Morgunblaðið - 07.06.1983, Side 3

Morgunblaðið - 07.06.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1983 3 Varðberg, félag um vestræna samvinnu stofnað á Akureyri VAKÐBERG, félag um vestræna samvinnu, var stofnað á Akureyri laug- ardaginn 4. júní. Gerðust um 30 manns félagar á stofnfundinum og þar var kjörin stjórn, en formaður hennar er Guðmundur Heiðar Frímanns- son, menntaskólakennari. Frá stofnfundi Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna samvinnu, Akureyri, á laugardaginn. í ræðustól er Geir Haarde, varaformaður Varðbergs í Reykjavík, en hann setti stofnfundinn. (Ljósm. G.Berg.) Fannst lát- inn í Jökulsá á Fljótsdal KJARTAN Bjarnason, bóndi á Þuríðarstöðum í Fljótshlíð, fannst látinn neðst í Jökulsá á Fljótsdal um klukkan 17.30 á fostudag. Tilkynn- ing um að hans væri saknað barst um hádegi á föstudag og voru björg- unarsveitir kallaðar út til leitar. Kjartan heitinn fannst svo um klukkan 17.30. Kjartan var 67 ára gamall, fæddur 8. september 1918. í lögum hins nýja félags segir, að tilgangur þess sé að efla skilning fólks á íslandi á gildi lýðræðislegra stjórnarhátta, að skapa aukinn skilning á mikil- vægi samstarfs lýðræðisþjóð- anna til verndar friðinum, að vinna gegn öfgaöflum og öfga- stefnum og að mennta félagana og aðra áhugamenn og þjálfa í stjórnmálastarfsemi með því að afla glöggra upplýsinga um sam- starf og menningu vestrænna þjóða, um markmið og starf Atl- antshafsbandalagsins svo og að aðstoða í þessum efnum samtök og stjórnmálafélög, er starfa á grundvelli lýðræðisreglna. Markmiðum sínum hyggst fé- lagið ná m.a. með útgáfustarf- semi, fundum og ráðstefnum, þar sem sérfræðingar verði fengnir til þess að flytja fyrir- lestra og kynna málefni þau er félagið vinnur að. Félagið fjallar einungis um utanríkismál, en tekur ekki afstöðu til innan- landsmála nema þau snerti beint öryggi landsins. Félagið er stofnað af einstakl- ingum, sem aðhyllast samstarf vestrænna lýðræðisþjóða á sviði varnarmála, efnahags- og menn- ingarmála og þátttöku íslands í því starfi. Við stjórnar- og for- mannskjör skal gæta þess, að jöfn sé aðild hinna þriggja lýð- ræðisflokka, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks, en þó þannig að réttur þeirra félagsmanna sem eru utanflokka sé eigi fyrir borð bor- inn. Varðberg, félag áhugamanna um vestræna samvinnu, á Akur- eyri vinnur að sömu markmiðum og Varðberg og Samtök um vest- ræna samvinnu í Reykjavík. Voru þeir Geir Haarde, Alfreð Þorsteinsson og Jón Eggertsson fulltrúar Varðbergs í Reykjavík á stofnundinum, en Björn Bjarnason, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, flutti þar ræðu. Á stofnfundinum voru þessi kjörin í aðalstjórn Varðbergs, félags áhugamanna um vest- ræna samvinnu, Akureyri: Guð- mundur Heiðar Frímannsson, formaður, Jón Kr. Sólnes, Björn Jósef Arnviðarson, Jón Baldvin Pétursson, Björgvin Yngvason, Ingvar Baldursson, Sigbjörn Gunnarsson, Tryggvi Gunnars- son og Kristín Gunnarsdóttir. Daihatsu Charmant, Nokkrir gæðabílar á gömlu verði Aðeins frá kr. 259.600 með öllu Nú fer hver aö veröa síðastur aö tryggja sér glæsivagninn DAIHATSU CHARMANT á gömlu veröi. Viö eigum fyrirliggjandi eftirfarandi liti af Charmant LD og LC Utan: Innan Rauöur Ljósbrúnn 5 bílar Silfurblár Grár 3 bílar Vínrauöur Ljósbrúnn 3 bílar Silfurgrár Grár 4 bílar Gullbrons Ljósbrúnn 5 bílar Daihatsu nr. 1 í endursölu Viðurkennd gæði — Viöurkennd þjónusta Daihatsu-umboðið Ármúla 23-85870 — 81733

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.