- um miðað nokkuð áfram, enda eru samningar jafnan kenndir við svik í flokki hans þegar erlendir aðilar eiga í hlut. Ráðherrann getur þó ekki látið spyrjast að ekkert liggi eftir hann í álmálinu og því er þessi reikningur sendur okkur með tilstyrk frá fjármálaráðherr- anum, flokksbróður hans. Við er- um í réttarríki og munum bregð- ast við reikningnum í samræmi við lagalegan rétt okkar," sagði Ragnar S. Halldórsson. Sjá í miAopnu: Nái krafan fram á rfkissjóður 35 milljónir króna inni hjá ÍSAL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.