Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 Spjall um útvarp og sjónvarp „Rjómatertur á boðstólum“ Um vinsældir og gæði ein- stakra þátta í útvarpi og sjón- varpi eru menn ekki á eitt sáttir, ráða þar bæði smekkur og áhug- amál og svo aldur fólks. Ekki er t.d. ólíklegt að eldra fólk hlusti á kvöldvökur í útvarpi, fram- haldssögur og þætti eins og „Ég man þá tíð“, „Það er svo margt að minnast á“ og „Mér eru fornu minnin kær“, sem þeir Hermann Ragnar Stefánsson, Torfi Jóns- son og Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sjá um og eru vikulega á dagskrá. Þessi þættir eru fróðlegir, rifjuð eru upp at- vik frá fyrri hluta aldarinnar og leikin tónlist sem heyrist nú æ sjaldnar. Miðaldra fólk hlustar senni- lega helst á létta tónlist, laug- ardagssyrpu Páls og Þorgeirs, næturvaktina og óskalagaþætti og pönkararnir, „glataða æskan á Hlemmi" hlustar á lög unga fólksins, horfir á Skonrokkið í sjónvarpi og hlustar á poppþætti þar sem ræflarokkararnir láta eins og óðir menn. Ég þori ekki að fullyrða um hversu almennt er horft á um- ræðuþætti í sjónvarpi og hlustað á slíka þætti í útvarpi, sjálfsagt fer það nokkuð eftir því efni sem fjallað er um hverju sinni, um- ræðuþáttur um hvalveiðibannið myndi stela senunni yrði hann sendur út næstu daga. Hlutverk ríkisfjölmiðlanna er að veita fólki fræðslu og skemmtun og á vetrarkvöldum eru gerðar meiri kröfur um gott efni en á öðrum árstíma. Ég tel að nokkuð almennt sé horft á kvikmyndir í sjónvarpi og yfir- leitt sýnir sjónvarpið góðar kvikmyndir um helgar en gerir nokkuð að því að endursýna kvikmyndir sem sýndar hafa verið tveim til þremur árum áð- ur í sjónvarpi og er það fremur leiður siður því ekki er víst að öllum falli slík ráðstöfun. Fyrr í vetur voru sýndar í sjónvarpi kvikmyndir með stór- stjörnunum „The big sleep“ með Humphrey Bogart í aðalhlut- verki og kvikmyndir með Ingrid Bergman, Laurence Olivier og nú síðast með Dirk Bogarde, Mal- colm MacDowell, Spencer Tracy, Katharine Hepburn og Sidney Poiter. Það hefur verið hátíð hjá kvikmyndaunnendum í sjón- varpi og „rjómatertur á boð- stólum" líkt og hjá kvik- myndahátíð, listahátíðar í Regnboganum og vonandi að framhald verði á. Gaman væri að fá að sjá listaverk eftir Charlie Chaplin, Francis Ford Coppola og Ingmar Bergman, t.d. Gullæðið, Sviðsljósið og Ein- ræðisherrann eftir Chaplin, Guðföðurinn eftir Coppola og Slöngueggið eftir Bergman. Nógu er af að taka þegar um er að ræða myndir þessara meist- ara kvikmyndarlistarinnar. Mér sýnist vera að rofa til hvað varðar húmor í útvarpi og sjónvarpi. Nýr breskur gaman- myndaflokkur er að byrja í sjón- varpi, „Já herra“ (Yes Minister) og tveir stórmeistarar sem hvað eftir annað hafa kitlað hláturs- taugar landsamanna, Jörundur Guðmundsson og Þórhallur Sig- urðsson, (Laddi) með þátt í út- varpi á fimmtudagskvöldi og mega áfengisbarir og kvik- myndahúsin vara sig, það er ekki víst að nokkur maður mæti. Fimmtudagur 3. febrúar: Síðdegis voru tveir tónlistar- þættir í útvarpi og mjög ólíkir. Sá fyrri var sendur út klukkan tuttugu mínútur fyrir fimm og var í umsjón Guðrúnar Birnu Hannesdóttur. Guðrún Birna setti á fóninn lög með ítalska tenórsöngvaranum Di Stefanó sem er einn af ítölsku stórmeist- urunum í röðum óperusöngvara. Di Stefanó og Benjamin Giglí vill maður helst heyra kvölds og morgna og um miðjan dag. Strax að loknum þætti Guðrúnar Birnu sem mér líkaði vel kom jazzþáttur þeirra Gerald Chin- otti og Jórunnar Tómasdóttur og þar var eingöngu leikin fram- úrstefnujazz sem ég er persónu- lega lítið hrifinn af. Mínir menn í jazzinum eru Charlie Parker, Louis Amstrong, Oscar Peter- son, Niels Henning, Lester Young og Colmann Hawkins en smekkur manna er misjafn og framúrstefnujazz getur vel átt heima í jazzþætti. Föstudagur 4. febrúar: „Ragnarök" heitir ítölsk-þýsk bíómynd frá árinu 1969 sem sýnd var í sjónvarpi seint á föstudagskvöld. Leikstjóri Luch- ino Visconti. í aðalhlutverkum Andrés Ragnarsson Dirk Bogarde, Ingrid Thulin, Helmut Griem, Helmut Berger og Charlotte Rampling. í dagskrárkynningu segir að myndin lýsi valdabaráttu í fjöl- skyldu auðugra iðjuhölda um það leyti sem nasistar komast til valda í Þýskalandi og er litlu við það að bæta. Myndin byrjar í veislu hjá voldugri fjölskyldu. Einn veislugesta er kallaður úr stofu í síma fram á gang og kem- ur að vörmu spori til baka og tilkynnir að Ríkisþinghúsið í Berlín standi í björtu báli. Síðan er brugðið upp óhugnanlegu andrúmslofti valdahroka, græðgi og siðferðislegrar úr- kynjunar. Martin, dóttursonur ættarhöfðingja Essenbecks fjöl- skyldunnar, Joachim baróns, erfir meirihluta hlutabréfa í Essenbecks stáliðjuverunum. Martin er taugaveiklaður og haldinn sjúklegum hvötum. Kunningi fjölskyldunnar, Aschenback, stormsveitarforingi í SS, óhugnanlegt skrímsli í mannsmynd nær tökum á piltin- um og fær hann til a fremja voðaverk. Dirk Bogarde í hlutverki Frid- rich Bruckmann elskhuga Sophie dóttur Joachims og Helmut Berger í hlutverki hins taugaveiklaða Martins eru frá- Jón Dalbú Hróbjartsson bærir og í heild er myndin mjög góð. Lýsir hún vel tíðarandanum á árunum 1933—1934 í Þýska- landi, þegar þjóðin er hneppt í fjötra nasismans. Laugardagur 5. febrúar: Sjónvarpið bauð uppá tvær úr- vals kvikmyndir á laugardags- kvöldið. Hin fyrri hófst klukkan níu, bandarísk bíómynd, „Gettu hver kemur í kvöld" frá árinu 1968. Leikstjóri Stanley Kramer. í aðalhlutverkum Katharine Hepburn, Spencer Tracy, Sidney Poiter og Katharine Houghton. Efni myndarinnar er nokkuð óvenjulegt. Samband hvítrar stúlku og svarts pilts. Hjóna- bandsáætlanir þeirra valda miklu fjaðrafoki í fjölskyldum þeirra beggja. Pilturinn (Sidney Poiter) er læknir. Það kemur í ljós að hann er mikilsmetinn vísindamaður, prófessor í lækn- isfræði (hitabeltissjúkdómum) og hinn besti drengur. Stúlkan (Katharine Houghton) er yfir sig ástfangin af piltinum og móðir hennar sómakonan (Katharine Hepburn) stendur með henni þegar faðirinn (Spencer Tracy) virðist ætla að verða andvígur sambandi dóttur sinnar við blökkumann. Foreldrar piltsins koma í heimsókn til foreldra Þá hefja þessir pistlar um um- ferðarmál göngu sína á ný í Morgunblaðinu á Norrænu um- ferðaröryggisári 1983. Það mun hafa verið árið 1972 að fram komu hugmyndir um sameigin- legt umferðaröryggisár allra Norðurlandanna. Síðan leið tím- inn allt fram til ársins 1981, að norræna ráðherranefndin sam- þykkti að tillögu Norðurlanda- ráðs, að nú væri ekki eftir neinu að bíða. Árið 1983 skyldi helgað þessum málaflokki — öryggi í umferð. Hér á landi verður reynt að efna til samvinnu sem flestra um þessa málefni. Þar má nefna ýmis almenningssamtök, sem mörg hver búa yfir langri reynslu á sviði umferðarörygg- ismála, eða mála sem þeim tengjast með einum eða öðrum hætti. Gert er ráð fyrir nánu samstarfi Umferðarráðs við skólayfirvöld og löggæslu, fjöl- miðla, sveitarstjórnir, vátrygg- ingafélög, fyrirtæki og stofnanir sem starfa að umferðarmálum og umferðaröryggi. Gert hefur verið sérstakt merki umferðaröryggisársins. Á því er lögð áhersla á gagnkvæma tillitssemi „óvarðra" vegfarenda, þ.e. gangandi manna, hjólreiða- Norrænt umferðar- öryggisár 1983 manna og hestamanna og þeirra sem „varðir" eru af ökutæki sínu, þ.e. bifréiðastjóra og far- þega þeirra. Auk þess að leggja áherslu á gagnkvæma tillitssemi er minnt á að allir eiga samleið í umferðinni og að umferðin, það erum við sjálf. Að sjálfsögðu verður ekki látið undir höfuð leggjast að hvetja til notkunar bílbelta. Af einstökum atriðum sem fyrirhuguð eru á árinu, má nefna: — Efnt hefur verið til ritgerða- samkeppni grunnskóla- nemenda um efni tengd um- ferðarmálum. Skilafrestur ritgerðanna er til 21. mars. — Einnig hefur verið efnt til teiknimyndasamkeppni með- al 11 ára barna um umferð- armál. Skilafrestur í henni er til 1. mars. — Komið hefur verið á fót starfshópi lögreglumanna til þess að efna til samræmdra aðgerða lögreglunnar um allt land. — Aflað hefur verið efnis fyrir sjónvarp, þ.e. kvikmyndar um vandamál ungra vegfar- enda og stuttra innskotsþátta um ökumenn bifhjóla, hjól- reiðamenn, gangandi vegfar- endur og aldraða í umferð- inni. — Ráðstefnur verða haldnar. í janúar sl. var haldin ráð- stefna í samstarfi við Öldr- unarráð íslands um málefni aldraðra í umferðinni. í lok þessa mánaðar verður önnur um skipulagsmál og umferð. Hún verður haldin í sam- vinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og skipulagsyf- irvöld. Þá mun Ökukennara- félag íslands gangast fyrir ráðstefnu um ökukennslu í mars. í ágúst í sumar verður síðan haldin norræn ráð- stefna læknasamtaka um umferðarmál. — Leitast verður við að gera umferðarnefndir sveitarfé- laganna enn virkari en verið hefur og reynt verður að koma á umferðarvikum í ein- stökum sveitarfélögum. A.m.k. eitt sveitarfélag, Kópavogur, er komið vel áleiðis með undirbúning slíkrar viku. — Þá á að leita eftir því að listamenn taki umferð og umferðaröryggismál sér- staklega til meðferðar á ár- inu, og hafa þegar verið lögð drög að tilteknum atriðum á því sviði. Víða í skólum landsins verða umferðarmál sérstaklega til um- fjöllunar á þessu ári. Sérstakar umferðarvikur verða og þá tekin fyrir verkefni sem lúta einkum að þessum málaflokki. Þó hlýtur árangur þessa átaks til bætts umferðaröryggis fyrst og fremst að vera kominn undir því hver viðbrögð hvers og eins þjóðfé- lagsþegns verða. Oft hefur verið vitnað til þess sem gerðist árið 1968 þegar hægri umferð var upp tekin á íslandi. Þá voru vegfarendur hvattir til að takast á við nýtt verkefni með bros á vör. Allir voru byrjendur í hægri umferð og gagnkvæm tillitssemi réði í ríkjum mæli gerðum manna í umferðinni. Og hver varð árang- urinn? Jú, dauðaslysum fækkaði úr 20 frá árinu áður niður í 6. Því miður entist þessi aðgát og tillitssemi ekki lengi því tveimur árum síðar var fjöldi dauðaslysa aftur orðinn svipaður og verið hafði fyrir 1968. Á Norrænu umferðaröryggis- ári hlýtur það að vera von allra að eitthvað svipað gerist og 1968. Vonandi takast menn brosandi á við vanda umferðarinnar og sýna hver öðrum tillitssemi svo að áþreifanlegur árangur náist í að draga úr fjölda umferðar- slysa. Yfirlýstur tilgangur árs- ins er að öryggi allra vegfarenda aukist og ekki síður að gagn- kvæmur skilningur ríki á milli hinna vörðu og þeirra óvörðu í umferðinni. Þá er ekki minna um vert að sá góði árangur sem vonandi næst á þessu ári verði ekki að minnisvarða um liðna tíð, svipað og varð um árangur- inn ’68, heldur að okkur takist að halda áfram á sömu braut. Þannig búum við í haginn fyrir afkomendur okkar í framtíðinni. Þetta ætti að takast ef almenn- ingur vaknar rækilega til um- hugsunar um að umferðin er ekkert annað en við sjálf á ferð og þar ber okkur ætíð að sýna öðrum sams konar viðmót og við ætlumst til af þeim. TJ. FRl UHIFFR im Rta RAR Bl 22 //

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.