Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 27 Davíð Oddsson við umræður um Keldnasamninginn í borgarstjórn: Framtíðarbyggð borgarinnar við Grafarvog tryggð með samningum Ekki þarf klóka samningamenn til að gera svona samning, segir Sigurjón Pétursson SAMNINGUR borgarstjórans í Reykjavík og menntamalaraðherra um málefni Keldna og Keldnaholts, en samningurinn kveður á um makaskipti á löndum og um stöðu stofnana ríkis- ins á svæðinu, var samþykktur á auka- fundi borgarstjórnar sl. fimmtudags- kvöld. Samningurinn var samþykktur að viðhöfðu nafnakalli með 12 atkvœð- um borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 7 atkvæðum fulltrúa Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvenna- framboðs. Annar tveggja fulltrúa Framsóknarflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna, en hinn var farinn af fundi, en hafði áður lýst því yfir í bókun, að hann mvndi sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Miklar umræður urðu um samninginn, en þeim lauk ekki fvrr en á tólfta tímanum um kvöldið. Ríki og borg sátt viö byggðamörk Davíð Oddsson borgarstjóri mælti fyrir samningnum og í yfirgripsmik- illi ræðu sinni rakti hann forsögu málsins og samninginn sjálfan. Sagði Davíð að forsaga málsins væri löng, en frá því full alvara og þungi hefðu verið sett í það að ná árangri í þessum efnum eftir sfðustu kosn- ingar, hefði samningalotan verið stutt og markviss, ólfkt þvf sem stundum áður, er hún var langdregin og skilaði litlum árangri. Davíð sagði að meginþættir samningsins væru þeir, að rfki og borg væru sátt við byggðamörk á Grafarvogssvæð- inu, og það sem mesta athygli vekti væri það að samkomulagið gerði borginni kleift að starfa f samræmi við þá skipulagsforsögn sem gefin var 1. júlí sl. í borgarstjórn, og tryggja myndi framtíðarbyggð borg- arinnar. Davíð gat þess að við þær umræður hafi mjög verið haft á orði af gagnrýnendum skipulagsins, að svæðið væri í eigu annars aðila en Reykjavíkurborgar. Það væri auðvit- að rétt, en hins vegar væri það á misskilningi byggt að slfkt væri sér- stakt gagnrýnisefni, enda væri það venja að skipulag væri unnið á svæð- um sem væru f eigu margra aðila. Ekki farið of geyst Davíð sagði að brýna nauðsyn hafi borið til að hraða málinu og sýna svo ekki væri um villst hug borgar- stjórnar í málinu. Það myndi benda til þess að borgarstjórn myndi leita eignarnáms á þeim svæöum sem deilt væri um, ef ekki næðust samn- ingar við ríkið. Niðurstaða samn- ingsins sýndi svo ekki væri um villst að ekki hefði verið farið of geyst af stað f málinu, eins og vinstri flokk- arnir héldu fram. Davíð benti og á að þrátt fyrir það mikla landsvæði sem borgin leysti til sín, þá væri útlagður kostnaður borgarinnar í beinhörðum peningum ekki verulegur. Þar kæmi margt til, makaskipti á löndum ættu sér stað sem væri borginni hagkvæmt og ekki síður fyrir viðsemjendur henn- ar. TöfAu málið um 4 ár Næst vék borgarstjóri máli sínu að forsögu málsins og nefndi m.a. að sjálfstæðismenn hefðu ekki haft verulega ástæðu til þess eftir kosn- ingarnar 1978, þegar vinstri meiri- hlutinn komst til valda, að ætla að frá fyrri stefnu í skipulagsmálum yrði snúið, þvf hún hefði verið studd ríkum meirihluta. Að vísu hefði ver- ið ljóst að Aiþýðubandalagið réði ferðinni í skipulagsmálum, en menn hafi ekki órað fyrir að samstarfs- flokkar þeirra yrðu svo linir sem raun bar vitni. Síðan rakti Davíð orð vinstri manna um þessi mál og sagði að sjálfstæðismenn hefðu alltaf ítrekað nauðsyn þess að staðfesta bæri aðalskipulagið, þannig að samningsaðstaða borgarinnar við Keldur batnaði, en með þau sjón- armið og rök hefði þáverandi meiri- hluti ekkert viljað við gera. Þannig hefði honum tekist að tefja málið í heil fjögur ár. „Það fóru heil fjögur ár forgörðum í mikilvægasta þætti skipulagsmála borgarinnar undir forystu vinstri meirihlutans, sem ekki kunni fótum sínum forráð," sagði Davíð. Davfð sagði að með samkomulag- inu væri f raun gengið frá kaupum borgarinnar á 110 ha lands úr Keldnalandi, sem borgin fengi með hagstæðum hætti. Með samningnum væri verið að tryggja framtíðar- byggð borgarinnar á svæðinu með- fram Grafarvogi. Vakti hann athygli á því að nettóávinningur samkomu- lagsins væri geysimikill, yfir 30 ha, frá því sem áður hafði "“rið gert ráð fyrir. Samningurinn . ndi það og sannaði að raunhæfur möguleiki hafi verið á að tryggja borginni nægilegt land, enda hafi það verið gert, við verði sem hún hæglega get- ur greitt. Einnig hefði verulegur ávinningur orðið í fbúðabyggð í með- förum skipulagsnefndar á málinu. í lok ræðu sinnar sagði Davíð að hann tryði því tæpast að fyrrverandi meirihluti væri svo rækilega geng- inn í björg á Rauðavatnshæðunum, að hann gæti ekki horft til framtið- ar, þegar hagsmunir og velferð borg- arsamfélagsins blöstu við og boðið væri upp á heillega og góða lausn. Skoraði hann á borgarstjórn að sam- einast um að ganga frá samningin- um endanlega þá á fundinum. ViðræAunefnd vinstri manna gerAi ekki neitt Að máli Davíðs loknu talaði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, formaður skipulagsnefndar. Hann benti á að viðræður við Keldnamenn hefðu staðiö í um 13 ár. Þar af hafi vinstri meirihlutinn gert þrjár tilraunir til þess að ná samningum, ýmist um Keldur, eða Keldur og Keldnaholt. Fór Vilhjálmur síðan nokkrum orð- um um tilraunir þessar og sagði að fyrsta tilraunin heföi ekki skilað neinum árangri. önnur tilraun hafi leitt til tilboðs sem gerði ráð fyrir 99 ha landi til Keldna og 48,5 ha til Keldnaholts, samtals 147,5 ha. Sá samningur sem nú væri ræddur gerði ráð fyrir 117,2 ha lands til þessara aðila. Hins vegar hefðu þessar tilraunir vinstri manna siglt f strand. Þriðja tilraunin skilaði held- ur ekki árangri. Sagði Vilhjálmur að vinstri meirihlutinn hefði skipað viðræðunefnd um málið, nefnd sem aldrei hafi gert neitt, enga fundi haldið, enda hefðu nefndarmenn Davíð Oddsson Vilhjálmur Þ. Markús Örn Sigurjón Vilhjálmsson Antonsson Pétursson Álfheiður Ingadóttir Hulda Valtýsdóttir Kristján Benediktsson Sigurður E. Guðmundsson ekki hist. Vilhjálmur sagði að eng- inn áhugi hefði verið á því að semja. Aldrei reynt á samninga Þá vék hann orðum sínum að „kynningarriti" því sem gert var fyrir síðustu kosningar og fjallaði um skipulagshugmyndir meirihlut- ans. Þar hafi komið fram að ekki væri hægt að ná samningum um Keldnaland, en hið rétta væri að aldrei hefði verið látið á það reyna. Öll hegðan vinstri meirihlutans f málinu væri ekki til fyrirmyndar, enda hefði með vilja verið hægt að ná samningum, eins og nú sannaðist. Þá benti Vilhjálmur á að mikill meirihluti Reykvíkinga væri þvf sammála að byggja við Grafarvog, en ekki á Rauðavatnsheiðunum. Næst vék Vilhjálmur orðum sín- um að samkomulaginu sjálfu og sagði að núverandi samkomulag væri ekki útlátalaust fyrir borgina, því það þyrfti að kaup 15,3 ha land og afhenda það ríkinu. Þegar væru hafnar samningaviðræður við eig- endur landanna og raunar væri búið að ganga frá samkomulagi við einn aðila. Hins vegar væru þessi landa- kaup aðeins smámunir hjá því sem menn hefðu orðið að kaupa, ef farið hefði verið út í Rauðavatnsævintýr- ið, því þar og á Norðlingaholti skiptu eigendurnir hundruðum. BáAir aAilar geta vel viA unaA Þá sagði Vilhjálmur að samkomu- lagið væri þannig úr garði gert að bæði ríkið og Reykjavíkurborg gætu vel við unað, um jöfn skipti á landi væri að ræða, 155,4 ha færu á milli. Vilhjálmur sagði að íbúðasvæði og græn svæði ykjust um 35,4 ha og væri þar um nettóávinning að ræða. Þá myndi ríkið greiða gatnagerð- argjöld af byggingum sem rísa kunna vestan Vesturlandsvegar. Vilhjálmur sagði að eignarhluti Reykjavíkur f Keldnalandi myndi aukast verulega. Gert væri ráð fyrir að á svæðinu verði um 1750 íbúðir og þar af yrðu 390 byggingarhæfar f ár. Af þeim væru 350 einbýlishúsalóðir, 90 raðhúsalóðir og 50 íbúðir í fjöl- býli. Þá yrði í ár og úthlutað 500 einbýlishúsalóðum sem koma til af- hendingar árin 1984 og 1985. Samningurinn getur varla verri veriA Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins talaði næstur og sagði að minnihlutanum hefði verið meinað að fylgjast með samn- ingaviðræðum og gagnrýndi hann það harðlega. Hann sagði að með samningnum hefði Reykjavík flutt vanda sinn um set. Ríkið væri búið að hasla sér völl í landi Reynisvatns, en þar hefði það fengið 20 ha. Þá sagði Sigurjón að ríkið hefði náð mjög góðum samningum, betri held- ur en það hafi talið sig þurfa, en hinn góði samningur ríkisins væri til kominn vegna þess að Reykjavík hefði spilað sig út í horn í málinu, með fljótfærnislegum yfirlýsingum fyrir kosningar, um að byggt yrði á Grafarvogssvæðinu hvað sem það kostaði. Sigurjón sagði að ekki þyrfti klóka samningamenn til þess að gera svona samning, hann væri vondur og gæti varla verri verið. Sigurjón sagði að stundarhagsmunir hefðu verið látnir ráða við samningsgerðina, en langtímahagsmunum hefði verið fórnað og land rfkisins væri hér eftir varanleg meinsemd í borgarlandinu. Lýsti hann því yfir að Alþýðubanda- lagið myndi greiða atkvæði gegn þessum vonda samningi. I bókun Alþýðubandalagsins kem- ur m.a. fram að ástæða þess að flokkurinn greiðir atkvæði gegn samningnum, sé sú að með samn- ingnum sé viðurkennt af borgaryf- irvöldum að „rikið skuli um aldur og ævi hafa eignarhald á 155 ha lands á austursvæðum borgarinnar". Sjálfstæðisflokkurinn hafi með fljótfærnislegum kosningaloforðum sinum eyðilagt alla samningsaðstöðu borgarinnar, þar sem mótaðilinn vissi að öllu yrði fórnað til að ná einhverjum samningum, eins og raunin hefði á orðið. Friöland fugla Næst talaði Álfheiður Ingadóttir Alþýðubandalagi. Hún lýsti áhyggj- um sínum yfir því að Háskólanum væri ætlað 4 ha svæði í Vatnsmýri og lagði til að það svæði yrði undan- skilið f samningnum. Sagði hún að þetta svæði væri friðland fugla og ef það færi undir vatn, myndi það eyði- leggja varpstöðvar fuglanna. Varðandi gagnrýni Álfheiðar á friðland fugla í Vatnsmýri, benti Hulda Valtýsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á, að ekki væri ástæða til að óttast það að Háskól- inn hundsaði þá vernd sem lögð hefði verið á svæðið. Því væru áhyggjur Álfheiðar ástæðulausar. Þakka menntamálaráðherra Þá talaði Kristján Benediktsson, Framsóknarflokki. Sagði hann að Reykvíkingar gætu verið þakklátir menntamálaráðherra fyrir þennan samning, enda hefði hann beitt sér fyrir því að hann næðist. Kristján sagði að fyrrverandi meirihluti hefði búið í haginn til að þessi samningur næðist. Nefndi hann því til stuðn- ings að fyrri meirihluti hefði stað- fest aðalskipulag í höndum við samningsgerðina, borgin hefði á sl. kjörtímabili keypt jörðina Reynis- vatn og einnig hefði 23 ha land á Grafarvogssvæði verið keypt á síð- asta kjörtímabili. Þessi atriði hefðu átt sinn þátt í að samningar næðust. I bókun Framsóknarmanna kemur það m.a. fram, að samninginn verði að skoða í ljósi þeirrar staðreyndar að ReykjavikurSorg hafi- orðið að ganga til samninga við ríkið, og í Ijósi þess yrði að meta samninginn. Þrátt fyrir agnúa samningsins telja framsóknarmenn að meirihlutinn eigi ekki annarra kosta völ en að samþykkja samninginn, miðað við þá stöðu sem borgin er í varðandi byggingarland. Hins vegar sé samn- ingurinn algerlega á ábyrgð borgar- stjóra og flokksbræðra hans og því muni framsóknarmenn sitja hjá. Einhver dýrkeyptasti samningur sem gerður hefur verið Þá talaði Sigurður E. Guðmunds- son, Alþýðuflokki. Sagði hann að þessi samningur væri einhver dýr- keyptasti samningur sem Reykjavik hefði gert. Sagði hann þetta vera fjármálaævintýri, sem ekki væri vit- að um niðurstöðu á. Þá hefði borgar- stjórnarmeirihlutinn verið klaufi að koma sér í þá aðstöðu að lýsa því yfir að ekki yrði byggt annarsstaðar en við Grafarvog. Það hefði styrkt samningsaðstöðu ríkisins. Sagði Sig- urður í bókun, sem hann kynnti á fundinum, að ríkan þátt í því hve samningurinn væri óhagstæður, ætti „fordómafull og neikvæð afstaða borgarstjórnarmeirihlutans gagn- vart íbúðabyggð við Rauðavatn og fjarlægur og óraunhæfur möguleiki á að ná eignarhaldi á Keldnalandi eftir eignarnámsleiðinni". Kvaðst Sigurður greiða atkvæði á móti samningnum. NauAungarsamningur Næst talaði Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Kvennaframboðs. Hún sagði tvennt þyrni í augum varðandi samninginn. Annars vegar væri það samningur um háskólalóðina, sem væri 39 ha auka-dúsa fyrir ríkið. Hins vegar væri ekki vitað hvað þau einkalönd kostuðu sem borgin yrði að kaupa og afhenda ríkinu. Því væri verið að renna sér blint í sjóinn hvað það varðaði. Kallaði hún þetta nauð- ungarsamning sem Kvennafram- boðið myndi greiða atkvæði gegn. í bókun, sem Guðrún kynnti á fundin- um, segir m.a. að fráleitt sé að ganga frá lóðamörkum Háskólans, á þann veg að taka afstöðu til framtíðar- skipulags flugvallarsvæðisins. Þá vítti Kvennaframboðið þá meðferð sem málið hefur hlotið. GóAur samningur Markús Örn Antonsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja, að framsóknarmenn mikluðu heldur þátt menntamálaráðherra í málinu. Sagði hann að vitað hefði verið, að ef ekki hefðu náðst samn- ingar, þá hefði borgin beitt eignar- námsleiðinni, og það hefði hvatt til samninga. Fulltrúum ríkisvaldsins hefði verið þetta ljóst, og þeir hefðu verið i vörn í málinu. Sagði Markús að samkomulagið væri gott og þar væru hagsmunir beggja tryggðir. Einnig væri markmiðum borgar- stjórnarmeirihlutans um skipulagið í Grafarvogi náð. Sagði hann að þetta væri stórkostlegur ávinningur fyrir Reykvíkinga í heild. Síldarævintýri llrl7 febr. Nú er það orðinn jafnátviss atburður að drekkhlaðnir síldarbakkar séu lagðir á borðin í Blómasalnum og að drekkhlaðnir síldarbátar leggist að bryggju fýnr norðan og austan. Sfldin í síldarbátunum er ósköp svipuð frá ári til árs, en það eru alltaf einhverjar nýjungar á sfldarbökkunum: Síldarbollur, gratlneruð síld og fjöldinn allur af öðrum Ijúffengum síldarréttum. Að aukl er svo laxakaefa, hörpuskelfiskskæfa og marineraður hörpuskelfiskur. SfldaraevintÝrið verður í Blómased á kvöldin alla daga frá 11.-17. febrúar. Borðapantanir í símum 22321 oq 22322. VERIÐ VELKOMIN HÓTEL LOFTLEIÐIR ÍSLENSK MATVÆLI H/F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.