Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 48

Morgunblaðið - 17.02.1983, Side 48
y\skriftar- síminn er 830 33 ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1983 Verðbólgutap sparifjáreigenda 2,34 milljarðar frá 1972 til 1980 TAP sparifjáreigenda vegna verðbólgn á árunum 1972 til 1980 miðað við verðlag hinn 31. desember 1980 nemur 2,34 milljörðum króna. I'etta kemur fram í efnahagsstefnu Verzlunarráös íslands, sem Viðskiptaþing samþykkti í gær, en þar segir að sparifé hafi brunnið upp í verðbólgunni og sparnaður í bankakerfinu á síðari árum sé aðeins helmingur þess, sem hann var á áratugnum 1960 til 1970. Síðan segir að tap sparifjáreig- enda á verðlagi 31. desember 1980 hafi á árinu 1972 verið 14 milljónir króna, 1973 var það 76 milljónir króna, 1974 var tapið 145 milljónir króna, 1975 138 milljónir króna, 1976 127 milljónir króna, 1977 var tap sparifjáreigenda 190 milljónir króna, 1978 var tapið 243 milljón- ir, 1979 679 milljónir króna og á árinu 1980, sem er síðasta árið, sem birt er í stefnu Verzlunar- ráðsins var tap sparifjáreigenda 729 milljónir króna. Samkvæmt þessu er sérstakur verðbólguskattur, sem sparifjár- eigendur hafa greitt á árinu 1980 26,8%. Hæstur var þessi skattur árið 1974, er hann náði 40,1%. Ár- ið 1980 er þriðja hæsta verðbólgu- skattsárið, en á árinu 1975 var þessi skattur 29,9%. Síðan segir í efnahagsstefnu Verzlunarráðsins: „Á síðasta ári rýrnaði lausafjárstaða innláns- stofnana um 920 milljónir króna. Víxillán hjá Seðlabanka í árslok voru 727 milljónir og yfirdráttur 344 milljónir. Lausafjárstaðan í heild var neikvæð um 661 milljón í árslok 1982 sem jafngildir 6,2% af heildarinnlánum en var jákvæð um 3,9% af heildarinnlánum í ársbyrjun. Þessi lausafjárstaða innláns- stofnana er sú versta sem um get- ur á síðustu árum og hefur aðeins verið verri einu sinni áður eða árið 1968, þegar samsvarandi hlutfall af innlánum var neikvætt um 7,5%. Sjá í miðopnu: Krétlir og frá- sagnir af Viðskiptaþingi og viðtal Vlbl. við Harris lávarð. Bílaskoðun hafin Bifreiðaeftirlit ríkisins auglýsti á þriðjudaginn að bifreiðaskoðun væri hafin í Reykjavík, og fer hún fram á Ártúnshöfða sem fyrr. Þá var auglýst í gær að skoðun væri byrjuð í Kópavogi, og er skoðað við Áhaldahús Kópavogs. Annars stað- ar á landinu hefur skoðun ekki ver- ið auglýst. Að sögn Guðna Karlssonar forstjóra Bifreiðaeftirlits ríkis- ins eru það sömu aðilarnir sem skoða í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellssveit og Seltjarnarnesi, og verður skoðað á þessum stöð- um þegar verkinu lýkur í Kópa- vogi. Það eru einnig sömu aðil- arnir sem sjá um skoðun á Vest- urlandi og hefst hún á Akranesi 1. mars og stendur út mánuðinn. Þá verður skoðað í Borgarnesi frá 5. apríl til 3. maí, á Logalandi 4. maí, í Lambhaga 5. maí og i Hvalfirði 6. maí. Á Suðurlandi er skoðun víða hafin þótt ekki hafi það verið auglýst, en á Vestfjörðum, Norð- ur- og Austurlandi verður beðið um sinn eftir betri tíð. Banaslys í Borgarfirði Borgarnesi, 16. febrúar. NÍTJÁN ára maður beið bana í um- ferðarslysi á þjóðveginum í Skil- mannahreppi í Borgarfirði er fólks- bifreið var ekið aftan á kyrrstæöa fólksflutningabifreið á þjóðveginum við Litlu-Feiísöxl um klukkan átta í morgun. Fólksbifreiðin fór langt undir fólksflutningabifreiðina að aftan, eða fram undir afturhjól. Öku- maðurinn sem var einn í fólksbif- reiðinni mun hafa látist þegar í stað. Myrkur var þegar slysið varð. Bifreiðirnar voru báðar á vesturleið í átt til Akraness. öku- maður fólksflutningabifreiðarinn- ar hafði stöðvað hana á vegar- kantinum og var að skipta um hjólbarða í ljósaskini frá öðrum kyrrstæðum bíl, sem hafði komið úr gagnstæðri átt. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. HBj. Rostungurinn farinn frá Rifi ROSTIINGURINN, sem gerði sig heimakominn í höfninni á Rifi og tal- inn er geta verið Valli víðforli, er far- inn frá Rifi. Ekki er vitað hvert hann fór en síðast sást til hans flatmagandi á hafnargarðinum á Rifi miðvikudag- inn 2. febrúar sl. að sögn Sæmundur Kristjánssonar hafnarvarðar. Sæmundur sagði að hann hefði komizt alveg að rostungnum áður- nefndan dag og hefði hann ekki sýnt neina hræðslu né reynt að forða sér. Sagði hann að sér hefði sýnzt hann vera við beztu heilsu. Sagðist Sæ- mundur helzt hallast að því að rost- ungurinn hefði tekið þá ákvörðun að kanna matarbúr Breiðafjarðar frek- ar, en ómögulegt væri að segja til um hvert hann hefði farið. Almálið utan dagskrár á Alþingi: Morgunbladid/KrLstján. Hjörleifur gagnrýnir samning Gunnars Thoroddsens frá 1975 HJÖRLEIFUR Guttormsson, iðnað- arráðherra, lýsti því yfir á Alþingi í gær, að samningur sá sem Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaðarráð- herra, gcrði við Alusuisse 1975 hefði verið óhagstæðari en upphaflegi samningurinn milli Alusuisse og ís- lenska ríkisins og næmi tapupphæð- in um 1,7 milljónum Bandarfkjadala á árunum 1975 til 1980. Gunnar Thoroddsen var ekki til andsvara á Alþingi, þar sem hann hélt í opin- bera heimsókn til Danmerkur í gær- morgun. í umræðum á Alþingi um álmál- ið í tilefni af því að með einhliða ákvörðun 11. febrúar ákvað fjár- málaráðherra að hækka fram- leiðslugjald á álverinu í Straums- vík skýrði Hjörleifur Guttormsson frá því, að samningurinn frá 1975 hefði leitt til meiri raforkutekna en áður og næmi hækkunin 15,8 millj- ónum Bandaríkjadala 1975—1980. Hins vegar væru tekjur tslendinga af framleiðslugjaldi á þessu ára- bili, 1975—80, 17,5 milljónum dala lægri en að óbreyttum samningum 1975. I nefndinni sem vann að undir- Royal Mint í London: Rússnesku gullpen- ingarnir eru falsaðir ROYAL Mint í London, sem að beiðni Seðlabanka íslands hefur rannsakað 20 af 177 rússneskum gullpeningum, sem fundust um borð í ms. Gullfossi á árinu 1961, telur vafalaust að peningar þessir séu falsaðir. Hefur Royal Mint rannsakað gullpeningana og eru þeir bæði léttari og ívið stærri en ófalsaðir peningar. Eðlisþyngd málmsins í þessum fölsuðu gullpen- ingum er 14,12 á móti 17,2 í ósvikn- um peningum. Þetta þýðir að gull- magn þeirra er nokkuð minna eða um 70% í stað 90% í ósviknum pen- ingum. Gullpeningar þessir eru eftir- líkingar á gullpeningum, sem slegnir voru í valdatíð Nikulásar II Rússakeisara. Virði þeirra, sem áletraðir eru er 10 rúblur og árt- alið, sem á þá er greipt er 1903 og 1904. Þeir fundust um borð í ms. Gullfossi og fann þá hafnar- verkamaður, sem vann að losun skipsins. Voru þeir í hitaveiturör- um, sem flutt voru inn frá Leith í Skotlandi og voru eign Hitaveitu Þannig líta þeir út, fölsuðu rússnesku gullpeningarnir. Reykjavíkur. Ymsar getgátur hafa verið uppi um, hvernig á því hafi staðið að peningarnir hafi hafnað á íslandi, en samkvæmt upplýsingum frá Royal Mint hef- ur ekki áður orðið vart falsaðra peninga af þessari gerð, fyrr en þessir 177 gullpeningar komu í leitirnar hérlendis. Sjá bls. 5: Spurning hvort þeir sem keyptu þá á sínum tíma í góðri trú, eiga andvirði þeirra inni hjá rfkis- sjóði. búningi samningsgerðarinnar 1975 á vegum Gunnars Thoroddsen, þáv. iðnaðarráðherra, sátu dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra. í tilefni af ummælum Hjörleifs Guttormssonar leitaði Morgun- blaðið álits dr. Jóhannesar Nordal. Hann sagði: „Ég ber út af fyrir sig ekki brigður á tölur ráðherrans, þótt ég hafi ekki haft aðstöðu til að kanna málið nema lauslega. Hins vegar virðist mér þær við fyrstu sýn gefa villandi mynd af áhrifum samningsins frá 1975 að tvennu leyti: í fyrsta lagi er þess ekki getið, að á móti þessum 17,5 milljónum dala sem greiddar hefðu verið sam- kvæmt eldri samningi á árunum 1975—80 hefði jafnhá eða hærri skattinneign ÍSAL myndast hjá ríkissjóði. í öðru lagi eru árin 1981 og 1982 ekki tekin inn í samanburðinn en á þeim árum var samningurinn frá 1975 mun hagstæðari en upphaflegi samningurinn. Tekjur af raforku- sölu eru á þessum árum um 10 milljón dölum hærri en samkvæmt upphaflega samningnum en ekki verulegur munur á skatttekjum. Sjá á þingsíðu: Brýn nauð- syn að taka málið úr hönd- um iðnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.