Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Fjárveitingar til sjúkra- húsa í Reykjavík — eftir Ásmund Brekkan, dósent, yfir- lækni Borgarspítalans Inngangur Eftir því sem tækni, menningu og hagnýtingu hugvitsins fleygir fram, og mönnum ætti því að reynast lífið og umhverfið einfald- ara og aðgengilegra, þeim mun flóknara verður allt það félagslega umhverfi, sem við lifum og hrær- umst í. Eitt af einkennum þessarar flækju er notkun stofnanamáls og nýyrða þegar endurskilgreina skal hugtök á ýmsum sviðum „krefis- ins“ og meta þarfir þegnanna í því. Heilbrigðisþjónusta okkar („Heilsugeirinn") hefur ekkert orðið útundan i þessum efnum og er það eðlilegt, þegar tekið er mið af vægi (þarna er eitt nýyrðið!) hennar, bæði í þjóðarbúskapnum og eins í hugum flestra landsins barna. Eitt þeirra nýju hugtaka sem mjög hefur hlaupið bólga í síðasta hálfa áratuginn, er „frumheilsu- gæzla”, sem er bein þýðing á „Pri- mary Health Care“ á ensku eða Primárhálsovard" á sænsku, og er rétt að hafa hið síðara tungumál í huga, þar eð verulegur hluti hugmyndafræði þeirrar, sem felst í nafninu, er þaðan kominn, auk ýmissa góðra hugmynda frá Bretaveldi, en að lokum fljóta með hugsanir úr markmiðssetningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, um heilsu fyrir alla jarð- arbúa árið 2000. Frumheilsugæzian Grundvöllur og stefna hug- myndafræði þeirrar, sem leggur höfuðáherzluna á „frumheilsu- gæzluna" eru vissulega nokkuð misjöfn eftir hnattstöðu og þróun- arstigi hlutaðeigandi lands, en hér „Því hefur verið haldið fram, að útgjöld þjóðfélagsins til heilbrigðisþjónustunnar séu nú búin að ná þeim efri mörkum sem almennur póli- tískur vilji leyfi. Jafnframt hefur, m.a. með sérkennilegu línuriti, er birtist í þessu blaði fyrir nokkru, verið sýnt hve gífurlega rekstrar- kostnaður sjúkrahúsanna í Reykjavík er talinn hafa hækkað miðað við nokkra aðra liði heilbrigðisþjónust- unnar. Báðar þessar fullyrð- ingar eru afstæðar, og sann- leiksgildi þeirra útaf fyrir sig takmarkað og einhæft.“ á Vesturlöndum eru þetta aðalat- riðin: a) Velmegun, næringarástand, tækniþekking og (það er viður- kennt ennþá!) læknisfræðileg kunnátta í þessum löndum eru á því stigi, að ekki verður öllu lengra komizt í lækningu sjúkdóma eða skynsamlegri lengingu mannsævinnar með aðstoð læknisfræðilegrar tækni. b) Þjóðfélaginu ber því að leggja höfuðáherzlu á fyrirbyggjandi og uppfræðandi heilbrigðis- þjónustu. c) Þetta verður bezt gert með því að færa heilbrigðisstarfsfólkið (lækna, hjúkrunarfræðinga, o.s.frv.,) eins nærri neytandan- um (þegninum) og frekast er unnt. d) Frumheilsugæzlunni ber lika í auknum mæli að taka tillit til og þjóna þörfum einstaklings- ins i félagslegum, samskipta- legum skilningi, bæði sem ein- staklingi og sem afmörkuðum félagshópum. e) Af þessum sökum verður þjóð- félagið að beina þeim fjármun- um, sem aflögu eru, til heil- brigðis- og heilsugæzluþjón- ustu og í æ ríkari mæli til „frumheilsugæzlunnar", en „nærþjónustan" (narvárden) er í raun hið eina svið, sem búast má við að skili arði í formi færri veikindadaga og „betri heilsu". Þetta er ofureinföldun á markmiðum „frumheilsugæzlunn- ar“ og öll eru þau góð og erfitt að mæla gegn þeim hugmyndum, sem þar koma fram. Þessar hugmyndir og stefnumið eru auðvitað ekkert annað en mynd af nýrri lífsspeki (fílósófíu) og breytingu á samfé- lagsskoðun; þau eru útaf fyrir sig ekki mótuð inn í hinar hefð- bundnu pólitísku „ideólógíur", en vissulega eru markmiðin nokkuð lituð af samvizkubiti okkar gagn- vart bjargarleysi þriðja heimsins, með svolitlu ívafi frá Mao sáluga og jafnvel menningarbyltingunni. Blandan er þó á þann veg, að hún er jafn pólitískt aðlaðandi fyrir alla flokka! Uppbygging heilsu- gæzlustöðva Hugmyndaheimur „frumheilsu- gæzlunnar" var langt frá því að vera fullmótaður um það bil er sú stefna var mörkuð af löggjafanum hér á landi í byrjun síðasta ára- tugar, að byggja upp kerfi heilsu- gæzlustöðva, er leysa skyldu gamla héraðslæknaskipulagið af hólmi, en þær framkvæmdir, sem ráðist var í á grundvelli nýrra heilbrigðislaga, og enn eru i gangi víðsvegar um Iandið, voru og eru öryggi íbúanna víðast hvar mjög nauðsynlegar. Hins vegar hafa Asmundur Brekkan hreppapólitík, togstreita ein- stakra sveitarfélaga og kjördæma og jafnvel einstaklinga, ásamt ofangreindum nýjum viðhorfum, orðið til þess, að þessi uppbygging hefur nánast gleypt allar fjárveit- ingar hins opinbera til heilbrigð- ismála á áttunda áratugnum og síðustu tveim árum að auki. Raun- ar gott betur, þegar síðan er litið til rekstrarkostnaðar sveitarfélag- anna af heilsugæzlunni. Jafn- framt uppbyggingu sjálfra heilsu- gæzlustöðvanna hefur þurft að veita talsverðu fé til lagfæringa og nýbygginga á sjúkrastofnunum utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa stöðvarnar víða tengst þeim stofnunum, eins og lög raunar gera ráð fyrir. Af takmörkuðu fjármagni hefur þess vegna ekki verið hægt að sinna sem skyldi viðhaldi, uppbyggingu og þróun „stóru“ sjúkrahúsanna í Reykja- vík, Borgarspítala, Landspítala og Landakotsspitala. Sérhæfða heil- brigðisþjónustan Á sjöunda og fram á fyrstu ár áttunda áratugarins var unnið nokkuð að því að lyfta sjúkrahús- um þessum upp úr þeirri lægð, sem þau þá voru komin í, húsnæð- islega, tæknilega og rekstrarlega, samanborið við stöðu og þróun í þeim löndum, sem við teljum okkur hafa sambærilegan lífsstað- al við. Reykjavíkurborg opnaði nýja Borgarspítalann í stórum og sýnu myndarlegri áföngum en nú tíðkast, miklar endurbætur voru bæði á Landakoti og Landspítal- anum, nýjar byggingar reistar, og jafnframt var leitazt við að búa þessa spítala tækjum til lækninga og rannsókna þannig að þekking og hæfni lækna og annarra starfsmanna nýttist sem skyldi, sjúklingum þeirra til bata og bóta. Á síðasta áratug þyngdist mjög róður þeirra, sem stefndu í þá átt, að þessi þrjú sjúkrahús saman væru sá þekkingar- og „hjálpar- tækjabanki" sem eðlilegt væri og nauðsynlegt til þess að þau stæðu undir nafni sem stofnanir fyrir sérhæfðar lækningar og rann- sóknir sjúklinga, auk þess sem þeim væri kleift að sinna því ætl- unarhlutverki sínu, að vera menntunarvettvangur lækna og annarra heilbrigðisstétta. Til þess að svo megi verða, þurfa þessar stofnanir líka, einar sér og sam- eiginlega, að geta séð af tíma, plássi, fé og mannafla til vísinda- starfsemi. Hlutverk sérhæfðu sjúkrahúsanna Tengsl og samskipti milli hinna ýmsu stiga og þátta heilbrigðis- þjónustunnar verða að vera rík og órofin, og það er eðlilegur þáttur í þeirri félagslegu þróun heilbrigð- isþjónustunnar, sem leiðir af sér „frumheilsugæzluna" á annan endann, að áherzlur og starfs- hættir á öðrum stigum kerfisins breytist að sama skapi. Þannig má með nokkrum rökum telja, að nú þegar sé til nægilegt legurými á hinum „dýru“ sjúkrahúsum hér- lendis, a.m.k. út þennan og jafnvel næsta áratug, sé hægt að byggja upp og nýta aðra þjónustu þeirra. Eins og er kann innbyrðis dreifing þessara sjúkrarúma að orka tví- mælis og sívirk endurskoðun hennar er nauðsynleg. Þess ber að geta, að verulegar tilhneigingar gætir nú víða um lönd í þá átt, að æ fleiri og umfangsmeiri lækn- ingar, aðgerðir og rannsóknir eru Nýir bílar frá Volkswag- en — Audi og Mercedes Benz væntanlegir í ár — Volkswagen kynnir nýja Golf og Jetta — Nýr Audi 200 og Avant — Nýir bílar í 200—280 E-Iínunni frá Benz Bflar Sighvatur Blöndahl BÍLAFRAMLEIÐENDUR eru yfir- leitt mjög fámálir um væntanlegar nýjungar í framleiðslu sinni af ýmsum orsökum, eins og t.d. þeim, að þeir óttast að keppinautarnir „steli" einhverjum snjöllum hug- myndum. Ýmis hílablöð hafa hins vegar reynzt lunkin við að grafa upp myndir af nýjungunum fyrir- fram. í nýlegu hefti þýzka blaðsins „Auto Motor und Sport" er fjall- að nokkuð um nýjungar, sem væntanlegar eru frá Volkswag- en-Audi og Mercedes Benz. MERCEDES BENZ Blaðið fullyrðir, að í kjölfar markaðssetningar „litla" Benz- ins, Benz 190, verði síðar á þessu ári kynntir nýir bílar úr 200—280E línunni, sem svipi mun meira til „litla" Benz-sins og nýju 280—500S-Iínunnar, þ.e. fái mun skemmtilegri og ný- tízkulegri línur, jafnframt því, sem þessi bílar verði framleiddir í „coupé“-útfærslu. Þá segir blaðið, að á þessu ári verði kynntur nýr „station" sem verði mun straumlínulagaðri og skemmtilegri í útliti en forveri hans, sem kynntur var fyrir nokkrum árum. Reyndar segir blaðið alla nýju bílana verða mun straumlínulagaðri en for- vera þeirra, auk þess sem þeir verði allir knúnir sex strokka vélum, sem sé mikil framför frá 4 strokka vélunum, sem margir telja heldur þunglamalegar. Inn- rétting bílanna verður auk þess íburðarmeiri en í eldri gerðum. VOLKSWAGEN—AUDI Um Volkswagen og Audi segir blaðið, að væntanlegir séu nýir Volkswagen Golf og Jetta á ár- inu, sem verði heldur stærri en forverar þeirra, auk þess sem þeir verði mun straumlínulag- aðri. Farangursrými verður áberandi stærra en i gömlu bíl- unum. Þá segir blaðið að bílarnir verði framleiddir í svokallaðri „capriolet“-útfærslu. Innrétting bílanna verður skemmtilegri en í forverum þeirra. Á þessu ári verður kynntur nýr Audi 200 og Audi Avant, en eins og kunnugt er var markaðs- settur nýr Audi 100 á síðasta ári, en sá hlaut þegar mjög góðar viðtökur og var kosinn bíll árs- ins í Evrópu. Auk mikils íburðar vakti straumlínulögun Audi 100 sérstaka athygli, en hann hefur lægstan vindstuðul allra fjölda- framleiddra bíla, eða 0,30 Cw. Nýju bílarnir virðast ekkert gefa honum eftir og eru mjög straum- línulagaðir, þó engar tölur hafi verið gefnar út þar að lútandi. Þess má geta, að Audi 200 verður þegar boðinn í „turbo“-útfærslu. Blaðið segir, að Audi 200 og Audi Avant verði mjög íburðarmiklir, sé ekkert til sparað að gera inn- réttingu bílanna sem allra bezt úr garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.