Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Minning: Ólafur Jónsson Eystra-Geldingaholti Það var rigningarsumarið 1955. Ég hafði unnið við skurðgröft suður á Keflavíkurflugvelli, og var sífellt að moka sömu moldinni að mér fannst. Það sem upp komst á bakkann, rann viðstöðulaust niður aftur í vatnsflaumnum. Um versl- unarmannahelgina ákváðum við félagarnir að mál væri að linnti og leituðum að vinnu annars staðar. Það reyndist mér góð ákvörðun, því ég réðst austur að Geldinga- holti í kaupavinnu. Ég hlakkaði til að fást við heyskapinn, það hlaut að stytta upp. Það gerði það reyndar ekki fyrr en um fjallferð, en þetta voru bráðskemmtilegar vikur í Geld- ingaholti. Heimilið var fjölmennt, stórfjölskylda að fornum sið, Ólaf- ur og Pálína bjuggu í gamla bæn- um en Jón sonur þeirra og Mar- grét kona hans frá Steinsholti bjuggu í nýju húsi viðbyggðu ásamt börnum sínum. Þar var nokkur hópur sumarfólks og linnulaus gestastraumur. Menn létu ekki regnið á sig fá, þótt mik- ið væri að sjálfsögðu um veðurfar- ið rætt. í Geldingaholti ríkti mik- ill áhugi á þjóðmálum, mönnum og málefnum og stórrigningar gátu ekki bleytt í þeim áhugaeldi. Og því meir sem rigndi, þeim mun meir bökuðu þær húsfreyjurnar. Ég man að einn morguninn, þegar úrhellið var slíkt að ekki var ger- legt að vinna úti, borðaði ég morg- unmatinn í öðru eldhúsinu og drakk tíukaffið í hinu, fylgdist með störfum kvennanna og heyrði frásagnir þeirra. Þá rann ypp fyrir mér hvað það er merkilegt starf að vera húsfreyja í sveit. Slíkar svipmyndir veita ungu fólki dýrmæta innsýn í mannlífið og efla skilninginn. Marmarakakan hennar Möggu og flatbrauðið hennar Pálínu, aðhlynning þeirra að börnunum, uppörvun þeirra við bændur sína og gestina; sú stjórn- stöð sem eldhús er á sveitaheimili. Þetta eru þættir í þeirri dýrmætu skynjun mannlífsins sem ég hlaut í Geldingaholti þennan rign- ingarmorgun. Suma dagana var þó vinnufært og þá unnum við ólafur gjarnan saman. Hann var að ná sér eftir slæmt beinbrot en áhuginn bar hann yfir allar hömlur af þeim sökum. Mér eru minnisstæð vinnubrögð hans, natni við verk og útsjónarsemi og hann miðlaði reynsluarfinum óspart. Jafnframt því hafði hann lifandi áhuga á öllu sem var að gerast, hagnýtti sér fjölmiðla vel og fylgdist með mál- efnum í fjarlægum löndum. Kynslóðabilið fræga var óþekkt fyrirbæri í hans garði, hann spurði okkur unglingana margs og virti okkur þess að fræðast af okkur. Það fannst okkur merkileg reynsla. Svo kom þurrkurinn. Jón bóndi var kominn á fjall og Ólafur stjórnaði liðinu við heyskapinn. Hann fór hamförum og það var með ólíkindum hverju hann af- kastaði og hvatti okkur jafnframt. Við urðum öll gripin mikilli vinnu- gleði og heyfengur varð sæmilegur þrátt fýrir allt! Svo liðu tíu ár og aftur kom ég í Geldingaholt og nú sem sóknar- presturinn. Það er óneitanlega dá- lítið einkennileg tilfinning að koma á svo kunnugan stað í nýju hlutverki ef svo mætti segja. Én Pálína, Ólafur og þau öll gerðu þetta allt svo eðlilegt og notalegt. Glettnin og alúðin í augum Ólafs þegar hann bauð mig velkominn er mér minnisstæð. Marmarakak- an hennar Möggu og flatbrauðið hjá Pálínu, með öllu því sem þær veitingar fela í sér, urðu aftur ánægjulegur þáttur í lífi mínu. Það var gott að koma að Geldinga- holti og njóta fólksins þar, sem var svo samtengt að hin koma í hug þegar eins er getið. Ölafur var sami áhugamaðurinn og stóðst allar árásir Elli kerl- ingar, og í kyrrðarsamtölum þess- ara ára kynntist ég alvöru hjarta hans og trúarafstöðu. Þar miðlaði hann mér reynsluarfi sínum sem fyrr. Og nú er ólafur í Geldinga- holti genginn háaldraður inní fögnuð herra síns að loknu miklu og farsælu dagsverki. Slíkt fólk sem hann er mikið þakkarefni, ekki aðeins fjölskyldu og vinum heldur núlifandi kynslóð allri. Velsæld íslendinga nú byggist á hugsjón og starfi fólks sem Ólafs í Geldingaholti. Sennilega þakkaði ég Ólafi aldr- ei með orðum það sem hann veitti mér. Við erum oftlega svo spör á þakkirnar. Og slæmt þykir mér að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn á Stóra-Núpi. Þessi fáu orð úr fjarska eiga að flytja þakk- ir okkar hjóna til Ólafs og fólksins hans alis. Guð blessi minningu þess góða vinar, ólafs Jónssonar í Geldingaholti. Bernharður Guðmundsson Ólafur í Geldingaholti lést í Sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 31. janúar sl. næstum hálftíræður að aldri, eftir rúmlega tveggja ára dvöl þar og naut hann þar ágætrar aðhlynningar og hjúkrunar. Hann fékk heimfararleyfi við og við að Geldingaholti, einkum um stór- hátíðir, og það var honum mikið tilhlökkunarefni. Hann var eins og fleiri af þeim slóðum svo fast- tengdur heimabyggðinni, að þar átti hugur hans heima allar stundir, hvar sem hann dvaldi, og gott er nú að vita af þessum góða Gnúpverja vera að flytja alfarið heim í sveitina sína kæru. Með Ólafi er nú horfinn héðan af sjónarsviðinu síðasti bóndinn af þeim tæplega 30 bændum, sem bjuggu í Gnúpverjahreppi, þegar ég man fyrst eftir mér á árunum upp úr 1920. Ólafur var auk þess einn næsti nágranni okkar á Hæli og mikill heimilisvinur þar og einnig mikill og góður vinur minn, konu minnar og barna alla tíð til hinstu stundar. Ég man vel eftir foreldrum Ólafs, þeim Jóni ólafssyni, sem fæddur var í Eystra-Geldingaholti árið 1846 og stóð þar fyrir búi í 40 ár, og Ingunni Eiríksdóttur frá Vorsabæ á Skeiðum. Ég man vel hvað Jón var fríður og bar sig vel síðustu æviár sín, en þá var hann hátt á áttræðisaldri, er ég man fyrst eftir honum, en hann dó árið 1928 á réttadagsmorguninn. Ing- unn var mikil búkona og einstak- lega sinnug, og man ég það, þegar ég var smástrákur og kom að Geldingaholti, að ég mátti gæta mín að geta gefið henni svar við öllum þeim spurningum, sem hún spurði mig um búskapinn á Hæli og heimilisstörfin þar. Ingunn var dótturdóttir Ófeigs ríka í Fjalli á Skeiðum og er fróðlegt að fylgjast með því hvað búhyggindi og ráð- deild er rík ættarfylgja hjá mörg- um afkomendum Ófeigs í Fjalli. Ólafur ólst upp í Eystra-Geld- ingaholti á mannmörgu myndar- heimili og voru bræðurnir þrír og systurnar fimm. Það er stutt bæj- arleið frá Hæli að Eystra-Geld- ingaholti og ég man það ennþá, að þangað var ég sendur einhverra smáerinda, sennilega þegar ég var 5 ára gamall, og var það fyrsta ferðin mín að heiman út í stóra heiminn, en það fannst mér þá mikið ferðalag, enda brast mér kjarkur að fara lengra en að bæj- arlæknum eða Gilinu, eins og hann var nefndur, og settist þar niður til þess að safna kjarki til að halda förinni áfram. Én Ingunn kom auga á mig þar og sendi Steinunni dóttur sína á móti mér að leiða mig yfir Gilið og var þá vel tekið í Geldingaholti eins og alltaf síðan. Ólafur var þá tekinn við búi. Hann kvæntist Pálínu Guð- mundsdóttur frá Hólakoti í Hrunamannahreppi árið 1919 og hófu þau búskap í Eystra-Geld- ingaholti það sama ár. Á þessum árum voru að verða mikil þátta- skil í Eystra-Geldingaholti, þar sem systkini Ólafs voru öll ýmist gift og farin að búa annarsstaðar, eða á förum þaðan. Eigi að síður var eins og allt væri þar í órofa jafnvægi. Gömlu hjónin áttu þar góð elliár og hlúðu að litlu börnun- um þeirra ungu hjónanna, sem urðu 4, einn sonur og þrjár dætur, og nýja konan, hún Pálína, var dáð af öllu heimilisfólkinu. Þeim ólafi og Pálínu tókst að gera heimilið í Eystra-Geldingaholti að þeim skjólgóða reit, sem allir, sem þangað réðust til verka eða dvalar, vildu eiga að heimili sínu eins lengi og kostur var. Eg held, að það fari ekki á milli mála, að sú kynslóð, sem nefnd hefur verið aldamótakynslóð og var að koma til vits og ára um aldamótin síðustu, hafi lifað á ein- stöku bjartsýnis- og framfara- skeiði. Þó að margt þessa fólks hafi ekki heimt daglaun að kveldi, þá hlaut það þau laun, sem eru ef til vill dýrmætust, það er vinnu- gleðina og um leið að sjá lífið og allt umhverfið í kringum sig blómstra og bera ávöxt. Eystra- Geldingaholt var fremur lítið en mjög grösugt og notadrjúgt býli, en þegar Ólafur var lítill drengur lagðist nágrannajörðin Hamrar, sem var álíka landmikil jörð, und- ir Eystra-Geldingaholtið og með því var Eystra-Geldingaholt orðin landmikil kostajörð. Á fyrstu ára- tugum aldarinnar urðu miklar breytingar á aðstöðu landbúnað- arins, sérstaklega með tilliti til flutninga og sölu og vinnslu bús- afurða. Hér skal aðeins bent á stofnun Sláturfélags Suðurlands 1908, stofnun rjómabús í Ásum 1913 og lagning bílvegar í sveitina sem mátti heita fær. Lengi var endastöð áætlunarbílsins i Geld- ingaholti, eða frá 1928 til 1933. Ólafur í Geldingaholti var orðinn fulltíða maður áður en þessar undirstöður landbúnaðarins komu til. Það féll því í hlutskipti alda- mótakynslóðarinnar með félags- legu átaki að hrinda þeim stór- virkjum í framkvæmd. Ég minnist þess með aðdáun, þegar bændur í Gnúpverjahreppi reistu heimavistarbarnaskóla hjá Ásum árið 1923. Þetta var mikið átak fyrir fámenna sveit og ótrú- legt afrek, þegar hugsað er til þess, að þar var þá ekkert vélknúið tæki, ekki malborinn vegur lengra en að Húsatóftun á Skeiðum og á mörgu bæjum ófullkomin húsa- kynni og kynding þeirra af mikl- um vanefnum. En við þessar aðstæður var fólk- t Eiginkona mín, ÁSTBJÖRT ODDLEIFSDÓTTIR, Haukholtum, Hrunamannahreppi, andaðist á Vífilsstaöaspítala, föstudaginn 11. febrúar. Þorsteinn Loftsson. t Eiginkona mín, FINNBORG JÓNSDÓTTIR, Hlíöarvegi 5, ísafiröi, lést í Landspítalanum 11. febrúar. Friörik Bjarnason, börn og aðrir aöstandendur. t BENEDIKT ÞÓRARINN EYJÓLFSSON, Hverfisgötu 43, Reykjavík, lést að heimili sínu þann 10. febrúar. Fyrir hönd aöstandenda, Elínborg Benediktsdóttir. t Eiginmaður minn, HERMANNGUDBRANDSSON, deildarstjóri hjó Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, lést í Landakotsspítala, gjörgæsludeild, 11. þ.m. F.h. aöstandenda, Oddný Þórarinsdóttir. t HORÐUR KRISTINSSON, húsasmiöur, andaöist 27. janúar sl., jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum innilega öllum þeim, sem auösýndu honum vináttu og bróðurhug á lífsferli hans. Aöstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, INGIMUNDAR MAGNUSAR LEIFSSONAR. Alma Niclasen, Laufey Ingimundardóttir, Jón Ingi Ingvarsson, Ingimundur Ingimundarson og barnabörn. ið staðráðið í því að bæta menntun barnanna og fyrir það get ég og mínir jafnaldrar þakkað alda- mótamönnunum, ólafi í Geldinga- holti og jafnöldrum hans, fyrir kjark þeirra og bjartsýni, sem lýsti sér í margháttuðum menn- ingarframkvæmdum í sveitinni. ólafur í Geldingaholti var góður bóndi. Hann var vel búhagur og snyrtimenni í öllum verkum sín- um. Hann var ágætur fjármaður og átti alltaf fallegt og kostamikið fé með fastmótuðu fjárbragði. Hann átti einnig ágætt hestakyn og allar skepnur voru vel með farnar og gengu áfallalaust fram, alla hans búskapartíð. ólafur var félagslyndur, tók þátt í margþættu félagsmálastarfi í sveitinni, var lengi deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands, og var um skeið í hreppsnefnd. En það sem hafði þó mest gildi var, að hann var góður félagsmaður í öll- um þjóðþrifafélagsskap í sveitinni og naut þess að láta þar gott af sér leiða. Þau Ólafur og Pálína áttu því láni að fagna að eiga langa sam- leið í farsælu hjónabandi eða tæp 60 ár. Lengst af ráku þau stórt og myndarlegt bú en síðustu árin áttu þau aðeins nokkra tugi kinda. Þau eignuðust 4 mannvænleg börn, 3 dætur og 1 son. Þau eru: Jón Ólafsson bóndi í Eystra- Geldingaholti, kvæntur Margréti Eiríksdóttur frá Steinsholti, og eiga þau 5 börn. Inga Ólafsdóttir, gift Stefáni Björnssyni fyrrver- andi framkvæmdastjóra Mjólkur- samsölunnar, búsett í Reykjavík og eiga þau 2 börn. Guðrún Ólafs- dóttir gift Haraldi Pálmasyni, sjó- manni, og átti hún eina dóttur. Þau voru búsett í Reykjavík, en Guðrún dó fyrir 2 árum. Hrefna Ólafsdóttir, gift Guðmundi Sigur- dórssyni bifreiðastjóra og hús- verði Félagsheimilisins á Flúðum í Hrunamannahreppi og eiga þau tvo syni. Það er mikil hamingja fyrir þau Ólaf og Pálínu að Jón sonur þeirra skyldi fara að búa með þeim í Eystra-Geldingaholti árið 1950. Hann stofnaði þá nýbýli á hálfri jörðinni og byggði þar fbúðarhús áfast gamla bænum. Það var því mikill samgangur milli bæjanna og ekki versnaði heimilisbragur- inn þegar Margrét Eiríkssdóttir frá Steinsholti kom að Geldinga- holti og tók þar við búsforráðum. Ég held að þær tengdamæðgurnar hafi verið einstaklega samhentar og Eystra-Geldingaholt hélt áfram að vera sá hlýi reitur, sem það hafði verið alla tið, sem ég man. Þegar ég nú kveð ólaf hinstu kveðju, þá er mér efst í huga hve góður granni hann var okkur á Hæli alla tíð og svo óeigingjarn og hjálpfús að lengra verður ekki komist. Honum auðnaðist að ljúka löngu og merkilegu æviskeiði og rækja sitt góða bóndastarf með heiðri og sóma. Hann unni jörð- inni sinni, Eystra-Geldingaholti, og sveitinni sinni, Gnúpverja- hreppi, og þar má sjá árangur hans miklu og góðu starfa á langri og farsælli ævi. Um leið og ég þakka honum tryggð hans og vináttu við mig og mína og æskuheimili mitt, þá sendi ég börnum hans, tengda- börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hjalti Gestsson i.J i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.