Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 47 Heimsbikarkeppnin á skíðum: Ingemar Stenmark sigraði með yfirburðum í svigkeppninni • Saenski skídakóngurinn Stenmark vann yfirburðasigur í svigkeppni heimsbikarsins í gærdag í Frakklandi. Hann fór erfiða braut sem var ísilögð á mikilli ferð og þótti sýna mikla færni í brautinni. Phil Mahre íslandsmótið 2. deild: aftur efstur RÖD efstu manna í stigakeppn- inni um heimsbikarinn breytist nú næstum við hverja keppni. Eftir svigkeppnina í gærdag var röð efstu manna þessi: Phil Mahre US 186 Peter Luescher Sviss 160 Pirmin Zurbriggen Sviss 150 Ingemar Stenmark Svíþj. 132 Peter Meuller Sviss 123 Andreas Wenzel Licht.st. 123 Marc Girardelli Lúxemb. 107 Harty Weirather Austurr. 100 URS Raeber Sviss 99 Steve Mahre US 95 • Hvert sem Stenmark fer til keppni fer unnusta hans, Ann Uvhagen, með. Margir hafa viljað halda því fram að hún spilli fyrir einbeitingu Stenmarks í keppnum. En hann segir að það sé slúður. Stórt tap hjá Gróttu AFTURELDING vann stórsigur á Gróttu í gærkvöldi, 32—23, er lið- in léku að Varmá í Mosfellssveit. Lið Aftureldingar náði forystu í upphafi leiksíns, 3—0, og hélt • Þeir eru ekki allir jafn stálheiö- arlegir þessir fótboltamenn. Pet- er Storey, 36 ára gamall, hefur verið dæmdur í sex mánaöa fang- elsi fyrir bílþjófnað og peninga- fölsun. Storey spilaði 19 lands- leiki fyrir England á árunum í kríngum 1970 og spilaöi þá meö Arsenal. henni til loka leiksins. Liðiö lék allan tímann mikið betur en lið Gróttu sem nú viröist vera á niðurleið eftir allgóða byrjun í vetur í 2. deildinni. Staðan í hálfleik í gær var 13—8 fyrir UMFA og í síðari hálfleiknum náði Afturelding alveg tökum á leiknum og áttu leikmenn Gróttu aldrei neina sigurvon. Bestu menn í liði UMFA voru Steinar, Sigurjón og Magnús. En í heild lék liöiö nokkuð vel. Bestur í liöi Gróttu var Ragnar markvörður og Sverrir Sverrisson. Markstein, Frakklandi, 18. febrúar. AP. „Ég er mjög ánægður með þennan sigur minn. Svigbrautin var vel undirbúin og mér tókst að fara hana svo til alveg vinnulaust í gegn,“ sagði Svíinn Ingemar Stenmark viö fréttamenn AP í gærdag eftir að hann hafði sigraö í svigi í heimsbikarkeppninni á skíðum en keppnin í gær fór fram í Markstein í Frakklandi. Stenmark var með langbestan tíma eftir fyrri umferðina, 52,92 sek. og náöi næstbesta tímanum í síðari umferðinni, 51,62. Saman- lagður tími Stenmarks var sá lang- besti sem náöist, 1:44,54 mín. Ital- inn Paolo De Chiesa varð annar á 1:45,04. Bandaríkjamaöurinn Phil Mahre varð svo í þriöja sæti í svigakeppn- inni í gærdag og nægði það hon- um til þess aö komst aftur upp í efsta sætiö í stigakeppni heimsbik- arsins. Úrslitin í svigkeppninni í gærdag varð þessi: 1. Ingemar Stenmark saml. tími 1:44,54 52,92 51,62 2. Paolo De Chiesa 1:45,04 53,21 51,83 3. Phil Mahre 1:45,23 53,64 51,59 4. Andreas Wenzel 1:45,38 53,38 52,00 5. Marc Girardelli 1:45,52 53,01 52,51 6. Jacques Luethy 1:45,86 53,01 52,51 7. Franz Gruber 1:45,94 53,96 51,98 8. Bengt Fjaellberg 1:46,00 54,41 51,59 9. Paul Frommelt 1:46,13 53,85 52,28 10. Bojan Krizaj 1:48,15 53,79 52,36 11. Steve Mahre 1:46,19 54,33 51,86 12. Klaus Heidegger 1:46,34 54,43 51,91 13. Stig Strand 1:46,53 53,99 52,54 14. Alex Giorgi 1:46,69 54,37 52,32 15. Joze Kuralt 1:46,75 54,29 52,46 I dag veröur keppt í stórsvigi. John Nolan opnar golfskólann JOHN Nolan golfkennari hefur opnað golfskóla í Skeifunni 17, húsi Sveins Egilssonar, 3. hæð. Skólinn er opinn klukkan 15.30— 20.30 mánudaga, þriöju- daga, fimmtudaga og föstudaga. Á laugardögum er opið kl. 10.30— 16.30. Á miðvikudögum geta hópar í fyrirtækjum fengið til- sogn. John Nolan sagði aö hann kenndi bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir í íþróttinni. Hann kvaöst nota myndband við kennsluna. Loks sagöi Nolan aö hann hyggðist veita unglingum ókeypis hópkennslu og eru ungl- ingar beönir aö snúa sér til hans. Mörk UMFA: Sigurjón 7, Steinar 7, Magnús 6, Lárus 3, Jón 3, Ingv- ar 2, Björn 2, Sigurjón K. 1, Lárus S. 1. Mörk Gróttu: Sverrir 5, Jóhann 4, Gunnar 3, Axel 2, Kristján 2, Siguröur 2, Svavar 1, Hjörtur 1, Jóhannes 1, Jón 1, Ragnar mark- vöröur 1. — ÞR/ÍBEN. Sigurganga KR heldur áfram EKKERT viröist geta stöðvað sig- urgöngu KR-stelpnanna í 1. deild kvenna í körfubolta. Halda þær merki félagsins hátt á lofti, á meðan karlmennirnir í félaginu berjast á botninum í úrvalsdeild- inni. Á fimmtudagskvöldiö bættu þær enn einum sigri viö í safnið og urðu Njarðvíkur-dömurnar aö þessu sinni fyrir barðinu á KR. UMFN byrjaði leikinn að vísu vel, komst í 11—5. KR náði síðan að jafna 21—21 og eftir það gat ekk- ert stöðvað KR vélina. Seinni hálfleikur var síðan nær alger einstefna á körfu UMFN og loka- tölur urðu 69—38. Hjá KR voru þær bestar Emilía og Linda en einnig kom Björg Kristjánsdóttir skemmtilega á óvart. í liði UMFN var Katrín lang- best en einnig var Hulda seig. Stigin fyrir KR skoruöu, Linda Jónsdóttir 19, Emilía Siguröardótt- ir 17, Kristjana Hrafnkelsdóttir 14, Björg Kristjánsdóttir 8, Erna Jónsdóttir 6 og Gunnhildur 2 stig. UMFN: Katrín Eiriksdóttir 18, Hulda Lárusdóttir 7, Helga Friö- riksdóttir 7 og Sigriður Guðjóns- dóttir 6 stig. I.H.Þ. • Bandaríkjamaöurinn Phil Mahre hefur aftur tekið forystuna í stigakeppninni. Hann er mjög fjölhæfur skíðamaður. Leikir helgarinnar UM helgina fara fram þrfr leikir i 1. deild kvenna í handknattleik. Tveir leikir fara fram í 2. deild karla en þar er keppnin mjög hörð. Leikir helgarinnar eru þess- ir: Laugardagur 12. febr. Laugardalshöll Kl. 14.00 2. d. ka. Ármann — Haukar. Kl. 15.15 3. d. ka. Fylkir — Skallagr. Kl. 16.30 1. d. kv. Víkingur — KR. Kl. 17.30 1. fl. ka. Valur — UMFA. Hafnarfjörður Kl. 14.00 1. d. kv. Haukar — ÍR. Kl. 15.00 1. fl. ka. Haukar — HK. Akureyri Kl. 14.00 3. d. ka. Dalvík — Ögri. Ásgarður Kl. 14.00 2. d. ka. HK — UBK. Kl. 15.15 2. d. ka. HK — Þróttur. Kl. 16.15 1. fl. ka. Stjarnan — KR. Vestmannaeyjar Kl. 13.30 2 d. ka. Þór Ve. — KA. Selfoss Kl. 14.00 — 2. d. kv. Selfoss — Stjarnan. Keflavík Kl. 14.00 2. d. kv. ÍBK — ÍBV. Sunnudagur 13. febr. Hafnarfjörður Kl. 14.00 1. d. kv. FH — Fram. Kl. 15.00 1. fl. ka. FH — Ármann. — O — • ítalska liöið Avellino keypti í fyrra tvo útlenda leikmenn, Dan- ann Seren Skov og Juan Barba- dillo, er lék áður með Leon í Mex- íkó. Þar með er liöið komið með þrjá erlenda leikmenn, en sá þriðji, Brasilíumaðurinn Jorge Juary dos Santos, vill fara frá lið- inu þar sem áhorfendur hafa ver- ið að hrella hann á leikjum liðs- ins. • Hér má sjá golfkennarann John Nolan leiöbeina einum nemandan- um í golfskólanum. Nolan veitir unglingum ókeypis hópkennslu. Eru unglingar hvattir til þess að snúa sér til Nolans og fá leiðbeiningu í iþróttinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.