Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983 45 * _ Ar Marteins Lúthers Einu mennirnir sem geta staðið að þess- ari björgun af viti Þórarinn Samúelsson, Kópavogi, skrifar: „Vegna greinar í Þjóðviljanum 8. þ.m. eftir Guðmund Ólafsson fornleifafræðing, langar mig að gera nokkrar athugasemdir sem leikmaður. Fyrirsögnin er: Forn- minjar í stórhættu vegna gróða- sjónarmiða. Ég hefði viljað breyta þessari fyrirsögn á þessa leið: Fornminjar í stórhættu vegna skilningsleysis og trassaskapar sumra þeirra, sem hafa átt að sjá markaðar. Þó liggur sú staðreynd á borði hinna háu herra, að í fjöl- mörgum tilfellum getur konan eða maðurinn ekki farið út af heimil- inu til að vinna fyrir tekjum. Og getur þar margt borið til. En refs- ingin lætur ekki á sér standa og skattavöndurinn er reiddur hátt til höggs. Það hjóna sem tekur á sig að afla þeirra tekna er heimilið þarf á að halda er sett upp við vegg. Tekjurnar lenda í hærri skattflokki en tekjur hjónanna sem bæði vinna úti, og þar munar ekki neinu smáræði. Þetta var þarfur þáttur hjá Jóhönnu Harð- ardóttur. Hafi hún þökk fyrir. Fróðlegir og skemmtilegir Ása Brandsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti mínu fyrir þættina kvöldgestir, sem Jónas Jónasson er með á föstudagskvöldum. Ég hef hlustað á þessa þætti í vetur og sleppt föstudagsmyndunum í sjónvarpinu. Þættirnir eru hvort tveggja í senn, einstaklega fróð- legir og skemmtilegir, og vona ég að við megum enn lengi njóta. um geymslumál og varðveizlu slíkra hluta. Hvað um ýmsa hluti sem Þjóð- minjasafnið hefur bæði fengið gefins, en ekki þegið eða viljað þiggja. Varð það kannski vegna þess að munirnir voru ekki málað- ir, gljápússaðir og tilbúnir til sýn- ingar. Nú getið þið, sem þessum mál- um eigið að stjórna, sagt: Við get- um ekki þegið allt sem okkur býðst, né sett það upp. Orsökin: Plássleysi. Ha, plássleysi? Hvern- ig má það vera, ef þið fornminja- fræðingar hafið ekki sýningar- pláss fyrir um 1—2.000 hluti, sem safna ryki og ryði í misgóðum geymslum ykkar? Hvar ætlið þið að geyma þetta rúmlega 3ja alda gamla skip, ef það næst upp af sínu 20 metra dýpi? Það má vera, að einhverjir innan Þjóðminja- safnsins hafi hugsanlega fræði- lega þekkingu til að reka puttana í þetta björgunarmál, en það þarf meira til. Það er reynsla í björg- unaraðgerðum á strandstöðum, oft við hroðalegustu aðstæður. Þá reynslu hefur Kristinn Guð- brandsson og hans félagar, enda að mínu viti einu mennirnir hér- lendis, sem geta staðið að þessari björgun af viti, verði ekki sett á þá fótakefli af einhverjum sérfræði- legum græningjum, sem því miður hafa of oft ráðið of miklu. Rekið heldur fingur í að láta byggja alvöruþjóðminjasafn, svo hægt sé að taka við hlutum. Of mörgum slíkum hefur verið hent og er enn hent á haugana eða í brotajárn vegna skilningsleysis og aumingjaskapar ykkar. Ég læt þetta duga og er hógvær núna, en ég verð það ekki næst.“ GÆTUM TUNGUNNAR Karl Karlsson skrifar: „1 viðtali við biskup fslands, herra Pétur Sigurgeirsson, í sjónvarpinu um áramótin síðustu lét hann þess getið, að íslenska þjóðkirkjan hygð- ist með veglegum hætti minnast 500 ára afmælis siðbótarmannsins mikla, Marteins Lúthers, er fæddist sem kunnugt er 10. nóvember 1483. Þessa merkisafmælis verður að sjálfsögðu minnst í hinni evangel- isk-lúthersku kirkjudeild víða um heim, sérstaklega í Þýskalandi, bæði vestan og austan járntjaldsins svonefnda, á Norðurlöndum og í Ameríku. Sumum hefur fundist votta fyrir því, að íslenska þjóðkirkjan væri farin að hallast í átt til rómversk- kaþólsku, og þurfi að „rétta sig af“. Máske er hér átt við suma prestana. Vonandi er þetta bara misskilning- ur. En mér finnst samt, að nú sé tilvalið tækifæri til þess að þjóð- kirkjan láti það koma skýrt fram og án alls vafa, að hún er sem fyrr evangelísk-lúthersk og hafnar al- gert sumu í páfakirkjunni. Þjóðin þarf að vita, hvað það er sem aðskil- ur þessar tvær kirkju-deildir og hvers vegna við eigum að vera ógleymin á afrek Lúthers, yfirburð- armannsins og hetjunnar miklu. Það var allmikið um að vera í þjóðkirkju íslands árið 1981, er minnst var trúboðsstarfs þeirra Þorvalds víðförla og Friðriks bisk- ups. En hvað nú? Á það að vera minna? Nú þurfa kennarar guð- fræðideildar Háskóla íslands aldeil- is að gripa til orðsins og pennans, og máske einhver í heimspekideild hafi frá einhverju að greina. Meðal ann- arra orða: Hvenær skyldum við hafa fengið nýjatestamentisþýðinguna og alla biblíuna á íslensku, ef ekki hefði notið áður baráttu Lúthers. Og eitthvað mætti sennilega segja um afskipti Lúthers af kirkjusöng og sálmakveðskap, að fræðslumálum og fátækrahjálp. Kann og að vera að dr. Jakob Jónsson finni í fræðum þessum „húmor og irony“. Það fer vel á því nú á ári Lúthers að nota dýrmætt tækifæri til efl- ingar trúarlífinu og kristilegri menningu með þjóð vorri. Þess er þörf á válegum tímum siðgæðis- hnignunar samfara spillingu kvik- mynda, vaxandi vínnotkunar og eiturlyfjaneyslu. Ég hlýt að óska þess, að á þessu ári verði gefin út vegleg bók, helst myndskreytt, um ævi og starf Marteins Lúthers. Er þess að vænta, að einhver bókaút- gefandinn hafi um það samstarf við okkar ágætu vísinda- og fræðimenn. Yrði þessi bók meðal margra fyrir næstu jól, yrði því fagnað. Mér skildist á sjónvarpsviðtalinu við herra biskupinn, því sem ég í upphafi vitnaði til, að nefnd hefði verið skipuð til að undirbúa og vinna að minningu Lúthers á þessu ári. Megi þeirri nefnd vel farnast og störf hennar verða árangursrík." Sagt var: Þeir héldu í hvorn annan. Rétt væri: Þeir héldu hvor í annan. ALLTAF Á SUMNUDÖGUM OG EFPftSMEIRA BLAÐ! NIÐURTALNING FYRIR MORÐ GANDHI — NÝ VERÐ- LAUNAKVIKMYND LEYNDARDÓMAR NJÓSNA SOVÉT- MANNA INDÓNESÍA TERESA STRATAS — ÓPERUSÖNGKONAN FRÆGA HÚSIÐ — NÝ ÍSLENZK KVIKMYND GLEYMD BÖRN í KERFINU ÞESS SVENSKA GÚST- AFS — RÆTT VIÐ BÓKAMANNINN PÁL JÓNSSON TED SERIOUS — YFIRSKILVITLEGUR LJÓSMYNDARI SVO SÖKK SKIPIÐ — RÆTT VIÐ JÓN HJÖRT JÓHANNSSON ÞEGAR CARLSON REYNDI AÐ BJARGA FLYING ENTERPRISE POTTARÍM — VERÖLD — Á FÖRNUM VEGI — REYKJAVÍKURBRÉF — Á DROTTINSDEGI VELVAKANDI — HUGVEKJA Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.