Morgunblaðið - 12.02.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.02.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Söltun — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Söltun Þegar við hugsum um salt er það yfirleitt til þess eins að íhuga hvort við fáum of mikið af því og með hvaða hætti við gæt- um dregið úr neyslunni. Samt er ekki ýkja langt síðan Islendingar áttu fáar óskir heit- ari en að eignast nóg salt, eiga fyrir salti í grautinn eins og það var kallað. Flestir núlifandi íslendingar eru aldir upp við saltkjöt og saltfisk frá blautu barnsbeini. Engu að síður eru þessar afurðir tiltölulega nýjar af nálinni sögu- lega séð. I því sem næst tíu aldir þurftu íslendingar að lifa í þessu landi án salts svo heitið gæti. Hefði þó líklega ekkert annað efni komið þeim í betri þarfir. Salt er nú til dags einkum not- að til bragðbætis, en fyrir daga ísskápsins var saltið fyrst og fremst rotvarnarefni, þ.e. vörn gegn örverum í mat. Salt og íslendingar Vandi íslendinga fyrr á öldum var sá að saltið var of dýrt. Iðn- byltingin hafði þá ekki enn ha- Idið innreið sína. Framleiðsla og FÆDA OG HEILBRIGÐI flutningur á salti kostuðu of fjár. Til þess að lifa án salts þurfti bæði hugvit og útsjónarsemi auk þess sem það þýddi að þjóðin þurfti að halda dauðahaldi í fornar vinnsluaðferðir. Það var ekki fyrr en á ofan- verðri 19. öld að saltið kom til sögunnar í einhverjum mæli. dró þá smám saman úr neyslu á súru smjöri, reyktu kjöti og skreið. I staðinn kom saltað smjör, saltað kjöt og saltfiskur. Grun- aði þá víst engan að saltið ætti eftir að reynast blönduð blessun fyrir mannkyn á framfarabraut. Áhrif salts Salt hefur þau áhrif að það bindur vatn þannig að örverur nýta það þeim mun verr sem saltmagnið er meira uns þar kemur að þær tímgast ekki meir. En hvernig kemst saltið í mat- inn. Með því sem er kallað osmósa. Við þurrsöltun er t.d. salti stráð á fæðuna. Streymir þá safi úr kjötinu í saltið. Saltið og vatnið mynda saman pækil sem smám saman síast inn í kjötið. Með tímanum verður seltan í kjötinu álíka mikil og I pæklinum umhverfis. Söltun og saltmeti Hugtakið söltun á fyrst og fremst við um kjöt og fisk. Eru til ýmsar aðferðir við söltunina, svo sem þurrsöltun, pækilsöltun og sprautusöltun. Þurrsöltun byggist á því að salti er stráð á milli kjötlag- anna. Myndast þá pækill þegar safinn úr kjötinu streymir út í saltið umhverfis. Pækilsöltun er bæði fljótlegri og handhægari aðferð. Þá er kjötið lagt niður í ker með salt- legi með ákveðnum styrkleika. Síast saltlögurinn þá inn í kjöt- ið. Sprautusöltun er nýrri af nál- inni og byggist á því að pæklin- um er dælt inn í kjötið með nál, einni eða fleirum, og dreifist hann þá betur um kjötið. Kosturinn við sprautusöltun- ina er að hún er enn fljótlegri en pækilsöltun. Á hinn bóginn opnar hún kjötið og geymist þá verr en ella. Framtíð söltunar Öfugt við það sem gildir um súrsun verður engin eftirsjá að þessari aðferð þegar hún um síð- ir mun hverfa af sjónarsviðinu. Mætti það undanhald vera hrað- ara. Þjóð sem þarf að treysta eins mikið á vinnslu matvæla og ís- lendingar ætti að kappkosta að vera í fararbroddi í heilsusam- legum vinnsluaðferðum. Þar er söltun ekki á blaði. Hitt er svo annað mál að saltið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í atvinnu- og manneldissögu ís- lendinga á mikilvægu tímabili, tímabili sem er vonandi senn að ljúka. Böll kýs græningjana Bonn, 10. febrúar. AP. VESTIJR-Þjóðverjinn Heinrich Böll, sem hlotiö hefur bókmenntaverölaun Nóbels, tilkynnti í dag, að hann myndi styöja „græningjana" svonefndu í þingkosningum þeim, sem fram eiga að fara í Vestur-Þýzkalandi 6. marz nk. Græningjarnir eru umhverfis- verndarflokkur, sem lýst hefur sig andvígan því, að kjarnorkuvopnum verði komið fyrir í Vestur-Þýzkalandi. A fundi með fréttamönnum i dag sagði Böll, að hann myndi „gera allt", sem í hans valdi stæði til þess að koma því til leiðar, að græningjarnir fengju mann kjörinn á Sambandsþingið. Böll sagði ennfremur, að ásakanir hinna flokkanna á hendur græn- ingjunum væru ekkert annað en „yf- irhorðskenndar aðdróttanir" og var- aði kjósendur við því að líta á græn- ingjana eins og „holdsveika". A und- anförnum árum hefur Böll, sem nýt- ur mikillar virðingar í Vestur- Þýzkalandi, stutt jafnaðarmenn. Hann sagði, að afstaða sín nú þýddi ekki endilega, að hann væri að snúa baki við jafnaðarmönnum fyrir fullt og allt, en hann myndi vinna fyrir græningjana nú, sökum þess að það væri sitt mat, að þeir ættu það skil- ið, að rödd þeirra fengi að heyrast á sambandsþinginu. Margir úr hinum grónu flokkum Sambandslýðveldisins, en þeir eru kristilegir demókratar, frjálsir demókratar og jafnaðarmenn, hafa kallað græningjana ýmsum ónöfn- um eða allt frá þvi að vera óábyrgir og hættulegir friðarsinnar í að vera jafnvel fasistar og kommúnistar. Leika hjá Kammer- músíkklúbbnum Á þriðju tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Neskirkju á sunnudag kl. 20.00 flytja verk eftir Haydn, Mendelssohn, Barthold og Dvorák þau Mark Reedman sem leikur á violu, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu, Philip Jenkins á píanó og Nina Flyer á sello. Myndin er tekin af þeim á æfingu. Norræni fjárfestingabankinn: Óskað eftir að tvö- falda höfuðstólinn í fréttatilkynningu frá Norræna fjárfestingarbankanum segir að bankinn hafi á árinu 1982 veitt 37 lán, aö upphæð 1,3 milljarðar (n.kr.) en á árinu 1981 veitti bankinn lán að upphæð 1,2 milljarðar. Nettóhagnað- ur sl. árs var 143,2 milljónir n.kr, og er það 40 prósent aukning frá árinu áður. Eigið fé bankans var um 1,2 milljarðar að meðaltali fyrir árið 1982. Stjórn Norræna fjárfestingar- bankans hefur sent norrænu ráðherranefndinni tilmæli um að auka höfuðstól bankans og þar með færa út útlánsramma bankans. Káðherraráðið hefur lagt fyrir Norð- urlandaráð tillögu um að höfuðstóll bankans verði aukinn frá og með 2. janúar 1984 úr 3,1 milljörðum í 6,2 milljarða. Þetta mál verður tekið til umfjöllunar á þingi Norðurlanda- ráðs sem hefst í Osló 21. febrúar. Bankinn hefur nú samtals veitt 156 lán að upphæð 5,8 milljarðar n.kr. Stærstur hluti lána hefur farið til orkuframkvæmda. Þá segir 1 fréttatilkynningunni að Landsvirkj- un hafi fengið viðbótarlán til fram- kvæmda við Hrauneyjafossvirkjun og sé það lán að upphæð 35,8 millj. n.kr. Þar með hafi Norræni fjárfest- ingarbankinn lánað til Landsvirkj- unar 195 milljónir n.kr. Þá hefur fyrirtækið lsno hf. fengið lán til að (jármagna laxeldisstöðvarrekstur á Islandi. Dótturfyrirtæki Norsk Hydro a/ s Mowi í Björgvin á 45 prósent hlutafjár fyrirtækisins. Norska fyrirtækið mun sjá um markaðsöflun fyrir Isno í Evrópu. RENAULT BÍLASÝNING Sýnum laugardag 12. feb. og sunnudag 13. feb. frá kl. 1 -6 Renault4 Renault 5 Renault 9 Renault 18 Komiö og skoðið hina vinsælu og sparneytnu Renault bíla í húsakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20. Við sýnum margar gerðir og mun örugglega, einhver þeirra henta þér. Hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi, hjá frönsku Renault bílaverksmiðjunum, þess vegna ættirðu að koma og kynnast Renault og sannfærast um ágæti hans. RENAULT - SKREFI Á UNDAN Renault Trafic Kynning á kaffi KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.