Morgunblaðið - 12.02.1983, Síða 19

Morgunblaðið - 12.02.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 19 Flug Gunnar Þorsteinsson TF-„Luftwaffe Ný flugvél bættist í flugflotann þann 11. janúar sl. Ber hún einkenn- isstafina TF-LWE en er í daglegu þýska flughernum. Eigendur vélarinnar eru þeir Harald Snæhólm flugstjóri og Marvin Friðriksson flugvirki. Þeir félagar virðast hafa mikinn áhuga á gömlum herflugvélum því þessi nýja vél þeirra er smíð- uð árið 1960 og vélin sem þeir áttu áður var líka gömul hervél, De Havilland Chipmunk smíðuð árið 1950. Gamla vélin bar ein- kennisstafina TF-RAF og til gamans má geta þess hér úr því að farið var að minnast á Luft- waffe, að gamla vélin var kölluð Royal Air Force (RAF) eftir breska flughernum og raunar keypt af honum. Nýja vélin var keypt í Ant- werpen og flogið hingað til lands frá Luxemborg. Það var þegar óveðrið var sem mest í ársbyrj- tali bara kölluð „Luftwaffe“ eftir un og var vélin veðurteppt í heila viku á Suðureyjum (Hebrides Islands). Fyrsta flug vélar af þessari tegund var árið 1953. Var hún framleidd af Piaggio & co S.p.A. á Ítalíu. Vélin var hönnuð sem kennslu- og æfingavél fyrir ít- alska flugherinn en fyrstu árin voru líka seldar 72 vélar til þýska flughersins. Þar reyndist hún svo vel að fljótlega óskuðu Þjóðverjarnir eftir að fá fram- leiðsluleyfi. TFLWE er smíðuð í Þýskalandi árið 1960 af Focke Wolf Flugzeu G.m.b.H. í Bremen. Vélin er með raðnúmer 135 og hefur henni verið flogið 1400 stundir, þar af 11 undir íslensk- um einkennisstöfum. Tæknilegar upplýsingar Hreyfill: 270 hestöfl, Lycoming GO-480. 6 strokka. Vænghaf: 11,12 m Lengd: 8,80 m Hæð: 3,00 m Tómaþyngd: 1.190 kg. Hámarksþyngd: 1.820 kg. Hámarkshraði: 304 km/klst. Flugþol: 1.095 km. Marvin Friðriksson t.v. og Harald Snæhólm t.h. eru þessa dagana að setja ýmsan öryggisbúnað í vélina, t.d. björgunarbát og sjálfvirkan neyðarsendi. Við stjórntækin. Njörður Snæhólm yngri sagðist vera 10 árum yngri en flugvélin. Mbl./Kristján Einarsson. Cessna Citation II, „forstjóraþota". Minnstur samdráttur varð á sölu hennar. Helmingi minni sala hjá CESSNA SALAN hjá Cessna-flugvélaverk- smiðjunum dróst stórkostlega sam- an fyrstu níu mánuði ársins 1982, ef miðað er við árið á undan. Minnkaði salan um tæpa 230 milljón dollara. Aðeins 2.729 flugvélar voru af- greiddar þessa níu mánuði eða 2.602 færri en árið 1981. Útflutn- ingur minnkaði í nær sama hlut- falli eða 735 flugvélar á móti 1.438 árið 1981. Flugsýning heima í stofu Flugsíöan gefur útvegaö lesendum sínum fimmtíu mín. myndbandsupptöku frá einni stærstu og glæsilegustu flugsýn- ingu heims „Fanborogh ’82“. Helstu atriöi sýningarinnar voru teknar upp á myndband sem gefur nokkuö góöa heildarmynd af henni. Verö myndbandsins er kr. 980.- og afgreiöslufrestur er u.þ.b. einn mánuöur. Þeir sem hafa áhuga á aö veröa sér úti um eintak geta sent hingaö nafn, heimilisfang og símanúmer: FLUGSÍOAN, c/o Morgunblaöiö, Aöalstræti 6, 101 Reykjavík. Framleiðsla sjö þekktustu flug- vélaverksmiðjanna Breska flugtímaritið Flight Inter- national birti nýlega sína árlegu samantekt er greinir frá framleiðslu stærstu flugvélaverksmiðjanna, hvaða flugfélög eiga vélar frá þeim og hve margar. Er þetta einskonar flugvélatal yfir vélar sem flytja yfir 30 farþega eða sambærilegan þunga. í samantektinni fyrir árið 1982, og er útgefin 1. nóv. sl., er að finna 83 tegundir af flugvélum. Þær elstu sem eru enn í notkun eru Catalína og DC-3. Þá kemur einn- ig fram að vestrænar flugvéla- verksmiðjur eiga eins og stendur skrúfuþotum sem þær þurfa að af- henda einhvern tíma á næstu fimm árum. Taflan hér er unnin að mestu leyti upp úr samantekt Flight og sýnir hún aðeins fjölda flugvéla sem sjö þekktustu verksmiðjurnar hafa smíðað eða eiga eftir að af- henda næstu fimm árin. f dálkn- um lengst til hægri má sjá hvað margar vélar eru í rekstri flugfé- laga sem stunda reglubundið far- þega-, leigu- og vöruflutningaflug. Flugvélar sem félögin hafa lagt eða hafa í geymslu eru ekki með- pantanir á 698 þotum Framleiðandi/tegund og 183 taldar. Samtals Óafgreiddar í rekstri (1. nóvember 1982) framleiddar pantanir flugfél. Airbus Industri: A-300 190 62 186 A-310 — 102 — A-320 — 25 Boeing: Boeing 707 967 349 Boeing 720 153 — 68 Boeing 727 1810 15 1590 Boeing 737 912 91 847 Boeing 747 567 28 533 Boeing 757 — 123 — Boeing 767 11 164 11 British Aerospace: Britannia 83 10 One-Eleven 230 — 162 Trident 117 69 Viscount 440 — 62 Bae 146 — 12 HS 748 359 1 157 De Havilland Canada: Dash 7 129 1 7 Dash 8 17 23 Fokker: F-27 Friendship 520 13 301 F-28 Fellowship 181 10 138 Lockheed: Electra 170 89 L-1011 Tristar 241 6 237 McDonnell Douglas: DC-3/C-47 Dakota 10926 450 DC-4/C-54 Skymaster 1242 — 35 DC-6/C-118 Liftmaster 537 — 97 DC-8 556 — 304 DC-9 945 56 936 DC-10 383 1 346 Pan Am og Tigers skipta á vélum NÚNA í lok janúar höfðu bandarísku flugfélögin Pan American og Flying Tigers flugvélaskipti á „sléttu“. Pan Am afhenti Tigers fjórar Boeing 747-100 sérbyggðar- vöruvélar en fær í staðinn þrjár Boeing 747-200 farþega- vélar frá Tigers. Talsmenn fé- laganna segja að skiptin verði beggja hagur. Tigers á undir högg að sækja í vöruflutning- unum en það er þeirra sérsvið og hyggjast þeir beita sér að frekari sókn á þeim vettvangi. Að vísu verður áfram starf- rækt hið ársgamla dóttur- fyrirtæki Metro International sem hefur flogið leigu- og áætlunarflug á þessum vélum sem Pan Am á að fá. Verða leigðar vélar til þess að fljúga fyrir Metro. Eftir skiptin mun Flying Tigers eiga 17 Boeing 747 vöruvélar. Pan Am mun líka hafa góð not af nýju vél- unum því nú er einmitt að fara í hönd háannatíminn hjá fé- laginu; þ.e.a.s. vor- og sumar- áætlunin. Þar fyrir utan er stefnan að hætta rekstri Boeing 747 sérbyggðra vöru- véla og eftir skiptin á félagið aðeins eina slíka vél eftir, sem er reyndar á sölulista. Er þessi stefna liður í að draga úr gíf- urlegum taprekstri, því mun hagkvæmara og áhættuminna er að reka flugvélar sem bæði geta flutt vörur og farþega. A\R41EC83 Airmec ’83 Alþjóðavörusýning á öllu milli himins og jarðar er varðar viðhald og skoðun á flugvélum verður haldin í Diisseldorf dagana 12.—15. apríl nk. Samtímis sýn- ingunni verður ráðstefna um það nýjasta í þessum efnum. Sýningin er sú þriðja í röð- inni, en hún er haldin á tveggja ára fresti og þá alltaf í Dússel- dorf. Aðstandendur sýningar- innar auglýsa nú mikið í flugtímaritum og hvetja menn til að skrifa eftir nánari upplýs- ingum. Fyrir þá lesendur sem hafa áhuga á þessum efnum birtir FLUGSÍÐAN hér heimil- isfang sýningarinnar: Nowa — Diisseldorf Messen Diisseldorfer Messegesellschaft G.m.b.H., Nowea Postf. 320203 4000 Diisseldorf W-Germany

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.