Morgunblaðið - 12.02.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983
37
Aðalsteinn Jóns-
son frá Vaðbrekku
Fæddur 6. desember 1895
Dáinn 3. febrúar 1983
Nú er tveim árum fátt í sextíu
síðan hjón með þrjú börn fluttust
úr Jökuldalsheiði að hinu forna
býli Hrafnkels Freysgoða. Bú-
stofninn var ekki stór, innan við
sextíu ær, ein kýr, nokkrir hestar
og þeir fábrotnu innanstokksmun-
ir og amboð sem þeim tíma heyrðu
hjá fátæku sveitafólki. Þrem árum
seinna dó bóndinn, en ekkjan bjó
áfram á Aðalbóli nokkur ár, fyrst
með vinnufólki, síðan með sambýl-
ismanni. Þótt ekki væri auður í
búi hennar bjargaðist allt sóma-
samlega og börnin á þessum af-
skekkta bæ nutu öryggis og ham-
ingju bernskunnar. Eitt af því sem
stuðlaði að góðu og eðlilegu lífi í
afdalabænum, þrátt fyrir vöntun
á flestum þeim hlutum, sem nú
þykja sjálfsögð lífsþægindi og
næstum undirstaða sjálfrar gæf-
unnar, var vitundin um að eiga
alltaf að góða nágranna á hinum
bænum í dalnum, Ingibjörgu og
Aðalstein á Vaðbrekku. Þar voru
líka mörg börn, sem alltaf var
gaman og fróðlegt að hitta. Þang-
að var ætíð gott að koma. Þar ríkti
ævinlega jafnaðargeð og öllum var
undantekningalaust sýnd tillits-
semi og fyllsta kurteisi, ekki síður
krökkum af öðrum bæjum en
fyrirmönnum sveitarinnar. Og
þótt einhverjum yrði á klaufa-
skapur eða rataháttur, sem ekki
var hægt annað en að brosa að, þá
var það gert með svo miklu um-
burðarlyndi og skilningi á barna-
skapnum að það særði engan.
Nú er hinn gegni og greindi
bóndi, Aðalsteinn á Vaðbrekku,
látinn, hátt á níræðisaldri. Ýmis-
legt kemur í hugann þegar minnst
er bernskuáranna í Hrafnkelsdal.
Eitt af því sem mér er minisstætt
er ferð sem Aðalsteinn fór til
Seyðisfjarðar fyrir móður mína til
að semja við kaupmann og sýslu-
mann um skuldir, sem faðir minn
hafði lent í þegar verðhrunið
mikla skall yfir að loknu fyrra
stríðinu. Þessar skuldir voru lengi
búnar að vera henni áhyggjuefni
og það var mikil) léttir þegar búið
var að gera þeim skil.
Minnisstæðastur er þó maður-
inn sjálfur eins og hann birtist
barnsaugum mínum, þessi gamli
glímukappi, sem hafði komið
sjálfum glímukóngi íslands af fót-
um. Svona leit slíkur garpur út:
með þykkar axlir, eilítið lotinn,
með langa, sívala vöðva, snarpur í
átökum, lyfti klyfjum og heybögg-
um með allt öðrum tilburðum en
aðrir menn. Rödd hans og málfar
er sérlega minnisstætt, skýr og
agaður rómur, hófstillt og kurt-
eislegt orðafar.
Margt gott og skemmtilegt væri
hægt að rifja upp frá samskiptum
okkar við Vaðbrekkufólkið, og
hálfrar aldar búskapur þeirra á
Vaðbrekku við farsæld og barna-
lán er merk saga, sem vert væri að
gera skil. Það verður þó ekki gert
hér. Þessum orðum er aðeins ætl-
að að koma til skila við leiðarlok,
kveðju og þökk fyrir það góða
nágrenni og vinsemd, sem móðir
mín og við bræðurnir nutum frá
Vaðbrekkufólkinu, og votta eftir-
lifandi ástvinum Aðalsteins sam-
úð. Fyrst og fremst leitar hugur-
inn til Ingibjargar, sem nú er orð-
in ein eftir sextíu ára hjónaband,
sem jafnvel kunnugustu vinum
sýndist algerlega snurðulaust, og
einkenndist af gagnkvæmri virð-
ingu hjónanna hvors fyrir öðru.
Megi kvöldið verða henni hlýtt og
bjart.
Benedikt Sigurðsson
frá Aðalbóli
Bændahöfðingi er genginn. Sú
nafngift kemur sjálfkrafa í hug-
ann þegar minnst skal Aðalsteins
Jónssonar, bónda á Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal. Orðið bændahöfð-
ingi er fallegt orð og merkingar-
ríkt. Það lýsir ekki aðeins mannin-
um sem í hlut á heldur og þeirri
menningu sem hann er sprottinn
úr og hefur sjálfur auðgað og
haldið við með lífi sínu og starfi.
Af Aðalsteini lærði ég það að starf
bóndans er ekki einvörðungu
brauðstrit heldur einnig lífsskoð-
un. Þannig myndast engin gjá
milli mannsins og þess starfs sem
hann vinnur. Allt verður heilt. Að-
alsteinn Jónsson var óvenju heil-
steyptur maður.
Aðalsteinn bjó allan sinn bú-
skap á Vaðbrekku, einum af-
skekktasta bæ á íslandi. Þaðan er
langt til sjávar en skammt á öræf-
in. Leiðir til annarra byggða eru
tvær og voru báðar torfærar um
þær mundir er Aðalsteinn og Ingi-
björg, kona hans fluttust þangað.
í austur var Fljótsdalsheiðin en
milli Hrafnkelsdals og Jökuldals
beljaði Jökulsá á Dal eins og for-
ynja. Hún var þá óbrúuð og varð
að flytja fólk og vistir á kláf yfir
ána. Sími var enginn. Gott fólk
varaði Aðalstein og Ingibjörgu við
að setjast þarna að og sagði að þar
yxu ekki einu sinni kartöflur. En
þarna bjuggu Aðalsteinn og Ingi-
björg í hálfa öld og komu upp stór-
um hópi barna, hýstu jörðina og
bjuggu myndarlegu fjárbúi. Þegar
Aðalsteinn varð að bregða búi
sakir heilsubrests og flytjast í
annað byggðarlag, gerði hann það
með sömu reisn og allt annað um
ævina. Hann tók sína ákvörðun og
sagði: „Ég ætla að fara meðan ég
get gengið óstuddur." Hann lét
ekkert smækka sig.
Aðalsteinn fæddist á Fossvöll-
um í Jökulsárhlíð 6. desember
1895. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson, bóndi á Fossvöllum (að
jafnaði nefndur Jón Hnefill) og
síðari kona hans Guðrún Björns-
dóttir. Var Aðalsteinn þriðji í röð-
inni af átta börnum þeirra hjóna.
Af þeim systkinum eru nú aðeins
tvær yngstu systurnar á lífi, Sól-
veig og Jóna.
Aðalsteinn gekk í Gagnfræða-
skólann á Akureyri og varð gagn-
fræðingur þaðan árið 1916. Hann
starfaði síðan sem kennari um
skeið, fyrst í Laugardal í Árnes-
sýslu 1916—17 og í Tunguhreppi í
Norður-Múlasýslu 1918—19.
Aðalsteinn var myndarlegur á
velli, hávaxinn og beinvaxinn og
samsvaraði sér vel. Á skólaárum
sínum á Akureyri tók hann virkan
þátt í íþróttum, var í knattspyrnu-
liði Gagnfræðaskólans og í
fremstu röð glímumanna. Árið
1916 vann hann Grettisskjöld
svonefndan í kappglímu á Akur-
eyri. Var það í eina skipti sem
þessi skjöldur kom í hlut nemanda
í Gagnfræðaskólanum á Akureyri
og voru þó ýmsir liðtækir glímu-
menn í skólanum um þessar
mundir.
Árið 1922 kvæntist Aðalsteinn
Ingibjörgu Jónsdóttur, bónda í
Tunghaga á Völlum, S.-Múl. Pét-
urssonar og konu hans Jóhönnu
Stefánsdóttur. Þau fluttust það
sama ár í Vaðbrekku í Hrafn-
kelsdal.
Það get ég fullyrt að bæði töldu
þau það sína mestu gæfu að hafa
eignast hvort annað og fá að lifa
saman svo langa ævi. Engum
duldist að kærleikur, samheldni
og gagnkvæm virðing var kjölfest-
an í lífi þeirra. Börn þeirra urðu
tíu. Þau eru: Guðrún, matráðs-
kona Menntaskólans á Egilsstöð-
um, gift Jóni Jónssyni, fyrrv.
bónda; Jóhanna, bæjarfulltrúi á
Húsavík, gift Helga Bjarnasyni,
útgerðarmanni; Guðlaug, starfar
við Sjúkrahúsið í Neskaupstað,
gift Ara Bergþórssyni fyrrv. skip-
stjóra; Jón Hnefill, fil. dr., kvænt-
ur undirritaðri; Stefán, Ph.D.
búfjárfræðingur, kvæntur Ellen
Sætre, kaupkonu; Sigrún, hús-
vörður, ekkja eftir Benedikt
Kristjánsson, sjómann; Aðal-
steinn, bóndi á Vaðbrekku, kvænt-
ur Sigríði Sigurðardóttur, hús-
freyju; Ragnhildur, dó í bernsku;
Hákon, bifreiðarstjóri á Húsavík,
kvæntur Sirrý Laufdal, kaupkonu,
og Ragnar Ingi, ráðgjafi og skáld,
kvæntur Sigurlínu Davíðsdóttur,
ráðgjafa. Auk þess ólu þau upp
Birgi Þór Ásgeirsson, sem er
bóndi á Fossvöllum, kvæntur
Ragnheiði Ragnarsdóttur, stöðv-
arstjóra, og sonarson sinn, Krist-
ján Jóhann Jónsson, kennara, sem
kvæntur er Dagnýju Kristjáns-
dóttur, lektor. Afkomendur þeirra
Aðalsteins og Ingibjargar eru
rúmlega áttatíu.
Vaðbrekka var mikið menning-
arheimili og áttu bæði hjónin þar
hlut að. Saga þjóðarinnar og
bókmenntir þóttu sjálfsögð og
nærtæk umræðuefni enda blöstu
alla daga við augum hinar sögu-
frægu slóðir Hrafnkels Freysgoða
og sagan var sínálæg í vitund
heimilismanna.
Aðalsteinn var víðsýnn maður
og gengdi mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína. Hann var í
hreppsnefnd Jökuldalshrepps í
meira en tvo áratugi, sýslunefnd-
armaður í tæpa þrjá og fulltrúi á
aðalfundi Stéttarsambands bænda
um skeið. Hann sat í skattanefnd,
var formaður skólanefndar og um
tíma formaður Fasteignamats-
nefndar Norður-Múlasýslu. Hann
vann ötullega að framfaramálum
sinnar sveitar og var vakinn og
sofinn í að koma samgöngumálum
og skólamálum í betra horf. Aðal-
steinn gerði sér ljóst að framtíð
byggðar á Efra-Jökuldal var undir
því komin að vegur væri lagður á
hvern bæ og sími um sveitina og
var óþreytandi að leggja þessum
málum lið. Þegar hann yfirgaf
Dalinn, hafði hann séð þessa
drauma sína rætast. En sköpum
skipti þó fyrir Hrafnkelsdal, að
Jökla var brúuð.
Aðalsteinn hafði alla ævi mik-
inn áhuga á stjórnmálum og var
nokkrum sinnum í framboði til
Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn
sem hann fylgdi alla tíð að málum.
En svo stór var hann í sniðum og
svo ríka kímnigáfu hafði hann að
hann virtist líta á það sem auka-
krydd í tilveruna þegar fjölgaði
hinum rauðu meðal hans nánustu
— það var engu líkara en honum
þætti það ekkert verra. Það var
gaman að ræða við Aðalstein um
stjórnmál. Oft var sérkennileg
blanda af gamni og alvöru í
athugasemdum hans en engum
gat dulist að þar talaði maður sem
af einlægni og alvöru bar hag
lands og þjóðar fyrir brjósti. Og
aldrei vottaði fyrir fyrirlitningu á
þeim sem vildu fara aðrar leiðir að
því marki en hann sjálfur.
Þegar Aðalsteinn og Ingibjörg
brugðu búi settust þau að í smá-
hýsi Elliheimilisins á Egilsstöð-
um. Þar voru þau enn sjálfra sín
svo sem löngum hafði verið. Þau
tóku umskiptunum með jafnað-
argeði og þar naut sín félagslyndi
beggja. Andinn frá Vaðbrekku
sveif yfir vötnunum er þau tóku
rausnarlega á móti gestum og
gangandi og ræddu landsins gagn
og nauðsynjar. Aðalsteinn var
heilsutæpur undir það síðasta og
hlaut góða hjúkrun á Sjúkrahúsi
Egilsstaða þegar þess þurfti við.
En lengst og best naut hann um-
önnunar Ingibjargar og mátti
helst ekki af henni sjá. Það traust
sem hann bar til hennar ungur
maður er þau settust að fjarri al-
faravegum, hafði vaxið og eflst á
sameiginlegri ævigöngu og entist
til síðasta dags. Við hugsum til
Ingibjargar í dag. Það má vera
henni huggun að hafa átt jafngóð-
an mann.
Að leiðarlokum kveðjum við Að-
alstein með söknuði og virðingu.
Persónulega þakka ég honum ein-
læga vináttu í minn garð. Hann
var hlýr og háttvís tengdafaðir.
Blessuð sé minning hans.
Svava Jakobsdóttir
Árið 1949 flutti ég austur á land
og ætlaði að hjálpa tengdaföður
mínum að flytja póst upp á Jök-
uldal. 1 fyrstu póstferð minni kom
ég í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og
hitti Aðalstein bónda, frænda
minn. Fór vel á með okkur, sem
ávallt síðan. Aðalsteinn var höfð-
ingi heim að sækja eins og Jökul-
dælingar yfirleitt.
Aðalsteinn var kvæntur Ingi-
björgu Jónsdóttur. Hjónaband
þeirr hlýtur að hafa verið gott,
annars hefði það ekki enst í sextíu
ár, þau voru eins og nýtrúlofuð, þó
þau væru á áttræðis- og níræðis-
aldri. Þau hjónin áttu tíu börn
fimm syni og fimm dætur, þar að
auki tvo fóstursyni. Börnin eru:
Guðrún húsmæðrakennari, Eg-
ilsstöðum, Jóhanna húsmóðir,
Húsavík, Guðlaug húsmóðir, Nes-
kaupstað, doktor Jón Hnefill guð-
fræðingur, Reykjavík, Ragnhildur
sem er látin, doktor Stefán bú-
fjárfræðingur, Reykjavík, Sigrún
húsmóðir, Akureyri, Aðalsteinn
bóndi, Vaðbrekku, Hákon fram-
kvæmdastjóri, Húsavík, Birgir
bóndi, Fossvöllum, Ragnar skáld,
Reykjavík, Kristján kennari,
Reykjavík. Kristján er sonur Jóns
Hnefils og því sonarsonur þeirra
hjóna, Birgir er dóttursonur Páls
Vigfússonar, sem um þetta leyti
bjó á Aðalbóli í Hrafnkelsdal og
var mikill vinur Aðalsteins. Aðal-
steinn minnist oft á hve Páll hefði
Flugvélin var að koma frá
Egilsstöðum með fimm manns
innanborðs og fékk heimild til
svokallaðs Grófaraðflugs að
Reykjavíkurflugvelli, en sam-
kvæmt niðurstöðum nefndarinnar
var flugvélin ekki yfir þeim
stefnuvitum sem flugmaðurinn
taldi sig vera í aðfluginu og til-
kynnti sig yfir, heldur sex mílum
austar. í niðurstöðum nefndarinn-
ar segir, að ekki sé unnt að útiloka
þann möguleika að mislestur á
blindflugskorti eða reiknings-
skekkja hafi valdið hinni ótima-
bæru beygju velarinnar til norð-
urs sex sjómílum austan við
stefnuvitann við Elliðavatn.
Jafnframt segir í niðurstöðun-
um að ekki virðist „RNAV“-tæki
né ratsjá flugvelarinnar hafa ver-
ið notuð í aðfluginu. Ennfremur
að ADF-tæki vélarinnar hafi afar
líklega verið ómarktækt vegna
rafhrifa, en aðflug byggist mikið á
notkun þessa tækis, segir í niður-
stöðunum. Einnig að ekkert hafi
komið fram sem benti til annars
en að stefnuvitar og aðflugstæki á
jörðu í Reykjavík og Keflavík hafi
starfað eðlilega og samfellt á þeim
tíma sem sl.vsið átti sér stað.
Ennfremur að rannsóknir sýni að
útgeislun frá hátíðnisamböndum á
orkulínum í grennd við stefnuvit-
ana við Elliðavatn og í Gróf hafi
ekki getað valdið truflunum í
ADF-tæki vélarinnar.
Þá segir í skýrslunni að fjar-
lægðarmælitæki flug\’élarinnar
hafi verið stillt inn á fjarlægð-
armæli í Keflavík, en eðlilegra
hefði verið að það hefði verið stillt
verið laginn hestamaður og sér-
staklega hafði hann verið laginn
við að hafa snærisspotta út úr
hysknum mönnum, sem gjarnan
hjálpuðu þeim að búa upp á trússa
hestana.
Mér skilst að erfiðið við að reka
lömb í kaupstað og flytja slátur og
körnvöru heim aftur, hafi á fyrri
búskaparárum Aðalsteins tekið
tvær til þrjár vikur. Aðalsteinn
var sérstaklega skemmtilegur
ferðafélagi, hvort sem við vorum
gangandi, ríðandi eða á jeppa.
Hann var svo geðgóður og kátur,
þegar maður var kominn upp á
ferðina að maður smitaðist af
honum. Eins var það þar sem
stoppað var á bæjum. Fólkið safn-
aðist í kringum hann og spurði“
frétta og spjallaði. Áberandi var
hve börn söfnuðust að honum.
Börn eru ekki vön að vera hænd að
ókunnugum körlum, en algengt
var að sjá að börn væru komin upp
í fangið á Aðalsteini.
Það var ótrúlegur fjöldi af sög-
um sem Aðalsteinn sagði manni,
bæði þegar við vorum á ferðalög-
um eða heima hjá öðrum hvorum.
Fjölskylda mín og ég fórum allt-
af að hlakka til þegar sýslunefnd-
arfundir nálguðust, þá komu þeir
Aðalsteinn og Gísli í Skógargerði,
þeir voru alltaf í góðu skapi og
skemmtilegir. Það var algengt
þegar vi vorum að spila lomber að
Gísli spurði Aðalstein um eitthvað
úr ættfræði og þá kom það oft
fyrir að það tók svo langan tíma
að við vorum búnir að gleyma hver
hafði gefið þegar átti að fara að
spila aftur.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Aðalsteini fyrir margar ánægju-
stundir.
Sveinn Guðmundsson
(Seyðisfirði)
á fjarlægðarmæli Reykjavíkur-
flugvallar, þar sem flugvélin var i
aðflugi til Reykjavíkur. Flugvélin
hafi haldið sem næst sömu fjar-
lægð frá fjölstefnuvitanum í
Keflavík frá því flugmaðurinn
taldi sig vera yfir stefnuvitanum
við Elliðavatn, þar til slysið átti
sér stað í Kistufelli, og álítur
nefndin sennilegt að flugmaður-
inn hafi stuðst við fjarlægð-
armælitækið í aðfluginu. Hins
vegar hafi hann ekki notað
markvita til að staðsetja sig yfir
Grófarvitanum.
I niðurstöðum nefndarinnar
segir að flugmaðurinn hafi haft í
gildi öll réttindi til að stjórna
loftfarinu, og hafi verið vel fyrir
kallaður er flugið hófst. Viðhald
flugvélarinnar og viðhaldsbækur
hafi verið í lagi og lofthæfisskir-
teini hennar í gildi, og að hvergi
komi fram í viöhaldsgögnum að
fyrir flugið hafi verið bilun eða
skekkja í flugleiðsögutækjum
hennar né öðrum búnaði. Hleðsla
og þungamiðja flugvélarinnar hafi
verið innan leyfðra marka, og að
ekkert bendi til annars en að
hreyflar flugvélarinnar hafi verið
með afli þegar slysið átti sér stað.
í rannsóknarnefnd flugslysa
sitja Karl Eiriksson forstjóri, setn
er formaður, Sveinn Björnsson
flugntaður og Þorgeir Pálsson
verkfræðingur, sent skipaður var t
nefndina i nóventber er Yiggó Ein-
arsson flugvélavirki lét af störfunt
af heilsufarsástæðum. Yaramenn
eru Björn Guðntundsson flug-
stjóri, Gylfi Jónsson flugntaöur og
Marvin Friðriksson flugvélavirki.
p )»1
Gódan daginn!
Slysið í Esju:
Rannsóknarnefnd flug-
slysa skilar skýrslu
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur lokið rannsókn á slysinu í Esju-hlíðum
20.JÚIÍ sl. og í niðurstöðum nefndarinnar segir að flugmaðurinn hafi ekki
gengið nægilega vel úr skugga um raunverulega staðsetningu flugvélarinnar
áður en hann byrjaði aðflug að Reykjavíkurflugvelli né heldur meðan á því
stóð. Með flugvélinni fórust flugmaður og fjórir farþegar.
.nj'oyvx ijio go uáöíe ftiínt lóeJeuá nnert -í>sn«3 iu9e sq íoemsJ^ go jeosu