Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 (Lj6sm. Mbl. RAX.) Fjölskyldan er hér saman komin við veglegan arin, sem Guðmundur hlóð sjálfur úr stuðlabergi, en þó vantar marga heimilisfasta einstaklinga á myndina. F.v. Áslaug með hefðarkanínuna Söru Klöru í fanginu, Guðmundur, Hrund, grápáfagaukurinn Jakob og collie-hundurinn Trýni. „Mistök að verða ekki bóndi“ Hundurinn Trýni er ekki heimaríkur, heldur tekur hann vinalega á móti gestum, sem smeygja sér inn fyrir garðshliðið hjá þeim Guðmundi Guð- björnssyni og Áslaugu Kristinsdóttur í Kópavoginum. Enda kemur á daginn þegar inn er komið að Trýni „hefur lítið hjarta“ eins og eigendur hans orða það. Hann er a.m.k. hræddur við páfagaukinn Jakob og skyldi engan undra, því Jakob er ekki hræddur við neitt og blótar eins og sjóliðsforingi þegar því er að skipta. Hann er reyndar svolítið skotinn í húsmóðurinni og gerir sig blíðan í röddinni þegar hann hermir eftir heimasætunni, en sýnir húsbónd- anum enga miskunn og er stundum reglulega rótarlegur þegar hann er að hafa heilu símtölin eftir honum. í sófanum liggur svo angórakanínan Sara Klara og lætur sér fátt um finnast, enda aðalkanínan á staðnum; sú sem fær að valsa um að vild og er einkavinkona heimasætunnar, sem heitir Hrund og er fjögurra ára. Afskaplega fín og virðuleg kanína, Sara Klara. En hún er ekki ein um hituna því á háaloftinu á hún sextán skyldmenni. „Við vorum með hundrað þegar mest var, en minnkuðum við okkur, a.m.k. í bíli,“ segja þau Ás- laug og Guðmundur, „og nú erum við að búa okkur undir að flytja þær niður í kjallara. Þetta eru sex fullorðnar, hollenskar, angóra, venjulegar og blandaðar og ellefu ungar. Góð dýr og skemmtileg, kanínur. Gæfar og semur vel við börn. Þær eru líka þrifnar og það er ekki mikil vinna að vera með þær. Við gefum þeim hey, brauð og grasköggla og það er best að halda sig við það, því það er slæmt fyrir þær, ef verið er að hringla með fóðrið. Kanínur eru harðar af sér, þær þola t.d. allt að 30 stiga gadd, en ekki næðing. Við héldum reyndar að við myndum missa Söru Klöru því hún var lasin og ræfilsleg þegar við fengum hana. En hún var fljót að braggast og hefur ekki orðið misdægurt síð- an,“ segja þau hjón, er við höfum prílað með Guðmundi upp í kan- ínubyggðir og niður aftur. Skap- ferli kanína segja þau vera nokkuð misjafnt eftir einstaklingum. „Þær eru voðalega mislundaðar," segir Áslaug, „þær hollensku eru t.d. mestu vargarnir, en misfrekar Þarf nokkuð að segja um þessa þrenningu? Sara Klara er sérstök einkakanína Hrundar, heimasætunnar á bænum, og eins og sjá má, semur þeim vel. Guðmundur hefur smíðað myndarlegt kanínubúr á háaloftinu í einbýlishúsi sínu. Hér heldur hann á gráum hnoðra, sem þurfti þó nokkurn sálarstyrk til að stinga ekki í vasann og taka með sér heim. „Hávísindalegt og dýrt áhugamál“ Það er óhætt að segja að áhugi Stefáns Baldurssonar, sjúkraliða, á skraut- fiskum sé nokkuð umfangsmikill, en Stefán er með 1.000 lítra búr í stofunni hjá sér, þar sem hann býr í kjallara á Grettisgötunni. Búrið hefur að geyma yfír tuttugu tegundir, sumar afar sjaldgæfar, og gæti auðveldlega rúmað fleiri fiska en Stefán segir að sér fínnist Ijótt að sjá of mörgum fískum hrúgað saman í eitt búr. Þegar menn eru komnir með búr af þessari stærð hefur það líka áhrif á búsetu þeirra, það þýðir ekki að vera með þau annars staðar en á jarðhæð. Búr Stefáns vegur eitt og hálft tonn með öllu, sem í því er, og ef eitthvað kæmi fyrir það, yrðu afleiðingarnar óskemmtilegar. „Fiskarnir í þessu búri eru frá Asíu, S-Ameríku og Afríku," segir Stefán. „Þetta eru mest ungfiskar, geta náð allt frá tveggja til tutt- ugu ára aldri og eiga sumir eftir að stækka mikið. Þið ættuð að koma aftur eftir svona þrjú ár og líta á- þá, þó að fæstir nái þeirri stærð, sem þeir geta náð í sínu rétta umhverfi," segir hann. „Annars er ekki gott að hafa of mikinn stærðarmun á fiskunum í búrinu — þeir stóru vilja narta í þá litlu. Ég er t.d. nýbúinn að fjar- lægja gúbbíana, þeir voru orðnir of litlir miðað við hina.“ Fjölbreytnin ræður svo sannar- lega ríkjum í búrinu. Þarna líða áfram heiðbláir næturfiskar, augnlausir fiskar og bleikir „kossafiskar". Kissing guramis munu þeir heita á fagmáli og eru haldnir þeirri náttúru að vera sí- fellt að kyssast, eða það er a.m.k. það, sem lítur út fyrir að þeir séu að gera frá sjónarhóli mannfólks, en enginn mun hafa fundið trú- verðuga skýringu á þessu hátta- lagi þeirra bleiku. Og svo er það eldállinn, sem get- ur orðið 100 sm á lengd, en er við- kvæmastur allra í búrinu, að sögn Stefáns, sem matar hann á ána- maðk og rækjum og leggur ýmis- legt á sig til þess að halda í honum lífinu, enda sjaldgæfur fiskur á ferð. Einn er þó sjaldséðari en állinn, en það er sá, sem til skamms tíma var í fræðiritum auðkenndur sem U2, sem stendur fyrir „Unbekannt nr. 2“, — óþekktur númer tvö. „Ég fékk hann fyrir tilviljun," segir Stefán. „Það slæðast stundum óvenjulegir fiskar með sendingum af þeim algengari og ég var búinn að leita mikið að lýsingu á honum í bókum, þegar ég rakst á myndir af honum og lýsingu í tímaritinu Tropical Fish Hobbyist. Þar sagði Stefán Baldursson spjallar við nokkra skjólstæðinga sína og réttir þeim rækju. (Ljósm. Mbl.: Kristján Einarsson). að aðeins einn svona fiskur hefði veiðst svo vitað væri og væri hann nú að finna í safni Smithsonian- stofnunarinnar í Washington. Sá sem fann hann nefndi hann choco- late catfish, eftir litnum, og svo var hann auðkenndur sem hingað til óþekkt tegund. En núna um daginn sá ég að hann er kominn á lista hjá stærsta fiskaheildsalan- um í Svíþjóð og þeim hefur tekist að finna honum stað í tegundarík- inu. Þetta er einskonar „ryksugu- fiskur", fjarskyldur frændi stein- bítsins og það heyrist í honum hljóð þegar hann verður æstur. Ég hef heyrt í honum að nóttu til, en þá er hann helst á ferli, hljóðið er svipað og í önd!“ Sá „óþekkti" stendur undir nafni þessa kvöld- stund, því hann heldur sig inni í holum steini í búrinu og sýnir ekk- ert nema fálmarana, sama hvað gert er til að lokka hann úr fylgsn- inu. „Þetta er betra en nokkurt myndband — alltaf eitthvað, sem kemur manni að óvörum, t.d. til- standið í kringum tilhugalífið hjá þeim. En ef allt á að vera í lagi, verður að sinna því almennilega og þar koma ótal mörg atriði til sögunn- ar. Aðalvandamálið með gróður- inn í búrinu er t.d. að finna réttu lýsinguna," segir Stefán og upp- lýsir að meðal jurta í búrinu séu amazon-sverðplöntur og vallis- neríur. „Dagsbirtan er best, en hún kemst ekki hingað inn í mikl- um mæli svo ég er með gróður- ljósaperu yfir búrinu. Hitabeltis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.