Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 35 Nágranni minn og góður vinur, Ólafur Jónsson, bóndi Eystra- Geldingaholti, hefur lokið lífs- hlaupi sínu. Hann lést í sjúkra- húsinu á Selfossi 31. janúar sl. hartnær 95 ára að aldri, var fædd- ur 22. febrúar 1888 í Eystra- Geldingaholti. Allan aldur sinn ól hann á jörð feðra sinna, þar sem afi hans og nafni hóf búskap 1844 og faðir hans, Jón Ólafsson, sat að búi frá 1879 til 1919. Móðir Ólafs var Ing- unn Eiríksdóttir frá Vorsabæ á Skeiðum. Heimili þeirra var ann- álað myndarheimili, mannmargt og traust. Þau hjón voru vel bjarg- álna þótt ekki væri hægt að kalla auð í þeirra garði, en rausn, greið- vikni og gestrisni voru einkenni þess heimilis sem fóstraði Ólaf og mótaði hann. Hann fetaði ekki menntaveg fremur en jafnaldrar hans á þeim tíma, en fordæmi og andi foreldra hans gaf honum það brautargengi, sem entist honum til þess að verða fyrirmyndar- bóndi og heimilisfaðir og styrk stoð samfélags síns. Ólafur tók við búi í Eystra- Geldingaholti af foreldrum sinum 1919 og kvæntist þá Pálínu Guð- mundsdóttur frá Hólakoti í Ytri- hrepp. Framundan revndust vera erfið búskaparár. Arferði var vont, harðir vetur og gjaffelldir komu hver af öðrum og verðhrun á helstu söluvörum bænda fylgdi eftir. Þá var þröngt fyrir dyrum hjá bændum og máttu ýmsir þeirra hverfa frá búum sínum eignalausir og leita sér atvinnu við sjávarsíðuna. Svo erfiðir tímar hafa sem betur fer ekki gengið yf- ir síðan. Þá var einnig færra um úrræði til bjargar en síðar varð. Ólafur í Geldingaholti stóðst þessa raun. Það kom í ljós strax á þessum fyrstu búskaparárum hans, að hann hafði fullkomlega vald á því starfi sem hann hafði valið sér og hann átti eftir að sinna meðan kraftar entust. Þá og æ síðan var hann ungum mönnum sönn fyrirmynd um ráðdeild, ár- vekni í starfi og heiðarleik í skipt- um við aðra menn. Þegar ég kveð þennan gamla og góða vin minn, kemur margt upp í hugann. Fyrstu minningar mínar um hann eru bundnar við hjálp- semi hans við móður mína, þegar hún þurfti mest á slíku að halda. Ég held að fullyrða megi að hann hafi alltaf horft framhjá eigin önnum, ef hann taldi sig geta hlaupið þar undir bagga. Það varð svo að vana, lengi vel, að finna Ólaf í Geldingaholti og þiggja hjá honum ráð, þegar lagfæra þurfti byggingar eða forma nýjar. Og minnisstætt er mér og þykir gott að hugsa til þess nágrennis, sem við áttum, hátt í fimm ára- tugi, sem bændur á samliggjandi jörðum. Þar bar aldrei skugga á samskiptin og lærði ég margt af ólafi á þeim árum um skilgrein- ingu á aðalatriðum og smámun- um. Eðlisgreind hans og lífs- reynsla vísaði honum þar hina réttu leið. Við Ólafur áttum um skeið starf saman í sveitarstjórn Gnúpverja- hrepps. Þar starfaði hann, eins og hvarvetna sem hann lagði hönd að verki, af áhuga og næmri tilfinn- ingu fyrir þörfum og getu sveit- unga sinna. Það mætti vera þeim hollt, sem hafa ráð samborgara sinna til umfjöllunar, hvar í stjórnkerfinu sem þeir standa, að kynnast slíkum vinnubrögðum og hafa þau að fordæmi. Þessum fáu kveðjuorðum sem hér eru fest á blað er ekki ætlað að vera lýsing á ævi og starfi Ólafs í Geldingaholti. Hann var sérstæð- ur maður og vandgert að gefa af honum haldgóða lýsingu og tæm- andi mynd þótt hann gerði aldrei tilraun til að fela hug sinn eða villa um fyrir viðmælanda sínum. Athyglisgáfa hans og áhugi fyrir hverju því starfi sem hann fékkst við var ef til vill það sem ein- kenndi hann framar öðru, svo og einlægni hans og hreinskilni. Af öllum lífsferli ólafs þykist ég geta ráðið að hann hafi verið gæfumaður. Eiginkona hans var gagnmerk kona, yfirveguð til orðs og æðis og bar með sér hlýju og glaðværð hvar sem hún fór. Meðan hún lifði átti hún ríkan þátt í að móta heimilisbraginn á bænum og bera gott orð á milli fólksins á þvi fjölmenna heimili sem þau stóðu fyrir. Þau áttu og barnaláni að fagna, eignuðust fjögur börn, sem öll hafa gifst og átt börn. Elstur er Jón, bóndi í Eystra-Geldingaholti, kvæntur Margréti Eiríksdóttur frá Steinsholti, Inga er næstelst, gift Stefáni Björnssyni, fyrrver- andi forstjóra í Reykjavík, þá Guðrún, gift Haraldi Pálmasyni, farmanni í Reykjavík. Hún lést 1980. Yngst er Hrefna, gift Guð- mundi Sigurdórssyni, bifreiða- stjóra á Flúðum. Öll eru börnin góðum kostum búin, og barna- börnin hafa enn aukið lífslán afa síns og ömmu og gert ævidag þeirra bjartari og ánæraulegri. Veikindi hafa sótt Olaf heim. Hann hefur nokkrum sinnum gengið undir skurðaðgerðir, sem hafa sannarlega reynt á þrekið og það svo að tvísýnt var um líf hans og hreysti. En lífsvilji hans var svo sterkur og hamingja hans svo rík, að hann hefir getað notið verka sinna og fjölskyldu sinnar fram í háa elli. Og hann gladdi sig Þorleifur Bjarnason Litla-Mel — Kveöja Tveir ungir menn sigla út á fjarlægð fiskimið. í eitthundrað daga áttum við samleið í misjöfnu veðri, logni eða ólgusjó. Sáum hvorn annan nær hvern einasta dag, en ekki urðu kynni okkar mikil. Svo sigldi Þor- leifur Bjarnason sinn ævisjó á landi, í blíðu og stríðu brauðstrits- ins. Ég fór aðra leið. Aldarfjórðungi síðar hittumst við aftur. Hann rétt kominn út úr einu áfallinu á sinni lífssiglingu, ég illa haldinn í brotsjóum minn- ar. Við mundum hvorugur eftir hinum, lífið er svo skrítið og margbreytilegt, — ljúft eða hrjúft og þannig urðum við. Það var gott að hitta Þorleif aft- ur og kynnast honum. Fá að þekkja hans lífsreyslu og ræða við hann um mína. Hann varð mér sem vinur og gaf mér styrk, gleði og gæsku sína. Eg vildi að við hefðum getað siglt svolítið lengur saman í þessu lífi, en hann réðst á farkostinn góða og sigldi burt, út í lognið og blíðuna. Mikið varð ég glaður þeg- ar ég sá hve öruggur og ánægður Þorleifur var, þegar hann lagði af stað út á eilífðar hafið. Ég kveð vin minn með söknuði og bið; að hann muni nú eftir mér, þegar ég sigli út á móðuna miklu og hitti Þorleif, — einu sinni enn, — aftur. Ég mun ávallt minnast Þorleifs Bjarnasonar með þakklæti og vinsemd, bið Guð að blessa hann og varðveita á því himneska hafi sem hann nú siglir. Öllum ástvinum, ættingjum sem og öðrum vandmönnum, sendi ég samúðarkveðjur. við það og taldi það gæfumerki, að rausn, greiðasemi og gestrisni ræður enn ríkjum í Geldingaholti. Arfinum þeim hefur verið skilað áfram til framtíðarinnar. En nú er ólafur allur og er í dag lagður til hinstu hvíldar að Stóra-Núpi, við hlið konu sinnar. Fjölskylda mín kveður hann að leiðarlokum með þökk fyrir góð- vild og ævilanga tryggð og vin- áttu. Við fráfall þessa mæta manns sendum við ástvinum hans inni- legar samúðarkveðjur. Steinþór Gestsson Ólafi í Geldingaholti kynntist ég fyrst, þegar ég var stráklingur sendur til hans sí veit. Satt best að segja leist mér ekkert á það fyrst. Fljóthuga manni mætti ég, manni sem óð áfram í verkum. En ólafur varð mér fljótt meira en húsbóndi, því þrátt fyrir aldursmun og stöðu urðum við nánir vinir og sú vin- átta entist allt síðan. Heimili þeirra hjóna varð mér annað heimili, þar sem alltaf var gott að koma. Ég minnist margra stunda, þar sem við Ólafur ræddum málin. Það var gott þá að vera með manni, sem mat skoðanir manns þess að ræða um þær, jafnvel ríf- ast um þær. Það var sjaldnast hljótt í kringum Ólaf. En hann var eins gjörsamlega laus við að villa á sér heimildir og nokkur maður gat verið. Að láta uppi skoðanir sínar umbúðalítið held ég að hann hafi alltaf gert. Og líkt mörgum hugmönnum setti hann stundum mjög hratt fram hugsanir og orð. Það mátu ekki allir. En það var á Ólaf hlustað. Það var oft að ná- grannar og sveitungar komu til hans og leituðu ráða. Hann sýndi það með verkum og lífsstarfi, að hann stóð fyrir sínu. Það er ekki á neinn hallað, þótt sagt sé, að hann hafi verið með allra bestu bænd- um, og til þess starfs hafði hann örugglega náðargáfu. Opinn fyrir nýjungum, án þess að gleypa þær, djarfur sóknarmaður og svo út- sjónarsamur að furðu gegndi. Það fer ekki milli mála, að það vantar stóran drátt í andlit uppsveitanna, þegar Ólafur í Geldingaholti er látinn. Þar hverfur höfðingi, sem mikið munar um. Hann var fæddur í Eystra-Geld- ingaholti 22. febrúar árið 1888 og þar bjó hann alla tíð síðan. Þegar hann svo á síðustu árum dvaldi háaldraður og farinn að heilsu á sjúkrahúsi, var hugurinn samt alltaf heima. Hann vissi hvenær var hirt á þessum blettinum eða hinum, hvað verið var að gera á hverjum degi heima. Þar voru djúp tengsl milli manns og um- hverfis. „Þið munduð skilja það ungu mennirnir, hvað það er að þykja vænt um túnið sitt,“ sagði hann einu sinni við mig þegar við stóðum á Geldingaholtstúninu, „ef þið hefðuð svitnað við að rista ofan af því þúfurnar með spaða og reiða síðan burt.“ Ólafur í Geldingaholti var myndarlegur maður, skörulegur í orði og æði. Hann var lánsmaður, eignaðist frábæra konu. Pálína Guðmundsdóttir frá Hólakoti var einstök manneskja. Hún dó árið 1978. Hún bjó manni sínum gott heimili. Þau voru samhent í gest- risni og áttu marga vini. Það komu því alltaf margir að Geld- ingaholti. Þar var glatt á hjalla. Ég veit líka um marga, sem leit- uðu hjálpar þeirra og ásjár. Þar mátti Ólafur oft vera að því að sýna skilning við nágranna og vini, þegar þörfin var. Þau Ölafur og Pálína eignuðust fjögur börn, þau Ingu, sem býr í Reykjavík, gift Stefáni Björns- syni, forstjóra, Jón, bónda í Geld- ingaholti, kvæntan Margréti Ei- ríksdóttur, Guðrúnu, sem er látin, var gift Haraldi Pálmasyni, far- manni, og Hrefnu, búsetta í Akur- gerði, Hrunamannahreppi, gifta Guðmundi Sigurdórssyni bíl- stjóra. En hópurinn varð stærri. Við fundum það margir sumar- krakkarnir, að við áttum þar líka heima. Það var gott og fyrir það erum við þakklát. Þeir menn, sem þurftu að ganga í gegnum þá þróun atvinnusög- unnar, sem orðið hefur á íslandi síðustu áratugi, einmitt á starfs- tíma Ólafs í Geldingaholti, hafa sannarlega orðið fyrir rækilegum sviptingum. Jafnframt því, sem spennandi hefur verið að sjá ný tækifæri opnast, hefur verið erfitt að fóta sig á breyttum tímum. Það tókst heldur ekki öllum. ólafur tók við góðu búi, en gerði það betra. Hann fylgdist með tíman- um, en tapaði þó ekki sýn þeirra verðmæta, sem ekki mátti missa. Það á eftir að koma betur í ljós síðar, þegar kynslóð hans verður skoðuð úr meiri fjarlægð, hvílíkt afrek margir unnu þar fyrir ís- land. Þar stendur ólafur framar- lega. Fram á síðustu daga stóð hann í þessum tvennum tímum. Framsækinn, en þó minnugur þess liðna. Allt til hins síðasta kom hann á óvart með það, hversu ótrúlega fróður hann var og minn- ugur um þá tíma. Það var mjög gaman að heyra hann segja þar frá. Ég er þakklátur fyrir að hafa mátt ganga með honum og Pálínu þann spöl, sem við gengum saman. Það var mér dýrmætt. Ég bið þann Guð, sem Ölafur þekkti, að blessa minningu góðs manns og höfðingja. Megi Drottinn leyfa okkur að hittast aftur. Valgeir Ástráðsson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera véírituð og með góðu línubili. Fræðsluþættír frá Geðhjálp Spurningum svarað Sextíu og eins árs gömul kona spyr hvert þeir geta leitað hjálpar sem dvalist hafa sem geðsjúkl- ingar á geðsjúkrahúsum og hefja síðar störf á geðsjúkrahúsum og finnst þeir órétti beittir af sér- menntuðu starfsfólki (þá væntan- lega samstarfsfólki). Allir geta leitaö aðstoðar göngudeildanna annað hvort á Landspítalanum eða Borgarsp- ítalanum. Þar er vissulega sérmenntað starfsfólk, en ein- mitt það á að tryggja að sú hjálp sé góð. Þessi spurning gefur tilefni til stuttrar um- fjöllunar um þá erfiðleika sem skapast þegar fyrrverandi sjúklingur ræður sig í vinnu á þeim geðspítala sem hann eða hún hefur veri sjúklingur á. Þeirri reglu ber að fylgja, að ráða sig ekki til starfa á sama sjúkrahús og maður hefur legið á eða verið til meðferðar fyrr en nokkrum árum eftir út- skrift. Til álita kemur, hvort það sé yfirleitt ráðlegt að ráð- ast til starfa á sama sjúkrahúsi þótt langt sé liðið frá útskrift- inni. Margar ástæður eru fyrir því að þetta er óheppilegt. Til dæmis getur fyrrv. sjúklingur þurft að vinna með því fólki sem áður önnuðust viðkomandi í veikindum hans/hennar, þótt e.t.v. sé langt um liðið. Sam- starfsmenn vita þá um per- sónuleg atriði í lífi manneskj- unnar, sem oft kemur sér illa. Vitneskjan ein um að sam- starfsmaður sé fv. geðsjúkling- ur getur litað afstöðu sam- starfsmanna jafnvel þótt þeir séu allir af vilja gerðir að horfa framhjá vitneskju sinni. Því miður getur það tímabil sem sjúklingur dvelst á geð- sjúkrahúsi verið tímabil sár- inda, beiskju og niðurlægingar sem vont er að minnast. í lögum um heilbrigðisþjón- ustu nr. 57/1978 sem fjalla um heilsugæslustöðvar og skipulag þeirra, kemur fram að undir heilsuvernd flokkast m.a. geð- vernd, áfengis- og fíkniefna- varnir, svo og félagsráðgjöf þ.m.t. fjölskyldu- og foreldra- ráðgjöf. Af þessu mætti ráða að löggjafinn skilji þörf þá sem bréfritari bendir á. Sá hængur er hins vegar á þessu máli að þjónusta þessi skal greidd af sveitarfélaginu en ekki ríkinu, sem greiðir læknum og hjúkr- unarfræðingum laun. Það fer því eftir efnahag og vilja sveit- arfélagsins hvort þeir ráða til sín sálfræðing og/eða félags- ráðgjafa til slíkra starfa. Spurt er hvort hægt sé að fá hjálp frá geðlæknum eða sál- fræðingum á stofu út í bæ. Svarið er játandi, — geð- læknar taka sjúklinga á stofu svo og nokkrir sálfræðingar. Heimilislæknum er kunnugt um nöfn þeirra og hvert skal leita. K.M. P.S. Munið fyrirlestur Geð- hjálpar sem verður haldinn nk. fimmtudag 17. febr., kl. 20 á Geðdeild Landspítalans í kennslustofu, 3. hæð. Ingólfur Sveinsson, geðlækn- ir, talar um svefn og þýðingu hans fyrir heilbrigði okkar. Mummi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.